Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 12
HP reynir við Halldór Þeir Róbert Árni Hreiðars- son og félagar hafa ekki gefið upp alla von um að endur- reisa Helgarpóstinn sáluga. Það nýjasta sem er að frétta af þeim tilraunum er það að þeir félagar séu að leita með logandi Ijósi að hæfum rit- stjóra. Þannig mun Halldór Halldórsson, fréttamaður út- varps og fyrrverandi ritstjóri Helgarpóstsins, hafa fengið óvænta upphringingu nýlega frá Róbert Árna. Róbert Árni mun hafa boðið Halldóri rit- stjórastólinn á endurreistum Helgarpósti. Halldór var þó ekki mjög sþenntur fyrir því að taka þátt í nýju HP-ævintýri og afþakkaði boðið.B Kræfir kariar kveðja Áður en ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins létu lyklavöldin af höndum voru sumir þeirra iðnir við að skipa flokks- bræður sína í ýmis embætti. Þegar fulltrúar vítt og breitt af landinu mættu á þing hafna- málasambandsins á Isafirði í gær kvisaðist að áhrifa Matt- híasar Mathiesen gætti eitthvaö áfram þótt Stein- grímur J. Sigfússon væri orðinn samgönguráðherra. Frést hafði að eitt síðasta verk Matthíasar áður en hann stóð uþp úr ráðherrastólnum hefði verið að endurskipa Jónas Rafnar, tengdaföður Þor- steins Pálssonar og fyrrum bankastjóra, í hafnaráð. Ráðið er skipað þremur mönnum og er einn þeirra ko- sinn á hafnasambands- þingi.B Halldór Halldórsson, tréttamaður á útvarpi. Mannabreytingar Bylgjunnar Bylgjan hefur tekið miklum stakkaskiptum að undanförnu og stendur stöðin í sífelldri samkeppni við Stjörnuna. Þetta er blóðugt stríð og hefur Bylgjan gerst léttpoppaðari með hverri vikunni. Dag- skrárgerðarmenn á borð við Ásgeir Tómasson, Þorstein J. Vilhjálmsson og Þorstein Högna Gunnarsson voru vinsælir og þóttu vandaðir en hafa mátt taka pokann sinn og sigla á önnur mið. Þorsteinn Högni ku hafa gefist upp þeg- ar Pétur Steinn Guðmunds- son hreinsaði alla óæskilega tónlist úr plötusafni Bylgunnar (t.d. Megas, Spilverkið) vegna þess að hún fældi frá hlustendur. Þorsteinn J. Vil- hjálmsson hefur verið í frétta- deild stöðvarinnar að undan- förnu en nú hefur hann ákveð- ið að yfirgefa sökkvandi j skipið. Hann verður á Rás 2 í vetur, aðallega á laugar- dögum, og fær vonandi að i spila tónlist eftir eigin höföi.B Fríkirkjuvinir Jóna Ósk vill Hafnarborg Hafnfirðingar eru afar stoltir af nýju menningarmiðstöðinni sinni, sem hlotið hefur nafnið Hafnarborg. Menningarmið- stöðin hefur kostað drjúgan skilding og því er þeim mikið í mun að þar verði öflug menn- ingarstarfsemi. Þvívar ákveð- ið að auglýsa eftir menningar- vita í Hafnarborgina. Fjöldi umsókna barst m.a. frá Pét- rúnu Pétursdóttur, sem er listfræðingur að mennt og hefur starfað við „gallerí" bæði hér heima og erlendis. Hún er eiginkona Ólafs Proppé, sem tók við sæti Ein- ars Mathiesen í bæjarstjórn þegar Einar flutti á Álftanesið. Töldu flestir að Pétrún væri vel að starfinu komin. Á síð- ustu stundu lagði hinsvegar Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, inn um- sókn um starfið. Hún er menntuð í mannfræði og starfar á skrifstofu Þjóðminj- asafnsins. Þetta mun hafa far- ið mjög fyrir brjóstið á öðrum bæjarfulltrúum, ekki síöur hjá meirihlutanum en hjá minni- hlutanum. Er nú róið að því öllum árum að Jóna Ósk dragi umsókn sína til baka og leggja kratar hart að Jóhönnu Sig- urðardóttur, félagsmálaráð- herra, að hún finni þokkalega stöðu fyrir Jónu Ósk í kerfinu, en hún hafði á sínum tíma vonast til þess að verða að- stoðamaður ráðherra þegar Rannveig Guðmundsdóttir fékk þá stöðu.B Vinsældakönnun í Sjálfstæðisflokki Jákvæð viðbrögð við gengi Kvennalistans eru ekki síst þau að innan allra flokka hafa konur aukinn byr, - þótt sumir foringjar hugsi framgang kvenna aðallega sem taktík í slagnum um kvennafylgið. Jafnvel í Sjálfstæðisflokknum eru menn, - karlar og konur -, meðvitaðir um að konum þurfi að fjölga á toppnum, en framagjörnum konum þykir ganga harla seint. Ásdís J. Rafnar þurfti að éta ofaní sig yfirlýsingu frá því útí Ósló um hugsanlegt sérframboð kvenna, en nýjustu fréttir Jóna Ósk Guðjónsdóttir, formaður Bæjarráðs í Hafnarfirði. herma að í undirbúningi sé vinsældakönnun um Sjálfs- tæðiskonur útum allt land til undirbúnings næstu kosning- um. Þessi könnun á víst að taka til núverandi kvenþing- manna flokksins líka, og eru þær Ragnhildur Helgadóttir og Salóme Þorkelsdóttir víst