Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 5
HAFSKIP RtS UR SÆ Hafskips- og Útvegsbankamálið í hnotskurn. Jónatan Þórmundsson að Ijúka rannsókn. Verður málinu stungið ofan í skúffu eða hefjast réttarhöld innan skamms? „Pað sem er auðvitað hið sér- staka við þetta mál, er það hversu víða það teygir anga sína sagði Jónatan Þórmundsson, sérlega skipaður ríkissaksóknari í Haf- skips- og Útvegsbankamálinu. Ákvörðun um hvort málinu verð- ur vísað frá eða þá að kært verði, mun sennilega liggja fyrir í næstu viku. Verður hér um mjög þýðingarmikla ákvörðun að ræða, sama á hvorn veg hún fell- ur. Hvaö Hafskipsmálið varðar snertir hún ábyrgð forráðamanna í einu sögulegasta og skrautleg- asta gjaldþrotamáli á íslandi. Út- vegsbankamálið tekur hins vegar til grunnþátta í íslensku þjóðfé- lagi, ábyrgð Alþingis, ráðherra, bankaráðs, bankaeftirlits Seðla- banka og bankastjóra. Þær kærur sem fram voru bornar á sínum tíma, snertu aðeins sitjandi bankastjóra Útvegsbanka ís- lands, sem aliir misstu stöður sínar. Rannsókn Jónatans tekur hins vegar til allra þessara aðila. Upphaf málsins Hafskip hf. var lýst gjaldþrota þann 6. desember 1985 og átti það gjaldþrot eftir að valda Út- vegsbanka íslands verulegu áfalli. Það voru hins vegar stjórnmálamenn sem tóku þá ákvörðun að bankinn skyldi ekki endurreistur, heldur skyldi ómældum fjármunum varið í að koma á laggirnar Útvegsbankan- um hf. Þegar Hafskip varð gjald- þrota voru þeir Ragnar Hall og Markús Sigurbjörnsson, skipaðir skiptaráðendur. Skiptarétti Reykjavíkur var síðan falið að rannsaka málið og skiluðu þeir skýrslu sinni til ríkissaksóknara Þórðar Björnssonar þann 6. maí 1986. Daginn eftir vísaði Þórður málinu til Rannsóknarlögreglu ríkisins og mælti fyrir um opin- bera rannsókn og tilgreindi rann- sóknarefni. Þá var rannsóknar- lögreglustjóri Hallvarður Ein- varðsson. Rannsókn RLR hófst svo þann 19. maí 1986 og lauk með bréfi til ríkissaksóknara 24. september sama ár. Á meðan á rannsókn RLR stóð voru hinir ákærðu, Björgólfur Guðmunds- son, forstjóri Hafskips, Ragnar Kjartansson, fyrrum forstjóri og stjórnarformaður, Páll Bragi Kristjónsson fjármálastjóri og Helgi Magnússon endurskoðandi hnepptir í gæsluvarðhald. Björg- ólfur og Ragnar frá 21. maí til 18. júní, Páll Bragi frá 21. maí til 7. júní og Helgi frá 21. maí til 9. júní. Sá sem stjórnaði rannsókn RLR frá upphafi var Hallvarður Einvarðsson og undirritaði hann m.a. kröfuna um gæsluvarð- haldið. Þann 1. júlí var Hall- varður síðan skipaður ríkissak- sóknari og sem slíkur gaf hann út ákæru í málinu. Skýrsla «Jóns Þorsteinssonar Þegar gjaldþrot Hafskips lá fyrir í byrjun desember 1985 urðu eðlilega miklar og háværar um- ræður um málið, bæði á Alþingi sem annars staðar. Voru þing- menn ekki á einu máli, hvernig meðhöndla skyldi málið, en nið- urstaðan varð sú að Hæstiréttur skipaði rannsóknarnefnd í málið, samkvæmt lögum frá 24. desemb- er 1985 og átti nefndin að kanna „hvort um óeðlilega viðskipta- hætti hafi verið að ræða í við- skiptum Útvegsbanka og Haf- skips“. í þeirri nefnd sátu þeir Jón Þorsteinsson, hrl., Brynjólf- ur I. Sigurðsson, dósent og Sig- urður Tómasson, löggiltur endurskoðandi. Nefndin skilaði loks skýrslu þann 11. nóvember 1986 og komst að þeirri niður- stöðu „að bankastjórarnir bæru meginábyrgð á áföllum bank- ans“. Helstu mistök- þeirra eru talin að þeir hafi ekki gætt þess að nægilegar tryggingar hafi verið fyrir skuldbindingum Hafskips, að þeir hafi ekki fylgst nægilega vel með rekstri og fjárhag Haf- skips, einkum eftir 1981, að þeir hafi ekki fyrir löngu knúð fram gjaldþrot eða sölu á eignum skip- afélagsins og ekki goldið varhug