Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 27
KYNLIF W JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Kynfræðingur - Eitthvað ofan á brauð? Er kynlífið hluti af mannlegri tilveru? Ætti að veita fólki á- reiðanlegar upplýsingar um kynl- íf? Væri æskilegt að fjalla um kynferðismál á hreinskilinn hátt? Er mikilvægt að við mannfólkið lærum að elska og sýna hvert öðru skilning þannig að hvert okkar hafi möguleika á að þrosk- ast og dafna sem heilsteyptir per- sónuleikar? Ef þú hefur svarað einhverjum af áðurnefndum spurningum játandi getur þú skilið hvers vegna skólar bjóða uppá tveggja ára framhaldsnám í „sexuality education“ eða kyn- fræðslu. í pistlinum í dag ætla ég að fjalla um það skemmtilegasta starf sem ég þekki í dag - að fræðast og fræða aðra um kynlíf. Ég hef fengið ýmiskonar við- brögð frá fólki þegar ég segi við hvað ég starfa. Brúnin lyftist á sumum í undrun, aðra rekur í rogastans en flestir eru forvitnin uppmáluð. „Já, það er sko örugg- lega þörf á þessu - en, en hvað gerir þú eiginlega?“ Ég get vel skilið að almenningur geri sér ekki í hugarlund við hvað kyn- fræðingar starfa. Það pukrast hvort eð er allir svo mikið með þessi mál að kynfræðingur hlýtur að vera óþarfi. Þegar ég lít til baka man ég að mér þótti hjúkrunarfræðinámið í háskólanum afar fjölbreytt, hagnýtt og áhugavert. En eftir því sem líða fór á námið fannst mér áberandi hversu lítið var fjallað um kynlífsheilbrigði og var sú staðreynd í ósamræmi við þá stefnu stjórnvalda á íslandi að ætla heilbrigðisstéttum það hlut- verk að sjá um „ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barns- eignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir" (Lagasafn íslensk lög; bindi I og II. Okt. 1984. Reykjavík. Dómsmála- ráðuneytið). Þrátt fyrir þennan góða ásetning er nemum innan heilbrigðisstéttanna ekki skylt að taka sérstaka kúrsa í kynfræðum. Sumstaðar er þó að rofa til því í Námsbraut í Hjúkrunarfræðum við Háskóla íslands er gert ráð SKAK HELGI ÓLAFSSON Hrikalegar aðstæður íSotschi Sovéski stórmeistarinn Sergei Dol- matov sigraði örugglega á minning- armóti um föður sovéska skák- skólans Tschigotin sem lauk í bæn- um Sotschi við Svartahaf í síðustu viku. Dolmatov hlaut 9 vinninga úr 13 skákum og kom sigur hans nokkuð á óvart því hann hefur átt erfitt uppd- ráttar að undanförnu en fann sig vel I Sotschi og var sigur hans verðskuld- aður. í 2. sæti varð landi hans og tvöfaldur Sovétmeistari frá fyrri árum, Lev Pshakis sem hlaut 8 vinninga. Dohojan frá Armeníu varð í 3. sæti með 71/2 vinning en undirritaður varð í 4.-7. sæti ásamt Jóni L. Árnasyni og Sovétmönnunum Holmov og Bare- ew. í 8. sæti varð Sovétmaðurinn Smagin með 61/2 vinning, Lev Polug- ajevskí og Englendingurinn Watson urðu í 9.-10 sæti með 6 vinninga. Júg- óslavinn Damljanovic og Sovétmað- urinn Vajser urðu í 11.-12. sæti með 51/2 vinning. Júgóslavinn Drasko varð í 13. sæti með 5 vinninga og lestina rak Amador Rodriquez frá Kúbu með 4 vinninga. Meðalstig voru um 2540 og var mótið því í 12. styrkleikaflokki FIDE. Það er sennilega sterkasta skákmót sem Sovétmenn halda reglulega. Þetta var mitt annað mót á þessu ári í Sovétríkjunum en Jón L. tefldi í fjórða sinn í landi skáklistarinnar. Það hefur löngum þótt loða við mótshald í Sovét að aðstæður séu útlendingum erfiðar en eftir reynslu mína frá minningar- móti Petrosjan í Armeníu í vor kveið ég aðstæðum