Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 12
Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambandsins: Tillögurnar voru á ábyrgð allra ráðherra. Er ekki leikbrúða Alþýðubandalagsins í verkalýðshreyfingunni. Vildum ekki láta neinn velkjast í vafa. Sameiginleg niðurstaða en mismunandi áherslur í umræðum Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ hefur verið nokkuð fyrirferðarmikili í fréttum undanfarna daga, fyrst og fremst vegna þeirrar einörðu afstöðu, sem miðstjórn ASÍ tók á þriðjudaginn þegar hún hafnaði frekari ríkisstjórnar- viðræðum um aðgerðir í efna- hagsmálum nema því aðeins að þær hættu að snúast um launalækkun. Mörgum þótti kveða þarna við annan tón en nokkrum dögum fyrr þegar fulltrúar ASÍ gengu til við- ræðna við ráðherra þrátt fyrir lög sem banna umsamdar kauphækkanir. Ásmundur er tekinn á beinið og spurður hvernig á því hafi staðið að ASÍ hafnaði ekki strax öllu samráði við ríkisstjórnina nú í haust. Augljóst er að við stöndum frammi fyrir miklum vanda í út- flutningsgreinunum, sérstaklega frystingunni, og því er augljóst að það verður að grípa til efnahags- aðgerða ef tryggja á atvinnuör- yggi vítt og breitt um landið. Við vildum láta á það reyna hver væri vilji ríkisstjórnarinnar til að grípa til raunhæfra aðgerða. Við sögðum strax að forstjóraplaggið gæti ekki orðið viðræðugrund- völlur og ítrekuðum að launin í landinu væru ekki efnahagsvand- inn sem við væri að stríða. Við hefðum getað valið þann kost að snúa okkur til veggjar og láta hlutina gerast án okkar afskipta en við töldum skynsamlegra að reyna að hafa einhver áhrif og athuga hvort unnt væri að fá ríkis- stjórnina til að vinna á jákvæðan hátt úr þeirri erfiðu stöðu sem við erum í. Ég minni á að það sama gerðist á liðnu vori. Þá var ASÍ reiðubú- ið til viðræðna, en þegar á reyndi hafnaði ríkisstjórnin því að ræða um annað en launin og sleit við- ræðunum. En gáfuð þið ekki undir fótinn með að þið væruð til í viðræður á grundvelli forstjóraplaggsins úr því að þið mótmæltuð ekki strax bráðabirgðalögunum sem banna 2,5% kauphækkun 1. septemb- er? Nei. Þegar við ákváðum að halda áfram viðræðum, þrátt fyrir síðustu bráðabirgðalög, tókum við það fram að frestun um 2,5% hækkun 1. september væri röng aðgerð, jafnvel þó að henni fylgdi verðstöðvun og stöðvun á búvöruverðshækkun- um. Við töldum hins vegar nauðsynlegt að fá skýrar fram hvað yrði gert því að það var fylli- lega ljóst að lögbundin frestun á launahækkunum var engin lausn á vandanum sem við er að etja. Jón Baldvin Hanníbalsson hef- ur látið í það skína að ASÍ hafl á miðstjórnarfundinum síðastlið- inn þriðjudag verið að taka þátt í einhvers konar leik með Þorsteini Pálssyni, kanski til að fá for- stjóraplaggið með niðurfærsl- unni út af borðinu. Ég skil Jón Baldvin frekar á þann veg að það hafi verið hræsni af Þorsteini að ljá máls á samráði við ASÍ, vegna þess að hann hafi aldrei ætlað sér að láta neitt koma út úr því, frekar en að hann sé að ýja að einhverju samsæri milli okkarÞorsteins. En plaggið, sem lagt var fram á fundi okkar með ráðherrum á mánudaginn, var ekki kynnt sem hugmyndir Þor- steins Pálssonar. Það var ríkis- stjórnin sem lagði plaggið fram og Jón Baldvin og Steingrímur hljóta að bera ábyrgð á plagginu til jafns við Þorstein. Þar var til- laga um 9% launalækkun sem ieiða átti til 2-3% verðlækkunar á einhverjum mánuðum. Annað var ekki í því plaggi. Því hefur verið haldið fram að þú hafir verið í minnihluta innan miðstjórnar ASÍ þegar ákveðið var að ræða við ráðherrana þrátt fyrir frestun launahækkunar 1. september. En þú og þeir sem þér fylgja að málum hafi svo aftur náð undirtökunum á þriðjudag- inn var. I DV