Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 8
SMART-SKOT LEIÐARI Botninn er suður í Borgarfirði Ríkisstjómin á að fara frá. Ekki er kyn þótt keraldið leki, botninn ersuður í Borgarfirði sögðu þeir Gísli, Eiríkur og Helgi eftir að upp kom mikill vandi á Bakka og búið að skilgreina hann lengi í athugunamefndum og á samráðsfundum. Þetta er svipað með ríkisstjóm Þorsteins, Steingríms og Jóns Baldvins. Botninn er suður í Borgarfirði. Ríkisstjórnin hefur fyrir fullt og allt misst það sem ríkisstjórn, - hvaða ríkisstjórn sem er -, er allra nauðsynlegast. Það er tiltrú þjóðarinnar. Sú kreppusótt sem sífellt hefur elnað síðustu daga er ekki einstæð. í rauninni hefur ríkis- stjórnin verið í kreppuástandi allt þetta ár. Það mætti dagsetja kreppu stjórnarinnar við ákvörð- unina um matarskatt, það mætti líka segja að hún hafi orðið opinber og augljós þegar formað- ur Framsóknarflokksins lýsti því yfir um miðjan janúar að Róm brynni. Síðan hefur bálið magnast, og efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar aðeins gert illt verra. Gengisfellingin og bráðabirgðalögin í maí áttu að rétta við útf lutningsgreinamar, meðal annars með banni gegn kjarasamningum og verkföll- um. Árangrinum er best lýst með þeim orðum Morgunblaðsins að þær séu „einhverjar mis- heppnuðustu aðgerðir sem ríkisstjórn hefur gripið til um langt skeið". Forsætisráðherra hefur haldið því að mönnum að vandinn nú sé fyrst og fremst sprottinn af ytri aðstæðum sem verði sífelltverri. Morgunblaðið hefur verið iðið við að kenna um almennri eyðslusemi og óskilgreindri neyslu, sem nú verði að minnka. Oddvitar stjórnarand- stöðunnar og forystumenn í samtökum launa- fólks tala um hagstjórnarkreppu. Þessar skýr- ingar eru allar brot af sannleikanum, að vísu í ólíkum hlutföllum. Það er til dæmis rétt hjá Þor- steini Pálssyni að ytri aðstæður hafa versnað nokkuð frá því góðærið var í hámarki fyrir nokkr- um misserum, og þessvegna er ekki lengur hægt að koma vandamálunum fyrir kattamef með þess aðstoð. Því má heldur ekki gleyma að nú standa yfir heiftúðugir timburmenn eftir það frjálshyggjufyllirí í peningamálunum sem ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar steypti sér í með gráum markaði og hinu alræmda vaxta- frelsi. Menn hafa ýmsar skýringar og ýmsar lausnir, en öllum ætti að vera Ijóst að sú ríkisstjórn sem ætlar að stýra útúr brotsjónum þarf: í fyrsta lagi að vera samhent, í öðru lagi að vita hvert hún ætlar að fara, í þriðja lagi að hafa stuðning fólksins, annars- vegar skilning og hjálp öflugustu samtaka al- þýðu, hinsvegar tiltrú almennings. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar uppfyllir ekk- ert þessara skilyrða, og saga hennar hingaðtil bendir sterklega til þess að hún sé ekki í þann stakk búin að hún muni nokkurn tíma geta upp- fyllt þau. Ráðherrar, forstjórar og stjómarþingmenn hafa undanfarið verið ísamkvæmisleikjum í við- ræðustofum, sjónvarpssölum og á síðum blaðanna. Þeir deila um það hvort stjórnin sé dauð eða hálfdauð og hvort það sé hægt að lífga við hræið. Á meðan ríkir upplausnarástand víða í atvinnulífinu og neyðarástand á fleiri heimilum en menn vilja vita af. Þjóðin hefur ekki efni á því að botninn sé hafður öllu lengur suður í Borgarfirði. Ríkis- stjórnin á að fara frá, og það á að mynda nýja. Því er borið við að kosningar og stjórnarmynd- unarviðræður kosti of mikinn tíma. En hversu miklum tíma hefur ekki þessi stjórn eytt til einsk- is? -m NÝTT Helaarblað Þiooviuinn aafr Síðumúla 6*108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsimi 681348 JL Útgerandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Mörður Ámason, Óttar Proppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaoamenn:GuðmundurRúnarHeíðarsson,HeimirMárPétursson, Hjörieifur Sveinbjömsson, Krístóter Svavarsson, Magnfríður Júliusdóttir, Magnús H. Gislason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gfslason, ¦Páil Hannesson, Siguröur Á. Friðþjófsson, Sævar Guðbjörnsson, Þor- finnur Ómarsson (íþr.). Handrfta- og profarkalestur: Elías Mar, Hildur Firtnsdóttir. Ljóimy ndarar: Eir tar ólason, Jim Smart. Utlttstalknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÚ. Pétursson Framkvœmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrlfstofustjórl: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrlfstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjórl: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Slmovarsla:SigriðurKristjánsdóttir,ÞorgerðurSigurðardóttir. B(lst|óri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrolðslu- og afgrelislustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgrel8sla:HallaPálsdóttir,HrefnaMagnúsdóttir. Innholmtumenn: Katrin Bárðardóttir, ÓlafurBiörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Slðumúla 6, Reykjavfk, símar: 681333 & 681663. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og sotning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prantun: Blaðaprenthf. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN' - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.