Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 30
Alþýðubankinn, Akureyri, kynning á verkum Drafnar Friðfinnsdóttur stendurtil4. nóvember. Bókasafn Kopavogs, MargrétÁrna- dóttir sýnir pastelmyndir í listastof- unni. Bókasafnið er opið virka daga kl. 9-21. FÍM-salurinn, sýning Gunnars Karlssonar er opin kl. 14-19, alla daga nema mánudaga og stendur til 2. október. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, sýn- ingu Hrings Jóhannessonar á olíu- málverkum og litkrítarmyndum frá síðustu tveimur árum, er lokið, en 16. listmunauppboð gallerísins verður haldiðn.k. sunnudag. Þarverður meðal annars boðin upp gifsstytta eftir Einar Jónsson, Dögun, ein af ör- fáum, gerð 1901 til 1908; vatnslita- mynd eftir Jóhannes S. Kjarval frá 1918, og olíumynd eftir Jón Stefáns- son af hrossastóði í haga. Verkin verða til sýnis í dag og á morgun, laugardag. Galleríið er opið virka daga kl. 10-18, og kl. 14-18 um helg- ar. Gallerí Gangskör, Una Dóra Copley sýnirCollage-málverk. Sýningin stendur til 2. október og er opin kl. 14-18um helgina. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4 A, samsýning á verkum listamannanna 9 sem að galleríinu standa er opin allavirkadagakl. 12-18. Gallerí List, Skipholti 50 B, sýning Höllu Haraldsdóttur á verkum úr steindu gleri hefst laugardaginn 1. október. Einnig sýnir hún myndir unn- ar með vatnslitum, fjöðurstaf og penna. Sýningin stendur til 9. októ- ber. Gallerí Svart á hvítu, Laufásvegi 17, Sóley Eiríksdóttir sýnir grafík og skúlptúrverk 1. til 16. október. Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Kjarvalsstaðir, Vestursalur, Ása Ól- afsdóttir sýnir myndvefnað í 1 /2 saln- um, og Hallsteinn Sigurðsson járn- myndir í hinum helmingi salarins og Vestur-forsal. Austursalur, Grafík frá Tamarind, sýning á steinprentmynd- um unnum af listanrfönnum og prent- urum við Tamarind-stofnunina i Bandaríkjunum. Sýningarnar eru opnar daglega kl. 14-22 og standa til 2. október. Listasafn Elnars Jónssonar er opið kl. 13:30-16 um helgar. Höggmynda- garðurinn er opinn daglega kl. 11 -17. Listasafn Islands, sýning 5 ungra listamanna, þeirra Georgs Guðna Haukssonar, Huldu Hákon, ívars Val- garðssonar, Jóns Óskars og Tuma Magnússonar. Sýningin stendurtil 2. október. Á neðri hæðum safnsins eru til sýnis íslensk verk í eigu safnsins. Leiðsögnin Mynd mánaðarins fer fram á fimmtudögum kl. 13:30, og er mynd októbermánaðar Sumarkvöld (Öræfajökull) eftir Ásgrím Jónsson, og er hún máluð árið 1912. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga, kl. 11 -17, og er veitinga- stpfan opin á sama tíma. MÍR, Vatnsstíg 10, á sunnudaginn verður opnuð sýning á eftirprentun- um íkóna, og Ijósmyndum, sem tengdar eru starfi kirkju og trúarsafn- aða í Sovétríkjunum. Sýningin verður opin næstu vikurá mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum kl. 17- 18:30. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. 19, Mússasýnirvatnslitamyndirfrá undanförnum þremur árum í eigin sýningarsal að Selvogsgrunni 19. Sýningin stendur til 9. október og er opindaglegakl. 