Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 4
Mikil áhætla fyrir flokkinn Svavar Gestsson: Nýja ríkisstjórnin afnam ekki samningsréttinn. Erum að skapa flokknum aðstöðu - ekki að koma á sósíalisma. Flokkurinn hlýtur að hafa áhyggjur - reynt á þanþolið til hins ítrasta. Vona aðferskir vindar blási um menntamálaráðuneytið. Mun hafa afskipti af skólamálaráði Svavar Gestsson, nýbakaður menntamálaráðherra og forystu- maður Alþýðubandalagsins er tekinn á beinið fyrir ríkisstjórnar- þátttöku flokksins. Af hverju varð Guðrún Helga- dóttir ekki menntamálaráðherra? „Ólafur Ragnar, formaður flokksins, hefur skýrt hvernig hann kaus að velja ráðherra og hans tillaga var samþykkt." Á flokkurinn að mati þing- flokksins ekki frambærilega konu í ráðherrastól? „Ég svara þessari spurningu ekki öðru vísi en að vísa til Ölafs.“ Ert þú sem Alþýðubandalags- maður og vinstri maður ekki sammála því að samningsréttur verkafólks sé hluti af grundvall- armannréttindum í nútíma- þjóðfélagi? „Jú það er rétt. En það eru líka grundvallarmannréttindi að fá að vinna. Það blasti við atvinnuleysi hjá þúsundum manna, allt í kringum landið. Það var alveg ó- hjákvæmilegt að grípa til ráð- stafana til að tryggja réttinn til atvinnu, réttinn til að geta staðið uppréttur, til að fá að selja vinnu sína, eins og það heitir í marxism- anum. Við stóðum frammi fyrir því hvernig við ættum að tryggja þann rétt. Partur af niður- stöðunni varð stytting á samningabanninu, við styttum kjaraskerðinguna frá því sem áætlað hafði verið. Þetta afl höfðum við. Síðan segjum við: Við erum að taka verðbólguna niður og sköpum okkur mögu- leika til að hafa áhrif á framhald- ið.“ En í stöðunni í dag, er það for- senda fyrir því að fólk geti fengið að vinna að það hafí ekki samn- ingsrétt? „Nei, að sjálfsögðu ekki.“ En hvernig getið þið þá fallist á þetta? „Þessu ráðum við ekki einir, þjóðfélagið fellst ekki á okkar forsendur að öllu leyti. Við erum með 10% atkvæða eins og er. 90% setja spurningarmerki við það sem við erum að leggja áherslu á og það er eðlilegt og menn verða að átta sig á því, að málamiðlun getur verið erfið fyrir flokk af okkar tagi. En við viljum hafa áhrif, til þess erum við í stjórnmálum." Ertu þá ekki orðinn virkur að- ili í því að afnema þessi mannréttindi? „Nei, þetta er alrangt. Ríkis- stjórn okkar afnemur ekki rétt- inn. Tilkoma okkar í ríkisstjórn verður til að fólk fær þessi rétt- indi fyrr en ella. Við setjumst í ríkisstjórn við þær aðstæður að það er búið að svipta fólk þessum rétti. Við tryggjum það að fólk fær hann aftur." Getur þú varið frystingu launa almennra launamanna fram í fe- brúar, eins og ástandið er í dag? „Nei, en ég get skýrt hana. Eg tel að stöðvun verðhækkana og það að komið verði á eðlilegri verðlagsþróun, svipaðri því sem gerist í nágrannalöndunum, sé mjög mikilvæg lífskjarabót fyrir launafólk í þessu landi.“ Þingflokkur Alþýðubandalags- ins samþykkti í fyrri viku að ekki yrði gengið í ríkisstjórn án þess að samningsrétturinn yrði settur í gildi og launafrysting afnumin. Síðan var fallið frá því. Líta for- ystumenn Alþýðubandalagsins á þetta sem skiptimynt t stjórnar- myndunarviðræðum og er ekki cðlilegt að fólk spyrji hvort þið teljið að öllu sé til fórnandi fyrir ráðherrastóla? „Menn geta svo sem haft ýmis orð um það, en aðalatriðið er að menn skoði myndina í heild. Miðstjórnin komst að þessari niðurstöðu þrátt fyrir þessi veiga- miklu rök gegn stjórnarmyndun- inni, - því þau eru veigamikil og gild og það á að hlusta á þau. Aðalatriðið við þessa stjórnar- myndun er að menn geri sér grein fyrir því að hér er ekki um að ræða gullöld og gleðitíð, - það er ekki um það að ræða að menn séu að koma hér á sósíalismanum. Hér er um það að ræða að menn eru að skapa flokknum