Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 15
hringi á Flugleiðir í leit að upplýs- ingum, Flugleiðir vísi því á sendi- ráðið sem síðan segi því að ef til vill gæti það fengið þessar upplýs- ingar inni í Jónshúsi; í Islands kulturhus, þetta heitir jú Islands kulturhus á dönsku. Svo kom þetta fólk hingað og hér var engar upplýsingar að fá heldur. Þá gat fólk orðið ansi svekkt og klóraði sér í hausnum og spurði hvernig þetta væri eiginlega með okkur. Þess vegna ákváðum við þrjár að reyna að gera eitthvað í mál- unum. Við fengum styrk frá stjórn hússins sem byrjunarfé til að kaupa nokkrar bækur í land- kynningarskyni og erum að innrétta hérna herbergi sem á eingöngu að vera undir bækur, bæklinga og blöð um ísland. Það er nefnilega ótrúlegur áhugi á landinu hérna og við urðum bara að gera þetta. En þetta er eitthvað sem við höfum unnið fyrir utan okkar hefðbundna vinnutíma, bara vegna þess að við höfum skammast okkar. Það er svo leiðinlegt að standa hér í húsi Jóns Sigurðssonar og segja svo við allt þetta fólk „því miður það er ekki til, þið verðið að fá þetta þegar þið komið til ís- lands”. En Danir eru ekki svona, þeir eru miklu skipulagðari en við og skipuleggja sína ferð ef þeir eru að fara til íslands. Þessari hugmynd var tekið mjög vel af stjórn hússins. í draumaheimum - Þannig að hér er broddur af starfsemi menningarmiðstöðvar og því kannski ekki vitlaust að stíga skrefið til fulls? Tvímælalaust, við höfum oft talað um hvað það væri frábært ef við hefðum betri aðstöðu, stærra húsnæði og betur innréttað og svona og svona. Við höfum látið okkur dreyma og flogið í drauma- heimum út í bæ í stórt húsnæði og verið búin að innrétta það í hug- anum. Það finnst svo mörgum Dönum og íslendingum reyndar líka skrýtið að ég standi hérna án þess að hafa föst laun. Mörgum sem koma hérna í fyrsta skipti dettur ekki annað í hug en ég hafi föst laun hjá ríkinu, því ég stend hérna og er ekki bara að selja það sem ég hef bakað, heldur er að tala við fólk og leiðbeina því og ráðleggja. Ég er með leynilegt símanúmer því fólk gerði ekki greinarmun á heimilinu mínu og Jónshúsi. Það hringdi á öllum tímum og þetta var ekki orðið hægt. Stelpurnar í sendiráðinu segja mér að það gerist í hverri viku að þangað hringi fólk sem hefur leitað að nafninu mínu í símaskránni, finnur það ekki þar og hringir í upplýsingar sem segja því að ég sé með leyninúmer. Síð- an hringir það í sendiráðið og vill fá númerið uppgefið þar. En þau í sendiráðinu gefa auðvitað ekki númerið upp. Ég verð náttúrlega að standa vörð um mitt heimili, þetta var hræðilegt á tímabili en hefur mikið lagast. Fólk getur hringt í Jónshús og ef ég er ekki þar getur það skilið eftir skila- boð. Frá töpurum á toppinn - Nú ertu búin að vera í Jóns- húsi í 5 ár. Hefur ekki margt bæði skemmtilegt og leiðinlegt komið fyrir á þeim tíma? Auðvitað, og maður minnist margs en er hræddur við að láta fara frá sér sögur, það eru svo margir viðkvæmir og brothættir að maður geymir þetta með sjálfri sér. En starf eins og þetta er ákaflega margþætt eins og ég hef reynt að lýsa fyrir þér og oft á tíðum ákaflega þreytandi, það er að segja þetta er oft mikið starf fyrir lág laun. En samt er eitthvað sem gerir það að verkum að ég hætti ekki. Maður kynnist ótrú- lega mörgu fólki í þessu starfi, ótrúlega mörgu og gífurlegri breidd. Hingað kemur allt frá fé- lagslegum töpurum upp í toppinn af íslensku þjóðinni. Stundum hef ég verið svekkt en ég hef kynnst svo mörgu góðu fólki sem mun aldrei hverfa úr huga mínum og það heldur mér gangandi. Það er auðvitað alltaf leiðinlegt þegar fólk er að fara og hér skiptir mjög ört um fólk. Þetta er kannski fólk sem maður hefur kynnst vel og kann vel við en síðan einn góðan veðurdag fer það heim, tími þess er búinn. Þá er allt mjög dapur- legt og þungt yfir öllu. En svo koma bara nýir og það er gaman að