Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 25
; J‘kob 09 Hel9>m^ Son9vari-ogl^Cj- somaði þá Síðan-skein^ Síðan skein sól úr stúdíói á Skagann SÓMéle9^dir^~ Kringlunni. ... og á fleiri staði ... ýmsa fjölbrautar- og framhaldsskóla í Reykjavík og nágrenni ... þetta kom meðal annars fram í spjalli við Helga Björnsson söngvara hljómsveitarinnar Síðan skein sól, en þeir lögðu síðustu hönd á plötu sína sem væntanlega kem- ur út í lok október. - Annars eigum við eftir að hlusta betur á útkomuna og ef okkur finnst ástæða til að breyta einhverju gerum við það, sagði Helgi í símaspjalli, og slóraði um leið í vinnunni í plötubúð Skíf- unnar í Kringlunni. - Við tókum upp 12 lög og erum ekki ákveðnir í hversu mörg þeirra við setjum á plötuna. Þá hefur komið upp sú hugmynd að hafa nokkur auka- lög á diskinum, en ekki eru allir sammála um ágæti þess, sumum finnst það ranglátt gagnvart þeim sem ekki eiga diskaspilara. - Hvernig er að vinna með Tony Clarke, sem stjórnaði upp- tökum hjá ykkur? -Það er gott að vinna með manni sem hefur svona mikla reynslu, hann er búinn að vinna við þetta síða 1964, byrjaði í Abbey Road stúdíói uni tvítugt og hefur verið í þessu síðan. Hann er búinn að vinna sjálfstætt í nokkur ár, en var áður hjá EMI. Hann leggur mikið upp úr því að fólk leggi sitt fram af lífi og sál í stúdíóinu, rétt eins og það væri í fullu fjöri á hljómleikum. Hann leggur áherslu á að hafa náið samband við þá sem hann er að vinna með, kynnast þeim, og er nokkuð góður að finna út hvort betra er að reyna að pressa á það þegar illa gengur, eða hreinlega láta lag bíða og reyna aftur seinna - taka eitthvað annað fyrir á með- an. D/EGURMÁL - Hvernig líst þér sjálfum á plötuna? - Ég held bara vel, annars er maður orðinn svo samdauna þessu að mér finnst erfitt að lýsa því, en ég held að við getum verið stoltir af henni. Þetta er svona gítarrokk, bæði róleg og hröð lög, og meira hugsað um „fíling“ en „sánd“ ... ef svo má segja. - Hvernig er með leiklistina og sjálfan þig? - Ég varð nú að gefa frá mér ansi spennandi hlutverk hjá Iðnó í leikritinu Maraþondansi. - They shoot horses, don‘t they heitir það á frummálinu og marg- ir kannast líklega við þá kvik- mynd ... en það er einmitt út af kvikmynd sem varð að afþakka ... ég var nefnilega búinn að ráða mig í kvikmyndinni Meffí sem Hilmar Oddsson er að gera og byrja í nóvember hjá honum ... ég get spilað sem sagt, verið í rokkinu út næsta mánuð og við á þig sem leikara ætlum að þræða mennta- og fjöl- brautaskólana þann tíma. Við erum fyrst og fremst tónleika- band. - Líturðu númer eitt? - Ja, ég hef mjög gaman af að vera í hljómsveit, en svona ef ég »er að líta á lífshiaupið með fram- tíðina í huga held ég að leiklistin eigi eftir að verða þar tímafrekari ■ ég sé mig ekki sem rokkara eftir fertugt, en ætli maður verði ekki leikari alla tíð ...? Ubu ReykjavíR Bubbi Mortens hélt skemmti- lega hljómleika á Hótel fslandi fimmtudagskvöld fyrir rúmri viku. Hann byrjáði einn með gít- arinn, en síðan komu Þursarnir í spilið. Þeir hefðu