Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 18
Þá var Chamberlain hylltur Hálfrar aldar afmæli Miinchensamnings. Með samningnum fórnuðu Vestur-Evrópuveldin mikilvægasta bandamanni sínum á svæðinu milli Þýskalands og Sovétríkjanna í dag, 30. sept., er hálf öld liðin frá því að í Munchen var undirritaður samningur fjög- urra Evrópustórvelda þess efnis, að T ékkóslóvakía skyldi láta af hendi við Þýskaland Súdetahéruð svokölluð, það er að segja þau héruð Bæ- heims og Móravíu sem byggð voru þýskættuðu fólki. Munc- hensamningurinn er líklega sá af milliríkjasamningum, sem hvað verst orð hefur fengið á sig í sögunni. Litið hefur verið svo á, að með téð- um samningi hafi Vestur- Evrópustórveldin ekki ein- ungis svívirðilega svikið til- tölulega lítið ríki, Tékkósló- vakíu, sem treyst hafði á vernd þeirra, heldur og með vesalmannlegri undanláts- semi gagnvart einræðisherr- um Þýskalands og Ítalíu, þeim Hitler og Mussolini, orðið þess valdandi að dólgar þess- ir hafi eftir það gengið að því sem vísu að héreftir kæmust þeir upp með allt. Þegar samningurinn var gerður litu flestir nokkuð öðruvísi á mál- in. Mannfjöldi fagnaði Neville Chamberlain, forsætisráðherra Breta, er hann kom heim með bréf upp á „frið um okkar daga“, og svipaðar móttökur fékk Dala- dier, forsætisráðherra Frakka, við heimkomuna til Parísar. Og menn glöddust ekki einungis yfir friðarvoninni, sem samningurinn vakti, heldur var það nokkuð al- mennt álit, einkum í Bretlandi, að í Miinchen hefði réttlátlega og skynsamlega verið leyst úr við- kvæmu deilumáli og þar með sköpuð skilyrði fyrir bættum samskiptum Evrópuríkja. Roosevelt Bandaríkjaforseti, sem síst af öllu hefur orð á sér fyrir undanlátssemi við öxulríkin, var einn þeirra sem fögnuðu samkomulagi þessu og hældi Chamberlain á hvert reipi fyrir það. Tékkóslóvakía og Súdetar Tékkóslóvakía, sem stofnuð hafði verið eftir heimsstyrjöldina fyrri, var ríki margra þjóðerna, svo að hún minnti að því leyti á austurrísk-ungverska ríkið sál- uga. Fjölmennasta þjóð hins nýja ríkis varTékkar, sem mestu réðu þar. Næstfjölmennasta þjóðernið var það þýska. Súdeta- Þjóðverjar, eins og flest það fólk var kallað, yfir þrjár miljónir tals- ins. Þeir höfðu verið meðal dygg- ustu þegna Austurríkis- Ungverjalands og einhverjir bestu hermenn þess í heimsstyrj- öldinni fyrri, þegar hermennska sambýlinga þeirra Tékka var meira í stíl við góða dátann Svejk. Eftir stríðið vildu Súdetar sameinast annaðhvort Austurríki eða Þýskalandi. Þá ósk hundsuðu sigurvegararnir. í Súdetahéruð- unum kom þá til mótmælaað- gerða, sem tékkneskar hersveitir börðu niður af fullri hörku og drápu við það tækifæri og særðu tugi manna. Visst yfirlæti af hálfu ráðamanna hins nýja ríkis bætti hér ekki úr skák. Tomas Masar- yk, aðalfrumkvöðull að stofnun Tékkóslóvakíu og fyrsti forseti hennar, talaði til dæmis um Þjóð- verja landsins sem „innflytjendur og nýlendustofnendur“ og gaf þannig í skyn, að réttur Tékka til Bæheims og Móravíu væri upp- runalegri. Það var nokkuð undar- lega sagt í landi, þar sem ger- mönsk byggð er mörgum öldum eldri en slavnesk. Hinsvegar var það bót í máli fyrir þjóðernisminnihlutana að Tékkóslóvakía var si'ður en svo nokkurt harðstjórnarríki, heldur þvert á móti eina ríki álfunnar utan Vestur- og Norður-Evrópu, þar sem lýðræði stóð traustum fótum. En óánægja og þar með þjóðernishyggja Súdeta- Þjóðverja