Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 10
FOSTUDAGSFRETTIR Sjómannasambandsþing I skugga kjaraskerðingar Oskar Vigfússon: Fiskverð aðeins hækkað um 6% ál7mánuðum. Samningsréttarbanni ogfrystingufiskverðs harðlega mótmœlt. Forseti ASÍ: Samningsrétturinn verslunarvara allraflokka nema Kvennalista að stjórnaraðild Igær hófst 16. þing Sjómanna- sambands íslands og er það fyrsta stéttarþingið sem kemur saman eftir að ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar tók við völdum í fyrradag. Það setur sinn svip á þingið að nýbúið er að setja bráðabirgðalög sem banna sjó- mönnum að semja um kaup sín og kjör og fiskverð mun ekki hækka fyrr en í fyrsta lagi 15. febrúar á næsta ári og þá aðeins um 1,5%. f setningarræðu Óskars Vig- fússonar forseta Sjómannasam- bandsins mótmælti hann harð- lega þeim skerðingarákvæðum á kjör sjómanna sem er að finna í bráðabirgðalögunum og sagði að á 17 mánaða tímabili hefði fisk- verð og þar með laun sjómanna aðeins hækkað um 6% á meðan viðmiðunarstéttir sjómanna hefðu sitt svo á þurru frá fyrri samningum í vor og bilið á milli þeirra og sjómanna væri alltaf að breikka frá því sem áður var vegna stjórnvaldsaðgerða sem bitnuðu fyrst og fremst á sjó- mönnum sem drægjust sífellt afturúr í kjörum í samanburði við aðra. Þá gagnrýndi hann harð- lega þá breytingu sem gerð hefur verið á starfsemi Verðjöfnunar- sjóðs fiskiðnaðarins og taldi bet- ur að leggja hann niður í stað þess að „misþyrma" honum á þennan hátt eins og hann komst að orði. Meðal þeirra sem ávörpuðu þingfulltrúa voru þeir Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusam- bands fslands og Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra. Ásmundur gagnrýndi harðlega nýsett bráðabirgðalög og þá sér- staklega að bann við frjálsum samningum væri framlengt og laun fryst. Hann sagði að launin væru ekki stóri vandinn í efna- hagslífinu og að samningsréttur- inn væri úti í mýri. „Allir stjórnmálaflokkar nema KJÖTMIÐSTÖOIN mmr Laugalæk 2, sími 686511, 656400 HAKK Á ÚTSÖLU Nautahakk á 399 kr. kg ef keypt eru 5 kíló eöa meira Kindahakk á 199 kr. kg ef keypt eru 5 kíló eöa meira TIL HAGSÝNNA Naut í heilu og hálfu 395,- kr. kg - frágengið Svín í hálfu og heilu 383,- kr. kg - frágengið KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2, simi 686511. 656400 Kvennalistinn hafa sameinast um að gera samningsréttinn að versl- unarvöru að stjórnaraðild," sagði Ásmundur. Hann ítrekaði þá skoðun sína að hann hefði staðið gegn þessu innan síns flokks en ekki haft erindi sem erfiði. Sjávarútvegsráðherra gerði skyldu sína og varði stefnu ríkis- stjórnarinnar og sagði það vera hagsmunamál sjómanna að rekstur fiskvinnslunnar yrði rétt- ur við með aðstoð Verðjöfnunar- sjóðsins. Um Verðlagsráð sjávar- útvegsins sagði ráðherra að hann væri dómstóll um fiskverð og ef sjómenn færu úr honum kæmust sjónarmið þeirra ekki á framfæri við verðlagningu fiskverðs. -grh Fall er fararheill; ólympíulandsliðið í skák steinlá er það atti kappi viö harðsnúið Pressulið í Kringlunni í gærdag. Mynd: Jim Smart. Kringluskák Ólympíuliðinu níllað upp Pressuliðið vann stórt á göngugötunni ígœr. Fyrirtœkin í Kringlunni láta hálfa miljón afhendi rakna til styrktar ólympíuliðinu ískák r Islenska óiympíulandsliðið i skák saknaði síns fyrstaborðs- manns, Jóhanns Hjartarsonar, er það atti kappi við pressuliðið í íþróttinni og tapaði stórt: 1,5 vinningur gegn 3,5. Viðureignin fór fram á göngugötunni í Kringl- unni um miðjan dag í gær og var liður í vikulangri skákhátíð sem nú stendur yfir í verslunarsam- steypunni til styrktar ólympíu- sveitinni sem brátt heldur til sinn- ar kcppni í Grikklandi. Sigurdór Sigurdórsson, blaða- maður á DV, valdi pressuliðið harðsnúna, þá Friðrik Ólafsson, Guðmund Sigurjónsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Björgvin Jóns- son, Sævar Bjarnason og Jón G. Viðarsson, en að vísu gekk sá síð- astnefndi úr skaftinu vegna for- falla Jóhanns. Eftir fréttamann- afund í Myllunni var ólympíulið- ið tekið í bakaríið; Friðrik tapaði að vísu fyrir Jóni L. og Hannes Hlífar gerði jafntefli við Helga, en öðrum í Pressuliðinu tókst verðandi Grikklandsförum ekki að marka á. Ólympíuliðið skipa, auk Jó- hanns, þeir Jón L. Árnason, Margeir Pétursson, Helgi Ólafs- son, Karl Þorsteins og Þröstur Þórhallsson. Samstillt lið og leikreynt eins og sagt er í öðrum íþróttagreinum, og á glæsilegan árangur að verja frá síðustu ól- ympíukeppni er það hafnaði í 5. sæti. Þráinn Guðmundsson, for- seti Skáksambandsins kveður raunhæft markmið að verða með- al 10 efstu þjóða á ólympíumót- inu, en það verður haldið í Þess- alóníku í Grikklandi, og hefst 13. nóvember. Áður en vináttukeppnin við Pressuliðið hófst - umhugsunar- tíminn var klukkutími á mann og fæstir höfðu fyrir því að skrifa niður leikina - afhenti Einar Halldórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, forseta skáksam- bandsins, Þráni Guðmundssyni, 500 þúsund krónur frá 76 fyrir- tækjum í Kringlunni, til styrktar ólympíuförunum, en upphæðin mun nægja til að standa undir mestum hluta ferðakostnaðarins. HS Bækur Andmæli gegn hásii unvæðu Nýtt rit eftir dr. Wolfgang Edelstein Það væri ofmælt að kalla þetta barátturit þótt í bókinm séu höfð uppi andmæli gegn hinni hásu umræðu sem risið hefur hér á landi um skólamál og einkennist af ótrúlegum einföldunum og gíf- uryrðum um að nýmæli í skóla- starfi séu einskonar vinstrimann- asamsæri gegn þjóðerni og menn- ingu. Á þessa leið mælti dr. Wolfang Edelstein á blaðamannafundi sem haldinn var í gær til kynning- ar á riti hans „Skóli, nám, samfé- lag“ . í fyrstu hlutum bókarinnar kveðst höfundur reyna að grafast fyrir um orsakir þess vanda, sem steðjar að íslenskri menntun og menningu við breyttar aðstæður og gera grein fyrir þeim breyting- um sem hafa orðið og þurfa að verða á íslensku skólakerfi til að það geti gegnt sínu hlutverki í nútímanum. í þriðja hlutanum er fjallað um þá tilraun sem unnið var að á árunum 1974-84 hér á landi og beindist að endurskoðun og endurskipulagningu nokkurra hefðbundinna námsgreina grunnskólans. Hér er um að ræða þá samþættingu í „samfélags- fræði“ sem dró til sín saman- lagðan fjandskap íhaldssamra afla gegn nýmælum í skólastarfi - þeirra sömu afla sem árið 1984 stöðvuðu þá tilraun sem af stað var farin. Ég vona, sagði Wolfgang Edel- stein, að bókin hjálpi til við að meta þá tilraun og átta sig á því hvað um var deilt, hvað í húfi var. Bókin „Skóli, nám samfélag" kemur út í ritröð Kennarahá- skóla íslands og forlagsins Iðunn- ar, sem hafa um tíu ára skeið átt samvinnu um útgáfu stærri og smærri rita sem ætluð eru einkum kennaranemum og starfandi kennurum - eru þær bækur og smárit nú nær tveim tugum. Heimir Pálsson frá Iðunni sagði á biaðamannafundinum, að sú bók sem nú kemur út væri m.a. virðingar- og þakklætisvottur til höfundar fyrir hans tímabæra reiðilestra yfir „okkur kennur- um“, fyrir að benda mönnum á leiðir og kenna þeim betur að hugsa og tala um skólamál. Wolfgang Edelstein er fæddur í Þýskalandi 1929 en fluttist til ís- lands með foreldrum sínum 1938: er bókin kom út í gær voru rétt fimmtíu ár liðin frá þeim degi. Dr. Wolfgang hefur starfað frá 1963 við Max Planck rannsókna- stofnunina í þroskavísindum og skólaannsóknum í Vestur- Berlín. Hann hefur margt skrifað um fræði sín og rannsóknir og margt unnið að mótun skóla- stefnu og rannsóknum á þroska- ferli íslenskra unglinga frá því hann varð ráðgjafi menntamála- ráðuneytisins 1966. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.