Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 13
Skáldsögur og smásögur Smá saman eru aö berast fregnir af nýjum íslenskum skáldsögum og smásagna- söfnum, sem koma út núna fyrirjólin. Gullbringa, bókafor- lag Þórarins Eldjárns, gefur út bókina Skuggabox, eftir Þórarin, en höfundur hefur nú flutt tímabundið til Englands, þar sem eiginkona hans, Unnur Ólafsdóttir veður- fræðingur, verður við fram- haldsnám. Ólafur Jóhann Ólafsson verður með nýja skáldsögu, sem gerist í er- lendu stórfyrirtæki. Bókafor- lagið Vaka/Helgafell gefur út. Töluverð gróska virðist vera í smásögunni því mörg athygl- isverð smásagnasöfn koma út í haust. Fyrstan skal nefna Guðberg Bergsson, sem verður með smásagnasafn hjá Forlaginu. Mál og menn- ing gefur út smásagnasafn eftir Gyrði Elíasson og Al- menna Bókafélagið smá- sagnasafn eftir Einar Má Guðmundsson. Eitt smá- sagnasafn er þegar komið út, Síðasti bíllinn eftir Ágúst Borgþór Sverrisson, sem höfundur gefur sjálfur ut.B Samkeppni aðeins í orði Þeir titruðu heldur betur stjórnendur Stöðvar 2 þegar það fréttist að ísfilm hf. hefði sótt um rekstrarleyfi fyrir nýrri sjónvarpsstöð, Stöð 3, til út- varpsréttarnefndar. Ætla hefði mátt að unnendur frjálsrar samkeppni á Krók- hálsinum tækju því fagnandi að fá nýjan og ferskan keppi- naut um sjónvarpsáhorfendur en svo er nú ekki. Nú æmta þeir og skræmta um þröngan auglýsingamarkað, einokun á afruglurum og að framboð á sjónvarpsefni sé yfrið nóg og verið sé að bera í bakkafullan lækinn að fara af stað með nýja sjónvarpsstöð. Allt þetta lætur heldur kunnuglega í eyrum frá því þegar Stöð 2 byrjaði sína starfsemi, en þá komu þessar fullyrðingar frá stjórnendum Ríkissjónvarps- ins. Það er því ekki sama hver á heldur í þessum bransa fremur en öðrum.M íþróttir og peningar Auglýsingaherferð íþróttas- amtaka færist í aukana með hverju árinu og finnast mörg- um peningasjónarmiðin hafa farið úr böndunum. Um skeið var þetta mest kennt viö golf- mót en nú hafa boltaíþróttirn- ar slegist í þennan vafasama hóp svo um munar. Allir kann- ast við Flugleiðamótið, Mjólk- urbikarkeppnina og SL- deildina en nú slær Körfu- knattleikssambandið öllu við. I vetur mun 1. deildin kallast Flugleiðadeild og verður henni skipt í tvo riðla, Amer- íkuriðil og Evrópuriðil. Tvö lið úr hvorum riðli komast í úrslit- akeppni, og hvað skyldi það nú kallast? Nú, auðvitað Saga ClassU Vígsluprísar í Viðey Viðeyjarhátíðahöldin á Reykjavíkurafmælinu síðasta voru öll hin veglegustu, en hitt er vandséð hvað rak veíslu- stjórnendurtil að hóa nokkurn veginn sama gæðingastóðinu í kvöldmat og hafði þegið vígslukaffi og með því um daginn. Og kvöldmáltíðin kostaði sitt eða um 7 þúsund krónur á mann. Gestirnir voru í kringum 200, og því hefur liðið étið fyrir eina og hálfa miljón. Það er orðinn dýr veitingastaður í borginni þar sem maður getur ekki fengið dágóöa máltíð fyrir sjö þús- und kall, og því vaknar spurn- ingin hvort borgin hefði ekki í það minnsta getað heimtað magnafslátt fyrir allt þetta fólk. Nema maturinn hafi verið svona rosalega fínn...B Birna Þórðardóttir. Birna kærir Birna Þórðardóttir mun að öllum líkindum kæra til jafnréttisráðs þá ákvörðun útvarpsstjóra að ráða Arnar Pál Hauksson sem frétta- mann á útvarpinu. Birna fékk fjöguratkvæði hjá útvarpsráði en Arnar Páll aðeins eitt.B Ljóðaflóð Ljóðið blómstrar sem aldrei fyrr og fjöldi Ijóðabóka er | væntanlegur nú í haust. Mjög fljótlega kemur út hjá For- laginu ný Ijóðabók eftir Sig- urð Pálsson, Ljóð námu menn. Mál og menning mun gefa út nýja Ijóöbók eftir Hannes Sigfússon og Al- menna bókaféiagið gefur út bók eftir Mattías Johannes- sen ritstjóra. Ungu skáldin láta ekki sitt eftir liggja og m.a. er væntanleg fyrsta Ijóðabók Hrafns Jökulssonar og nefnist hún Síðustu Ijóð. Það er bókaforlag Hrafns, Flugur, sem gefur út bókina. Þá kem- ur út lítið Ijóðakver frá Sjón, Nótt sítrónunnar, og er það gefið út af höfundi.B IMI5SAN MICRA ÁRGERÐ 1989 NÚ Á BETRA VERÐI EN NOKKRU SINNI FYRR TEG. STAÐGR.VERÐ NISSAN MICRA 1.0 DX, 4RA GÍRA 410.000.- NISSAN MICRA 1.0 GL, 5 GÍRA 427.000.- NISSAN MICRA 1.0 GL SJÁLFSKIPTUR 474.000.- NISSAN MICRA 1.0 460.000.- SPECIAL VERSION • FULLT VERÐ 423.000.- 441.000.- 489.000.-* 475.000.-* oS i’,lS álU‘íl • ...OG KJÖRIN ERU HREINT ÓTRÚLEGI NISSAN, MEST SELDIJAPANSKI BÍLLINN í EVRÓPU Opið laugardag og sunnudag kl. 14-17 Ingvar Helgason hf. Sýningarsalurinn, Rauöageröi Sími: 91 -3 35 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.