Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 26
1 T~ s * s 1— (p 7- 9 (D s? II 12 )3 H u % JS' 2 )lo 1 n s? vr ir 6 n ) s? )í (p 2/ 10 S? 2z X( 1 )i n 9 ? $ /b ZÝ z S? (o H lo S? is )8 d 2</ 10 ) 0 w zi (p (o V? 1) ZS V y II 2$ H. 10 L n 2 2o II Vl rt w /0 z'é 19 fí (f> S? 2$ s /9 n T~ 2o |4' V ir // 17 y 'L n 2$ \o F“ T 7o fí 9 H zt V 5'/ n s? zr ii 2S 17 <2 v— VL n zí n w 9 2/ T~ zx 17- zr— y z 5" Z S? t n- Í2 23 l 28 l( il n- JO n V it 17- S2 W \& (? sa uz IX 22 tr 23 2S~ 2<r í z 18 lh z 52 AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjiö rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá bæjarnafn. Sendiö þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síöumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 9“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. Verðlaunakrossgóta ° 2é Zf 31 13 )? 2 n 2o 33 10 Lausnaroröið fyrir verðlaunakrossgátu nr. 6 var HORNFISKUR. Dreg- Verðlaun ^rir krossgátu nr. 10 er ið var ur rettum lausnum ogh upp kom nafn Juliusar Stefanssonar, ská|dsagaölafsGunnarssonar,Heil- Alfatúni 2, Kópavogi. Hann fær senda bókina Islenskir náttúrufrðeo- agurandiogenglarvítis. Útgefandier ingar eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Forlagiö. MATUR Hálfdrukkinn háfur Það gerðist hér á dögunum að ég rakst á háf í fyrsta skipti í fisk- búð hér á landi, í fiskbúð Hafliða við Hlemm, og ákvað ég því að prófa hann til samanburðar við erlenda kynbræður. Háfur, eða hundfiskur eins og hann er oft nefndur, er af ætt smáhákarla. Hann er sagður al- gengur í Norður- og Suður- Atlantshafi og náskyldar tegund- ir veiðast einnig víða í Kyrrahaf- inu og eru þar hlýsjávarfiskar. Atlantshafsháfurinn er gjarnan 60-120 sm langur, grannvaxinn og glæsilegur í sjó. Hann er illvígur ránfiskur, fer í torfum og herjar á aðra fiska, rænir beitu og skemmir net. En hann er góður til átu og mikið étinn. Ber því að fagna því að hann skuli nú falboð- inn hér og vænti ég þess að þar verði framhald á. Ifiskbúð Haf- liða var háfurinn seldur skrápflett og tilbúinn til matreiðslu. Sú uppskrift sem hér kemur er mexíkönsk og meiri háttar. Hráefni: 1 smáháfur, um 800-1000 gr. hveiti salt nýmalaður svartur pipar Vi bolli ólífuolía 1 meöalstór laukur, smátt skorinn 1 hvítlauksrif, fínt saxað 3 meðal tómatar, smátt skornir handfylli af ferskri steinselju, fínt sax- aðri (klipptri) 1/4 teskeið kúmenduft V2 teskeið oregano 2-3 stk. pepperoni (chile) 1/2 bolli fylltar ólífur, skornar í tvennt 1-2 matskeiðar kapers 1 litil dós tómatkraftur og ögn af tóm- atsósu 1 bolli rauðvín Framkvæmd: Skerið fiskinn í 2-4 stykki eftir stærð. Setjið saltið og piparinn í hveitið og veltið fiskinum upp úr hveitinu. Hitið olíuna vel á pönnunni og brúnið fiskinn vægi- lega á báðum hliðum. Setjið hann síðan í eldrtraust fat með loki. Látið laukinn og hvítlaukinn meyrna í olíunni og bætið síðan í chileinu, steinseljunni, tómötun- um, tómatkraftinum, tómatsós- unni, kúmeninu og óreganóinu. Bætið salti og pipar í eftir smekk. Sjóðið við vægan hita í 5 mínút- ur. Bætið ólífunum, kapernum og rauðvíninu út í og hrærið vel saman. Hellið þessari blöndu yfir fiskinn, setjið lokið yfir og setjið í 190 gráðu heitan ofninn í um það bil 30 mínútur. Gott er að ausa sósunni yfir fiskinn einu sinni á þessum tíma. Borið fram með soðnum hrísgrjónum og drekkið af- ganginn af rauðvíninu með. Óvenjulegur réttur sem kemur á óvart. Þau mistök áttu sér stað