Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 23
Atli Heimir fimmtugur Fyrsta tónskáldið sem músík- skríbent Þjóðviljans leit augum á ævi sinni var Atli Heimir. Þá var hann 26 ára en ég man ekki hve tónskáldaskríbentinn var gamall eða ungur öllu heldur. Þetta var í Eskihlíðinni heima hjá Rögn- valdi Sigurjónssyni píanóleikara. Ég hafði lesið mikið hrós um Atla í blöðunum en hann var þá ný- kominn heim frá námi minnir mig. Og ég glápti og glápti á þetta eina tónskáld sem ég hafði séð. Svona líta þá tónskáldin út hugs- aði ég. En tónskáldið glápti ekki neitt á mig og ég veit ekki hvort hann hugsaði nokkuð: Svona lítur þá þessi út. Svo liðu árin frámunalega löng og leiðinleg. Loks komst undirritaður í Menntaskólann í Reykjavík eftir ótrúlega baráttu. Og hver kennir þá ekki músík við skólann annar en Atli Heimir Sveinsson. Mikið fannst mér hann skemmtilegur í þessum eina tíma sem ég sótti til hans því ég sprakk undireins á lærdómslimminu. Þá reyndi til- vonandi krítíker Þjóðviíjans að dusta rykið af músíknámi sínu, sem hann gaf upp á bátinn á sín- um tíma út af ofnæmi. Hann þoldi ekkert á þeim dögum. Allra SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON sístmúsík. Og hverfékk það von- lausa verkefni að kenna gagnrýnandanum nema þessi sami Atli Heimir. En allt' kom fyrir ekki. Það var ekkert hægt að kenna honum. Kennarinn var hins vegar alltaf við hann eins og alveg væri hægt að kenna honum. og aldrei setti meistarinn sig nokkuð á háan hest við læri- sveininn. Eitt sinn bar það til tíð- inda að kennarinn kom í eins konar partí heima hjá læri- sveininum. Og fóru meistarinn og lærisveinninn að rífast og svo fóru þeir að slást. Það endaði með því að hinn litli lærisveinn varpaði sínum stóra meistara á dyr. Næst þegar lærisveinninn kom í tíma tii meistarans var hann talsvert meira kindarlegur en hann átti vanda til og var þó lærisveinninn oft æði kindarlegur á þessum árum. En það var ekki sagt eitt orð aðeins músiserað. Allt var þetta yndislega gaman. En það var annað en gaman þeg- ar lærisveinninn sprakk á músík- limminu. Og hafði hann nú lítið af Atla að segja um sinn. En allt í einu var gamli lærisveinninn staddur í fínni veislu hjá honum á Suðurgötunni milli jóía og nýárs hippaárið mikla ’68. Og þar var píanó. Og á píanóinu var nótna- statíf. Og á nótnastatífinu var partitúr. Hér átti tónskáld heima. Þessa nótt voru allir gáfaðir og glaðir í sósíalismanum og trúðu á framtíð mannkynsins sem nú þykir mesta fjarstæða. Ég ætla a nars ekki að rekja samskipti ol' ir Atla Heimis í smátriðum. ég verð að minn- astáeittatvii að varívetur. Ég Atli Heimir Sveinsson, tónskáld. kom heim til hans og það var kalt úti. Ég var settur niður í fínan stól í vinnustofunni, hver er mjög tónskáldaleg, og troðið ofan í mig dýrustu krásum og ég veit ekki hverju. Svo var spjallað. Og fór ekki Atli Heimir fyrirvaralaust að níða niður Þórberg og allar hans bækur, sér í lagi Ofvitann. Þóttist tónskáldið aldrei hafa vit- að annan eins höfund hvað hann væri ómögulegur. Ég vék þá ta- linu að Gunnari Gunnarssyni. En byrjaði þá ekki kompónistinn að rakka niður Gunnar og öll hans verk og alveg sér á parti Viki- vaka. Það væri nú meira and- skotans torfið og leiðindin. Svona tók Atli þessa höfunda óskaplega nærri sér. Þegar menn hafa sökkt sér niður í stóra snill- inga og séð og skilið alla þeirra leyndardóma, bregður sumum svo undarlega við að þeir fara að úthúða og formæla sínum snill- ingum til þess að vera yfirleitt í húsum hæfir og fara ekki að gráta framan í gesti