Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 7
Væringar í Vemd Herbergi á heimili fangahjálparinnar á Laugateigi. Fangahjálpin þarf að byrja innan fangelsismúranna en ekki þegar fangarnir snúa aftur út i þjóðfélagið. Myndin er frá Litla-Hrauni. Stjóm Vemdar Á aðalfundi Verndar átti að kjósa 13 manns í stjórn samtak- anna, en stjórnina skipa 40 manns og 5 til vara. Á hverjum aðalfundi er skipt um þriðjung stjórnarmanna. Þegar í ljós kom að hætta var á að listi stjórnar myndi ekki ná kjöri var farið í hart með það hverjir væru at- kvæðisbærir á fundinum. Þótt fangarnir og ýmsir aörir telji Björn Einarsson, félags- málafulltrúa Verndar, hæfastan til að að veita samtökunum for- ystu, þá er talið mjög ólíklegt að Björn sé þess sjálfur fýsandi. Því hefur verið talað um að Guð- mundur Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verndar og fyrrverandi fangelsisstjóri á Litla-Hrauni færi fram gegn Jónu Gróu. Óvíst er hvernig málinu lýkur því þeir sem sátu eftir á fundinum kusu sína menn stjórn, en hvort sú kosning verð- ur tekin gild er ekki ljóst. Núverandi stjórn Verndar skipa eftirtalin: Heiðursformað- ur er Þóra Einarsdóttir. Formað- ur er Jóna Gróa Sigurðardóttir. Framkvæmdastjórn skipa Hrafn Pálsson, varaformaður, Hanna Johannessen, ritari, Ottó Örn Pétursson og Sigurjón Kristjáns- son. Varamenn í framkvæmda- stjórn eru Björn Einarsson, Ragnar Halldórsson, Jón Guð- bergsson, Hróbjartur Lúthersson og Stella Magnúsdóttir. í aðalstjórn sitja Árelíus Níels- son, Árni Johnsen. Áslaug Cass- ata, Axel Kvaran, Birgir Isleifur Gunnarsson, Björg Hafsteins- dóttir, Breynleifur Steingrfms- son, Bragi Sigurðsson, Edda Gísladóttir, Elísabet Hauks- dóttir, Friðrik Sóphusson, Guð- mundur Árni Stefánsson, Guð- mundur J. Guðmundsson, Hall- dór Einarsson, Helgi Krist- bjarnarson, Hermann Gunnars- son, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bjarman, Kristján Guðmunds- son, Már Egilsson, Ólafur Hauksson, Sigríður Heiðberg, Sigríður Ólafsdóttir, Sigríður Valdimarsdóttir, Sigurður Guð- mundsson, Sjöfn Sigurbjörns- dóttir, Sveinn Skúlason, Unnur Jónsdóttir, Þorsteinn Guðlaugs- son og fulltrúi dómsmálaráð- herra. Varamenn í aðalstjórn eru þau Ásgrímur P. Lúðvíksson, Frank Cassata, Sigríður Hannesdóttir, Guðrún Beck og Helga Guð- mundsdóttir. -Sáf Undanfarin misseri hefur mikil óánægja verið að grafa um sig innan félagasamtakanna og fang- ahjálparinnar Verndar, með störf Jónu Gróu Sigurðardóttur, sem framkvæmdastjóra og for- manns stjórnar félagasamtak- anna. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var fimmtudaginn 22. október sauð svo upp úr og yfir- gaf minnihluti fundargesta aðal- fundinn með Jónu Gróu, eftir að hún hafði slitið fundi. Meirihluti fundargesta hélt þó áfram fundi og kaus 12 menn í aðalstjórn og fimm menn í varastjórn. Ágreiningurinn sem upp kom á fundinum snérist um það hvort allir fundarmenn ættu að hafa at- kvæðisrétt eða hvort einungis þeir hefðu atkvæðisrétt, sem hefðu skráð sig í Vernd með minnst viku fyrirvara. Vantraust á fundarstjóra Jón Bjarman, sjúkrahúsprest- ur, var fundarstjóri á fundinum. Hann úrskurðaði að allir fundar- menn hefðu atkvæðisrétt. Hann sagði í samtali við Nýja Helgar- blaðið að úrskurð sinn hefði hann byggt á því að sú hefð hefði ríkt innan samtakanna að allir fundarmenn á aðalfundi hefðu atkvæðisrétt. Jón sagði að strax í upphafi fundar hefði Hrafn Magnússon, varaformaður framkvæmda- stjórnar, beðið um úrskurð um hverjir væru atkvæðisbærir á fundinum