ekki svo mjög. Þótt Armenar standi í ströngu vegna deilna við nágranna sína í Azerba- djsan héldu þeir mótið með miklum myndarbrag svo sem raunar vænta mátti af þessari stórmerku þjóð. Það kvað við annan tón í Sotschi. Er skemmst frá því að segja að aðstæð- ur voru einhverjar þær lélegustu sem ég man eftir og Sovétmönnum til skammar. Ég læt hjá líða að telja upp allt það sem miður fór en læt mér nægja að minnast á að sá óþverri sem borinn var á borð fyrir keppendur dag hvern og kallaður var matur var ekki aðeins óætur heldur beinllnis hættulegur. Undirritaður fékk matar- eitrun undir lok mótsins og var undir eftirliti lækna um skeið. T aflmennska Jóns, fór heldur ekki- varhluta af fæðinu á Leníngradhótel- inu I Sotschi - markaðist mjög af að- stæðum. Ég vann aðeins eina skák, gerði 12 jafntefli en tapaði engri sem var afrek út af fyrir sig. Jón vann tvær skákir en tapaði einni og gerði 10 jafntefli. Undir venjulegum kringum- stæðum hefðum við átt góða mögu- leika á að blanda okkur í baráttuna um efsta sætið, en bæði var það að sovésku þátttakendurnir eru vanir þessum aðstæðum og voru auk þess á einhverjum sérsamningi hjá skipu- leggjendum mótsins, gátu t.a.m. val- ið af matseðli en erlendu gestirnir máttu láta sig hafa það sem á borð var borið hverju sinni. Af einhverjum ástæðum var reynt að hefta sam- gang heimamanna við erlendu kepp- endurna sem mest. Á tímum perest- rojku átti ég satt að segja von á öðru. Eftir reynslu okkar Jóns af mótinu þykir mér koma sterklega til greina að Skáksamband íslands endurskoði samskipti sín við Sovétmenn. Um gang mótsins er það að segja að Jóni tókst strax að komast í topp- sæti með sigrum yfir Sovétmannin- um Vajser og Júgóslavanum Drasko. Ég misnotaði góð tækifæri og mátti sætta mig við jafntefli úr unnum stöð- um gegn Smagin og Dohojan. Eftir því sem leið á mótið og aðstæður gerðu okkur erfiðara fyrir hvarf leikgleðin út I buskann og var það eitt helsta takmark okkar að Ijúka mótinu með sómasamlegum hætti og kom- ast burt. Keppendur áttu upphaflega að vera 16 en tveir féllu út en engu að síður var ekki hægt að stytta mótið um tvo daga vegna einhvers bjálfa- háttar sem loddi við mótshaldið eins og mý á mykjuskán. Dvölin okkar varð því næstum fjórar vikur en skák- irnar aðeins þrettán. Úr þessu ferða- lagi tókst mér að tefla eina góða skák en þegar hún var tefld hafði ég sam- kvæmt læknisráði varla neytt matar I þrjá sólarhringa: fyrir nokkrum fyrirlestrum um kynlíf og heilbrigði. Undanfarin ár hafa einnig rannsóknir hjúkr- unarfræðinema á fjórða ári beinst æ meir að kynferðismálum sem er afar jákvæð og gagnleg þróun að mínu mati. A Islandi er hvergi starfandi formleg kynlífsráðgjöf á vegum hins opinbera. Starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur er aðallega mæðravernd, ráðgjöf um getnaðarvarnir og meðferð kynsjúkdóma (Heil- brigðisskýrslur 1981-2: Heil- brigðisráðuneytið) en þessi starf- semi er aðeins hluti af þeirri starf- semi sem flokkast undir kynl- ífsráðgjöf. Ég féll í stafi í hjúkrunarfræðinni kviknaði allavega fræðilegur áhugi minn á kynlífi fyrir alvöru og innan tveggja ára var ég komin í fram- haldsnám í kynfræðslu við Phila- delphíuskólann í Bandaríkjun- um. Aðeins einn annar háskóli í Bandaríkjunum, New York há- skóli, býður uppá viðurkennt Sotschi 1988 Anatoly Vajser - Helgi Ólafsson Grúnfelds vörn 1. d4-Rf6 2. c4-g6 3. Rc3-d5 4. cxd5-Rxd5 5. e4-Rxc3 6. bxc3-Bb7 7. Bc4-0-0 8. Re2-c5 9. 