kynnast nýju fólki, kynnast viðhorfum fólks til lífsins og tilverunnar og kynnast nýjum hugmyndum. Það er þetta sem heldur mér hérna; fólkið sem mér þykir gaman að kynnast og tala við. Auðvitað hefur maður orðið svekktur á þeim sem hafa reynt að notfæra sér mann, fá lánað og hverfa síðan eða eitthvað slíkt. En ég er búin að búa í Kaup- mannahöfn í 8 ára og á þeim tíma hafa orðið mikil skipti á fólki. Allt fólkið sem var hérna þegar ég kom út er meira og minna farið heim. Maður hugsar sig oft um þegar fólk fer að fara en þrátt fyrir púlið og stritið er eitthvað sem heldur í mann hérna. - Hvað ferðu reglulega heim? Það er ekki hægt að segja að ég fari reglulega ti íslands. Ég fór síðast fyrir þremur árum, var í þrjár vikur í júlí 1985. Að vísu fór ég aðeins heim í janúar 1986 þeg- ar faðir minn varð bráðkvaddur en það telst varla með. A meðan ég er að tala við Bergljótu hringir síminn. Ég heyri í henni innan úr eldhúsinu, hún talar við einhvern á dönsku. Skömmu síðar kentur hún til baka. Þetta var maður sem hringdi í mig vegna þess að hann hafði fundið í fórum sínum þrjár gaml- ar myndir. Hann er að sortera eitthvað, ábyggilega að fara á elliheimili og segist hafa fundið þrjár eldgamlar myndir frá því í kringum 1890 sent hafi verið teknar í Reykjavík af frænda hans sem var apótekari. Hann segist vilja gefa Reykjavíkurborg eða einhverju safni í Reykjavík myndirnar og ég sagði honum að ég myndi kanna málið svo mynd- irnar kæmust í réttar hendur. Þarna geturðu séð að það er allt milli himins og jarðar sem maður er spurður urn hérna. Það er hringt, fólk flettir upp Islands kulturhus, sem villir dálítið á sér heimildir því fólk hringir hingað og heldur að Jónshús sé upplýsinga- og menningarmið- stöð, hér fái það að vita allt og maður á að vita allt. Fólk verður bara hissa ef maður segir „því miður ég veit ekki, þú verður að hringja á morgun, ég skal gera mitt besta“. Prestshjónin hafa líka reynst íslendingum í Kaupmannahöfn vel. Það lendir fyrst og fremst á prestinum Ágústi Sigurðssyni að heimsækja fanga sem eru á stund- um margir í Kaupmannahöfn. Síðan heimsækir hann mikið af sjúklingum. Hann fer langar leiðir, um allar trissur til að heimsækja íslenska sjúklinga og þau hjónin hafa reynst aðstand- endum sjúklinga mjög vel. - Hvað koma margir hingað að jafnaði á samkomur eins og þegar íslenskur tónlistarmaður treður upp eða rithöfundur les úr verk- um sínum? Það er misj afnt, hér er oft hátt í hundrað manns. Þegar mest er fer ekkert sérstaklega vel um fólk en oft mega sáttir þröngt sitja. Þegar þekktir listamenn hafa komið að heiman troðfyllist hús- ið og það hafa nokkrir þurft frá að hverfa og verið heldur súrir og þungir á brún. Við reynum alltaf að hafa í gangi eina málverkasýningu. Annað hvort sýna fslendingar búsettir hér í landi eða Danir og danskir listamenn sem hafa farið til íslands og málað og teiknað. Þetta er ákafíega vinsælt og gefur ungum listamönnum tækifæri til að sýna í fyrsta skipti. Síðan sýna hérna aðrir sem eru orðnir þekkt- ir og frægir. Skammast sín - Ef þú værir í þeirri stöðu að ráða því alveg hvað fer hér fram, hvernig myndir þú vilja hafa starfsemina? Fyrir það fyrsta myndi ég vilja hafa föst laun hjá íslenska ríkinu þannig að ég gæti haft manneskju hérna í vinnu hjá mér sem ég gæti alltaf gripið tií, eins og ég geri núna, manneskju sem leysir mig af þegar ég er að kenna og ein- hverntíma þarf ég að eiga frí. Ég myndi vilja hafa meiri menning- arstarfsemi í Jónshúsi en nú er. Ég hef séð fyrir andlegu fóðri hérna undanfarin ár að lang mestu leyti en félögin, Náms- mannafélagið og íslendingafé- lagið hafa ekki staðið sig nógu vel, fyrir utan eina ntenningar- viku sem Kristín Oddsdóttir Bonde stóð fyrir á síðasta hausti og var ákaflega vel sótt. Sýningin var haldin á vegum íslendingafé- lagsins og ég myndi vilja hafa meira af slíkri starfsemi í