og að það hefði farið fram umræða um það. „Á grund- velli þeirrar umræðu tók ég svo ákvörðun." Dagskrá fundar hélt áfram með eðlilegum hætti. Skýrsla stjórnar og reikningar voru rædd- ir og samþykktir en þegar kom að liðnum lagabreytingar kom fram skrifleg fyrirspurn utan úr sal frá Sigurði Guðmundssyni, syni Jónu Gróu og ritstjóra Verndar- blaðsins, um það hvort Jón gerði sér grein fyrir því hvaða vald hann hefði tekið sér. „Ég leit á það sem vantraust á mína fundar- stjórn og vék því úr embætti á meðan fundarstjórn mín yrði rædd. Þá sleit formaður Verndar fundinum. Samkvæmt mínum skilningi á fundarsköpum var ákvörðun mín um atkvæðisrétt- inn fullkomlega eðlileg," sagði Jón. Fyrir sex árum, þegar Jóna Gróa var kjörin formaður Vernd- ar, kom upp mjög svipað mál. Þá fjölmennti fólk á fundinn, sem haldinn var á Hótel Holti, sem ekki hafði áður starfað með Vernd. Á þeim fundi féll í kosn- ingum fólk sem hafði starfað mikið að þessum málum, m.a. Bjarki Elíasson, yfirlögreglu- þjónn, Björk dóttir hans, sem starfar í Hegningarhúsinu og Pét- ur Jónsson, sem hafði mikið starfað að þessum málum. „Þetta sár virðist nú vera að taka sig upp,“ sagði Björn Ein- arsson, félagsmálafulltrúi Vernd- ar, en hann hefur starfað að fang- ahjálp í sjö ár. Björn sagði að það fólk sem hefði orðið undir í kosn- ingunum fyrir sex árum hefði nú fjölmennt á fundinn. Alls mættu 65 manns á fundinn en um 20 yfirgáfu fundinn þegar Jóna Gróa sleit honum. Hinir héldu áfram fundarsetu og tók Guðmundur Jóhannsson, fyrr- verandi fangelsisstjóri á Litla Hrauni og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Verndar að sér fundarstjórn. Á fundinum fór fram kosning 12 stjórnarmanna einsog boðað hafði verið á dag- skrá fundarins. Einnig var boðað til aðalstjórnarfundar 10. októ- ber nk. Jóna Gróa sagði að á fundinum hefðu verið ansi margir sem ekki væru á félagaskrá Verndar og því hefði hún ákveðið að slíta fundi til þess að fá úr því skorið laga- lega hverjir hefðu atkvæðisrétt á fundinum. Á fundi framkvæmd-t astjórnar, sem haldinn var nú á miðvikudag var ákveðið að fela Jónu Gróu og tveimur öðrum konum úr framkvæmdastjórn, þeim Hönnu Johannessen og Stellu Magnúsdóttur, að kanna lagalega hlið málsins. Einnig var ákveðið að halda annan fund framkvæmdarstjórnar fljótlega eftir að búið er að kanna lög- fræðiiegu hliðina. f samtali við Nýja Helgarblað- ið sagði Jóna Gróa að meðal þeirra sem ekki væru á félaga- skrá, en hefðu mætt á fundinn, væru t.d. margir af skjólstæðing- um Verndar. „Við getum ekki látið fólk af götunni kjósa stjórn samtakanna. Mér finnst of langt gengið þegar farið er inn á heimili Verndar að Laugateig til þess að hafa áhrif á fólk.“ Þegar gengið var á Jónu Gróu og hún beðin að upplýsa hvaða fólk hefði farið inn á heimilið vildi hún ekki segja það að svo stöddu, hinsvegar muni hún birta lista yfir þetta fólk ef það komi fram yfirlýsingar frá því. „Þá munu alvarlegir hlutir koma upp á yfirborðið.“ Ekki smalað Sigurjón Jósepsson, húsvörður á Laugateignum, sagði að sér kæmi það á óvart að Jóna Gróa væri með athugasemdir um það að heimilismenn á Laugateignum hefðu fjölmennt á fundinn, því hún hefði fyrir fundinn mælst til þess að hann hvetti heimilismenn til þess að mæta. „Það átti sér ekki stað nein skipuleg smölun á fundinn. Ég tók eins marga af heimilis- mönnum með mér einsog ég gat, enda er verið að fj alla um málefni þessara stráka á fundum Vernd- ar,“ sagði Sigurjón. -Sáf NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.