Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR I ROSA- GARÐINUM Sá hefur nóg sér nægja lætur Paulina Porizkova lýsir draumaprinsinum sínum þannig: „Hann á að vera blanda af herra Spock (úr Star Trek), David Bowie, Jesú Kristi og Chopin. Hann má líta út hvernig sem er. DV í lífsins táradal Altari nútímaheimilisins er sjónvarpstækið. Þar fórnar hver og einn tveimur tímum daglega og styttir biðtímann fram að and- látinu, líkt og andlátið sé hið eina skemmtilega sem hann á von á í lífisínu. Morgunblaðið Látið ekki happ úr hendi sleppa Örfáir skipta á milli stöðva 1 og 2 og reyna að sjá ástfanginn lög- fræðing lauma pillu í glas elsk- unnar sinnar á 1 og líka þegar ung stúlka læðist með hnífgrélu aftan að unnusta sínum á 2. Heppnir ná báðum morðunum. Morgunblaðið Undurveraldar Hótelmenning í Seúl kemur okkur íslendingum einkennilega fyrir sjónir, en eins og vitað er þá þykja vændiskonur sjálfsagður hlutur í Asíulöndum og eru ör- ugglega með þeim snyrtilegustu sem þekkjast. Tíminn Að vera ekki Allaballi Jæjaþáíþetta sinn. Þáeru þeir búnir að svíkja skynsemina, heiðarleikann lýðræðið og Sjálf- stæðisflokkinn minn þeir Steingrímur og Jón Baldvin og semja við kommana. Sækjast sér um líkir. Saman níðingarskríða. En þeir um það. Eigi skal mæðast af meinum meðan Mogginn kem- urút. Ég, Skaði ,fylgdíst dálítið með þessu útskryppi sem þeir kalla fé- lagsfræðastjórn eða þannig með- an það var að fæðast. Því þótt skömm sé frá að segja hefi ég, sem alla tíð hefi barist við alla kommúnista eins og Albert, innhlaup í Allaballann gegnum frænda minn einn, sem þar prflar eitthvað á þvertrjám fjölskyld- unni til ama og armæðu. Ég hafði verið að fylgjast með honum og ég fann á honum að það fór einhver tilvistarfiðringur um hans afvegaleidda kropp hér á dögunum. Hann stóð stundum úti í tungsljósi og sönglaði gaml- an slagara: Ég vildi ég væri hænu- hanagrey. En á morgnana söng hann svo allt annað lag: Ég vildi ég væri ógnarlangur áll örmjórog háll. Amar eitthvað að þér, frændi sæll? spurði ég Nei, sagði hann.Og þó. Viltu kannski fara í stjórn? spurði ég. Það er nú það, sagði hann. Það er nú hvað? spurði ég. Ég erstundum að velta því fyrir mér, sagði hann. Hvort það er betra að stíga til vinstri og vera hengdur eða stíga til hægri og verabrenndur. Það er bara svona, sagði ég. Af hverjuganarþú ekki barasta beint af augum? Hvað er beint í þessari veröld nú orðið, Skaði, spurði hann. Þetta grunaði mig, sagði ég. Svona eruð þið alltaf stofukomm- arnir. Þið þorið hvorki að vera í stjórn né utan stjórnar nema ein- hver áreiðanlegur maður segi ykkur fyrst, hvort það sé meining í mannkynssögunni eftir að Stalín dó. Lýgur þú því, Skaði, sagði All- aballinn. Ég veit alveg hvað ég vil. Það fer ekkert á milli mála. Nú og hvað er það? spurði ég. Ég vil mynda félagshyggju- vinstristjórn sem mun böl bæta frystihúsa, kvenna, refabænda, kennara, aldraðra, útgerðar- manna, barna dreifbýlismanna og húsasmiða. Og ég vil með engu móti sitja í stjórn sem tekur við þrotabúi léttlyndrar borgar- astjórnar sem dró þjóðina inn í jötunheimafrjálshyggjunnarog skildi hana þar eftir ærða af út- varpssíbylju. Égvilfaraístjórn til að sparka í rassinn á ykkur íhaldsmönnum og sýna ykkur í þann heim þar sem þið eruð völd- um og hroka sviptir eins og skítur á priki. Ég vil heldur alls ekki að þið Sjálfstæðismenn sleppið við að stjórna landinu, því að þeim verður að svíða sem undir míga. Ég vil fara í stjórn til að sýna fram á ábyrgðarleysi Kvennalistans. Ég vil alls ekki fara í stjórn til að Kvennalistinn leiki ekki lausum hala í lausum skrúfum þjóðar- mótorsins. Ég vil fara í stj órn... Frændi, greip ég fram í fyrir honum. Og hvað með það? Hvað er það sem þú eiginlega vilt? Þú skilur þetta ekki Skaði, sagði hann, enda veist þú ekkert um díalektíkina. Aðalatriðið er að ég vil svo margt og legg mig allan fram um það. Eg er sleginn þeim sanna eldi áhugans. Áhuga á stjórn og stjórnar- andstöðu? spurði ég. Skaði minn, sagði Allaballinn frændi minn. Má ég minna þig á eitt spakmæli sem hér á vel við. Þegar til lengdar lætur getur hvorki fyllirí né bindindi bjargað einum listamanni..... Betri nýting fjárfesting- ar en í íslenska hótel- bransanum Það vekur athygli að á hótelum hér í Seúl standa laus herbergi j afnan opin og geta þá vændis- konurnar brugðið sér inn í her- bergin ásamt viðskiptavinum sín- um til þess að stunda lárétt við- skipti. Timlnn Þetta allt og himininn líka Þriggja flokka stjórn og einn Stefán. Fyrirsögn í Tímanum Ég vildiég væri hænuhanagrey Maðurinn, það er að segjaver- an sjálf, erform eða mynstur sem alheimsframvindan hefur skrifað í efnið og samanstendur af efni, bylgjuog anda. Arkitektúr og sklpulag Svona er að nenna ekkitilfjallsins Khomeini erkiklerkur írana er nú sagður á höttunum eftir sókn- arpresti Ólafsfirðinga, en hann hvað vera fyrsti spámaðurinn sem vitað er til að hafi tekist að fá til sín fjallið. En eins og vitað er ruddist hluti þess inn í bílskúrinn hjáhonum. DV

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.