Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 25
BARNAKOMPAN
Umsjón:
KRISTÍN VALSDÓTTIR
ANDRÉS GUÐMUNDSSON
Stafaknippið
í fyrri daga var bóndi nokkur sem
átti sjö sonu. Þeir voru alltaf að ríf-
ast og þeim kom svo illa saman að
til vandræða horfði. Hann hafði oft
reynt að sætta þá en það lánaðist
ekki. Loks kom honum til hugar að
þeir kynnu að láta sér segjast ef
hann sýndi þeim áþreifanlegt
dæmi.
Hann kallaði síðan alla syni sína
fyrir sig og bað þá að tína saman
nokkra stafi og færa sér. Stafina
batt hann saman í knippi og sagði
þeim að reyna sig á því að brjóta
knippið sundur. Þeir reyndu það nú
hver eftir annan og gengu allir frá.
Þá leysti hann sundur knippið og
rétti þeim stafina og skipaði þeim
aðbrjóta þá hvern fyrirsig. Það
gerðuþeirleikandi.
Þá mælti faðirinn: „Því er alveg
eins varið með stafina og ykkur
synir mínir. Meðan þið haldið sam-
Skoðaðu þessa mynd vel og
f inndu það sem er óvenjulegt
eða skrítið.
an og eruð eins og einn maður þá
munið þið standa óvinum ykkar á
sporði. Enef þiðverðiðósáttirog
farið sinn í hverja áttina þá hreppið
þið sömu afdrifin og þessir stafir
sem liggjahérbrotnirfyrirfótum
ykkar“.
(Esóp)
Dulmál: Þaðgeturstundum komið sér velað geta
skrifað eitthvað sem enginn skilur. Hérna færðu
dulmálslykil sem þú getur notað með vinum þínum til
að bera á milli skilaboð sem enginn annarmá sjá. Þú
getur líka ruglað röðinni og búið til þinn eigin dulmál-
slykil. Fyrstskaltþú leysa þrautina með aðstoð lyk-
ilsins.
DULMÁLSLYKILL
JJ JJ JJ JJ
A Á BCDÐ EÉFG
iDúuunQnnn
H I 1J KLhNOÓ
Fin LL LLŒEC
PRSTUÚVYÝÞ
rr
Æ Ö
JJULjn UL
______ ________ ___?
□JLLL HJL
□□□□□□□□□□□□ -
NÝTT HELGARBLAÐ - IÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 25
FLÖSKUSKEYTI
Leiðtogarnir
útnefndir
Ronald Reagan og Michael
Gorbastjov eru meðal 95 manna,
sem hafa verið útnefndir til friðar-
verðlauna Nóbels. Þeir eru báðir
tilnefndir vegna samninganna
um meðaldrægu kjarnaflaugarn-
ar, sem voru undirritaðir í des-
ember 1987. Sá sem talinn er að
muni veita leiðtogunum harðasta
samkeppni um verðlaunin er Ja-
vier Peres De Cuellar, aðalritari
Sameinuðu þjóðanna. Friðar-
höfðinginn verður valinn 29.
september.
Pissa ekki
í kross
Sérkennilegt vandamál hefur
komið upp í Höll þjóðanna í Genf,
þar sem samninganefndir (rana
og íraka ræða lausn á deilu sinni
undir stjórn Sameinuðu þjóö-
anna. (Ijós hefur komið að í höll-
inni er bara eitt salernisherbergi,
þar sem margir geta samtímis létt
á sér. Hinsvegar hleypur yfirleitt
allt í bál og brand þar inni ef (rani
og (raki eru samtímis á klósett-
inu. Starfsmenn Sameinuöu
þjóðanna hafa því nóg að gera
við klósettgæsluna, að sjá til
þess að aðeins menn af einu
þjóðerni séu staddir á salerninu í
einu. Samningamennirnir not-
færa sér klósetthallærið óspart til
þess að stríða andstæðingunum
og ganga klögumál á víxl um að
það taki hina óratíma að ganaa
örna sinna. Þeir ættu að taka ls-
lendinga sér til fyrirmyndar en
það hefur löngum þótt góður og
gegn siður að sættast með því að
pissa í kross.
Tíminn líður
eins og
óð fluga
Hvernig verjum við lífi okkar - í
hvað fara dagarnir? Þetta eru
spurningar sem engin svör hafa
fengist við hingað til. En nú er
sem betur fer búið að leysa
þessa gátu; þökk sé fyrirtækinu
Priority Management í Pittsburg í
henni Ameríku, sem búið er að
reikna þetta allt út fyrir okkur
rugludallana sem botnum ekkert
í því hvað við eldumst hratt og
verður lítið úr verki.
Að vísu eru athuganirnar
byggðar á daglegu lífi amerísks
meðaljóns, en vafalaust geta ís-
lenskir stressarar dregið nokkurn
lærdóm af. Og þá er að meðtaka
hin hræðilega sannleik:
Sex ár ævinnar fara í að kýla
vömbina.
Eitt ár erum við að leita að hinu
og þessu sem týnist, jafnt á heim-
ili sem vinnustað (sumir geta nú
eflaust margfaldað þá tölu með
annarri nettri).
Þrjú ár segja þeir að fari í
fundasetur.
Átta mánuðum teljumst við
eyða í að rífa upp póst sem inni-
heldur alls kyns gylliboð frá
augýsendum.
Og flögur ár erum við önnum
kafin við heimilisstörf.
Þar hefurðu það, lesandi góð-
ur! Spurningin er bara hvort hægt
er að heimfæra síðasta liðinn
endurskoðunarlaust upp á ís-
lenskan hvunndag. Nú, eða hvort
við neyðumst til að koma okkur
upp sérstökum lið fyrir gular yfir-
dráttarharmónikkur frá viðskipta-
bönkunum okkar og jafnvel öðr-
um fyrir víxiltilkynningar og hót-
unarbréf hjá lögfræðingum.
Svari hver fyrir sig.