ekkert alltof upprifnar. Úr fremstu víglínu Sjálfstæðis- kvenna eru þær meðal ann- ars nefndar María Ingvadótt- ir - sem nýlega skapaði sér pólitískan prófíl með erindi um að flokkurinn verði að snúa f rá frjálshyggjunni, Þórunn Gestsdóttir formaður Lands- sambands _ Sjálfstæðis- kvenna, og Ásdís J., en fjöl- skyldutengsl hennar við Þor- stein Pálsson þykja heldur spilla fyrir, auk þess sem mörgum konum innanflokks og utan hefur þótt síðra að for- maður Jafnréttisráðs skuli stilla sér jafn áberandi upp í flokkspólitík og Ásdís hefur gert.B Sundskýlan í réttum lit Við stjórnarslit og valda- töku nýrrar ríkisstjórnar er að mörgu að huga fyrir fjölmarga starfsmenn ráðuneyta og síð- ast en ekki síst fyrir ráðherra- bílstjórana. Bilstjóri forsætis- ráðuneytisins Þorvaldur Ragnarsson sem undan- farna 14 mánuði hefur keyrt Þorstein Pálsson og jafnframt verið sundfélagi hans á morgnanna í Sundlauginni í Laugardal sá sitt óvænna í vikunni þegar Ijóst var að Þor- steinn var á leið úr forsætis- ráðuneytinu. í staö þess að klæðast sinni bláu sundskýlu eins og venjulega syndir Þor- valdur nú í nýrri rauðri sund- skýlu og vill ekkert kannast við þá bláu.B FLÖSKUSKEYTI Sprautað gegnum gat Þjófhræðsla getur tekið á sig ýmsar myndir. Á aðalgöju Niter- oi, sem er úthverfi Rio de Jan- eiro, blasiriðulegasérkennileg sjón við vegfarendum. Uppi í stiga er manneskja með buxurnar á hælunum og snýr afturendanum að gati á veggnum. Ástæðan er sú að apótekarinn í hverfinu, sem árlega sprautar um eina og hálfa miljón einstaklinga, ersvoþjóf- hræddur að hann þorir ekki að hleypa fólkinu inn fyrir dyr hjá sér. Óll viðskipti hans fara því fram í gegnum lúgu á veggnum. þar með taldar bólusetningar. I hverfinu gengur lúgan undir nafninu rassgatið. Ókeypis smokkar í Köben Borgaryfirvöld í Kaupmanna- höfn íhuga nú alvarlega að dreifa smokkum ókeypis til þeirra hópa sem helst eru taldir eiga á hættu að fá eyðni. Þeir hópar sem eiga von á ókeypis smokkum eru ung- lingar, sem enn eru ekki komnir á fast og samrekkja því mörgum, hommar og sprautufólk. í Kaup- mannahöfn hefur verið gerð skoðanakönnun um afstöðu fólks til sjúkdómsins og meðal þess sem spurt var um var hvort ókeypis smokkar myndu hafa þau áhrif að viðkomandi gætti meiri varkárni í kynlífinu en ella. Aðeins 10-20% töldu svo vera. Fellibyljir ef last af gróður- húsaáhrifum Talið er að í framtíðinni geti fellibyljir orðið enn öflugri en Gilbert, sem valdið hefur miklum usla að undanförnu í suðuríkjum Bandaríkjanna og Mið- Ameríku. FellibyljireinsogGil- bert verða til þar sem hafið er heitt. Eftir því sem hitastig hafs- ins er hærra aukast líkurnar á öfl- ugum fellibyljum. Því er talið að gróðurhúsaáhrifin, sem munu hækkahitastigájörðu,muni verða til þess að fellibylj ir geti orðið enn kröftugri en þeir eru nú. Mætum öll í allsherjaratkvæðagreiðslu Fríkirkju- safnaðarins dagana 1. og 2. október í Álftamýrar- skóla og krossum við „jí“ Safnaðarstjórn Lögtaksú rsku rðu r Að beiðni Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði, geta far- ið fram lögtök fyrir gjaldföllnum en ógreiddum gjöldum ársins 1988 álögðum í Hafnarfirði, en þau eru: Tekjuskattur, eignaskattur, sérstakur eignaskattur, slysatryggingargj. v/heimilisstarfa, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, slysatrygg- ingargjald atvinnurekanda, lífeyristryggingar- gjald atvinnurekanda, atvinnuleysistrygginga- gjald, vinnueftirlitsgjald, útsvar, aðstöðugjald, kirkjugarðsgjald og skattur af skrifstofu- og versl- unarhúsnæði. Þá úrskurðast, að lögtök geti farið fram fyrir gjaldhækkunum sem orðið hafa frá því er síðasti úrskurður var kveðinn upp, þar með taldar skattsektir til ríkis- og bæjarsjóðs. Verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda en á ábyrgð Gjaldheimtu Hafnarfjarðar að 8 dögum liðnum frá birtingu úr- skurðar þessa, ef full skil hafa ekki verið gerð. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 28. september 1988 AUGLÝSIN UMINNLAUSNAI VERÐTRYGG .... ' . { G RVERÐ ÐRA ÍKISSJÓÐS SPARISKIFTTEINARI FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1980- 2. fl. 1981- 2. fl. 1982- 2. fl. 25.10.88- 25.10.89 15.10.88- 15.10.89 01.10.88-01.10.89 kr. 1.532,53 kr. 959,71 kr. 658,94 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, september 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.