sína í eldlegu hrifn- ingaræði. Ingibjörg ók mér heim eftir þessa yndislegu lofræðu bónda síns um Þórberg og Gunnar Gunnarsson. Þá sagði hún mér að gott væri að taka inn lýsi við liða- gigt, en liðagigtin hafði einmitt hlaupið í kjálkaliðina á mér, af því að ég blaðra svo mikið. Og ég fór að þamba lýsi. Hvarf mér þá liðagigtin og allt annað. Á ég þessari manneskju því ekkert smáræði að þakka. Nú blaðra ég alveg endalaust. En miðvikudaginn 21. sept- ember var efnt til fagnaðar í Gamla bíói vegna 45 ára afmælis Ingibjargar og 50 ára afmælis Atla Heimis. Þar voru m.a. flutt nokkur verk tónskáldsins og fleira skemmtilegt var haft um hönd. Fór það allt fallega fram og voru afmælisbörnin hyllt og hyllt. Sumum finnst kannski skrýtið að ég skuli bara segja sögur af Atla þegar hann á stórafmæli. En ekki nenni ég að fara að hrósa honum eins og hálfvita. Það á aldrei að hrósa listamönnum. Það á að láta verk þeirra tala. En ég má alveg þakka fyrir mig og óska þeim hjónum langra og óviðjafnanlegra daga. Sigurður Þór Guðjónsson HUGVEKJA E.M.J. Um vita í samræðum mínum við menntafólk af ýmsu tagi þessa umhleypingasömu sumarmánuði sem nú eru nýliðnir er það eitt sem hefur vakið álíka ómblítt bergmál í mínum eyrum og sagt er að fótatak flugunnar hafi gert þegar hún barst einhvern tíma inn um hlust á manni og tók að dansa stepp-dans fram og aftur um hljóðhimnuna. En það er hinn mikli beiskju- og reiðitónn sem hljómar nú stöðugt hjá vinstri sinnuðum mennta- mönnum og reyndar ekki aðeins þeim heldur einnig hjá mörgum öðrum menntamönnum sem hafa annars farvegi sína í öðrum rák- um hins pólitíska litrófs í landinu. Mætti eiginlega segja að þessi tónflétta sé nánast því orðin að leiðslustefi og kynningarlagi manna af því tagi sem einu sinni var vani að kalla menningarvita - eða bara „vita“ - svo og þeirra sem eru á braut umhverfis slíka menn. í stuttu máli virðist svo sem uppspretta þessa tóns sé sú til- finning vitanna, að öll völd í þjóðfélaginu séu í höndum svar- inna andstæðinga þeirra, allar hugntyndir þeirra, tillögur og ábendingar séu hunsaðar hversu vel sem þær séu rökstuddar eða hve sjálfsagðar þær kunni að vera, og reyndar sé yfirleitt ekki á þá hlustað. Það er sem sé eins og þeim finnist að „óvitarnir" beiti þá stöðugri valdníðslu í hvívetna, ekki aðeins þegar um einhvern skýran skoðanaágreining er að ræða eða þá árekstra um hagsmunamál heldur oft á tíðum einfaldlega valdníðslunnar vegna. Þegar vitarnir eru settir í gang og kveikt á þeim segja þeir líka endalausar sögur um slík mál og einnig hitt hvernig vitar sem gengust inn á að leggja nafn sitt við fylkingu „óvitanna“ og styðja hana í vissum málum hafi um- svifalaust fengið glæsta umbun, kannske tilboð um að mála freskómyndir í Hallgrímskirkju út af biblíusögunni um Davíð og Batsebu eða annað í þeim dúr. Er tónninn ekki ólíkur þeim sem heyrðist meðal franskra vinstri sinnaðra menningarmanna fyrir valdatöku Mitterrands, en án þeirrar vonarglætu sem þeir höfðu þrátt fyrir allt og varð síðan að nokkrum veruleika. Nú er ekki ósennilegt að ýmsir lesendur muni hafa fullan skiln- ing á þessari tilfinningu vitanna og eiga kannske hlutdeild í henni sjálfir, enda muni hún vera á sterkum rökum reist. Á því leikur nefnilega lítill vafi að andúð á menntafólki, „menningarpakki" og öðrum þeim sem taldir eru verðskulda einhver gælunefni af því tagi er eitt útbreiddasta og almennasta viðhorfið í landi Þrí- hrossanna. Finnst mönnum ekki aðeins að bókvitið verði ekki í bankana látið heldur líka að gáf- ur og hæfileikar og