17-19. Norræna húsið, anddyri: Sýning á grafík og teikningum bandaríska málarans L. Alcopley.Sýningin stendur til 9. október. í kjallara húss- ins stendur yfir sýningin Þrenna I; skúlptúrar, vídeó og installasjónir þriggja ungra myndlistarmanna sem búsettireruíOsló. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, sýning á verkum NínuTryggvadóttur. Sýning- in stendur til 5. október, og er opin virkadagakl. 10-18, ogkl. 14-18um helgar. Nýiistasafnið, vA/atnsstíg, vestur- þýska listakonan Dagmar Rhodius heldur sýninguna Straumland, rýmis- verk með Ijósmyndum, teikningum, íslenskum steinum og orðum. Sýn- ingin stendur til 9. október og er opin virka daga kl. 16-20 og kl. 14-20 um helgar. Slúnkaríki, ísafirði, sýning Erlu Þór- arinsdóttur, Nærmyndir minnis og gleymsku, stenduryfir, en henni lýkur 9. október. Sparisjoður Reykjavíkur og ná- grennis, Álfabakka 14, Breiðholti, sýning á verkum Jóhannesar Geirs stendur nú yfir, og reyndar allar götur til 25. nóvember. Opið frá kl. 9:15 til 16allavirkadaga. Undir berum himni, samsýning (ris- ar Elfu Friðriksdóttur, Þóris Barðdal og Ragnars Stefánssonar í rústum íshúss við Seltjörn, v/ Grindavíkuraf- leggjarann. Á sýningunni sem verður opin allan sólarhringinn til 9. október, eru lágmyndir, höggmyndir, þrívíð verk og olíumálverk. Undir pilsfaldinum, Vesturgötu 3 b, Árni Ingólfsson, Hrafnkell Sigurðs- son, Kristján Steingrímurog Ómar Stefánsson sýna olíumálverk og verk unnin með blandaðri tækni til sunnu- dags, 2. október. Þjóðminjasafnið, Bogasalur, sýning á verkum W.G. Collingwoods (1854- 1932). Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 11-16, og stend- ur til loka september. Bókakaffi, Garðastræti 17, sýning Margrétar Lóu stendur nú yfir, en henni lýkur eftir viku. Opið þegar kaffihúsið er opið, kl. 10 til 18.30 virka daga og frá kl. 10 til 16 á laugar- dögum. LEIKLIST Aiþýðuleikhúsið, Ásmundarsal v/ Freyjugötu. Elskhuginn, engin sýning ídag, föstudag. 18. sýning laugardag 1. október kl. 20.30,19. sýning sunnudaginn 2. október kl. 16.00. Sýningum fer fækkandi. Leikfélag Reykjavíkur, Sveitasin- fónía eftir Ragnar Arnalds. 5. sýning föstudagskvöld, 6. sýning laugar- dagskvöld og 7. sýning sunnudags- kvöld. Sýningar þessar allar hefjast kl. 20.30. Þjóðleikhúsið, Ef ég væri þú. Höf- undur Þorvarður Helgason. Frum- sýning í kvöld, föstudagskvöld kl. 20.30. Önnur sýning laugardags- kvöld á sama tíma. Sýningarnar eru á Litlasviðinu, Lindargötu 7. Marmari eftir Guðmund Kamban, 4. sýning í kvöld kl. 20.00.5. og 6. sýning laugardags- og sunnudagskvöld á samatima. Gestaleikur á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins Lindargötu 7 miðvikudaginn 5. og fimmtudaginn 6. október kl. 20.30: Þýski látbragðsleikarinn Ralf Herzog. Listasafn íslands við Fríkirkjuveg, Haust með T sjekhov; leiklestur á helstu verkum hans. Leikstjóri Eyvindur Erlendsson. Laugardag og sunnudag 1. og 2. október kl. 14.00: Máfurinn. Laugardag og sunnudag 8. og 9. október kl. 14.00: Kirsuberja- garðurinn. Laugardag og sunnudag 15. og 16. október kl. 14.00: Vanja frændi. Laugardag og sunnudag 22. og 23. október: Þrjár systur. Leikhóp- urinnFrú Emilia. Leikfélag Hafnarfjarðar, Emil í Katt- holti eftir Astrid Lindgren. Leikritið var sýnt í vor, en nú tekur leikfélagið aftur upp þráðinn. Fyrsta sýning fyrirhug- uð laugardagskvöld. T akmarkaður sýningafjöldi. Hótel ísland, Rokkskórog bítlahár. Svipmyndir úr sögu rokksins á árun- um 1955 til 1970. Samfelld skemmtidagskrá á Hótel íslandi um þessa helgi og þá næstu. TÓNLIST Sinfóníuhljómsveit æskunnar heldur tónleika í Háskólabíói á morg- un, laugardaginn 1. október kl. 14.00. Tvö verk eftir Brahms eru á efnis- skránni. Stjórnandi er Paul Zukofsky. Þessir tónleikar eru afraksturinn af tveggja vikna námskeiði sem var haldið á vegum Sinfóníuhljómsveitar æskunnar, en það sóttu 70 tónlist- arnemendur hvaðanæva af landinu. Danskur stúlknakór syngur við messu í Skálholtskirkju sunnudaginn 2. október kl. 14.00. Ennfremur verða tónleikar kl. 16.00. Kór þessi kemur fráóðinsvéum, Sánkti Klemensskól- Cl/Sl MIRI HARAIPSSON Þegar OL er ekki á skjánum Sjónvarpið hefur ekki verið upp á marga fiskana að undan- förnu - fyrir þá sem ekki fylgjast með Ólympíuleikunum í Seúl eða Sól (framburðurinn fer eftir því hvaða fréttamaður er á vakt). Þeir sem ekki fylgjast með íþrótt- um fá svona örstutt innskot af og til og mega í raun prísa sig sæla yfir því að Kórea skuli vera hin- um megin á hnettinum. Ef íþrótt- afólkið væri að á evrópskum tíma fengjum við ekki neitt annað. Eg ætla ekki að leggja dóm á frammistöðu Sjónvarpsins á ól- ympíusviðinu að svo stöddu. Ég hef horft á sumt og einkum ef ég kem heim seint á kvöldin. Þá er freistandi að kveikja á kassanum og athuga hvort þeir eru að gera það gott eystra. Það sem ég ætlaði að minnast hér á var efnið sem notað er í uppfyllingu milli útsendinganna frá Kóreu. Þar eru ýmsir góðir kunningjar eins og Matlock og Derrick og á laugardaginn birtust gamlir heimilisvinir eftir nokkurt hlé: Já, forsætisráðherra. Og varð ég þá sammála Rósu Ing- ólfsdóttur sem sagði að það væri við hæfi að sýna þessa þætti í miðri stjórnarmyndun. En þó þessir þættir séu góðir tel ég enn dagana þangað til vinur minn Cosby mætir á ný með hyski sitt. Og svo gauka þeir að okkur einni og einni bíómynd sem horf- andi er á. Það gerðist til dæmis á föstudaginn var. Þá var á dag- skránni nýleg ensk mynd sem ber heitið Bréf til Brésnefs, verulega skemmtileg og hugljúf mynd þar sem áhorfandinn þurfti að gera upp við sig hvort væri verra: atvinnuleysið og meðfylgjandi mannfyrirlitning Liverpool- borgar eða frelsisskorturinn og biðraðirnar í Sovét. Eins og nafnið bendir til eru nokkur ár frá því þessi mynd var frumsýnd í Bretlandi. Hún vakti svo mikla athygli í heimalandi sínu að þar var farið að tala um nýja bylgju í kvikmyndagerð og bent á að hún færi ekki einsömul. Athyglin var ekki bundin við Bretland því ég man að norræn