talar um samtök Alþýðubandalagsmanna í mið- stjórninni. Ég held að þeir, sem þekkja sæmilega til, álíti mig alls ekki vera einhverja leikbrúðu Al- þýðubandalagsins í verkalýðs- hreyfingunni. Samskipti mín við flokksforystuna og reyndar ykk- ur á Þjóðviljanum hafa ekki gefið tilefni til slíkra ályktana. Innan miðstjórnar eru ýmis sjónarmið uppi og menn hafa aðstöðu til að hafa hver sína skoðun í umræð- um. Skoðanir manna mótast oft í umræðum þar sem menn meta viðhorf hver annars. Þannig vinn- ur venjulegt fólk. Stjórnmála- menn vinna oft í heitingum og kalla ókvæðisorð hver til annars. En í miðstjórninni vinnum við sjaldan þannig. Oftast komumst við að sameiginlegri niðurstöðu þótt stundum verði að leysa úr málum með atkvæðagreiðslu. Auðvitað voru mismunandi áherslur þegar ákveðið var að ganga til viðræðna við ríkisstjórn- ina en niðurstaðan var sameigin- leg. Það sama var uppi á teningn- um þegar við tókum um það ákvörðun á þriðjudaginn var að láta það koma skýrt og greinilega fram að við værum ekki til við- ræðu um launalækkun, að láta það ekkert velkjast fyrir mönnum hver væri afstaða okkar íþeim efnum. Þetta varsameigin- leg niðurstaða en í umræðum voru að sjálfsögðu mismunandi áherslur. Einn sat hjá, Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dags- brúnar. Hefur áður verið uppi skoðanamunur milli ykkar innan miðstjórnar ASÍ? Það er betra að Guðmundur lýsi sjálfur sínum eigin skoðun- um. Við höfum ekki alltaf verið sammála, en þó ekki heldur verið í neinu stanslausu rifrildi. Eðli málsins samkvæmt er miðstjórn- in skipuð fólki með mismunandi viðhorf. Við þurfum auðvitað á því að halda að miðstjórn sé virk- ur vettvangur þar sem menn skiptast á skoðunum og þar sem hver og einn hefur skoðanir. Alþýðusambandsþing verður í nóvember. Hefurðu gefið yfirlýs- ingar um það hvort þú gefir kost á þér áfram í embætti forseta ASÍ? Nei. Hefur verið eftir því leitað við Þ'g? Það eru margir sem ætlast til þess að ég geri það en ég hef ekki gefið nein svör enn. Reikna menn með áframhald- andi breiðri pólitískri samvinnu á þessu ASÍ-þingi eða er eitthvað sem bendir til klofnings eftir flokkspólitískum línum? Ég sá nýlega í dönsku blaði að 1953 hefur um fjórðungur Dana verið félagar í pólitískum flokk- um. Nú er þessi tala langt innan við 10%. Þótt íslenskar tölur séu ekki tiltækar, er þróunin svipuð hér. Flokkarnir, sem áður fyrr „áttu“ stóra hópa, hafa misst tökin á fólkinu. Það kemur sam- an og mótar sér skoðanir án þess að velta því mikið fyrir sér hvort þær séu í samræmi við einhverja flokkslínu. Þessarar þróunar gæt- ir að sjálfsögðu einnig innan verkalýðshreyfingarinnar. í verkalýðssamtökunum eru menn að vinna að ýmsum fag- legum málum þvert á allar flokks- pólitískar línur þó að þeir, sem eru í sama pólitíska flokki, beri af eðlilegum ástæðum sérstaklega saman bækur sínar, eins og alltaf er meðal fólks sem hefur lík lífs- viðhorf. En markalínurnar eru ekki einhlítar og skýrar. Það er ljóst að innan verkalýðshreyfing- arinnar er ekki hægt að vinna á einföldum flokkspólitískum for- sendum. En er ekki Ijóst að þú ert stimplaður Alþýðubandalags- maður? Það er ekki bara stimpill, það er raunveruleiki. Þetta hefur alltaf legið fyrir allt frá því að ég var kjörinn forseti ASI 1980 en vonandi hefur einnig verið ljóst að ég mundi ekki vinna sem flokkspólitískur erindreki heldur reyna að finna þá niðurstöðu sem best gagnast félagsmönnum Al- þýðusambandsins. Ég tel að ég hafi gert það sem forseti ASÍ og ef til þess kemur, að ég verði áfram í því embætti, mun ég að sjálfsögðu gera það áfram. -ÓP A BEININU Þvert á allar pólitískar línur 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.