reyndar and- leg áhugamál af hvaða tagi sem er séu mönnum einungis til trafala og spilli stórlega fyrir þeim í lífs- baráttunni. Kemur þetta viðhorf glögglega frarn í því heiti sem slíkir menn hafa borið frá fornu fari og mun ekki eiga sér hlið- stæðu í neinu nálægu tungumáli a.m.k., en það er orðið „ofviti": í því felst að það sé fyllilega eins háskasamlegt fyrir mann að hafa mikið af gáfurn og að vera gersneyddur þeim, - báðir eru ósjálfbjarga, hvor á sinn hátt, og „ofvitinn“ ekki betur settur en fá- vitinn. Af þessum ástæðum litu Sker- búar löngum á andlega hæfileika eins og hvern annan fæðingar- galla. Mæður urðu skelfingu lostnar ef þær sáu ungviðið hneigjast til bóka og þær sögðu við sjálfar sig í angist hjartans: „Skyldi Lilli ætla að verða of- viti?" Ég hef einhverjar óljósar endurminningar um að hafa heyrt í fyrndinni útvarpsviðtal við einhvern íslenskan uppfinninga- mann, sem hafði fundið upp eitthvað á borð við píanó þar sem vélknúnir fiðlubogar fóru af stað þegar stutt var á nóturnar og framleiddu undarlegt sambland úr píanó- og fiðlutónum í hráefni fyrir tónsnillinga framtíðarinnar, en hann bjó í saggafullri kjallara- holu og hafði varla í sig og á. En það er eins og greypt inn í huga mér, að mikill og útsmoginn pen- ingamaður hlýddi á viðtalið um leið og ég og átti varla orð í eigu sinni til að vorkenna uppfinn- ingamanninum, ekki fyrir það skilningsleysi sem hann hafði átt að mæta heldur íyrir hitt að hann skyldi vera svo hugmyndaríkur: „Þetta hlýtur að vera alveg skelfi- legt fyrir vesalings manninn, - skyldi hann ekki hafa verki með þessu?“ Yfirleitt þótti bisness- mönnum og öðrum athafna- mönnum allur ofvitaháttur vera svo mjög til trafala að þeim fannst það meira kappsmál en flest annað að greindarvísitalan yrði tekin úr sambandi ef hún færi upp fyrir ákveðin mörk. Mörgum þætti nú sennilegt að það sé þessi gamalgróna afstaða Mörlandans til ofvitanna sem ráði því hvernig nýjasta mynd- breyting þeirra vitarnir eru nú leiknir - því að ég er ekki í neinum vafa um að þessi orð eru tengd og hugtakið „ofviti“ með öllum þess neikvæða blæ er ein af rótuni nýyrðisins „viti“: vilji hagnýtir bisnismenn nútímans, sem ráða uppbyggingu atvinnu- veganna og landsins, svo og stuðningsmenn þeirra ekki að vit- arnir séu fyrir með sjónarmið sín og hugdettur og telji það því aff- arasælast að loka þá inni í ein- hverjum skammarkróki, þannig að þeir fái að hafa sem allra minnst áhrif og helst engin. Nú er ekki vafi á að þessi skoðun er að verulegu leyti rétt og á við mar- gvísleg rök að styðjast, því andú- ðin á vitum og ofvitum er eitt af djúpstæðustu þjóðareinkennum Mörlandans. En þegar grannt er skoðað kemur samt í ljós að þessi afstaða hefur eigi að síður þve- röfug áhrif við það sem eðlilegast mætti teljast, - og jafnframt að vitarnir hafa metið stöðu sína í þjóðfélaginu alveg kolvitlaust. Þeir eru nefnilega engan veginn valdalausir, tillögur þeirra, ábendingar og hugmyndir eru ekki á nokkurn hátt hunsaðar og á þá er hlustað meira en flesta aðra. í stuttu máli eru vitarnir ein af valdamestu stéttunum í þjóðfélaginu, - en svo undarlega vill til að þeir gera sér enga grein fyrir því sjálfir. Þessi kenning kann að koma ýmsum á óvart, en það er hægt að færa að henni mörg rök og skýr, og nægir ein nýleg dæmisaga. Nú í sumar gerðist það að flugslys varð við Reykjavíkurflugvöll, og stigu þá fram ýmsir vitar og héldu því fram að staðsetning flugvall- arins væri rnjög óheppileg og mikil slysahætta af honum, væri því rétt að flytja allt flug burt frá