Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 22
Einn glæpur. Refsing Þjóðleikhú.sið Marmari eftir Guðmund Kamhan Leikgerð og leikstjórn: Helga Bachman Leikmynd og búningar: Karl Aspelund Tónlist: Hjálmar H. Ragnar Lýsing: Sveinn Benediktsson Leikarar: Arnór Benónýsson, Árni Tryggvason, Bryndís Petra Braga- dóttir, Bryndís Pétursdóttir, Brynja Benediktsdóttir, Kllert A. Ingimund- arson, Erlingur Gíslason, Gísli Hall- dórsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Halldór Björnsson, Helga Vaia Helga- dóttir, Helga Jónsdóttir, Helgi Skúla- son, Herdís Þorvaldsdóttir, Jóhanna Norðfjörð, Jón S. Gunnarsson, Kristhjörg Kjeld, Pálmi Gestsson, Petrea Óskarsdóttir, Róbert Arnfínnsson, Rúrik Haraidsson, Þor- grímur Einarsson og fleiri. Það var vel til fundið og djarft hjá forráðamönnum Þjóðleik- hússins að minnast hundrað ára tíðar Guðmundar Kambans með sýningu á Marmara. Leikritið beinlínis storkar leikhúsfólki. Það hrópar á sviðsetningu eftir að hafa legið óhreyft um áratuga- skeið allt frá sýningu Leikfélags Reykjavíkur 1951. Marmari er samt óárennilegt sviðsverk, virðist dæmt til að mis- takast vegna sinna formlegu galla. Það virðist næstum einfalt við fyrstu sýn, fullt af löngum ræðum, spakyrðum, undarlegri ljóðrænni stemmningu á köflum; stílnum er best lýst sem sundur- gerð. Adeila höfundarins á refsingu og kúgun er vissulega mjög áber- andi í leiknum og hefur lengi skyggt á raunverulegt efni hans: öríög hugsjónamannsins Roberts Belford. Málið á leiknum er sérvisku- legt í markvissri viðleitni skáld- sins til að smíða talmál fyrir svið- ið, brjóta ný lönd fyrir tunguna og list hins lifandi orðs. Auðveld- ar það ekki sviðsetningu, þótt Kamban hafi vissulega verið langt á undan öðrum í þeirri við- leitni eins og mörgu öðru. Saga af lögfræðingi Marmari er leikrit sem byggist á túlkun á höfuðpersónunni, Ro- bert Belford. Skoðum aðeins föflu leiksins. Belford er lögfræðingur í New York. Hann er af góðum ættum og virðist vel efnaður. Hann er vinsæll samkvæmismaður innan stéttar auðkýfinga og athafna- manna, en er ekki á réttum stað í tilverunni. Hann vill skapa og skrifa. Þess í stað situr hann dag- langt og dæmir menn í fangelsi. Hann langar að kryfja mál hinna ákærðu til hlítar og kemst að þeirri niðurstöðu að þjóðfélags- legt óréttlæti neyðir fátæka til glæpa. Sakbitinn yfir eðli þess samfélags sem hann tilheyrir, fer hann að rannsaka refsivist og kemst eðlilega að þeirri niður- stöðu að fangelsi bæti ekki menn heldur forherði þá. Svo hann skrifar metsölubók um refsingar og fangelsi. Gagnrýni hans er snilldarlega fram sett. Hann er kominn á bragðið og fær andsvar sem gefur honum byr undir báða vængi. Hann segir starfi sínu lausu og byrjar á næsta metsölu- verkefni: bók um góðgerðarstarf- semi og spillingu sem þar þrífst. En þar gengur hann of langt og skapar sér óvild voldugra and- stæðinga. Hann hefur tekið undir sinn verndarvæng ungan afbrotamann og í stjórnlausri þrá til að rétta hlut eins manns sem hann hefur dæmt, brýtur hann lög samfélags- ins og tekur í sínar hendur hlut- verk dómstóla: hann dæmir til dauða gamlan fant sem hefur hinn unga skjólstæðing á valdi sínu og framkvæmir aftökuna sjálfur. Og er gripinn. Ekki tekst að sanna á Belford morð, en dóm- stóllinn gerir betur: hann er dæmdur til vistar á geðveikra- hæli. Þar reynir á Belford. Hann verður hugfanginn af refsingunni og hugsar ekki um annað. Stöku sinnum reynir hann að hjálpa öðrum sjúklingum á hælinu, set- ur sig enn í dómarasæti og ræður örlögum annarra, en reynir nú að koma góðu til leiðar. Hann skilur loks að honum verður aldrei sleppt úr haldi og fremur sjálfs- morð. Áratugum síðar er honum reistur minnisvarði í samfélagi þar sem eymd rekur menn enn til afbrota. Kamban hefur í Robert Bel- ford skapað býsna margþætta persónu. 