Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 29
Myndbandaskólinn ANGANTYSSON TÓK SAMAN 10. hluti Hlióð í kvikmyndum Við höldum áfram, þar sem frá var horfið i síðustu viku, með umfjöllun okkar um hljóðvinnslu kvik- mynda og myndbanda. Við höfum rætt um, að hljóð- notkun hinna lifandi mynda megi skipta upp í fimm höfuðflokka, sem hver um sig hefur sín sérkenni. Hafa þeir sömuleiðis mismun- andi hlutverkum að gegna fyrir heildarsvipmót kvik- mynda okkar. í dag tökum við sérstaklega fyrir fimmta og síðasta flokkinn, tónlist- ina. Tónlist í kvikmyndum Tónlist í kvikmyndum er ein af helstu hefðum myndmáls kvik- myndagerðarlistarinnar. Pað er engan veginn sjálfgefið, að áhorf- endur viðurkenni með sjálfum sér flutning klassískrar tónlistar, sem hluta myndar af t.d. stór- grýttu dalverpi á öræfum íslands. Myndar, hvar hvergi bólar á hljóðfæraleikara, og hvar þaðan af síður má telja líklegt, að fjöl- menn sinfóníuhljómsveit komi nokkurntíma til með að halda tónleika. Áhorfendur hafa með öðrum orðum, og allt frá tímum þöglu myndanna, vanist því að Ííta á tónlistina sem óaðskiljan- legan hluta myndmálshefðarinn- ar. Tónlist er býsna áhrifaríkur tjáningarmiðill og á það ekki síst við um notkunarmöguleika hennar í kvikmyndum. Líkt og myndmál kvikmyndagerðarlist- arinnar þekkir tónlistin engin landamerki. Sverðdans Katsatur- ians vekur þannig svipuð hughrif með áheyrendum austan járn- tjalds og vestan, hvort heldur þeir búa í Kazakstan, eða austur á Reyðarfirði. Þessa eiginleika tónlistarinnar nýtum við okkur, til að auka áhrifamátt okkar eigin myndefnis á áhorfendur. Við notum þau hughrif er tón- listin vekur meðal áhorfenda, gagngert til að leggja áherslu á efnislega þætti myndefnis okkar. Svo sem til að skapa spennu, eza byggja upp þá stemmningu er okkur þykir best henta myndefn- inu hverju sinni. Ideogram Áður en lengra er haldið, er rétt að gera byrjandanum nokkra grein fyrir því hugtaki, er Sergei Eisenstein (faðir montage- eða klippitækni kvikmyndagerðar- listarinnar) taldi að lægi til grund- vallar allri sannri listsköpun. Mér vitanlega hefur hugtak þetta ekki verið þýtt á fullnægjandi hátt yfir á okkar ástkæra ylhýra. Verðum við því, og í óþökk þjóðhollari málvöndunarmanna, að láta okk- ur nægja að sletta hinu erlenda heiti fyrirbærisins, á meðan okk- ur býðst ekki annað betra. Idcogram (ideograph) er ein gerð myndleturs, þar sem hver mynd stendur fyrir óhlutstætt hugtak eða hugmynd, en er ekki tákn fyrirbærisins sjálfs. Til dæm- is: gamall maður = elli. Samkvæmt kennisetningum Sergei Eisensteins hafa einstök orð í rituðu eða mæltu máli mjög takmarkaða merkingarfræðilega þýðingu. Það er fyrst eftir að við höfum raðað hinum sundurlausu og merkingarsnauðu orðum tungumálsins saman í setningar og málsgreinar, og eftir fyrir fram ákveðnum málfræðireglum, sem við getum tjáð okkur um svo flókin huglæg fyrirbæri sem t.d. ást og hatur. Svipuð lögmál gilda um mynd- mál kvikmyndagerðarlistarinnar. Eisenstein áleit þannig, að ljós- myndin eða hinir einstöku mynd- rammar kvikmyndarinnar, hefðu í sjálfu sér ósköp takmarkaða merkingarfræðilega þýðingu. Einstök myndskeið kvikmyndar- innar eru tæki til hreinnar eftir- myndunar á raunveruleikanum. Klippitæknin (það er: möguleiki listamannsins til að klippa sundur og raða þessum eftirmyndum síð- an saman á nýjan hátt og undir nýjum formerkjum) er á hinn bóginn eitthvert áhrifamesta tæki sem kvikmyndargerðarmönnum stendur til boða, til umbreytingar og nýrrar persónulegrar