Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 21
Bor Borsson Endurútgáfa sögunnar sem að sögn Helga Hjörvars „varð svo vinsæl í útvarpinu að furðu má gegna" Þá er Bör Börsson kominn út á íslensku öðru sinni, og er það bókaklúbbur Almenna bókafélagsins sem stendur fyrir útgáfunni. Sagan um Bör var bók ágústmánaðar hjá klúbbnum, og er tilefnið það að þann tuttugasta ágúst var öld tíðjn. frá fæðingu Helga Hjörvars, útvarpsmannsins vinsæla sem þýddi Bör og gerði hann heimsfrægan á ís- landi þegar hann las söguna í útvarpið árið 1944. Útvarpslestur Helga er enn í minnum hafður, og þeir sem voru Qf ungir, eða alls ekki til, þetta fræga ár, hafa nú aldeil- is fengið að heyra það að ann- ar eins atburður hafi varla orð- ið hér á ísalandi hvorki fyrr né síðar (sérstaklega ekki síðar). Eða hvað ætli þeir séu margir sem hafa heyrt pabba eða mömmu, frænda, frænku eða ömmu stynja: „Já, hann Helgi Hjörvar, munið þið þegar hann las Bör Börsson í út- varpinu?" Og á eftir kemur svo löng ræða um það að annan eins útvarpsmann muni ísland aldrei eignast. Götur tæmdust, öll vinna lagð- ist niður og verkfall varð í skemmtanaiðnaðinum á meðan Helgi las söguna um Bör, og sjálf- sagt verða nöfn þeirra félaga óað- skiljanleg svo lengi sem manns minni hrekkur til hér á landi. í rauninni varð Bör Börsson minni kynning á höfundi sínum, norska rithöfundinum Johan Falkberg- et, en hann varð á Helga Hjörv- ar, að minnsta kosti er fram liðu stundir, enda munu flestir vera sammála um að gífurlegar vins- ældir Börs megi að drjúgum hluta rekja til snilldarlegrar þýðingar Helga og upplesturs hans á sög- unni. Falkberget og B. Börsson Höfundur Börs Börssonar, Jo- han Falkberget (1879-1967), var einn af merkustu og virtustu höf- undum sinnar kynslóðar í Nor- egi. Hann ólst upp á smábýlinu Falkberget skammt frá Röros, var námaverkamaður til 27 ára aldurs og sneri sér þá að ritstörf- um og blaðamennsku, en þá var hann löngu byrjaður að spreyta sig á skriftum og skáldsagnagerð. Fyrsta skáldsaga hans sem veru- lega athygli vakti kom út árið 1907. Falkberget bjó í mörg ár skammt frá Osló, en keypti fæð- ingarjörð sína Falkberget árið 1922 og gerðist þar bóndi og oddviti sveitar sinnar. Jafnframt ritstörfunum sinnti hann félags- málum og sat á þingi fyrir jafnað- armenn í Suður-Þrændalögum á árunum 1930-33. Sagan um Bör Börsson þykír mjög ólík öðrum verkum Falk- bergets, og bera þess nokkur merki að hún birtist fyrst sem neðanmálssaga í skopblaði (árið 1917), samin jafnóðumeftirþörf- um. Falkberget kvað ekki hafa gert sér háar hugmyndir um sög- una, en vinsældir hennar fóru ekki á milli mála, hún seldist vel, og kom út í mörgum útgáfum eftir að hún var fyrst prentuð í bókarformi 1920. Urðu vinsældir sögunnar til þess að Falkberget samdi síðar aðra bók um Bör Börsson. Helgi Hjörvar ritaði eftirmála að íslensku útgáfunni á Bör Börssyni sem út kom 1944-45, og er hann birtur svo til óbreyttur í þessari nýju útgáfu. Þar segir hann meðal annars: - Þessi saga, „Bör Börsson", varð svo vinsæl í útvarpinu að furðu má gegna. Veit ég ekki Helgi Hjörvar, upplestur hans á Bör Börssyni árið 1944 er enn íminnum hafður. hvort svipað verður um bókina prentaða, en það má þó teljast vorkunn að hún sé gefin út, eftir þeim viðtökum sem hún hlaut. - Þess skal getið, að höfundur- inn hefur fremur oskað þess að hann yrði ekki kynntur íslending- um með Bör Börsson, því sjálfur metur hann þetta verk sitt