Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 19
Styrkur þýska hersins var ofmetinn. síðir, þegar henni varð ljóst að engrar hjálpar væri að öðrum kosti að vænta frá Vestur- Evrópuveldunum. Chamberlain flaug síðan öðru sinni til Þýska- lands og hitti Hitler í Godesberg 22. sept. Þá laug sá síðarnefndi á Tékka ofsóknum á hendur Súdet- um og krafðist af miklum ofstopa samþykkis fyrir því að Þjóðverjar tækju Súdetahéruðin tafarlaust. Pólverjar og Ungverjar vildu ekki láta sér happ úr hendi sleppa og voru nú einnig farnir að gera landakröfur á hendur Tékkósló- vakíu. Þetta var að líkindum mikilvæg ástæða til harðnandi af- stöðu Hitlers; íhlutun tveggja ný- nefndra þjóða hefur verið honum kærkomið tækifæri til að koma í kring sundurlimun Tékkóslóvak- íu. Tvær grímur renna á Hitler Chamberlain, sem mun hafa hugsað sér að innlimun Súdeta- héraðanna gengi skipulega og friðsamlega fyrir sig og tæki veru- legan tíma, þykktist við. Hitler gerði sér upp sáttfýsi og kvaðst geta beðið til 1. okt. með að her- taka Súdetahéruðin, en það var hann, sem fyrr er getið, búinn að ákveða áður. Stjórnin í Prag, sem gerði sér vonir um að Hitler væri með frekju sinni búinn að ganga svo fram af Bretum og Frökkum, að þeir myndu eftir allt saman koma til hjálpar Tékkóslóvakíu, vísaði síðustu kröfum Hitlers á bug 25. sept. Bretar og Frakkar, sem töldu að frekari eftirgjöf við Hitler yrði óþolandi auðmýking fyrir þá sem stórveldi, bjuggust til stríðs, hikandi þó og tvílráðir. Þá kom í ljós að tvær grímur voru farnar að renna á Hitler og kom efalaust ýmislegt til. Fremur ótrúlegt er að hann hafi um þetta leyti viljað stríð við Vestur- Evrópuveldin, og hitt sennilegra að hann hafi hugsað sér að kom- ast eins langt gagnvart þeim og hægt væri með hótunum. í öðru lagi fóru Pólverjar og Ungverjar sér hægar í kröfum sínum á hend- ur Tékkóslóvakíu en Hitler hafði gert sér vonir um. Þýsku hers- höfðingjarnir voru dauðhræddir við stórstríð og sá ótti náði inn í raðir æðstu manna nasistaflokks- ins. Þá var ljóst að meðal þýsks almennings, sem vel mundi ósköp heimsstyrjaldarinnar fyrri, var lítill vígamóður fyrir hendi. Mussolini, sem þrátt fyrir allar sínar stríðsæsingar gerði sér ljóst, að Ítalía var sárilla búin undir stríð, var orðinn á nálum um að hún drægist inn í stórstyrjöld við hlið Þýskalands. Það varð úr að Hitler Iofaði að slá árásinni á Tékkóslóvakíu á frest um sólar- hring og að ákveðið var að þeir Chamberlain, Daladier, Hitler og Mussolini skyldu koma saman á fund í Múnchen til að ráða fram úr deilunni. Sattatillagan var þýsk Ráðstefna þessi, sem fór fram 29.-30. sept. 1938, var ef til vill stærsta stund Mussolinis, leið- toga gervistórveldis, þar eð hann kom þar fram sem málamiðlari leiðtoga öflugri stórvelda. Sú vegsemd var þó innantóm, eins og flest annað hjá Mussolini. Sáttatillagan sem hann lagði fram sem sína eigin var raunar komin frá Göring og háttsettum mönnum í þýska utanríkisráðu- neytinu, sem vildu fara vægar í sakirnar en Hitler hafði hingað til gert. Efni tillögunnar var að Þjóðverjum skyldi heimilt að taka Súdetahéruðin á sitt vald á tímabilinu frá mánaðamótum til 10. okt., í stað þess að hertaka svæðið allt þegar fyrsta dag mán- aðarins. Chamberlain, sem aldrei hafði verið fráhverfur því að Þjóðverjar fengju Súdetahéruð- in, samþykkti þetta greiðlega, og Daladier, sem fyrir engan mun þorði í stríð við Þjóðverja án stuðnings Breta, fór að dæmi hans. Tékkóslóvakar fengu ekki einu sinni að vera með á ráðstefn- unni, en eftir hana tilkynntu leið- togar Vestur-Evrópuveldanna þeim niðurstöðurnar. Benes og ráðherrar hans töldu sig þá ekki eiga möguleika á öðru en að láta undan. Chamberlain ánægður - Hitler fúll Chamberlain var harðánægður eftir fundinn, Daladier niður- dreginn og fullur af válegum hug- boðum, Hitler fúll. Hann hafði stefnt að algerri tortímingu tékkóslóvakíska ríkisins og fannst Chamberlain hafa snúið á sig. En það sýndi sig fljótlega að Múnchensamningurinn var dauðadómur yfir Tékkóslóvakíu. Með Súdetahéruðunum fengu Þjóðverjar öll varnarvirki tékk- óslóvakíska hersins á þýsku land- amærunum og þar með var Tékk- óslóvakía úr sögunni sem hind- run í vegi Þjóðverja til útþenslu austur og suðaustur á bóginn. Snemma næsta ár innlimaði Hitl- er tékkneskumælandi hlutana af Bæheimi og Móravíu. Tékkneska þjóðin mátti þola þungar þrautir undir ógnarstjórn nasista, en slapp þó betur frá þeim hörmungum og heimsstyrj- öldinni síðari yfirleitt en margar aðrar Evrópuþjóðir. Um síðir kom það á Súdeta-Þjóðverja að borga það mesta af reikningnum eftir Múnchensamninginn. Þeim blæddi í stríðinu ekki síður en öðrum Þjóðverjum og að Þýska- landi sigruðu ráku Tékkar þá nær alla úr landi. Dagur Þorleifsson. GOOAR FRÉTTIR FYRIR UNGTFERDAFÖLK Flugleiöir hafa tekið upp sérstaka nýjung í fargjöldum fyrir ungt fólk á aldrinum 12 til 21 árs í innanlandsflugi. Þessi unglingafargjöld gilda allt árið og þeim fylgja engar kvaðir um lágmarksdvöl en hámarksdvöl er eitt ár. Farmiðarnir eru „stand by“ þannig að ekki er hægt að bóka sætið fyrirfram og farþegarnir eru háðir því að pláss sé í vélinni hverju sinni. En það sem mestu máli skiptir: Þeir sem kaupa unglingafargjöld fá 55% afslátt af ársfargjaldi. FLUGLEIDIR Söluskrifstofur, ferðaskrifstofur og umboðsmenn um land allt. —....*.. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 AUK/SlA k110d22-218

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.