0-0-Rc6 10. Be3-Bg4 11. f3-Ra5 12. Bd3-cxd4 13. cxd4-Be6 14. Hc1-Bxa2 15. Da4-Be6 16. d5-Bd7 17. Db4-e6 (Ég hef farið hratt yfir sögu en 17 fyrstu leikina lék ég á örfáum mínýt- um. Þetta er eitt höfuðafbrigði Grún- feldsvarnarinnar og staðan sem upp er komin mikið bitbein sérfræðinga. Hér kemur ýmislegt til greina, 18. d6, 18. Rc3, 18. Hfd1 svo dæmi séu tekin. Garrí Kasparov heimsmeistari hefur mikla reynslu af þessari stöðu. 18. dxe6-Bxe6 (Athyglisverður er möguleikinn 18. .. fxe6). 19. Hfd1-b6 20. Ba6-Df6 (Fyrir peðið hefur hvítur mikla yfir- burði í rými en svartur hefur nokkurt mótspil vegna möguleikans - Db2.) 21. Bd4-Dh4 22. Bxg7-Kxg7 23. Rd4-Df6 24. Dc3 (Það skortir nokkuð á hugmyndir í taflmennsku hvíts og svartur nær að vísa einföldum hótunum hans fremur auðveldlega á bug.) 24. .. Kg8 25. De3-Hfd8 26. Hc3 (Hyggst hindra 26. .. Hxd4 og - Rb3. Engu að síður lumar svartur á - Rb3 hugmyndinni en með dálítið öðrum hætti.) 26. .. Rb3! (Svartur fórnar tveim mönnum fyrir hrók og tvö peð. Það er Ijóst gð hann hefur kappnógar bætur-vegna frels- ingjanna á drottningarvæng.) 27. e5-De7 28. Hxb3-Bxb3 29. Dxb3-Dxe5 30. Re2 (Meira viðnám veitti 30. Rb5 þó framhaldsnám í kynfræðslu. Hægt er að læra kynfræðslu til magistergráðu (Master of Sci- ence in Education) eða doktors- gráðu (Ph. D.). Þegar ég var í námi voru um þrjátíu og fimm nemendur í deildinni og flestir í doktorsnámi í kynfræðslu. Skil- yrði inngöngu í mastersnámið er Bachelorsgráða (B.A. eða B.S.), GRE og TOEFL próf. Skyldu- greinar eru „Atferli í kynlífi“, „Líffræði kynlífs" „Kennsla kyn- ferðismála", Hópefli“ og „Verk- nám“ þar sem þú semur námsefni fyrir ákveðinn hóp og kennir honum síðan. Líkt og í öðru námi sérhæfðu nemendur sig í ákveð- inni sérgrein. Til dæmis sifja- spellum, fullorðnum börnum alk- óhólista og nánum samskiptum. „Women’s reproductive health", kynhneigð, kynlífi unglinga, kyn- lífi aldraðra, eyðnifræðslu, kynl- ífsvandamálum, kynferðislegri áreitni, foreldrafræðslu og kynf- ræðslu í námi hjúkrunarfræðinga (mín sérgrein) svo eitthvað sé nefnt. Ég féll þá fyrst í stafi þegar ég gerði mér grein fyrir öllum möguleikunum í sérhæfingu á þessu sviði. Starf j framtíðarinnar í dag starfa ég við eigið fræðslu- og ráðgjafarfyrirtæki: Kynfræðsluna. Ég hef sérhæft mig í kynlífi eða kynreynslu kvenna og kynfræðslu í námi heil- brigðisstétta. Að auki býð ég upp á fyrirlestra og námskeið fyrir hina ýmsu sérhópa og félaga- samtök um hin ýmsu sérsvið kyn- fræðslunnar, sérfræðilega ráð- gjöf í sambandi við námskrárgerð í kynfræðslu, greinaskrif ofl. Starfsmöguleikar einstaklings með framhaldsmenntun í kynf- ræðslu eru miklir. í Bandaríkjun- um starfa margir kynfræðinga við kennslu og rannsóknir á há- skólastigi, nokkrir starfa sjálf- stætt við fræðslu, ráðgjöf og með- ferðarstörf eða hjá hinu opin- bera. Ég tel hiklaust að þörf sé á fleirum með svipaða menntun og ég hér á íslandi. Það þyrfti að þjálfa kynfræðslukennara og heilbrigðisstéttir, halda áfram að semja og endurvinna námsefni fyrir hin ýmsu skólastig, koma á fót gagna- og bjargráðamiðstöð um kynferðismál, fræða almenn- ing og svo margt, margt fleira sem skortir enn mikið á hér á ís- landi hvað við kemur kynferðis- málum. Ef einhverjir vildu kynna sér möguleika í framhaldsmennt- un í kynfræðslu, kynlífsráðgjöf eða meðferð kynlífsvandamála hef ég undir höndum upplýsingar um alla helstu skóla. Kynnið ykk- ur starf framtíðarinnar! ekki sé sá leikur beinlínis faQur.) 