jókst á ný í heimskreppunni miklu, sem kom illa við þá eins og aðra, og eftir að Austurríki hafði verið innlimað í maður og hasardspilan i stjórnmálum, sem ekki hafi haft neinar fastmótaðar fyrirætlanir í höfðinu en verið þeim mun sneg- gri að grípa tækifæri sem gáfust. Eitthvað getur verið til í hvoru- tveggju. Hitler hafði án alls vafa gróna andúð á Tékkum, eins og algengt var um þýska Austurríkismenn. Hann vildi gera ríkin í austan- verðri Mið-Evrópu og á Balkan- skaga háð Þýskalandi, og Tékkó- slóvakía, með öflugan iðnað, sterkan her og rammlegar landa- mæravíggirðingar var helsta hindrunin í vegi Þjóðverja að því marki. Hitler greip því það tæki- færi, sem þjóðernishreyfing Sú- deta bauð upp á, til að gera kröf- ur á hendur Tékkóslóvakíu með það fyrir augum að veikja hana eða jafnvel tortíma henni. En hann átti við engan aukvisa að etja þar sem var Benes, forseti Tékkóslóvkíu. Breski sagn- fræðingurinn A.J.P. Taylor kall- ið þeim þýska á sporði. Að vísu hafði vígstaða Tékkóslóvakíu gagnvart Þýskalandi stórum veikst við innlimun Austurríkis í Þýskaland, en á hinn bóginn reiddi Benes sig á franska herinn, sem þá var talinn sá öflugasti í heimi. En Benes misreiknaði sig illi- lega, hvað Vestur-Evrópuveld- unum viðvék. Daladier, forsætis- ráðherra Frakka, var radíkali af gamla skólanum, hafði einlæga andstyggð á nasisma og fasisma og var þeirrar skoðunar að gagnvart Hitler dygði ekki annað en að láta hart mæta hörðu. En sem vígvallahermaður í heimsstyrjöldinni fyrri hafði Dal- adier fengið meira en nóg af hryllingi stríðsins og þegar á átti að herða kaus hann allt frekar en nýja stórstyrjöld. Vegna þeirrar gífurlegu blóðtöku, sem sóknar- lotur franska hersins í heimsstyrj- öldinni fyrri höfðu kostað hann, hafði hann eftir það stríð verið Chamberlain heimkominn með bréf Þýskaland, við mikinn fögnuð mikils hluta landsmanna, urðu Súdeta-Þjóðverjar nánast ein- huga í kröfum sínum um víðtæka sjálfstjórn eða algera sameiningu við Þýskaland. Útþenslustefna Hitlers Þrátt fyrir gífurlegt magn þýskra frumheimilda frá þessum tíma, sem sagnfræðingar hafa að- gang að, hafa þeir ekki orðið sammála um hvers eðlis út- þenslustefna Hitlers hafi verið, í þessu tilviki sem öðrum. Sumir halda því fram, að hann hafi allt frá bernskuárum nasistahreyfing- arinnar í Munchen haft tilbúnar áætlanir um valdatöku og út- þenslu og fylgt þeim síðan gegn- um þykkt og þunnt. Annarra skoðun er sú að Hitler hafi miklu fremur verið einskonar ævintýra- upp á „frið um vora daga.“ ar Benes „Metternich lýðræðis- ins.“ Hann var afburða slyngur stjórnmála- og samningamaður og gæddur miklu sjálfstrausti. Hann lét ekki skelfast þótt spenna ykist milli stjórnar hans og Súdeta-Þjóðverja og á milli Tékkóslóvakíu og Þýskalands, að minnsta kosti ekki fyrst í stað. Tékkóslóvakía var í varnar- bandalagi við Frakkland, og Ben- es taldi að ef í nauðir ræki myndu Frakkar koma til liðs við Tékkó- slóvaka og þá Bretar einnig. Þetta myndi leiða til þess að Hitl- er yrði að láta undan, útþenslu- fyrirætlanir hans færu þar með út um þúfur og því gæti fylgt slíkur álitshnekkir fyrir hann að þýska nasistastjórnin félli. Þetta voru engir dagdraumar út í hött. Sumarið 1938 var hervæðing Þýskalands ekki lengra á veg komin en svo, að spurning er hvort tékkóslóvakíski herinn hefði ekki einn saman getað stað- skipulagður svo einhliða til varn- ar, að erfitt hefði