Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 17
nokkra sérstöðu meðal japanskr- ar bardagalistar, og á reyndar rætur sínar að rekja til ósigurs. Þekktur japanskur skylminga- maður, sem uppi var á 17. öld, beið ósigur í einvígi við frægasta skylmingamann Japans fyrr og síðar. Þótt lífi þess sem tapaði hafi verið þyrmt, vildi hann afmá þessa auðmýkingu og dró sig í hlé frá skarkala heimsins og gerðist einsetumaður. Þar stundaði hann rannsóknir og tilraunir sem gætu komið honum að gagni til að endurheimta heiður sinn. Hann komst að því að með staf úr hvítri eik gæti hann sigrað hvern sem væri. Nú á tímum er Jodo stundað á þann hátt að tveir skylminga- menn framkvæma fyrirfram ákveðnar hreyfingar. Annar ger- ir árás með trésverði en hinn verst og gerir gagnárás með stafn- um Jo. -Það geta allir stundað Jodo, ungir sem aldnir, jafnt innanhúss sem utandyra. Það eina sem þarf er leikfimibúningur ásamt ein- földu priki. Allar þessar jap- önsku skylmingaaðferðir eru með öllu hættulausar. Þrátt fyrir að stundum líti út fyrir að menn fái slæm högg í hita leiksins, þá sér búningurinn, sem hefur verið í þróun í tvær aldir, til þess að menn meiða sig ekki, sagði Tryggvi Sigurðsson að lokum. -sg laido er fyrst og fremst bardaga- lisl sem menn stunda einir. MyndirJimSmart. Tryggvi Sigurðsson bak við grím- una sem ver andlitið höggum. en þær eru framkvæmdar með það fyrir augum að þróa ein- beitingarhæfni og stuðla að fullkomnun í hreyfingum. Á sama hátt og í Kento er takmark- ið að auka líkamlega og hugræna færni, sagði Tryggvi. í byrjun notar sá sem stundar Iaido trésverð, síðan eftirlíkingu af japönsku sverði og loks eftir margra ára þjálfun hárbeitt jap- anskt sverð sem kallað hefur ver- ið Kata. Jodo Þriðja grein japanskra skylm- inga kallast Jodo, en hún hefur Litið inn á æfingu hjá Shobukan, áhuga- mannafélagi umjapanskar skylmingar Ég byrjaði að þefa af þessu fyrir 13 árum, en það má segja að ég hafi farið að stunda japanskar skylmingar af alvöru í Frakklandi fyrir sjö árum, sagði Tryggvi Sigurðs- son sálfræðingur í spjalli við Nýja Helgarblaðið. Hann hef- ur nú um þriggja ára skeið leiðbeint íslendingum sem vilja læra að skylmast að hætti Japana. Japanskar skylmingar skiptast í þrjá hluta. Vinsælast er svokall- að KENDO, bardagaaðferð sem er í því fólgin að nota á hættu- lausan máta bambussverðið “SHINIAI". Kendo er arfleifð bardaga sem japönsku Samurai- arnir háðu á liðnum öldum með hárbeittum sverðum. Nú er hins vegar notast við bambussverð og trésverð. f bardaga er líkaminn varinn aföflugum hlífðarbúningi, sem gerir mönnum kleift að stunda bardaga þar sem allt er lagt undir án nokkurrar áhættu. - Markmiðið með því að stunda Kendo er ekki síst að ná stjórn á eigin líkama og huga. í stað óheftrar árásarhneigðar kemur baráttuandi sem nýtist á öllum sviðum lífsins og sjálfs- traustið eykst. Frægustu skylm- ingameistarar Japans lögðu undantekningarlaust á það áherslu, að mestu skipti að sigrast á sjálfum sér og eigin veikleika, segir Tryggvi og bætir við að í Kendo sé mikið lagt upp úr sið- fágun; þannig má keppnisandi aldrei koma í veg fyrir að and- stæðingi í bardaga sé sýnd fyllsta virðing. - Kendo byggist á því að finna göt í vörn andstæðingsins; sá sem hefur árásina verður að vera viss um að andstæðingurinn hafi misst einbeitinguna, annars er hætt við því að hann tapi orrustunni. Besti bardaginn hefur aldrei verið háð- ur, það