Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 15
the Whale" og hvað þetta nú heitir allt saman. Þetta er allt saman sama grúppan. Senda frá sér sameiginleg hótunarbréf og auglýsa saman, m.a. í tvígang í Þjóðviljanum. Þetta er allt sama liðið. Það eina sem það rífst um er hvert stuðningsfólkið á að senda dollarana. Dugir að vera kokhraustur? Hafa þessi samtök ekki miklu meiri áhrift. d. á stjórnmálamenn, valdhafa og almenning í Banda- ríkjunum en menn vilja viður- kenna hér heima? - Ég sé ekki hvaða áhrif þetta 'eru. Forráðamenn sumra fisk- verksmiðja úti eru búnir að hafa áhyggjur síðustu 5 til 6 árin. Ég sé ekki áhrifin. Það dalar í þeim um leið og verðið hækkar á markaðn- um og þeir geta ekki afgreitt nógu mikið eins og í hittiðfyrra og fyrra. 1982 átti allt að vera að fara úr böndunum því þeír fengu send póstkort, það gerðist ekkert. í dag er staðan sú að verð á fiski hefur fallið um allan heim. Þetta er ekkert séríslenskt fyrirbrigði. Að tengja þetta tvennt saman, fiskmarkaðinn og mótmæli vegna hvalveiða er alveg út í bláinn. Staðreyndin er samt sú að út- flutningur á fiskafurðum til Bandaríkjanna hefur snar- minnkað á síðustu árum og Bandaríkjamarkaður hefur hrap- að úr fyrsta sœti í þriðja sœti yfir stœrstu kaupendur íslenskra fiskafurða. Hefur hvalveiðideilan ekkert hafa að segja íþessum efn- um? - Nei, ég sé ekkert samhengi þar á milli. Þessi ríki í Asíu og Evrópu sem hafa verið að kaupa sífellt stærri hlut af okkar útflutn- ingi, eru þjóðir sem eru vanar því að borða fisk. Bandaríkjamenn eru litlar fiskætur. Við höfum verið að fikra okkur áfram með framleiðslu á sérunninni vöru á ýmsum fisktegundum, t.d. karfa og grálúðu fyrir markað í Asíu sem borgar hátt verð fyrir ferska og réttunna vöru. Ég er viss um að þarna liggur framtíðin í okkar útflutningi og að Bandaríkja- markaður mun ekki skipta okkur eins miklu máli og áður. Þessi þróun er tilkomin vegna nýrrar tækni við úrvinnslu sem m.a. felst í frystingu úti á sjó. Þú þykist þá ekki vera að bregða fœti fyrir sjálfan þig með því að vera með annan fótinn í hvalveiðum og hinn í rekstri eins stœrsta útgerðar -og fiskvinnslu- fyrirtækis í landinu? | - Ég hef engar áhyggjur út af þessu. Ég óttast ekki þessi friðunarsamtök né áhrifamátt þeirra. Þetta er meira og minna sama fólkið sem búið er að standa í þessu síðustu 15 árin. Það á að minnsta kosti við um það fólk sem mætir fyrir þessar grúppur I sem áheyrnarfulltrúar á ársfirnd- um alþjóða hvalveiðiráðsins. Það eina sem hefur breyst er að það er núna 15 árum eldra en þegar það kom fyrst að mótmæla. Kaninn stjórnar öllu Práttfyrir aðþetta sé alltafsama fólkið þá hefur þú óneitanlega fundið fyrir þessum mótmælum. Það hefur snardregið úr veiðiheimildum á síðustu árum. Hvað getið þið haldið „vísinda- veiðum" lengi áfram? Ekki malið þið gull á þessum veiðum? - Það er rétt. Hvalveiðar fyrir Hval hf. í hagnaðarskyni hafa ekki verið frá því sumarið 1986. Þessi samningur við Hafrann- sóknarstofnun um vísindaveiðar gefur enga ágóðavon fyrir Hval hf. Við erum hins vegar meira að spá í framtíðina og það eru engin gögn sem hafa verið lögð fram sem sýna að þú getir ekki veitt svo og svo marga hvali hér við landið. Vísindanefnd hvalveiðiráðsins lagði t.d.aldrei tíl að það yrði sett á þetta hvalveiðibann. Þetta er alfarið pólitísk ákvörðun. Þetta Kristján Loftsson: Það hefur aldrei verið okkar keppikefli að veiða þessidýreinsogbandóðirmenntilaðkláraþettasemfyrst. Mynd-Jim var keyrt í gengum alþjóða hval- veiðiráðið sem kaninn stjórnar og rekur. Þessu er öllu stýrt af bandarískum stjórnvöldum. Þau standa fyrir þessari aðför að okk- ar hvalveiðum. Þótt þú vissir