verið fyrir hann að sækja af verulegum krafti inn í Þýskaland nema að undangeng- inni gagngerri endur- skipulagningu, sem tekið hefði langan tíma. Þar að auki ofmátu Frakkar styrk þýska hersins og Gamelin, yfirhershöfðingi franska hersins, var enginn skörungur og þar að auki heilsu- veill. Röskleikamaðurinn Chamberlain Eftir heimsstyrjöldina fyrri hafði ætlun sigurvegaranna verið sú, að Frakkland yrði forustu- stórveldi meginlands Evrópu. Þessa stöðu reyndi það að tryggja með bandalögum við ríki austan- verðrar Mið-Evrópu og Balkan- skaga. Þetta gat gengið meðan Þýskaland og Rússland voru í lamasessi, en eftir að þau efldust á ný sýndi sig að Frakkland hafði hvorki kjark né þrek til að halda þessari forustustöðu. Pólverjar, áður helstu bandamenn Frakka austan Þýskalands, hölluðust þegar hér var komið að Þjóðverj- um í staðinn. Chamberlain er sá maður, sem mesta skömm hefur fengið í hatt- inn fyrir Múnchensamninginn, en hann var hvorki auli né gunga, eins og oft hefur verið gefið í skyn, að minnsta kosti ekki það síðarnefnda. Hann var þvert á móti maður athafna og trúði því að rétta leiðin til að leysa deilu- mál væri að ganga að því með röskleik. Eins og margir aðrir Bretar var hann þeirrar skoðun- ar, að með Versalasamningnum hefðu Þjóðverjum verið sýnd óhæfileg rangindi og að besta leiðin til að tryggja frambúðar- frið í Evrópu væri að koma eitthvað til móts við þá í því efni. Eitt af því, sem bandamenn höfðu talið sig berjast fyrir í heimsstyrjöldinni fyrri, var sjál- fsákvörðunarréttur þjóða og þjóðarbrota, og ekki var annað sýnna en að Súdeta-Þjóðverjar væru nokkurnveginn einhuga um það að fá víðtæka sjálfstjórn eða sameinast Þýskalandi. Innrásarundirbúningur fyrirskipaður Niðurstaða þessa varð sú að Bretar, með Frakka hálfnauðuga í eftirdragi, tóku sér fyrir hendur að knýja Tékkóslóvaka til að láta undan kröfum Þjóðverja. Hitler og Konrad Henlein, leiðtogi Súdeta-Þjóðverja, voru fyrir sitt leyti staðráðnir í að fara eins langt og þeir kæmust og ákváðu að Súdetar skyldu viðhafa þá meginreglu, að krefjast alltaf svo mikils að óhugsandi væri að stjórnin í Prag gæti gengið að því. Benes, sem var undir vaxandi þrýstingi frá Bretum og Frökkum, brást við þessu 4. sept. með því að ganga að öllum kröf- um sem Súdetar höfðu þá lagt fram, þar á meðal um mjög víð- tæka sjálfstjórn. En Hitler, sem þegar hér var komið hefur líklega verið orðinn staðráðinn í að sætta sig við ekkert minna en tortím- ingu Tékkóslóvakíu sem ríkis, gaf skipun um undirbúning innrásar í landið 1. okt. Þýsku hershöfðingjarnir, sem báru heil- mikla virðingu fyrir franska hern- um, voru á nálum út af stríðshætt- unni og sumir þeirra bollalögðu um að steypa Hitler af stóli. En stríðsótti frönsku stjórnarinnar var enn meiri en þýsku hershöfð- ingjanna og síst af öllu þorði hún að hætta á stríð nema stuðningur Breta kæmi til. Og Chamberlain var fyrir sitt leyti staðráðinn í að komast að friðsamlegu samkomulagi við Hitler og taldi engan veginn fráleitt að friða hann með því að innlima Súdeta- héruðin í Þýskaland. Upp á þetta bauð hann Hitler á fundi þeirra í Berchtesgaden 15. sept. Chamberlain fékk samþykki stjórnar sinnar og frönsku stjórn- arinnar við þessa tillögu og stjórn Tékkóslóvakíu gekk að þessu um 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ 0r Atáa - fcMIL-PVCÓlt!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.