Jóns- húsi. Þá myndi ég líka vilja hafa tíma til að tala við fólk og ráð- leggja því, bæði íslendingum og kannski ekki hvað síst Dönum. Maður skammast sín oft upp fyrir haus þegar maður er upptekinn hérna inni og hefur ekki tíma til að tala við fólk eða hópa sem koma hingað og eru að spyrja um eitthvað ákveðið, en fólk kemur hingað af því að það heldur að þetta sé Kulturhus, heldur að þetta sé upplýsinga- og ntenning- armiðstöð. Guðrún Ögmundsdóttir var hérna með félagsráðgjöf fyrir nokkrum árum og vann hérna í húsinu einu sinni eða tvisvar í viku og það reyndist full þörf á því. En þetta var svo illa launað að hún og aðrir sem voru hér með ýmsa þjónustu gáfust upp, þetta var svo mikil sjálfboðavinna. Og þá komum við aftur að því sama að þegar fólk fær næstum ekkert fyrir það sem það er að gera en leggur mikla vinnu í, er náttúr- lega takmarkað hvað er hægt að halda lengi áfram. íslenska fyrir hesta - Þú starfar líka við kennslu. Hverjir eru nemendur þínir? Eg er að kenna Dönum ís- lensku á vegum eins virtasta málaskóla hér í borg ef ekki hér í landi sem heitir „Studie skolen“, og það finnst mörgum ákaflega furðulegt að ég skuli vera að kenna Dönum íslensku og spyrja hvaða Dönum? Ég byrja á því að spyrja nemendurna hvers vegna þeir vilji læra íslensku. Þetta er fólk í háskólanámi eða vinnu og gegnumgangandi er þetta fólk sem hefur einhver tengsl við ís- land eða íslendinga. Kannski fólk sem á íslenska maka eða á einhverja fjarskylda ættingja á ís- landi og síðast en ekki síst fólk sem hefur áhuga á íslenska hest- inum. Þetta er alveg furðulegt. mér finnst þetta alveg makalaus samsetning. Svo hefur komið fólk sem hefur engin tengsl og bara ætlar að læra íslensku en það hefur yfirleitt engan grundvöll fyrir náminu þannig að það gefst upp. íslenskan er það þungt mál að fólk verður að hafa einhvern stuðning þannig að þegar það kemur heim geti það kannski sagt eitthvað sem það hefur lært í tím- um. Núna er ég með tvo bekki, um 40 nemendur og verð með fleiri í febrúar. Ég kenni úti í háskóla, þar sem fullorðinsfræðslan á inni. Þetta er ákaflega spennandi en erfitt, hausinn á rnanni er að springa þegar maður kemur heirn á kvöldin. En það er eitthvað gaman og gefandi við þetta engu að síður. - Þú hefur tekið að þér hérna í Kaupmannahöfn tvö störf sem bæði fela í sér töluverða fórn. Hvað er það sem dregur þig í svona störf? Ég veit það ekki alveg en hef oft velt þessu fyrir mér. Ég hef óbilandi áhuga á manneskjunni og get ekki setið á skrifstofu dag- inn út og inn, ég á sjö systkini og er elst af þeim. Við erum 8 og fædd á 10 árum og ég var oft á tíðum hálfgerður hani í hópnum, stjórnaði og ráðskaðist með yngri systkini mín. Ég held semsagt að ástæðuna megi rekja til fjölskyld- unnar. Ég elst upp í þetta stórri fjölskyldu og er að ráðskast og stjórna, kannski er það bara þörf sem rekur mig áfram. En mér finnst þetta gaman, ég þrífst ekki nema innan um hóp af fólki, er félagsvera og hef áhuga á fólki og því sem það tekur sér fyrir hend- ur. - Líturðu á Islendinga í Kaup- mannahöfn sem eina fjölskyldu? Kannski. Hér í íslendinganý- lendunni í Kaupmannahöfn skiptist fólkið niður í hópa sem fara dálítið eftir svæðum, .til dæmis eftir þeim stúdentagarði sem það býr á, þar sem myndast kannski smá þorp af íslending- um. En það er alveg rétt að ég á mína fjölskyldu í Kaupmanna- höfn þó hún fari ekki eftir blóð- böndum. Fjölskyldan eru þeir vinir sem ég hef eignast hérna og við stöndum saman eins og klett- ur ef eitthvað bjátar á. Svona hafa það flest allir, það eru allir í einhverjum svona hóp. Þeir sem ekki búa á stúdentagörðum koma hingað og kynnast fólki og svo framvegis. - En ert þú ekkert á leiðinni heim? Nei, ég held ekki. Það er ágætt að vera íslendingur í Kaup- mannahöfn. Það spyrja margir ís- lenskir ferðamenn sem koma hingað á sumrin „ertu bara alveg að verða dönsk?