blöð fjölluðu um Bréf til Brésnefs í löngu máli og bandarísku blöðin tóku einnig við sér. Ég held ég megi segja að það hafi allir tekið við sér þegar Bréf til Brésnefs var sýnd - nema eigendur íslenskra kvikmynda- húsa. Þeim hefur ekki komið til hugar að sýna þessa mynd. Raun- ar hafa þeir sýnt nýju bresku bylgjunni mikið tómlæti. Hér hafa aðeins sést örfáar myndir sem teljast til hennar og ber þar hæst Vildi að þú værir hér sem Regnboginn sýndi. Það er oft talað um einhæfni í myndavali íslenskra kvikmynda- húsa og þá bent á að engilsax- neskar myndir tröllríði hvíta tjaldinu á kostnað mynda frá öðr- um málsvæðum. Á dæminu af bresku myndunum sést að sviðið er enn þrengra en menn héldu. Það nær ekki einu sinni til góðra breskra mynda. Bandarískar skulu þar vera og helst gerðar fyrir unglinga. Svo ég haldi mig nú áfram utan við það svið sem ég hef yfirleitt markað mér í þessum pistlum þá vil ég nota tækifærið og hneyksl- ast örlítið meira á íslenskum bíó- Hvað á að gera um helgina? Berglind Hilmarsdóttir, markaðsfulltrúi Ég verð að vinna alla helgina, nema kannski eitt og eitt kvöld, sagði Berglind Hilmarsdóttir, markaðsfulltrúi í Strax, er við hitt- um hana að máli seinnipart fimmtudagsins. Þessi vinnusemi á sér nú sína skýringu og hún er sú að Ikea- bæklingurinn var að koma út, og það stendur til að dreifa honum um helgina. Það er sægur af fólki sem stendur í því, og veitir ekki af þar sem upplagið er eitthvað á milli 80 og 90 þúsund, sagði Berglind. Hún sagðist hafa það verkefni með höndum að sjá um dreifing- una og fylgja henni eftir, og í þessu skyni þarf að liggja fyrir ákveðið kerfi. „En ég vonast nú líka til að geta eitthvað litið upp úr þessu, og þá ætla ég að hafa gott og frostlaust veður," sagði hún. anum þarnánartiltekið. Rúmlega30 stúlkur á aldrinum 12 til 16 ára eru í kórnum. Píanótónleikar Jonasar Ingimund- arsonar: Minningartónleikar um Ragnar H. Ragnar verða haldnir í sal Frímúrara á isafirði n.k. sunnudags- kvöld. Mánudaginn 3. október leikur Jónas á Flateyri, í mötuneyti Hjálms, kl. 21.00, og þriðjudaginn 4. október í Félagsheimilinu á Bolungarvík á samatíma. HITT OG ÞETTA Árbæjarsafn, sýning um Reykjavík og rafmagnið, í Miðhúsi (áður Lind- argata 43a). Safniðeropiðlaugar- dagaogsunnudagakl. 10-18. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, sýningin Árabátaöldin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. MÍR, Vatnsstíg 10, Stríð og friður, sovésk stórmynd gerð eftir sam- nefndu stórvirki Tolstojs í skáld- sagnagerð, verður sýnd laugar- daginn 1. október, og því fellur niður sýning sem vera átti á sunnudegin- um. Annan sunnudag, 9. október, verða Kósakkarnirsýndir; mynd gerð eftir annarri skáldsögu Tolstojs. Djúpið (undir Horninu, Hafnarstræti 15), Ijóðakvöldin hefjast nú að nýju, og verða haldin fyrsta sunnudag hvers mánaðar og hefjast kl. 20.30. Gerðuberg, þýski háðfuglinn Martin Rosenstiel með pólitískan kabarett laugardaginn 1. október kl. 17. Söngvar hans og yrkisefni einskorð- ast