Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 14
íslenskur útvörður í Kaupmannahöfn Nýtt Helgarblað ræðir við Bergljótu Skúladóttur forstöðu- mann félagsheimilisins í Jónshúsi Bergljót Skúladóttir kom til Danmerkur sumariö 1980 og var þá á leiðinni í Kennarahá- skólann í Kaupmannahöfn. Hún hafði fengið eins árs leyfi frá kennslu við Gagnfræða- skólann á ísafirði þar sem hún hafði kennt frá því haustið 1977 en hún lauk kennara- námi þá um vorið. Ársleyfið varð að tveimur og þá sá hún að hún myndi ekki snúa aftur til ísafjarðar. Hún var komin í fullt nám í sálar- og uppeldis- fræði í Kaupmannahöfn þeg- ar hún fæddi son sinn Laufar haustið 1983. Áhuginn á skólanum dvínaði og atvikin höguðu því þannig að hún og eiginmaður hennar tóku að sér að leysa af Gunnlaug Sigurðsson og Rögnu Þormar sem gestgjafa í félagsheimili Jónshúss. Síðan eru liðin fimm ár og Bergljót er ennþá gestgjafi í Jónshúsi. Hún er elst átta systkina, dóttir Skúla heitins Benediktssonar ís- lenskukennara og Rögnu Svav- arsdóttur sem nú býr á Akranesi. Flestir hafa heyrt minnst á Jónshús en þeir sem hafa ekki lagt leið sína til Kaupmannahafn- ar vita kannski ekki hvaða starf- semi fer þar fram. Blaðamanni Nýs helgarblaðs lék forvitni á að kynnast starfseminni þar og átti spjall við Bergljótu. Fyrir utan félagsheimilið í Jónshúsi er þar einnig safn Jóns Sigurðssonar og fræðimannasetur. En í þessu við- tali er einungis fjallað um starf- semi félagsheimilisins. - Hafðirðu eitthvað kynnst rekstrinum í Jónshúsi áður en þú byrjaðir að vinna þar? Akaflega lítið, ég hafði kynnst húsinu svolítið í gegnum þau Gunnlaug og Rögnu en eins og flestir íslendingar vissi ég auðvit- að af Jónshúsi. Það hafði að vísu verið mjög lítil starfsemi hérna til ársins 1983 þegar Reynir Svav- arsson og Hörður Torfason reyndu að lyfta starfseminni upp og hafa einhverja dagskrá í hús- inu sem var næstum engin áður. Þegar Ragna og Gunnlaugur taka við fer þetta á enn hærra plan, þau byrjuðu með málverkasýn- ingar og slíka hluti. En húsinu hélst aldrei á neinum gestgjöfum, þetta þótti allt of mikið púl og þetta er púlsvinna, þetta er meira en að standa hér og selja kökur, kaffi og mat. Flestir gáfust upp eftir 5-6 mánuði. Vinir mínir í Kaupmannahöfn studdu mig gífurlega í byrjun með því að koma þegar voru upp- ákomur, heitur maður, fyrirlestr- ar og lifandi tónlist. Þetta fólk mætti allt og tók annað fólk með sér. Þannig að það fór að mynd- ast hefð fyrir því að mæta í Jóns- hús. íslenskur nafli í Kaupmannahöfn - En hvað fer fram í félags- heimilinu? Hér fer allt milli himins og jarðar fram. Við höfum opið alla daga vikunnar nema þriðjudaga og maður getur sagt að Jónshús sé einhvers konar félagsmiðstöð. íslensku dagblöðin liggja hér frammi, hér höfum við frétta- skeyti Ríkisútvarpsins, við höf- um gott útvarpstæki og náum fréttum að heiman einu sinni á dag og fólk kemur hingað til að lesa blöðin, sérstaklega náms- menn sem eru staðráðnir í að fara heim aftur og vilja því fylgjast með. Það mikilvægasta er síðan að hingað kemur fólk til að sýna sig og sjá aðra, bæði námsmenn og íslendingar sem eru fast bú- settir í Kaupmannahöfn. Yfir vetrarmánuðina reyni ég að skipuleggja dagskrá fyrir hvern mánuð fyrir sig og þjóna öllum aldurshópum. Við erum með myndbandasýningar, lifandi