Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 32
Svanasöngur Guðmundar Joð? Staðaformanns Dagsbrún- ar og Verkamannasam- bandsins, Guðmundar J. Guðmundssonar - hefur aldrei verið eins veik innan verkalýðshreyfingarinnar og þessa dagana, eftir að hann lenti einn í minnihluta á fundi miðstjórnar ASÍ á mánudag- inn var. Guðmtindur sat hjá þegargreidd voru atkvæði um yfirlýsingu ASÍ þar sem öllu samráði við ríkisstjómina um kauplækkun var hafnað og niðurfærsluhugmyndin þar með jörðuð. Innan verkalýðs- hreyfingarinnar gengur sú saga að Guðmundur hafi átt tíða fundi með forystu- mönnum stjórnarflokkanna í síðustu viku og lofað sam- þykki Verkamannasam- bandsins um samráð við ríkis- stjórnina við niðurfærsluna gegn því að honum yrði tryggður stuðningur fulltrúa stjórnarflokkanna á ASÍ- þinginu í haust við framboð til forseta ASÍ. Hákonsen, Ólaf ur kóngur er geysivin- sæll af löndum sínum og ekk- ert fjær Norðmönnum en að leggja niður konungdæmið, allra síst norskum vinstri- mönnum (enda haft í minnum þegar Hákon faðir Ólafs sagði í stríðinu að hann væri „ogsá kommunisternes konge"). Auk þess að njóta virðingar sem sameiningartákn hefur Ólafur lengi haft einskonar bangsa-sjarma, og vinsældir hans eru að því leyti líkar hylli Steingríms Hermanns- sonar hér að Ólafur skriplar stundum illilega á smáatriða- skötunni. íslendingar hafa kynnst þessu líka, - þegar hann kom hér síðast fyrir rúm- um áratug er til þess tekið að hann hafi í skálaræðum talað grunsamlega mikið um Finn- land og Finna, - og hápunktur ferðarinnar nú í Reykholti varð ýmsum tilefni til að rifja það upp þegar Ólafur krón- prins kom 1961 í Reykholt, minntist fornra tengsla og gaf okkur styttuna af „Herr Snúrresen"...B Olafur Vaff Ragnheiður Ásta Péturs- dóttir er í hópi hinn allra traustustu útvarpsmanna á gömlu góðu gufunni, og það þótti því heldur hlálegt þegar henni varð á að lesa tilkynn- ingu um Noregskonunginn Ólaf Vaff í vikubyrjun í beinni útsendingu. Þetta varð auðvitað tilefni ýmissa brand- ara um hugsanlegan skyld- leika konungs við Láru Vaff og Þórarin Vaff og fleiri Vaff- ara íslenska. Þulurinn þótti hinsvegar bjarga sér vel úr klípunni með afsökunarbeiðni og gamalli útvarpsskrítlu um aumingja þulinn sem las fréttir af konungi íslands og Dan- merkur, Kristjáni Ex.B \/CDHI niM' Ragnhildur Gísladóttir og Jakob Magnússon eru smekkfólk á fleira en tónlist, það er greinilegt. Á sýningunni VERÖLDIN 88 hafa þau innréttað 230 fermetra íbúð eftir eigin höfði. : Valið húsmuni, liti og alla umgjörð; jafnvel vegghallann!! íbúð sína kalla þau dvalarheimili sitt. Árangurinn kemur svo sannar- lega á óvart; smekklegur og frumlegur í senn. Á sýningunni VERÖLDIN 88 er fjöldi nýjunga. Allskonar kynning á vöru og þjónustu. Auk allskonar skemmtiatriða. Athugið að Ragnhildur og Jakob verða sjálf í dvalarheimili sínu á virkum dögum kl. 18 og 20, en um helgar kl. 15,17,20 og 21. Opið virka daga frá kl. 16-23. Um helgar frá kl. 13-23. Aðgöngumiðasölu hætt alla daga kl. 22. VVil W\.k/lll %m*S,.9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.