þó ekki við stjórnmálin, heldur lýs- ir hann einnig þýsku hugarfari og al- mennum einkennum þjóðar sinnar á gamansaman hátt. Hann er hér á landi í boði Germaníu og Goethe- Institute. Ferðafélagið, dagsferðir á sunnu- daginn: 1. Kl. 9.00, Hafnarfjall. Ekið að Grjóteyri og gengið á íjallið að norðan. Verð kr. 1000.2. kl. 9.00, Melasveit, Melabakkar. Ekið niður að ströndinni hjá Belgsholti og gengið um Melabakka. Létt gönguferð á lág- lendi. Verð kr. 1000.3. kl. 13.00, Höskuldarvellir, T rölladyngja. Verð kr. 600. Brottförfrá Umferðarmið- stöðinni austanmegin. Farmiðarvið bíl. Helgarferð félagsins er í Jökulgil og Landmannalaugar. Gist í sælu- húsi F.í. í Landmannalaugum. Upp- lýsingar og farmiðasala á skrifsto- funni, Öldugötu 3. Fyrsta mynda- kvöld vetrarins á nýjum stað, Sóknar- húsinu Skipholti 50 A, miðvikudaginn 12. október. Útivist, dagsferðir á sunnudaginn: Kl. 13.00 Strandganga í landnámi Ingólfs, 22. ferð: Þorlákshöfn- Hafnarskeið-Ölfusárósar(Óseyrar- brú). Lokaáfangi ferðasyrpunnar. Verð 900 krónur, frítt fyrir börn í fylgd meðforeldrum. Kl. 8.00 haustlitaferð í Þórsmörk, verð 1200 krónur. Helg- arferðir:Landmannalaugar-Jökulgil. Gist í góðum, upphituðum húsum. Skipulagðar gönguferðir. Upplýsing- ar og farmiðar á skrifstofunni, Gró- finm 1. Þriðjudaginn 4. október verður fyrsta myndakvöld félagsins í vetur, og verður það haldið í Fóstbræðra- heimilinu, Langholtsvegi 109 kl. 20.30. JC Nes, annar félagsfundurinn á starfsárinu verður haldinn mánudag- inn 3. október kl.20.30. Jónína Bene- diktsdóttir, íþróttafræðingur, verður gestur kvöldsins, en fundurinn verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu á Sel- tjarnarnesi. Krossinn, Auðbrekku 2, Kópavogi, barnastarf á sunnudögum kl. 16:30, á meðan almennar samkomur fara 'fram. „Ég held að ég megi segja að það hafi allir tekið við sér þegar Bréf til Brésnefs var sýnd - nema eigendur íslenskra kvikmyndahúsa." húsaeigendum. Þeir guma gjarn- an af því hversu snöggir þeir séu orðnir að frumsýna glænýjar myndir enda gangi sögur af vask- legri framgöngu þeirra á amerísk- um kvikmyndakaupstefnum. En hvernig væri að fara á aðrar kaupstefnur? Danskar myndir hafa löngum átt upp á pallborðið hjá okkur þótt heldur hafi dregið úr áhuganum á undanförnum árum. Regnboginn hefur haldið uppi merkinu og á þakkir skilið fyrir. Dönsku myndirnar í Regn- boganum eru þó oftast orðnar nokkuð gamlar þegar þær birtast hér. Og nú vil ég benda bíóhúsa- eigendum á að dönsk kvik- myndagerð skilaði af sér tveimur myndum í byrjun þessa árs sem fengu afbragðs viðtökur - líka í hinum engilsaxneska heimi. Þar á ég við mynd Bille Augusts, Pelle erobreren, sem gerð er eftir sögu Martin Andersen Nexö og vakti verulega athygli á Cannes, og Ba- bettes gæstebud eftir „íslandsvin- inn“ Gabriel Aksel en sú mynd fékk meira að segja Óskar í sumar. Skyldum við þurfa að bíða í mörg ár þangað til þessar myndir koma í Sjónvarpinu? 30 SÍÐA - ÞJÓÐVIUjNN - nÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.