tónlist eða djasskvöld með ís- lenskum tónlistarmönnum, bú- settum í Danmörku eða einhverj- um sem eiga leið um. Við erum með bókmenntakvöld, kynning- ar á íslenskum bókum og svo reynum við að grípa gæsina ef ís- lenskur rithöfundur er staddur í borginni. Hér eru fyrirlestrar, spilakvöld og konukvöld fyrir konur á öllum aldri, en sumar þeirra tala aldrei íslensku nema á þessum kvöldum. Hlutirnir ger- ast líka oft óvænt og maður veit aldrei alveg fyrirfram hvað kem- ur til með að vera á dagskránni. íslendingafélagið og Náms- mannafélagið halda sína fundi í Jónshúsi og við erum með matar- kvöld þar sem við borðum ís- lenskan mat. Við reynum líka að hafa íslenskt brauð og álegg og ekki má gleyma sælgætinu. - Danskir námsmenn í Kaup- mannahöfn kvarta yfir því að þeir hafi ekki neinn einn stað til að hittast á, heldur venja þeir bara komur sínar á ákveðin kaffihús. Eru íslensku námsmennirnir þá kannski betur staddir en þeir dönsku? Að mörgu leyti getur maður sagt það. I dag vita flestir sem koma til Kaupmannahafnar af Jónshúsi en þannig var það ekki fyrir nokkrum árum. Með auknu umtali og auknum fjölda ís- lenskra námsmanna sem hafa skilað sér heim aftur eftir nám í Kaupmannahöfn spyrst starf- semin hérna út. Hingað kemur mikið af námsmönnum strax á haustin, núna hefur komið ó- grynni af fólki sem er húsnæðis- laust og það leitað hingað eftir ráðum. Það er komið hingað eitt eða með fjölskyldu og spyr hvernig það eigi að snúa sér í hin- um ýmsu málum. Þannig að starf- semin hérna er ekki bara að selja kaffi og kökur. Ég eyði miklum tíma í að tala við fólk og ráðleggja fólki, og ef það fær góð ráð kem- ur það aftur, sækir skemmtanir hérna, sýnir sig hér og sér aðra. Jónshús verður fastur punktur ef allt annað bregst. Án fastra launa Oft á tíðum er ég bókstaflega að drepast úr vinnu. Reksturinn hérna er á eigin ábyrgð og launin fara eftir því hvort hingað kemur fólk eða ekki sem getur verið mjög sveiflukennt. Mér þætti æskilegt að hafa föst grunnlaun því það er svo margt annað sem maður þarf að gera eða gerir fyrir fólk sem er að koma hingað og stendur kannski með tvær hendur tómar og veit ekki hvert það á að snúa sér. Maður segir ekki bara vessgú hjálpaðu þér sjálfur. Ég hef sjálf gengið í gegnum byrjun- arerfiðleika hér í Kaupmanna- höfn, og því ekki að hjálpa þeim sem eru nýir? - Þegar forseti íslands var í heimsókn í Vestur-Þýskalandi var mikið rætt um íslenskar menningarmiðstöðvar í Evrópu. Væri kannski hægt að fylgja þess- um draumi Vigdísar eftir, með því að launa manneskju hér sem hefði það sem markmið að efia íslenska menningu í Kaupmanna- höfn? Já, það er full þörf á því. Það koma til dæmis ótrúlega margir Danir í húsið í upplýsingaleit um ísland. Ég veit ekki hvort þú hef- ur rekið augun í bækurnar sem eru hérna um ísland? En ég byrj- aði með þetta síðastliðið vor ásamt Kristínu Oddsdóttur Bonde sem er bókasafnsfræðing- ur og sér um bókasafnið í Jóns- húsi og Helgu Þórarinsdóttur sem er starfsmaður íslenska sendiráðsins. Við höfðum oft tal- að um þörfina á því að hafa hér bækur og upplýsingar um ísland. Það var og er algengt að fólk HAPPDRÆTTI 4 Ford Bronco - 30 Fiat Uno Dregið 7. október Heildarverðmæti vinninga 16,5 miilión /j/tt/r/mark

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.