nú mátt vera búnir að æfa sig saman dulítið lengur, en mikið andskoti er hann Bubbi góður söngvari og „performer", eins og maður slett- ir stundum um framkomu manna. Þá minnti hann þá ræki- lega á, sem kannski voru búnir að gleyma því, hvað hann er búinn aö semja mörg rosalega góð lög í gegnum tíðina. Auk lagaflóðsins frá Bubba sjálfum fengu við- staddir til dæmis að hlusta á sýnis- horn frá blúsaranum gamla (eiginlega forna) Leadbelly, og í lokin söng Bubbi glæsilega með Þursunum útsetningu Jimis Hendrix á Bob-Dylan-laginu AU along the watchtower .... og Þórður Árna tók þetta líka huggulega gítarsóló (reyndar ekki það eina þetta kvöld). Þar með fyrirgaf maður Þursunum það sem betur hefði mátt fara hjá þeim fyrr um kvöldið .... þetta voru vel sóttir og fínir hljóm- leikar. Myndina tók Einar Óla- son. ANDREA JÓNSDÓTTIR Ensk-ameríska nýrokksveitin Pere Ubu mun halda hljómleika í Tunglinu annað kvöld, laugar- daginn 1. október. Koma Pere Ubu hingað til lands er hvalreki á fjörur íslenskra rokkunnenda. Pere Ubu er nefnilega ein virtasta og áhugaverðasta nýrokksveit heims um þessar mundir. Söngvarinn, söngvasmiðurinn og háðfuglinn Davíð Thomas stofnaði Pere Ubu í Ohio í Bandaríkjunum 1975. Hann var rokkvettvangnum vel kunnur: Hafði verið blaðamaður hjá poppblaðinu Creem og tilheyrði kunningjahópi Velvet Under- ground og Iggys Pop. Pere Ubu tilheyrir frum- kvöðlum pönks og nýbylgju New York-borgar ’76. Síðar ferðaðist Pere Ubu um Evrópu með bresku pönksveitinni The Pop Group og þýsku söngkonunni Nico, sem lést nú síðsumars. Þrátt fyrir töluverðar manna- breytingar og fjögurra ára sumar- frí (’82-’86) hefur Pere Ubu hald- ið sínum sterka og spennandi ný- rokkstíl, vinsældum og ómældri virðingu, jafnt gagnrýnenda sem annarra músíkanta. Platan „The Modern Dance“ (’78) er jafn- framt fyrir löngu komin í hóp bestu sígildra nýrokkplatna. Nýja platan, „The Tenement Year“, hefur sömuleiðis verið nefnd sem ein af bestu plötum þessa árs. Smáskífan „We are the Tecnology“ var einnig nýverið valin smáskífa vikunnar af bresku poppblöðunum. Núverandi liðsskipan Pere Ubu er, auk Davíðs Tómasar: Hljómborðsleikarinn Allen Ra- venstine (áður með Red Creola); Bassaleikarinn Tony Maimone og gítarleikarinn Jim Jones (báð- ir áður með The Pedestrians, ásamt Davíð Thomas, gítarleik- aranum Richard Thompson, blásaranum Lindsay Cooper, sem spilaði með The Feminist Improvising Group í Reykjavík ’78, trommuleikaranum Chris Cutler o.fl.); Trommuleikararnir Chris Cutler (áður með Henry Cow, Mike Oldfield, Residents, Art Bears, Cassiber, News from Babel o.fl.) og R. Scott Krause. Auk Peres Ubu á hljómleikunum í Tunglinú koma fram hljóm- sveitirnar Ham og Svart-hvítur draumur. Þetta verða jafnframt kveðjuhljómleikar Draumsins. Forsala aðgöngumiða er í Gramminu. Að lokum skal þess getið að söngvari Pere Ubu, Davíð Thom- as, hefur tvívegis áður heimsótt ísland og haldið hér þrenna vel heppnaða hljómleika fyrir fullu húsi í öll skiptin. (Jens Guð.) NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.