ná- kvæmlega hversu margir hvalir væru við landið og þekktir þetta allt út og inn þá myndu þeir ekki hlusta á það. Þetta snýst allt um pólitík, tilfinningasemi og trúar- brögð. Þetta hefur allt sinn tilgang eins og ég hef haldið fram oft áður. Þeir eru að reyna að grafa undan öllu hérna og koma okkur á vonarvöl svo þeir geti síðan hirt þetta einn góðan veðurdaginn. Þetta er bara ein aðferðin, friða hval og sel og hvenær verður það svo líka þorskurinn. Þegar allt verður komið á vonarvöl banka þeir uppá og bjóða aðstoð, en þá verðum við líka að haga okkur eins og þeir segja til um. Lífríkið sett á beit Hvað hafa veiðarnar dregist mikið saman? Hvað var veitt í sumar miðað við meðalveiði síð- ustu áratuga? - Veiðarnar hafa alltaf verið upp og niður en að meðaltali frá 1948 til 1985 veiddust u.þ.b. 220 langreiðar, um 80 sandreiðar og um 80 búrhvalir. Þetta var veiðin hátt í 400 dýr á ári. í sumar voru aðeins veiddar 68 langreiðar og 10 sandrciðar eða samtals 78 dýr, eftir að kvótinn var enn minnkaður frá upphaflegu áætl- uninni. Þetta er um fimmtungur af meðalveiðinni í gegum árin. Það er alveg út í bláinn að vera að tala um þetta sem eiginlegar hvalveiðar. Við höldum ekki áfram á þennan hátt til eilífðar. Við gerðum fjögurra ára samning bg síðasta árið er næsta sumar- vertíð. Ef það liggur fyrir eftir næstu vertíð að svokölluðum vísinda- veiðum verði haldið áfram og kvótinn ekki stœkkaður. Haldið þið áfram slíkum veiðum? - Það er ekki hægt að svara þannig spurningu núna. Við get- um auðvitað verið að rannsaka sama hlutinn til eilífðar og fengið alltaf sömu niðurstöðuna. Slíkt hefur engan tilgang nema við vilj- um líta á hvalina sem heilagar kýr og fylgjast grannt með heilsufari þeirra. Það hefur hins vegar ekki verið tekin nein pólitísk ákvörð- un um það hérlendis að lífríkið skuli sett á beit, þvert á móti stefna menn að því að nýta lífríki sjávar skynsamlega. Það hefur hins vegar aldrei verið okkar keppikefli að veiða þessi dýr eins og bandóðir menn til að klára þetta sem fyrst. Hvað eigum við þá að gera á morgun? Við hefð- um auðveldlega getað gengið mjög nærri stofnunum á sjötta og sjöunda áratugnum og hætt svo eins og staðið var að þessum veiðum í Suður-íshafinu á ýms- um tegundum hvala. Verið að grafa undan þjóðinni Hefurþú trú áþvíað niðurstöð- ur þessara vísindaveiða hafi þau áhrif á fulltrua í alþjóða hval- veiðiráðinu, að ykkur verði heim- ilt að auka hvalveiðarnar aftur? - Það er erfitt að segja. Maður verður þó að reikna með þvi að skynsemin fái einhvern tímann að ráða. Þetta er meira spurning um pólitík. Það eru ríkisstjórn- irnar sem ráða ferðinni en ekki þessir friðunarhópar. Banda- ríkjamenn stjórna þessu öllu, það verða menn að skilja. Þeir reka þetta og hafa fjölmörg ríki með sér. Þetta er liður í áætlun þeirra að grafa undan ríkjum t.d. hér í Norður-Atlantshafinu með því að koma þessum dýrum á beit svo aðrir stofnar verði illa úti. Við erum hins vegar ekki bundin af því að vera í þessum samtökum og ef þessir aðiíar taka ekki sönsum þá verða stjórnvöld að endurskoða sinn hug varðandi það hvort við eigum heima í svona klúbb sem alfarið hefur snúið bakinu við upphaflegum tilgangi sínum. Það er ekkert sem segir að við eigum að vera þarna til eilífðar. Ég held að menn séu almennt farnir að átta sig á þessari stöðu hér heima. Það getur ekki gengið að við drögum sífellt úr hval- veiðum á sama tíma og helstu fiskstofnar á miðunum fara minnkandi og setja þannig hvala- stofnana á beit, því eitt er víst að þeir eru ekki í megrun, segir Kristján Loftsson. »' -*g- NÝTT HELGARBLAÐ - i MÓÐVIUINN - SÍDA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.