miðl- ungi vel. En nú er þetta orðinn hlutur hvort eð er, og þegar Jo- han Falkberget lét hitt í ljós, er honum enn með öllu ókunnugt um þá frægð sem hann hefur þeg- ar hlotið hér á landi fyrir Bör Börsson og að sá orðstír verði ekki aftur tekinn. Flón og framagosi En hver er þá títtnefndur Bör Börsson? - Bóndastrákur ofan úr afdal, galgopi, og eiginlega hálf- gert flón, svo ekki sé meira sagt. En Bör hefur tekið í sig að hann ætli að verða mikill maður og rík- ur, því miklir peningar sýnist honum vera öruggasta leiðin til valda og virðingar. í byrjun sög- unnar hefur Bör þegar stigið fyrstu skrefin á framabrautinni, hann er á leiðinni heim frá Niðar- ósi, þar sem hann hefur keypt vörur fyrir sveitaverslun sína sem hann ætlar að opna eftir mánuð í gömlu stofunni heima á Öldur- stað. Af því tilefni hefur hann breytt nafni sínu, heitir nú ekki lengur Bör á Öldurstað, heldur Bör Börsson júníór. Herra Bör Börsson júníór. Þegar í upphafi bókarinnar er lesandanum kynnt trúarjátning Börs, sem seinna er endurtekin í ýmsum myndum í sögunni: „Hann hafði alla sína ævi haft brennandi löngun í peninga - mikla peninga, og í seðalveski sem væri svo þykkt að gúllinn sæ- ist utan á jakkanum. Þar að auki hafði hann, frá því að hann fyrst mundi til sín, þráð að verða for- stjóri fyrir Sparisjóði Öldurdæla. Bör leit augum sínum til himna við hugsunina um að komast ein- hverntíma í sparisjóðsstjórnina og sitja á gömlu, slitnu skinnstól- unum og neita fátæklingum og kotbændum um lán úr sparisjóð- inum - neita - neita - og þver- neita, þangað til þeir grétu og svitnuðu og sárbáðu og skulfu á beinunum, þá gæti Börsson for- stjóri athugað þetta nánar, ... Haha! Bör rak upp skellihlátur og hoppaði í háaloft á veginum og sló á lær sér." (bls. 12-13) Bör Börsson dreymir sem sagt stóra drauma. Vikudvölin í Nið- arósi hefur ljóslega sýnt honum hvernig honum beri að koma fram og hegða sér til að tetjast heldri maður, og Bör er námfús. Fyrirferðarmikill, klunnalegur og fljótfær ryðst hann áfram á framabrautinni, talar um kont- ant, prósent, mínus, nettó, kú- rant og príma, auk þess sem hann æfir sig í heldri manna siðum. Hann spítir um tönn, hóstar, krimtir, veifar hvítum vasaklút og ropar mikinn (af límonaðinu frá Niðaróss-gosdrykkja-fabr- ikku - útibú, príma vöru), auk þess sem hann festir inná sig ullarpeysu í stað ístrunnar sem hann vantar svo tilfinnanlega og tifar stuttstígur um verslunina til að vera sem höfðinglegastur að sjá. Sérstaka rækt leggur hann vitaskuld við kúnna sem honum þykir fínni en aðrir: ,,-Veskú, frauk - fröken! Var það ellers nokkuð sem yður be- hagaðist hjá oss? - það var „frök- Við upphaf ferils síns nuddar Bör Bórsson sápu f hárið svo hægt sé að finna af honum kaupstaðarlykt. Hann hafði nóg að gera að „gefa ordrur...' en", sem átti að segja við þær ffnu; hann mundi nú að það höfðu þjónarnir sagt í Niðaróss- estinni. Og það átti að segja „oss" og „vér" um sjálfan sig þegar fínt var talað - það gerðu þeir í bréf- unum, grósserarnir; alltaf oss og vér - ekkert sveitadónamál." (bls. 60) Athafnamaður með glópalán í rauninni hefur Bör ekki vit á nokkrum sköpuðum hlut, en hann er of mikill kjáni til að gera sér grein fyrir því, og í þeirri staðreynd liggur lykillinn að vel- gengni hans. Þó að hann verði fyrir margvíslegum skakkaföllum fylgir honum ótrúlegt glópalán, sem oftar en einu sinni bjargar honum frá hruni á síðustu stundu. Einnig reynist hann