Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 9
Sovétríkin Fundað í helstu valdastofnunum Sovétríkjanna í dag og á morgun. Fréttaskýrendur œtla að Gorbatsjov hyggistláta til skarar skríða gegnfjendum sínum Hvað er Idag hefst fundur miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins og á morgun kemur Æðsta ráð Sovétríkjanna saman, löggjafar- samkunda landsins. I miðstjórn- inni sitja 300 valdamestu menn Sovétríkjanna. Eitthvað mikil- vægt er á seyði því fundir beggja stofnananna voru boðaðir í skyndingu. Tveir af valdamestu mönnunum í Krcml, Eduard She- vardnadze utanríkisráðherra og Sergej Akhromejev herráðsfor- maður, bundu óvæntan endi á heimsóknir sínar erlendis og héldu heim í snarhasti. Mikil leynd hvílir yfir dagskrá miðstjórnarfundarins og þótt reyndir fréttamenn, austan hafs og vestan, hafi lagt sig í líma hef- ur þeim ekkert orðið ágengt við að afla upplýsinga um fundarefn- ið. Því hafa menn orðið að „spá í spilin" og var það óspart gert £ gær. Þorri sovétsérfróðra frétta- skýrenda telur útilokað að alvar- leg forystukreppa ríki í flokknum og ógni Míkhafl Gorbatsjov aðal- ritara. Hitt sé án efa sönnu nær að hann hafi séð sér leik á borði og hyggist ganga á milli bols og höfuðs á fjendum sínum. „Það er mjög sennilegt að Gor- batsjov ætli að hraða framkvæmd nýsköpunaráætlunarinnar- ,“ sagði einn af stuðnings- mönnum leiðtogans sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Dags- skipunin er: Engar frekari tafir.“ I fyrrakvöld hélt Gorbatsjov ræðu í kvöldverðarboði til heiðurs gesti sínum, Erich Hon- ecker, leiðtoga Austur-Þýska- lands. Þar komst hann svo að orði að mjög brýnt væri orðið að breyta uppbyggingu sovésk sam- félags í veigamiklum atriðum. „Sérhver vandi sem við glím- um við frá degi til dags brýnir fyrir okkur nauðsyn róttækra Ólympíuleikar Rússar vinsæHi en Kanar Suður-Kóreumenn þjást af „kanaþreytu' Um þriggja áratuga skeið elsk- uðu og tignuðu Suður-Kóreu- menn bandaríska „frelsara“ sína eða allar götur frá því þriggja ára bræðravígum lauk í Kóreu árið 1953 og fram undir miðbik ní- unda áratugarins. Að minsta kosti var látið að því liggja af op- inberri hálfu. Sovétmenn höfðu hinsvegar stutt fjendurna í norðri með ráðum og dáð í Kóreust- ríðinu og voru því „óvinurinn mikli“. Nú er annar uppi. Orsökin er tví- ef ekki þríþættt. T.a.m. meint ósæmileg afskipti banda- rískra ráðamanna af stjórn efna- hagsmála í Suður-Kóreu. Vegna mikils halla á viðskiptum Banda- ríkjamanna við ýms ríki í Suðaustur-Asíu, einkum Japan og Suður-Kóreu, hafa þeir hvatt þau til þess að opna markaði sína fyrir bandarískum varningi og af- nema hverskyns tolla. En orðið lítið ágengt. Ennfremur þykir hegðun sumra bandarískra keppenda á Ólympíuleikunum orka tvímælis og málflutningur bandarískra fréttamanna, sem fylgja íþrótta- mönnunum hvert fótmál, afar ó- sanngjarn. Dagblöð í Seúl hafa fjargviðrast mikið vegna þess sem þau nefna fordóma og hlut- drægni bandarísks fjölmiðla- fólks. Ennfremur hafa þau gert sér tíðrætt um drykkjuskap tveggja bandarískra sundkappa, gullverðlaunahafa, en þeim er m.a. legið á hálsi fyrir að hafa tekið styttu ófrjálsri hendi í ein- hverjum næturklúbbi. Afleiðing þessa eru skyndi- legar og öldungis óvæntar vin- sældir sovéskra íþróttamanna. Þegar Sovétmenn kepptu við Bandaríkjamenn í körfubolta fjölmenntu heimamenn á áhorf- endapallana og hvöttu þá fyrr- nefndu til dáða. Enda báru þeir sigur úr býtum. Börn flykkjast hvarvetna um sovéska fþrótta- menn og biðja um einkennis- barmmerki þeirra til minja. Vera má að þriðja orsök þess- arra sinnaskipta sé almenn „kan- aþreyta" í hinni ameríkaníseruðu Suður-Kóreu. Sú er að minnsta kosti skýring ónefnds Banda- ríkjamanns sem búsettur hefur verið í Seúl um langt árabil. „Rússarnir eru framandi, þeir eru hér í fyrsta skipti og vekja því vitaskuld eftirtekt og forvitni manna. Nú kemur það okkur í koll að hafa verið í brennidepli athyglinnar í áratugi." Reuter/-ks. breytinga. Breytinga er þörf í flokknum, í ríkinu, í landbúnað- inum, í iðnaði, í starfsmanna- haldi en þó umfram allt í hugum fólksins, í afstöðu þess til vinnu sinnar, hvers annars og sjálfs sín.