stöðu til að hafa áhrif á þær málamiðlanir sem alltaf verða til í okkar samfé- lagi. Það er auðvitað hægt að halda sér fyrir utan, engilhreinn, en ég býst við að það sé ákaflega erfitt fyrir flokk sem stillir sér þannig upp, að öðlast tiltrú kjós- enda. Því kjósendur vilja að at- kvæði þeirra skili áhrifum á sam- félagsþróunina. Þetta er ekki bara spurning um kaup og kjör heldur líka spurning um stefnu í mennta- og menningarmálum, svo að ég nefni dæmi. Það er ekki hægt að mæla það í samningsrétti eða prósentum í kaupi, hvernig námsskrá grunnskóla er. En við skulum ekkert vera að fegra eitt eða neitt, við segjum bara: Lengra náðum við ekki í þessari lotu, en við ætlum að hafa áhrif á framhaldið." Um þriðjungur miðstjórnar greiddi atkvæði gegn ríkis- stjórnarþátttöku. Kvennalistinn stendur fyrir utan og veifar hreinum skildi. Veldur þetta þér, sem flokksmanni ekki áhyggjum og ertu ekki hræddur um fram- tíðarstöðu flokksins? „Auðvitað er það alveg ljóst að flokkurinn hlýtur að hafa áhyggj- ur af þessari lendingu. Forysta flokksins á að hafa áhyggjur í dag. Hún á að velta því fyrir sér - af hverju varð þetta svona, - hvað gerði ég rangt? Hún á að spyrja sig að því hvort hún hafi gengið of langt í því að reyna á þolrifin í flokknum. Ég tel reyndar að við höfum gengið þar eins langt og nokkurt vit var í - kannski alveg að því þanþoli sem ítrast er í flokknum. Hins vegar verða menn að athuga að flokk- urinn hefur átt við erfiðleika að stríða á undanförnum árum og menn verða að átta sig á því að hve miklu leyti andstaðan við stjórnarmyndunina var vegna á- hrifa frá þeim átökum. í öðru lagi er það alveg ljóst að félagar okk- ar í verkalýðshreyfingunni geta undir engum kringumstæðum staðið að því að samþykkja þessa samningsbindingu, þótt hún sé í skamman tíma. En ég er þeirrar skoðunar, að það sé betra fyrir þennan flokk, sem oft hefur átt í miklum innri erfiðleikum, að taka þátt í raun- hæfu verkefni úti í þjóðfélaginu, til þess að verkefni efli innri styrk flokksins. Annars vill umræðan oft vera í tómarúmi, óljós og ár- angurslítii.“ Treystir þú Alþýðubanda- laginu í rlkisstjórn til að koma i stað þeirrar verkalýðshreyfingar sem dregnar hafa verið úr tenn- urnar, með afnámi samnings- réttar? „Tennurnar hafa síður en svo verið dregnar úr verkalýðshreyf- ingunni. Og það er klárt að Ál- þýðubandalagið getur aldrei komið í stað verkalýðshreyfing- arinnar. Það má undir engum kringumstæðum líta þannig á að flokkurinn sé á einhvern hátt að veikja verklýðshreyfinguna, en það væri líka rangt og blekking að segja að flokkurinn væri með þessari stjórnaraðild að frelsa verklýðshreyfinguna. “ Verðskuldar þessi ríkisstjórn nafnið vinstri stjórn? „Já, hún gerir það. Það stafar m.a. af því hvernig hún stillir sér upp gegn hinni svokölluðu frjálsu peningamyndun í þjóðfélaginu, gróöaþjóðfélaginu." En hefði hún ekki verið sterk- ari með þátttöku Kvennalistans? „Jú, hún hefði verið það. Við tókum áhættu og hana ekki litla. En ég held að þetta sé betri leið en að láta íhaldsstjórn komast hér enn einu sinni að. Þótt ég lofi ekki gulli og grænum skógum, vil ég að við tökum áhættuna hérna megin, í verkunum." Nú ert þú orðinn menntamála- ráðherra. Svo dæmi sé tekið um aðgerðir sjálfstæðismanna í menntamálum sem margir eru mjög ósáttir við og telja jafnvel brjóta í bága við lög, er stofnun skólamálaráðs og eftirleikurinn af því. Vilt þú eða getur þú haft einhver afskipti af því máli? „Ég bæði get það og mun gera það, en ég vil hins vegar ekki greina frá því í smáatriðum nú, hvernig það verður gert. En ég segi: Við skulum bæta skortinn á fjármunum upp með nýjum hug- myndum. Ég vona að verkin tali þegar fram í sækir.“ Páll Hannesson 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.