Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 17
Valsarar þið eigið ekkiaöleikaáeígiö mark. Hjóliðiíþá. Þið þurfið ekki að verafeimnirviðþá þóþeirséuíbláum sokkum. Myndir JimSmart. 1-0. Hiðóvænta hafði gerst. Atla tókst að læða knett- inum í mark Món- akó. Þaðvareinsog fjöðrinítrébekknum hefði sprungið og allir ruku öskrandi á fætur. Þegar fjöðrin í trébekknum sprakk Frásögnin af þ ví h vernig leðurtuðra í marki andstæðingsins eyðir einstaklingseðlinu og býr til skepnu sem kölluð er MÚGUR Ég ákvað að skreppa á völi- inn nú-í vikunni og veröa eitt meö múgsálinni. Það eru liðin u.þ.b. tuttugu ár síðan ég sett- ist síðast í stúku á Laugardalsvellinum og var því búinn að steingleyma til- finningunni sem hríslast um áhorfendur þegar leikmaður þýtur upp hægri kantinn, leikur á tvo andstæðinga og er kominn einn í dauðafæri fyrir framan markmanninn. Ahorfendur standa allir sem einn á öndinni, hvorki stuna né hósti heyrist. Svo brennir hann af og spennufall verður, vonbrigðastunur heyrast víða úr stúkunni, það er púað og pípt og glósur kallaðar. Fjöldi fólks streymdi að þegar okkur bar að garði og strax var ljóst að það var mikill hugur í fólki. Það bjóst reyndar enginn við að Valsarar gerðu neinar rósir á vellinum enda að kljást við at- vinnumannalíð frá Monakó, sem hafði sigrað frönsku deildina í fyrra. í hátalarakerfinu var tilkynnt að leikurinn frestaðist um korter þar sem eftirlitsdómaranum seinkaði. Það var púað. „Senni- lega fengið magakveisu," var sagt fyrir aftan mig. Á meðan beðið var ræddu menn um strípalinginn sem hljóp um víðan vóll þegar landinn lék á móti Sovét- mönnum. Ekki var laust við að menn biðu spenntir eftir að sagan endurtæki sig. Svo var þó ekki. Korteri seinna stilltu liðin svo upp. Dómarinn flautaði til leiks og Valsarar spyrntu boltanum á milli sín. Sú sókn endaði í greip- um markvarðar Valsara og sömu sögu var að segja um flestar sókn- ir þeirra í fyrri hálfleik. Það var mikið púað og pípt. Á stundum var einsog þeir frá Món- akó væru helmingi fleiri en Vals- f' '¦¦ '¦¦;..;.¦>¦ '¦^^^¦, "¦ '¦ tW^B BL'" 1 pR ^te*! mjt JL* Jl Wg \ ^BesIiI - - 5| \: §§fl| ^"^J^k'W ' Á vellinum er ekkert kynbslóðabil og ungir sem aldnir eru jafn spenntir. ararnir. Heimamenn virtust feimnir við þá. „Það vantar alveg sjálfstraustið," hrópaði einn. „Hjóliði í þá," gall í öðrum. Fyrri hálfleikurinn var hálf daufur og lítið um fína drætti. Valsarar fengu þó eitt dauðafæri, sem þeir misnýttu, en samt var klappað fyrir leikmanninum. í hléinu mátti heyra á mönnum að réttast væri að fara heim því leikurinn væri hundleiðinlegur. Úr því rættist þó í seinni hálfleik. Valur var í sókn og það mynd- aðist þvaga fyrir framan mark Mónakó. Atli þrumaði boltanum í netið og múgurinn reis öskrandi upp. Það var engin leið að losna við sefjunina. Öll hugsun þurrk- aðist út og það var einsog fjöður hefði sprungið í hörðum trébek- knum og þeytt manni á Ioft. Mark!! Liðsmenn Vals virtust ekki strax átta sig á því að þeir væru komnir yfir en þegar þeim varð það ljóst ruddust þeir hver upp á annan einsog þeir væru haldnir einhverju óeðli, múgeðli. „Það var eins gott að ég var búinn með kaffið mitt," sagði ég við sessunaut minn, „því annars hefði það gusast yfir bakið á næsta manni." Það sem mig hafði grunað hafði gerst. Einstaklingurinn þurrkast út í múgnum. Mér var skítsama hvort liðið hefði unnið leikinn, samt gat ég ekki staðist gegn þessari sefjun. Hún hafði hrifið mig með sér einsog ég væri ekki til. Ósýnilegur leikur í öðru bindi endurminninga Fyrir áratug heyrði það til tíðinda ef konur sáust á vellinum. En nú hafa þær haslað sér völl þar líka og geðbrigðin hjá þeim eru ekki minni en hjá körlunum. Nóbelsverðlaunahöfundarins Elias Canettis, „Kyndill í eyra", er frásögn hans af því hvernig kveikjan að bók hans „Múgur og völd" varð til. Það tók hann meira en þrjá áratugi að fullgera bókina. Hugmyndina að henni fékk hann 1927 þegar verkamenn í Vín gerðu uppreisn og brenndu Dómshöllina í borginni. Sunnu- dag einn skömmu eftir Dómshall- arbrunann tók hann eftir miklum hrópum í nágrenninu við gisti- heimilið sem hann bjó á. Honum brá ónotalega og hélt að nú væri byltingin hafin. En hrópin dóu út jafn skjótt og þau hófust. Eftir smá tíma kom annað öskur úr sameinuðum barka þúsunda manna. Þá áttaði Canetti sig á því að öskrin hlytu að koma frá fót- boltavelli þar í nágrenninu. Það var ekki hægt að sjá fót- boltavöllinn frá gistiheimilinu því tré og hús skyggðu á. Þrátt fyrir það, og þó svo að Canetti hefði engan áhuga á fótbolta, settist hann út á svalir á sérhverjum sunnudegi í sex ár og hlustaði á öskrin í múgnum. „Það er erfitt að lýsa spenn- unni sem heltók mig þegar ég fylgdist með þessum ósýnilega leik. Ég hélt ekki með neinum, enda þekkti ég ekki liðin. Þetta voru tveir múgar, það var það eina sem ég vissi, báðir jafn æstir og þeir töluðu sömu tungu." 16 SÍÐA - WÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÖÐVIUINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.