hafa rétt fyrir sér hvað varðar mátt peninganna, því þótt sveitungar hans hæðist að honum á bak, og margir þeirra óski þess eins að hann kollsigli sig á kaupmenn- skunni, vantar ekki að þeir skríði fyrir honum með smjaðri og undirlægjuhætti. Þar að auki standa manni með úttroðið seðla- veski hverjar dyr opnar, eins þótt hann vantaði eitthvað uppá al- menna „dannelse": „Tildæmis át hann með hnífnum, stangaði úr tönnunum á sér með gafflinum í hugsúnarleysi og ropaði karlmannlega eftir góða máltíð." (bls.141) Bör Börsson fer víða og speg- úlerar mikinn. Hann verður mörgum að hlátursefni fyrir heimsku sína og klunnaskap, en einhvern veginn slampast hann áfram með sína kontanta og pró- sentur. Og nískur er hann ekki, að minnsta kosti ekki þegar um er að ræða að vekja aðdáun fólks og virðingu, þá vflar hann ekki fyrir sér að kaupa heilu hótelin. Sagan um Bör er einhversstað- ar á milli þess að vera kostulegt ævintýri og ýkjusaga í ætt við Heljarslóðarorrustu. Og víst er um að frábær þýðing Helga Hjörvar á sinn þátt í að draga upp ljósa mynd af bægslaganginum í Bör, flónslegum tilburðum hans og skringilegu málfari. Ævintýri þessa „nútíma" athafnamanns eru með mestu ólíkindum, og það er ekki laust við að ferill hans minni um margt á Ameríska drauminn og trúarjátningu okkar tíma. „Svona ævintýri verður ekki endurtekið" Hjörtur Pálsson, sem ritar for- mála að þessari nýju útgáfu sög- unnar, veltir fyrir sér hvort hún eigi erindi til nútímans, og segir meðal annars: - Hverju skal þá svara ef spurt er, hvernig Bör Börsson ber aldurinn? Otrúlega vel miðað við allar aðstæður og ástand mála hér á landi um þessar mundir, mætti segja eftir nýlega athugun. Skýr- ingin er þó varla sú að verðleikar sögu hans séu orðnir miklu meiri en áður var talið, heldur stafar þetta af því að fégræðgi og flott- ræfilsháttur í bland við skriðdýrs- eðli og þjóðrembu og þá tröll- heimsku sem gerir menn apa af aurum eru orðin áunnin bæklun- areinkenni ískyggilega margra ís- lendinga. Og á þessar óskemmti- legu hliðar mannlegs eðlis er síf- ellt minnt og deilt og að þeim skopast af mikilli frásagnargleði í Bör Börssyni... - Ekki þarf að bera ýkja víða niður í sögunni til þess að ís- lendingurinn 1988 kannist við sig í Kjósinni. í formálanum svarar Hjörtur spurningunni um hvort útvarpið muni gefa okkur, sem ekki gátum hlustað á lesturinn fræga árið 1944, tækifæri til að njóta þessa sögulega upplesturs, og fer vel á því að svar hans verði jafnframt íokaorð þessarar samantektar: - Það er til marks um vinsældir Börs á sínum tíma að í dag- skrárstjóratíð minni sem hófst þó ekkí fyrr en næstum þrjátíu árum eftir að lestri sögunnar lauk veit ég ekki hve oft kom í minn hlut að svara þeirri spurningu, hvort ekki ætti að fara að útvarpa lestrum Helga aftur - hvers konar tregða þetta væri eiginlega! Svarið var þó ósköp einfalt: þeir eru ekki til. Þegar sagan var lesin heyrði til undantekninga að útvarpsefni væri hljóðritað til geymslu, hvað þá heilar framhaldssögur, enda var slíkt ólíkt meira umhendis en síðar varð, af tæknilegum ástæð- um. Óneitanlega hefði verið fróðlegt ef varðveist hefðu dæmi um þennan fræga lestur, en þó held ég að nú sé óhætt að ljóstra upp því leyndarmáli að flestir sem til þekktu virtust sáttir við, hvernig fór. Svona ævintýri verð- ur ekki endurtekið." LG NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJÍNN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.