þessum stað, áður en verra hlytist af og farþegaflugvél fokkaði beint niður í borgarhverfi, enda væri Vatnsmýrin ákjósanlegt svæði fyrir nýbyggingar og eðli- legt framhald gamla miðbæjar- ins. Ef allar ábendingar og til- lögur vitanna væru hunsaðar, eins og þeim hættir sjálfum til að halda, hefði nú mátt búast við því að þessi orð þeirra féllu niður dauð og ómerk og alveg ber- gmálslaus, eins og rödd hrópand- ans á rokk-tónleikunum, og eng- inn veitti þeini eftirtekt. En það var nú öðru nær: alls staðar risu upp „óvitar" og lýstu því fjálglega í löngu máli hvílík lífsnauðsyn það væri að flugvöllurinn fengi að vera áfram á nákvæmlega þessum stað. Þar sem mun færri flugslys hefðu orðið í Reykjavík en reiðhjólaslys uppi í Breiðholti væri augljóst að engin hætta fylgdi staðsetningu flugvallarins, sögðu „óvitarnir" sannfærandi, og bættu svo við tveimur rök- semdum: í fyrsta lagi þyrfti flug- völlurinn að vera sem næst mið- bænum svo menn gætu komist greiðlega á milli og þyrftu ekki að vera háðir einkabílum til þess, og í öðru lagi væri Vatnsmýrin mikil náttúruparadís og gæti flugvöll- urinn einn verndað hana frá eyðingu. Voru báðar þessar rök- semdir athyglisverðar fyrir þá sök, að vitarnir höfðu sjálfir beitt þeim, að vísu jafnan í öðru sam- hengi. Þriðja röksemdin var ekki síðri. Eins og mönnum er kunnugt komst þá fyrst skriður á byggingu ráðhýsis í Tjörninni, þegar mikill fjöldi vita var búinn að mótmæla þeirri blikkbeljulaðandi loftkastalasmíð í hjarta gömlu borgarinnar, - rétt eins og þann hvata einan hefði vantað til fram- kvæmdanna. Því var ekki að fur- ða þótt rödd heyrðist sem tengdi þetta tvennt saman, ráðhýsið og flugvöllinn: af estetískum ástæð- um varð flugvöllurinn að vera áfram á þessum sama stað, þar sem ráðhúsið verður svo smart og lekkert séð frá flugbrautinni, og má bæta því við (enda felst það beint í þessari hugmynd) að þá verður síðasta sjónhverfing farþ- eganna í fokker-vélinnni sent er að steypast niður í miðbæinn eftir misheppnað flugtak líka alveg sérlega listræn og hugljúf. Er hér líka um að ræða röksemd sem vit- ar gætu beitt, en reyndar í ein- hverju öðru samhengi Af þessum dæmum má glögg- lega sjá ofurvald vitanna: þeir ráða því hvað er á dagskrá hverju sinni, á hvert orð þeirra er vendi- lega hlýtt og það eru röksemdir þeirra sem gilda og tekið er mark á. Það eina sem gerist er að for- merkin breytast og röksemdirnar færast til, og snúast öll mál þá þannig við, að í þjóðlífinu er eins og vitarnir séu e.k. neikvæð filma og því undirstaða alls en gerðir og viðhorf valdhafanna séu ljós- myndin. Ef vitarnir berjast fyrir einhverju t.d. varðveislu gamals og sögufrægs húss, er það hús óhjákvæmilega rifið, - en eitthvert annað hús er kannske varðveitt og haldið upp á það með sjónvarpsvæddri mont- veislu. í staðinn fyrir að vera með ein- hvern barlóm þyrftu vitarnir að gera sér fulla grein fyrir þessu, og haga þá orðuni sínum og gerðum eftir því og í samræmi við það markmið sem þeir vilja má. Ef þeir eru t.d. andvígir byggingu ráðhúsfinngálkns íTjörninni eiga þeir umfram allt ekki að koma með alls kyns rök á móti því, safna undirskriftum eða gera eitthvað annað í þeim dúr, - þeir eiga heldur að fara í kröfugöngu með spjöld sem á væri t.d. letrað „lifi ráðhýsið", „bílastæði í Tjörnina" og fleira af því tagi, og yrkja lofsöngva urn hinn bygging- aglaða borgarstjóra. Slíkt myndi sennilega duga betur en fyrri að- gerðir, - og það yrði a.m.k. gam- an að sjá þá upplitið á „óvitun- NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.