“ og ég er alltaf fljót að svara neitandi. Ég verð aldrei Dani, ég er íslendingur bú- settur í Kaupmannahöfn og líkar það vel. Hefur tekist ágætlega að hreiðra um mig og byggja upp mitt heimili og ég hef fallið vel inn í kerfið hérna og geðjast vel að Dönum. En ég er ekki eins og Danir, við erum þegar á allt er litið mjög ólíkir þeim. Skaps- munirnir, vinnusemi og hugsana- hátturinn er yfirleitt allt annar. Þeir eru ákaflega þægilegir og mín skoðun er að það sé gott að eiga við þá. Það er líka erfitt þegar maður er búinn að búa lengi einhvers- staðar einsog ég hér í Kaup- mannahöfn í 8 ár, að fara að rífa sig upp og flytja til íslands. En kannski geri ég það einhverntím- ann. Mér finnst bara ástandið eins og það er í dag ekki vera þess virði að ég fari að rífa barnið mitt og mig upp með rótum. Þó ég lifi engu lúxuslífi hérna held ég að ég hefði það verra á íslandi. Ég á ekkert þak yfir höfuðið á íslandi þannig að ég þyrði varla að flytja. Mér er náttúrlega hlýtt til íslands og íslendinga, þetta er landið mitt og ég á mína fjölskyldu og vini á íslandi. Þrátt fyrir þetta hefur aldrei helst yfir mig alvar- leg heimþrá. Ólíkur verkalýður - Hvernig horfir Island við Is- lendingi í útlöndum? Finnst þér ástandið heima vera verra en þeg- ar j)ú fórst út 1980? Ég verð nú að játa það að ég fylgist ekkert ægilega vel með, það er mjög takmarkað sent ég les íslensku blöðin. En ég er á þannig stað að ég heyri í mörgu fólki sem er að taia urn ástandið heima. Þó fólk hafi unnið mikið þegar ég fór 1980 held ég að það vinni enn meira núna, ég skil þetta ekki alveg. Þetta er eitt- hvað botnlaust þarna heima. Það er brjálæðislegt verð á mat, það er einhver skattur á matvöru en svo eru lúxustæki eins og hljóm- flutningstæki og myndbandstæki á lægra verði en hér í Danmörku. Launin eru herfileg og mér skilst á fólki sem kemur hingað að það hefði haldið að ástandið myndi batna við staðgreiðslukerfi skatta en það segir mér að það hafi versnað, ástandið hafi aldrei ver- ið eins slænit. Mér finnst samt að fólk hafi alltaf sagt þetta. En ég skil ekki að allir skuli vera á hausnum en samt lifi margir svona flott. Lífsstandardinn er miklu hærri á íslandi en hér en það vinna allir svo mikið. Mér skilst að öll verkalýðsbarátta sé lömuð af því að það hefur enginn tíma til að fara á fundi, þetta finnst mér ákaflega sorglegt. Hér er fólk miklu meira meðvitað, það sleppir frekar vinnu til að fara á fund og heldur vörð um sitt. Þetta er varla til á íslandi. Það eru örfáar hræður á vinstri- vængnum sem mæta á fundi og það er náttúrulega ekkert skrýtið að ástandið skuli vera eins og það er. Mér finnst þetta leiðinlegt. Þegar ég yfirgef Bergljótu ætl- ar hún að heimsækja aldraða ís- lenska konu á sjúkrahús sem heitir Guðrún Eiríksdóttir. Guð- rún er áttræð síðan í fyrra og það þekkja hana allir íslendingar sem hafa lagt leið sína í Jónshús. Hún kom til Kaupmannahafnar fyrir 40 árum og ætlaði þá að heimsækja frænku sína og stoppa í eitt ár. Hún hefur ekki farið heim síðan og alla tíð unnið mikið sjálfboðastarf í Jónshúsi. Bergl- jót segir hana hafa reynst sér stoð og stytta í hennar starfi og að sonur hennar ásamt fleirum kalli hana ömmu. Guðrún varð fyrir því óláni fyrr í þessum mánuði að detta á leiðinni í Jó.nshús og lærbrotna. Bergljót segir að mörgum finnist vanta mikið í Jónshús þegar Guð- rún er ekki þar til staðar. Hún var kosin heiðursfélagi íslendingafé- lagsins í fyrra en hafði áður verið heiðursfélagi Námsmannafélags- ins í mörg ár. Nú var kominn tími til að gjalda líkum líkt og Bergljót þurfti að slíta samtalinu. Guðrún kom til Kaupmanna- hafnar fyrir fjörutíu árum og ætl- aði að vera í eitt ár, Bergljót kom fyrir átta árum og ætlaði líka að vera í eitt ár. Ætli hún verði í fjörutíu ár eins og Guðrún? Heimir Már Pétursson NÝTT HELGARBLAÐ - . ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.