í Nýja helgarblaðinu um síðustu helgi, að uppskriftin að Skorpulifur templarans var eignuð Jónu Sig- urðardóttur. Hið rétta er að Sig- urður Hjartarson, eiginmaður hennar, á veg og vanda að þeirri uppskrift og mun hann nœstu vik- urnar kynna lesendum Nýja helg- arblaðsins fleiri af sínum frábœru uppskriftum. Við biðjumst vel- virðingar á þessum mistökum. KRISTJÁN FRÍMANN Þeir dreymendur sem vilja fá drauma sína ráðna sendi þá ásamt fullu nafni, heimilisfangi og dulnafni til blaðsins merkt: Draumstafir, Nýtt helgarblað, Þjóð- viljinn, Síðumúla 6, 108 Reykjavík. Þú komst í hlaðið ... í heimi draumsins höfum við hinar stóru hvítu sléttur undirvit- undarinnar, þar bak við fjöllin sjö í bláum kastala býr hann, gervingur karleiginleika konunn- ar, maður margra andlita og barn allra tíma. Hann er draumaprins- inn eini og sanni, óskabarn sér- hverrar konu, elskhugi, vinur, ástmaður, eiginmaður, verndari, fylgdarmaður, heimsmaður og kavalaíer. Yfir draumfjöllin sjö kemur hann á hvítri kynjaveru sinni inn í draumheim þinn, hann er herra undrvitundarinnar og heitir Animus, prins góðra eigin- leika. Hann fylgir þér um fram- tíðina, fortíðina og nútíðina og ver þig illu, þar er hann ást- mögur, seiðmaður og drengur góður. Hann birtist í ýmsum gervum, allt eftir ætlunarverki sínu hverju sinni, í einum drauminum birtist hann sem fað- ir, í öðrum sem elskhugi og í þriðja sem þekktur maður úr daglífinu. Myndirnar eru ótelj- andi en eitt eiga þær þó sam- merkt, hann er ætíð nálægur, þéttur, vel finnanlegur en þó ein- 26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN hvern veginn óljós, ósnertan- legur, eins og hann sé í skugga. Goð og vættur Skuggaprinsinn sem leikur af stökustu prýði margþætt karl- hlutverk á draumasviðinu svo sem Don Juan, konung konung- anna, Kiljan eða Kandinsky fær einnig útrás í vökulífinu. í formi smartra gæja í auglýsingum, sem „hetjan" í óteljandi „Foxtrott- um“, sem herra rokk og ról eða forseti friðarheims um ból. Hann er hinn einfaldi Bör, sjálfstæðis- hetjan Bjartur, víkingurinn Egill eða vitmenni Kyrra kjara. Syng- jandi sæll og glaður er hann hetja hafsins sem fiskinn dregur og færir í hauslaust gímald óstjórnar lands. Hann stekkur hæð sína í öllum herklæðum og snýr aldrei aftur þótt álfakonungur sé eða tröll af manni og vegið hafi draug. Ljós heimsins Þegar það kvikna ljós til sjávar og sveita draumalandsins, þegar kot draumalandsins verða að höllum þá er innri maðurinn á ferð, „Skuggi" er kominn á ról. Ef sál eða geð er í erfiðri raun kemur hann með sína græðandi hönd og friður leggst á, ef heimurinn er þungur, er hann þér sem ský í buxum, ef ástin er sár vefur hann þig rauðum lit. Hann er ætíð á næsta leyti með ljóssins öfl þér til hjálpar. Skuggasveinn Langi þig til að kynnast þessum draumasveini sem á svo stóran þátt í daglegri hegðun, er góð leið að taka sér tíma, „góðan“ tíma þegar þú finnur vængi svefnsins nálgast og hefja kynninguna. Þú spyrð hann fyrst í einföldum myndum svo sem um andlit og nöfn. í fyrstu er hann þögull sem gröfin en smátt og smátt losna höftin. Áður óþekktar hliðar á þér og vini þínum birtast, þér til mikils fróðleiks og væntanlega gleði en ekki er víst að hann sé alls kostar sáttur við ásóknina og reyni að bregða sér undan í ýms- um villandi gervum. Prins drauma þinna hefur þúsund and- lit og þú hefur þúsund andlit hans í spegli þínum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.