túlkun- ar á raunveruleikanum. Tökum dæmi til skýringar: Ideogram 1: Mynd af konu, sem horfir brosandi niður fyrir sig til hægri í myndfletinum. Ideogram 2: Mynd af korná- barni í vöggu, sem lítur brosandi upp á við til vinstri í myndfletin- um. Myndskeiðin tvö eiga sér ekk- ert sameiginlegt, hvorki í tíma né rúmi. Konan hefur litið barnið í vöggunni eigin augum. Ef við á hinn bóginn skeytum þessi mynd- skeið saman, öðlast þau nýja merkingu, sem felst ekki í hvoru þeirra fyrir sig. Útkoman er eitthvað annað og meira. Heildin er með öðrum orðum stærri en summan af hinum einstöku hluturn hennar. Þegar við skey- tum þessi tvö myndskeið saman, verður sem sagt til nýr skilningur, eða merking í hugarheimi áhorf- enda. Merking, sem eins og áður sagði felst ekki í hvorri frum- myndinni fyrir sig: Hugtakið „móðurást" verður til, úr sam- runa hinna tveggja. Tónlist sem ideogram En það er ekki bara myndin, sem lýtur framangreindum lög- málum montage-tækni Eisen- steins. Hljóðið, sem flutt er með þessum myndum gerir slíkt hið sama. Og gildir þá einu, hvort heldur um er að ræða samhæft Baðstofan í Þjóðminjasafni í Þjóðminjasafninu er eins- og margir vita gömul baðstofa endurreist, og auðvitað vin- sæll sýningarmunur. Um dag- inn vera verið að sýna skóla- börnum baðstofuna og kemur þá fullorðinn sýnandi auga á smokk á baðstofugólfinu, kemst þó frá án þess börnin hafi séð þessar sérkennilegu leifar af baðstofulífinu. Sagan segir að þegar safngæslu- konum var sagt frá hafi þær upplýst aö þótt ekki hefði enn komist upp um fólk í allra nán- ustu stellingum í baðstofunni sé nokkuð algengt að róman- tíkin komi upp í safngestum með strokum og keleríi þegar í baðstofuna kemur. Gárungar kringum safnið hafa í þessu tilefni stungið uppá þeirri fjá- raflaleið við minjagæslu að þjóðlegum hjónaleysum sem vilja láta pússa sig saman í Árbæ eða Viðey gefist kostur á að geta börn í baðstofunni gegn vægu gjaldL.B hljóð, skýringartexta, umhverfis- hljóð, hljóðeffekta eða tónlist. í kvikmyndum verka tónlist og mynd auðveldlega, nánast óhjá- kvæmilega, saman sem eins kon- ar ideogram. Við getum t.d. gert okkur í hugarlund ólíkar tegundir tónlistar undir einni og sömu mynd af seglbáti, sem baðaður roðagylltum geislum kvöldsólar- innar skríður makindalega inn á friðsæla vík við ströndina. Ef við flytjum með myndinni hæfilega þýðan sjóaravals, listi- lega leikinn á harmoníku, þá öðl- ast myndin þegar býsna þægi- legan, jafnvel glaðhlakkalegan blæ. Ef við ráðskumst jafnframt lítillega með hljóðkarakterinn getur vel svo farið, að áhorfendur upplifi jafnvel tónlistina sem hluta myndefnisins: Einhver leikur á harmoníku um borð. Eða hafa menn kannski slegið upp balli eða griilveislu á bryggjunni sem örlar fyrir, framundan bátn- um á bakborða? Ef það eru kliðmjúkar strokur Mantovanis sem leika úr hátalara sjónvarpsviðtækisins, fær sama mynd einkar rómantískt, jafnvel býsna velgjulegt yfirbragð, allt eftir því hvernig okkur hefur tek- ist til við val tónlistarinnar. Við getum sömuleiðis valið taktfasta hryllingsmúsík með hæga stíg- andi og myndin fær um leið allt annað yfirbragð. Áhorfendur setja sig þegar í varnarstöðu og búast við hinu versta, þá er bát- urinn um síðir leggst að bryggju. Þar sem tónlistin, sem slík er svo áhrifaríkur tjáningarmiðill sem raun ber vitni, og þar sem sá eiginleiki hennar til sköpunar fast ákveðinna, jafnvel persónubund- inna hugrenningatengsla meðal áheyrenda er svo ríkur þáttur í eðli hennar, verða menn að gæta fyllstu varúðar