“ Fyrstu fréttir urn miðstjórnar- fundinn bárust út urn heimsbyggðina frá New York þegar ljóst var að Shevardnadze hygðist halda heimleiðis þrem dögum fyrr en ráðgert hafði ver- ið. Tilkynningin um fund Æðsta ráðsins bar undirskrift Andrejs Gromykos forseta. Það eru engin fordæmi fyrir því að löggjafar- samkunda Sovétríkjanna sé kvödd saman með svo ör- skömmum fyrirvara. Engum blandast hugur um að tilefni fundarhalda beggja valdastofn- ana sé eitt og hið sama. Fyrir réttri viku átti Gorbat- sjov fund með ritstjórum sov- éskra dagblaða og tímarita. Þá komst hann svo að orði að hann óskaði þess að brátt yrði hafist handa um framkvæmd þeirra ýmsu umbóta sem júlíþing kommúnistaflokksins veitti hon- um umboð til að gera. í fyrradag kvað Gennadí Gera- símov, fréttafulltrúi Shevardna- dzes, víst að öll skipan flokks- mála yrði ,;endurskoðuð“ innan skamms. Ymsir fréttaskýrenda gera því skóna að þetta merki ekkert annað en það að reka eigi miljónir skriffinna flokksmaskín- unnar frá störfum og íhaldssama andstæðinga Gorbatsjovs úr valdastöðum. Þeir benda á að sá maður sem mest hefur völdin af þeim sem eru á öndverðum meiði við aðalritarann, Jegor Lígat- sjov, sé fjarri góði gamni. Hann hafi verið í sumarleyfi undanfarn- ar þrjár vikur, einhversstaðar úti á landi. Reuter/-ks. Perestrojka Eistlands: Sjálfstjóm í efnahagsmálum En sumir krefjast fulls sjálfstœðis Hvergi í Sovétríkjunum hefur viðleitni Gorbatsjovs til nýskip- anar í efnahagsmálum og aukins frjálsræðis í stjórnmálum líklega verið betur tekið en í Eistlandi, fámennasta lýðveldi Sovétríkj- anna með aðeins 1.6 milj. íbúa. Eistir eru flestir Lútherstrúar, tunga þeirra er náskyld finnsku og í menningarefnum eru þeir nákomnir Norðurlöndum og Norður-Þýskalandi. Á fréttum frá Eistlandi er svo að heyra, að bæði glasnost og perestrojka séu lengra á veg komin þar en í nokkru öðru so- vétlýðveldi. Þegar í ntaí s.l. fékk Eistland víðtæka sjálfstjórn í efnahagsmálum. Og stofnun nýrra stjórnmálasamtaka, óháðra kommúnistaflokknum, hafa gerbreytt andrúmsloftinu í stjórnmálum landsins síðustu mánuðina. Af þessum samtökum kveður mest að græningjahreyf- ingu, sem sjálfsagt sækir sínar fyrirmyndir til þesskonar hreyf- inga á Vesturlöndum, og Alþýðufylkingunni, sem í sam- ræmi við nafn sitt virðist njóta fjöldafylgis meðal Eista. Hún mun hafa staðið að fjöldafundi miklum, líklega þeim mesta í sögu landsins, í höfuðborginni Tallinn fyrir nokkrum vikum. Talið er að ekki færri en þriðj- ungur allra eistneskra íbúa lands- ins hafi komið þar saman og er það ljós vottur um hugarfarið hjá þeirri þjóð. Á fundi þessum kom fram, að ekki eru allir Eistir reiðubúnir til að gera sig ánægða með þá eftirgjöf, sem þegar hefur fengist frá Moskvu, því að sumir ræðumanna á fundinum kröfðust fulls sjálfstæðis fyrir Eistland. Þeir mótmæltu einnig miklum innflutningi fólks frá öðrum so- vétlýðveldum, sem átt hefur sér stað frá því að landið var innlim- að í Sovétríkin og hefur leitt til þess að Eistir eru nú aðeins um 65% íbúa síns eigin lands. Indrek Toome, einn af forustu- mönnum eistneska kommúnist- aflokksins, fór í Prövduviðtali í gær hrósyrðum um Alþýðufylk- inguna og græningja, en varaði við „öfgamönnum" sem kynnu að reyna að notfæra sér ástandið til ala á tortryggni milli þjóðerna. dþ. seyði? NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.