er stöðugt verið að leita eftir meiri fullkomnun. Það má segja að þínir bestu bardagar séu við þinn besta vin, sagði Tryggvi. Um 40 manns stunda nú japan- skar skylmingar hér á landi. Hafa þau myndað með sér félag sem heitir Shobukan. Að. sögn Tryggva Iánar félagið öllum þeim sem vilja reyna sig í japönskum skylmingum útbúnað, þar til menn hafa gert það upp við sig hvort þeir vilji leggja stund á þessa iðju. Hún er víða stunduð og hentar öllum, bæði konum og körlum, ungum sem öldnunr. Gert er ráð fyrir að um 23 miljón- ir Japan stundi Kendo um þessar mundir laido-listin Önnur grein japanskra skylm- inga er kölluð Iaido, en hún er fyrst og fremst bardagalist sem menn stunda einir. - Markmiðið fyrir þann sem stundar Iaido af einlægni er hann sjálfur, hann æfir viðbrögð við ýmiss konar árásum ímyndaðs eða ímyndaðra andstæðinga. Þessar æfingar eru kallaðar Kata, Hlífðarbúningurinn kemurívegfyrirað menn slasist þrátt fyrirað hartsé barist. Besti bardaginn hefur aldrei verið háður ISLANDS STARFSÁRIÐ1988-1989 FYRRA MISSERI ÁSKRIFTARTÓNLEIKAR 1 ÁSKRIFTARTÓNLEIKAR, 6. OKTÓBER 5 ÁSKRIFTARTÓNLEiKAR, 3. DESEMBER Stjórnandi; Petri Sakari Einleikarar: Fontenay-tríóið Leifur Þórarinsson: För 1988 Beethoven: Tríókonsertinn Sibelíus: Sinfónfa nr. 1 Stjórnandi: Petri Sakari Einleikari: Salvatore Accardo Webern: Passacaglia Bruch: Fiðlukonsert Debussy: Síðdegi skógarpúkans Messiaen: L’Ascension 2 ÁSKRIFTARTÓNLEIKAR, 20. OKTÓBER Stjórnandi: George Cleve Einleikari: Martial Nardeu Haydn: Sinfónía nr. 93 Þorkell Sigurbjörnsson: Flautukons- ert Carl Nielsen: Sinfónía nr. 4 6 ÁSKRIFTARTÓNLEIKAR, 5. JANÍIAR Stjórnandi: Páll P. Pálsson Einleikari: Guðmundur Magnússon Mozart: Seranaða fyrir 10 blásara Beethoven: Píanókonsert nr. 1 Stravinsky: Sinfónía í C 3 ÁSKRIFTARTÓNLEIKAR, 3. NÓVEMBER Stjórnandi: Petri Sakari Einleikarar: Erling Bl. Bengtsson Nina Kavtaradze Tchaikovsky: Píanókonsert nr. 1 Tchaikovsky: Rococo tilbrigðin Tchaikovsky: Francesca da Rimini 7 ÁSKRIFTARTÓNLEIKAR, 19. JANÚAR Stjómandi: Frank Shipway Einleikari: Ralph Kirshbaum Áskell Másson: Impromptu Schubert: Sinfónía nr. 5 Dvorak: Sellókonsert ÁSKRIFTARTÓNLEIKAR, 17. NÓVEMBER Stjórnandi: Murry Sidlin Einleikari: Þorsteinn Gauti Sig- urðsson Mendelssohn: Ruy Blas Beethoven: Píanókonsert nr. 2 Shostakovitch: Sinfónía nr. 5 8 ÁSKRIFTARTÓNLEIKAR, 2. FESRÚAR Stjórnandi: Petri Sakari Einleikari: Jónas Ingimundarson Einsöngvarar: llona Maros, Marianne Eklöf Beethoven: Píanókonsert nr. 3 Atli Heimir Sveinsson: Nóttin á herð- um okkar TÓNLEIKAR UTAN ÁSKRIFTAR 13. OKTÓBER. 24. NÓVERMBER HB í SAMVINNU ViÐ EiNSÖNGVARA [ TÓNLIST ÚR VINSÆLUM SÖNGLEIKJUM Stjórnandi: Anthony Hose Ýmsir höfundar: Úr ýmsum óperum. Stjórnandi: Murry Sidlin 26. OG 29. OKTÓBER 8. DESEMBER AÐVENTUTÓNLEIKAR Stjórnandi: Petri Sakari Einleikarar: Ungir norrænir tónlistarmenn Stjórnandi: Petri Sakari Sögumaður: Benedikt Árnason 10. NÓVEMBER 9. FEBRÚAR AFMÆLISTÓNLEIKAR PÓLÝFÓNKÓRSINS ÓPERUARÍUR 0G UÓÐASÖNGVAR Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson Stjórnandi: Petri Sakari Einsöngvari: Hermann Prey SALA ASKRIFTARSKÍRTEINA STENDUR YFIR HÆGT ER AÐ PANTA ÁSKRIFTARSKIRTEINIOG LAUSAMIDA SÍMLEIÐIS MEÐ ÞVIAÐ GEFA UPP NÚMER fl GREIÐSLUKORTI. ATHUGIÐ ÓBREYTT MIÐAVERÐ FRÁ SÍÐASTA VETRI. SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS, GIMLIVIÐ LÆKJARGÖTU, SÍMI622255 16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.