30. .. Hxd1 + 31. Dxd1-b5! 32. Bb7-He8 33. Be4-a5 (Frelsingjarnir eru komnir á fulla ferð og maður skyldi ætla að skammt væri til leiksloka. En í úrvinnslunni verður mér á ónákvæmni og hvítur nær að rétta úr kútnum.) 34. Dd7-a7 35. Rc3 (Vajser var I miklu timahraki en staða hans er töpuð. Af einhverjum undarlegum ástæðum lék ég ekki 35. .. a3 sem vinnur létt t.d. 36. Dd2 b4 o.s.frv.) 35. .. Dc5+? 36. Kf1-He7 37. Db8+-Kg7 38. Rd5! (Skyndilega er hvítur kominn með öflugt mótspil. Við Jón lærðum þá lexíu í Sovét að skák er ekki unnin fyrr en andstæðingur hefur gefist upp. Þaö er einkennandi fyrir sovéska skákmenn hversu úrræðagóðir þeir eru í vörn. Á því fékk ég að kenna gegn Smagin og Dohojan fyrr í mót- inu.) 38. .. Dc1 + 39. Kf2 (Betra var 39. Ke2 þótt svartur eigi alla möguleika á sigri með nákvæmri taflmennsku.) 39. .. Dd2+ 40. Kg3-He6 41. Da8-Db2 42. Kh3 (Ekki 42. Rf4 vegna 42. .. De5). 42. .. a3 (Þetta var biðleikur minn. Vajser hafði orð á því að gefast upp án frek- ari taflmennsku t.d. 43. Rc7 He5 44. Re8+ Hxe8 45. Dxe8 a2 46. Bd5 a1 (D) 47. Dxf7+ Kh6 48. Df4+ g5 og engin þráskák fyrirfinnst. Vegna fyrri reynslu minnar af Sovétmönnum skoðaði ég biðskák allvel og fann hvergi vörn. Það síöasta sem óg leit á var 43. Rf4 He5 44. Bd5 Hxd5 45. Dxd5 a2 46. Re6+ Kf6 og vinnur. Á leiðinni á skákstað rann allt I einu upp fyrir mér Ijós. Hvítur leikur 47. Rd4M og nær jafntefli með þráskák.) 43. Rf4! (Vajser lék að bragði. Hann hafði ekki gefist upp og fundið einu vörina.) 43. .. He5 44. Bd5-Dc1! (Magnaður leikur sem fannst eftir mikla leit. Svar hvíts er þvingað.) 45. g3 (Ekki 45. Rd3 Hh5+ 46. Kg3 Dg5 + 47. Kf2 Dd2+ o.s.frv.) 45. .. Df1 + 46. Kh4-g5+ 47. Kg4-gxf4 48. Bxf7! (i erfiðri stöðu finnur Vajser lang- bestu vörnina. Ekki gekk 48. Db7 vegna 48. .. h5+ 49. Kxf4 Hxd5! 50. Dxd5 Dc4+ og vinnur eða 49. Kh4 Hf5 o.s.frv. Nú strandar 48. .. Kxf7 á 49. Db7+ og hvítur nær þráskák.) 48. .. Dd3! (Óþægilegur leikur. Eftir 49. Dg8+ Kf6 50. Dh8+ Kxf7 51. Dxe5 Dg6+ kemst hvítur ekki hjá drottningarupp- skiptum. Loks nú stendur svartur til vinnings en engu að síður verður að tefla þessa stöðu nákvæmt vegna þess hversu berskjaldaður kóngurinn er.) 49. gxf4-Df5+ 50. Kg3-He7 (En ekki 50. .. He2 51. Dg8+ Kf6 52. Df8! og hvítur á vinningsstöðu.) 51. Bd5-b4 52. Be4-Df6 53. Da5-Hf7 54. f5 (Ekki 54. Dxb4 a2 o.s.frv.) 54... He7 55. Kg4-Kh6! 56. Dxb4-Dg5+ 57. Kh3-Hg7 58. Db6+-Kh5 - og hvítur gafst upp. Eftir 59. Df2 getur svartur leikið 59... a2 eða 59... Dg2+ Frábær endaprettur Jóhanns í Tilburg Jóhann Hjartarson getur vel við unað árangur sinn á stórmótinu í Til- burg. Eftir níu umferðir var hann í neðsta sæti en tók sig verulega á og vann eigi ómerkari skákmenn en Short og Portisch. Hann hafnaði í 3.- 5. sæti ásamt Timman og Nikolic með 7 vinninga. Robert Húbner og Van der Wiei urðu í 6-7. sæti með 51/2 vinning en Portisch rak lestina með 5 vinninga. Það er spá mín að lokaspretturinn hafi fært Jóhanni aukið sjálfstraust fyrir átökin á móti Stöðvar 2 sem hefst á mánudaginn. Anatoly Karpov vann einn sinn glæsilegasta mótasigur fyrr og síðar en hann hlaut 101/2 vinning af 14 mögulegum og varð tveimur vinningum fyrir ofan Nigel Short sem hlaut 81/2 vinning. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.