við Atlantshafssiglingum þess, sem hófust haustið 1984. Banka- ráðið fékk mun vægari meðferð, þó ásakanirnar hafi kannski ekki verið síður alvarlegar. Það hafi ekki markað bankanum almenna útlánsstefnu, né fylgst nægilega vel með stærstu lánþegum bank- ans. Sú ótrúlega staðhæfing er sett fram, að málefni Hafskips hafi ekki verið rædd í banka- ráðinu frá nóvember 1979 til mars 1985. Alþingi er gagnrýnt fyrir að skipa Albert Guðmunds- son í bankaráðið þrátt fyrir að hann væri stjórnarformaður Haf- skips, sem og Tómas Árnason, þáverandi viðskiptaráðherra fyrir að skipa hann formann ráðs- ins. Albert sjálfur var gagnrýnd- ur fyrir að gefa kost á sér í banka- ráðið, en ekkert var talið benda til að Albert hafi misnotað sér aðstöðu sína. Hafskips- og Út- vegsbankavnenn ákærðir Ákæravar gefinút9. apríl 1987 og voru þar fyrrnefndir Hafskips- menn ákærðir, auk sjö þáverandi og fyrrverandi starfsmanna Út- vegsbankans. Hafskipsmenn voru ákærðir fyrir ýmsar sakir og ekki smáar, fjársvik, fjárdrátt, skjalafals, fölsun ársreikninga, ósannsögli auk annars. Útvegs- bankamenn voru þeir banka- stjórarnir Lárus Jónsson, Ólafur Helgason og Halldór Guðbjarn- arson, Axel Kristjánsson, að- stoðarbankastjóri og fyrrum bankastjórar, þeir Jónas Rafnar, Ármann Jakobsson og Bjarni Guðbjörnsson. Voru bankastjór- arnir sakaðir um „stórfellda van- rækslu og hirðuleysi í starfi“. Bankastjórarnir, Lárus, Ólafur, Gmndvallaratriéi í húfi Verður bakari hengdur fyrir smið, eða verður leitað svara við réttum spurningum? Upptaka Útvegsbanka- og Hafskipsmálsins gefur kost á því í dómi Sakadóms Reykjavíkur frá 16. júlí 1987, þar sem Hallvarður Einvarðsson var fundinn vanhæfur sem ríkissak- sóknari í Hafskips- og Útvegs- bankamálinu, er eftirfarandi málsgrein að finna:„Skv. 12. gr. laga nr. 12, 1961 um Útvegs- banka íslands hafði bankaráð yfirumsjón með starfsemi bank- ans og ljóst er af ákvæðum sömu laga um starfsskyldur banka- stjórnar og erindisbréf banka- stjóra, að eftirlitsskylda banka- ráðsins með starfsemi bankans er rík. Svo sem fyrr var rakið eru ákærðir í máli þessu saksóttir fyrir að hafa misgert stórlega við Útvegsbanka íslands með því að leggja fyrir hann röng eða vill- andi gögn og hafa með sviksam- legum hætti náð að auka skuldir Hafskips hf. við bankann um samtals rúmlega 400 milljónir króná á árunum 1984 og 1985. Fer ekki hjá því, að mál þetta hlýtur að varða mjög bankaráð Útvegsbankans enda liggur fyrir að málefni Hafskips hf. voru mjög oft til umræðu og umfjöll- unar á fundum ráðsins á árinu 1985.“ í þessum orðum má sennilega finna lykilinn að því hvernig Jón- atan Þórmundsson, sérlegur saksóknari mun taka á máli Út- vegsbankamanna, ef til ákæru kemur. Hér er túlkun dómstóls á ábyrgð bankaráðs gangvart bankastjórum, en það sem mönnum kom mest á óvart í ákæru Hallvarðs Einvarðssonar á sínum tíma, sem og í meginniður- stöðu skýrslu Jóns Þorsteins- sonar, var að bankastjórar voru ákærðir en bankaráðið fríað. Það er Útvegsbankahliðin á Haf- skipsmálinu sem er sú mikilvæga. Meint brot Hafskipsmanna liggja nokkuð beint við, ef til kasta dómstóla kemur. Hafi t.d. fjár- dráttur átt sér stað er eftir hefð- um og klárum lögum að fara, þegar dæmt verður. Útvegsbankahliðin snýr hins vegar að ábyrgð Alþingis á því bankaráði sem það skipaði, - að ábyrgð bankaráðs á bankanum og viðskiptum hans, að ábyrgð bankaráðs á þeim bankastjórum sem það réði til starfa og var sett yfir. Það snýst um ábyrgð bank- amálaráðherra á störfum bankar- áðs, frá því er Tómas Árnason skipaði Albert Guðmundsson formann bankaráðs Útvegs- banka á sama tíma og hann var stjórnarformaður Hafskips. Fram til gjaldþrots