við val þeirrar tónlistar, er heir hafa hug á að flytja með myndum sínum. „Rangt“ tónlistarval getur auðveldlega gjörspillt þeim hughrifum er við höfum upphaf- lega hugsað okkur að koma til skila til áhorfenda. Og er framan- greint jafnframt ein af aðal ástæðum þess, að við forðumst í lengstu lög að notast við þekkt tónverk í myndurn okkar. (s.s. „Fur Elise“ eftir Beethoven, „Yesterday" Bítlanna eða „In the Mood“, svo dæmi séu tekin af handahófi!) Afhverju í ósköpunum forð- umst við svo að nýta okkur þessi öndvegisverk? Jú, sú hætta er alltaf fyrir hendi að áhorfendur líði um stundarsakir á vit eigin persónubundinna hugrenninga- tcngsla, sem óhjákvæmilega tengjast hinni þekktu laglínu. Á meðan á þeim ósköpum stendur, birtist e.t.v. framundan þeim á skánum ein af lykilsenum kvik- myndar okkar. Sena, sem jafnvel getur ráðið úrslitum fyrir áfram- haldandi skilning áhorfenda á efnislegum þáttum myndarinnar. Öðru máli gegnir, ef tónlistin er „eðlilegur" hluti myndefnis- ins. Það er: Höfuðpersóna mynd- arinnar leikur viðkomandi tónlist af hljómplötu, eða heyrir hana leikna í hljóðvarpi. t slíkum til- fellum getum við haft nánast fullkomið vald á áhrifamætti tónlistarinnar, einfaldlega með því að ráðskast að eigin geðþótta með hljóðkarakterinn. Erum við þar með komin að viðfangsefni næsta hluta greinaflokksins, þar sem m.a. verður rætt um eðlis- mun huglægrar og hlutlægrar hljóðnotkunar í kvikmyndum. Perestrojka blómstrar Perestrojkan virðist blómstra fyrir austan tjald um þessar mundir og ýmsir vestrænir siðir, misgóðir þó, ryðja sér til rúms einsog sjá má á þessum forsíðum vikublaða að austan. Lengst til vinstri er júgóslavn- eskt vikublað og ganga þeir lengst í djarfri myndbirtingu, því þótt forsíður hinna blaðanna séu krassandi eru engar nektarmyndir inni í þeim utan því júgóslavneska. í miðið er rússneskt blað og lengst til vinstri pólskt blað. Auk nektarmynda er að finna slúðurgreinar um Joan Collins og fleiri þekktar sápustjörnur í blöðunum. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 29 BRIDDS Þau voru mörg ansi snúin spilin í leik Pólaris og Braga Haukssonar í úrslitaleik SANITAS-Bikarkeppn- innar. Hér er eitt: Ólafur árusson 9873 D1032 65 ÁG654 K102 1098 KG Á ÁK9843 D72 65 D 987654 G10 ÁD74 KG32 Á öðru borðinu gengu sagnir: Vestur Noröur Austur Suöur 1 tígull Pass 1 spaöi 2 tíglar(?) Pass Pass F 'ass Suður fékk hcldur rýra uppskeru, eða engan slag og A/V skrifuðu 800 í sinn dálk. Og hvað gerðist hinum megin? Vcstui Norður Austur Suður 1 tígull Pass 1 spaði 2 hjörtu 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Pass Og þar sem Suður „hitti" ekki á laufaútspilið, skrifuðu Á/V 710 (allir slagirnir) í sinn dálk. Og töpuðu 3 imp-stigum áspilinu. Heldurdauflegt í síðustu lotu úrslitalciks. Hefðu A/V rennt sér í þessa slemmu, hefði sveit Braga Haukssonar orðið bikarmeist- ari. Annað dæmi úr sama hálfleik; Þú heldur á 76-ÁK10-Á43-Á10652 og næsti maður á undan þér vekur á eðlilegu laufi. Þú passar (sem orkar tvímælis), eitt hjarta kemur áeftir þér og félagi segir 3 spaða (þið eruð á hættu gegn utan). Næsti maður pass og þú átt að segja? 4 spaðar? 5 spaðar? 6 spaðar? Raunin varð að viðkomandi spilari valdi 4 spaða. Hann var afar heppinn að félagi hélt á: KDG9832-D642-2-3. Og laufið úti var 5-2 þannig að há- markið var 11 slagir og 650. Spilið féll. Sveit Pólaris sigraði leikinn 158 gegn 146 eftir að Bragi hafði leitt leikinn fyrir síðustu lotu 126-137.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.