Hafskips hafa bankamálaráðherrar verið Matt- hías Á Mathiesen og Matthías Bjarnason. Málið snýst um hver ábyrgð Bankaeftirlits Seðla- banka er, og hver ber ábyrgð á bankaeftirlitinu sjálfu, en fram kom að það hafði lítið sem ekkert fylgst með viðskiptum Útvegs- bankans og Hafskips, frá 1981 til 1985. Og málið snýst um ábyrgð Alberts Guðmundssonar, fyrrum formanns bankaráðs Útvegs- banka, stjórnarformanns Haf- skips og fjármálaráðherra. Verði tekið á þessum grund- vallarmálum í ákæru Jónatans Þórmundssonar, - að því gefnu að af henni verði, - verða vænt- anleg réttarhöld með merkari at- burðum seinni tíma. Ef ekki verður kært verður mörgum spurningum enn ósvarað. phh ; Halldór og Axel lögðu fram af- sagnarbeiðni sína fyrir bankaráð Útvegsbankans þann sama dag. Það var nýskipað bankaráð Út- vegsbankans hf. sem komið hafði verið á laggirnar með lögum frá 18. mars, sem síðan samþykkti afsögn bankastjóranna. Hallvarður vanhæfur Hafskipsmálið og Útvegsbank- amálið voru síðan dómtekin í sitt hvoru lagi 15. maf 1987 í Saka- dómi Reykjavíkur, enda var þeim haldið aðskildum í rann- sókn og ákærum. Pétur Guð- geirsson, sakadómari dæmdi í máli Útvegsbankamanna, en Haraldur Henryson í máli Haf- skipsmanna. En áður að til dóms- úrskurðar kom, höfðu lögmenn hinna kærðu kært Hallvarð Ein- varðsson, ríkissaksóknara sem vanhæfan. í rökstuðningi fyrir kærunni voru þrjú atriði til- greind: í fyrsta lagi bæri að telja Hallvarð vanhæfan, þar sem hann hafi sem rannsóknarlög- reglustjóri stjórnað rannsókn málsins og sem slíkur gefið fyrir- mæli um handtöku, en síðar orð- ið ríkissaksóknari og útbúið ákærur á þá menn sem hann hafi fyrr rannsakað meint brot hjá og ákveðið að handtaka. Dómstólar töldu Hallvarð ekki vanhæfan af þessum sökum. í öðru lagi var farið fram á að Hallvarður yrði dæmdur vanhæfur vegna þess að hann hafði fengið óvanalega fyr- irgreiðslu frá Alberti Guðmunds- syni, þegar hann var fjármálaráð- herra, en Albert gegndi því emb- ætti um tíma jafnframt því sem hann var stjórnarformaður Haf- skips hf. og formaður bankaráðs Útvegsbankans. Hafði Hallvarður fengið tvö lán úr Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins, sem er óvanalegt, en í dómi Saka- dóms segir að „ómótmælt væri, að þessi lán kæmu fyrir tilstuðlan eða milligöngu Alberts Guð- mundssonar, þáverandi fjár- málaráðherra,...“. Dómurinn féllst hins vegar ekki á vanhæfni Hallvarðs að þessum sökum, og er bent að Albert hafi verið stjórnarformaður Hafskips 1979- 1983, en Hallvarður hafi fengið lánin í lok árs 1984 og byrjun árs 1985. Dómurinn taldi Hallvarð Einvarðsson hins vegar vanhæfan sem ríkissaksóknara í Hafskips- og Útvegsbankamálinu, vegna þess að Jóhann Einvarðsson, bróðir Hallvarðs átti sæti í bank- aráði Útvegsbankans frá 1. janú- ar 1985 þar til bankanum var slitið og honum breytt í hlutafél- agsbanka vorið 1987. Sakadóm- ararnir Pétur Guðgeirsson og Haraldur Henrysson voru ekki á sama niáli um vanhæfni Hallvarðs, en Hæstiréttur stað- festi niðurstöðu Haraldar um vanhæfni ríkissaksóknara þann 24. júlí 1987. Réttarhöld að hefjast? Þann 6. ágúst 1987 var Jónatan Þórmundsson, lagaprófessor síð- an skipaður sérlegur saksóknari í báðum málunum og hefur hann rannsakað Hafskipshliðina og Útvegsbanka jöfnum höndum. Rannsókn hans er nú að ljúka og ákvörðunar hans um hvort ákært verði og þá hverjir og fyrir hvað, að vænta innan skamms, senni- lega í næstu viku. Mun hann sjálf- ur sækja málið ef af verður fyrir Sakadómi Reykjavíkur og er ekki talið ólíklegt að annað hvort Pétur Guðgeirsson eða Haraldur Henrysson verði skipaðir dómar- ar. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.