1 Iann er klofinn og hef- ur takmarkaða sýn á eigin stöðu, nánast ofmetnað um eigin getu og ágæti. Hann gæti haft homo- sexual tilhneigingar, bæði sam- band hans við unga afbrotamann- inn og Winslow, vin og hjálpar- hellu, býður upp á þá túlkun sem eykur aðeins á þann háska sem PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Belford er í. Meginviðfangsefni sýningar á leiknum er að leiða okkur fyrir sjónir persónuna. Ég er ekki sannfærður umað til þess dugi raunsæisleg sviðsetning, heldur þurfi að koma til stílfærsla sem varpar ljósi á þróun og innra líf Belfords og um leið sjúkt samfélagið umhverfis hann. Djörf beiting ljósa og lita, tónlist- ar og hljóðs, gæti hjálpað en mikilvægust er þó leiktúlkun á Belford. Hún verður að vera margþætt og byggja á mikilli færni og margbreytileik í tóni, hraða og innlifun. Saga af sýningu í sýningu Þjóðleikhússins er valinn allt önnur leið. Sviðs- myndin er þunglamaleg og fátæk- leg þegar sýna á híbýli hinna ríku. Ef raunsæi er valið, verður að gera þá kröfu til leikhússins að nógu sé kostað til í eftirlíkingu. Sviðsmyndin er stór og fyllir ramma sviðsins, meðan skynsam- legra hefði verið að minnka og byggja hana fram í smærri og fín- legri einingum. Leikurinn hjá flokknum er yf- irleitt þunglamalegur og laus við líf, sem gæti myndað eðlilegan pól gegn ofurvaldi aðalpersón- unnar á sviðinu. Framsögn er víða ábótavant og verður áhorf- andi á tíunda bekk að leggja sig allan fram um að heyra í leikur- um. Ekki bætir úr framkoma við- vanings í veigamiklu hlutverki, sem er óafsakanlegt dóm- greindarleysi þeirra sem það leyfðu. Helgi Skúlason sýnir í hlut- verki Belfords að hann er ágætur leikari, málsnjall og skýr í ætlun sinni. Túlkun hans megnar samt ekki að glæða hlutverkið þeim margbreytileik sem það býr yfir. Persónan verður ekki breysk, heldur miklu frekar leiksoppur ofureflis. Hafi það verið sam- eiginleg túlkun Helga og Helgu, dugar það einfaldlega ekki til. Áhorfandinn hrífst ekki með bar- áttu Belfords, sem verður sjálf- sögð og með fyrirsjáanlegum lyktum. Helgi er líka of gamall í rulluna. Helga hefur víða stytt leikinn og lagað og er það allt ágætt. Sviðsetning hennar veldur samt talsverðum vonbrigðum. Það furðulega er að víða glittir í geisl- andi skynjun á verkinu hjá henni. Má þar nefna til lokaorð dóma- rans í réttarsalnum þar sem stílf- ærsla tekur yfir raunsæja túlkun. Marmari verður varla leikinn aftur á íslensku leiksviði á þessari öld. Enn bíður hinn kaldi efnis- viður leiksins þess að hann verði gæddurlífi. Áhugamenn um leik- list ættu að sjá þessa sýningu til þess að kynnast leiknum í lifandi flutningi, meta efni hans og ágæti og kveða upp sína eigin dóma um hvernig til tókst í þetta sinn. Þjóðleikhúsinu ber að þakka þessa tilraun. Seint verzur dregið úr mikilvægi þess að álitleg verk eldri höfunda verði sannreynd um erindi við okkar tíma. En ít- reka verður að í slíkum tilvikum verður leikhúsið að leggja á ráðin og huga betur að réttum leiðum að settu marki: að glæða leikverkin lífi og mætti til að hrífa okkur. Tímans tönn og Dagmar Rhodius: Straumland, sýn- ing á ljósmyndum, teikningum og skúlptúrum í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Gunnar Karlsson: sýning á málverk- um og teikningum í FÍM-salnum við Ránargötu. Vart er hægt að hugsa sér ólík- ari sýningar en þessar tvær: Dag- mar Rhodius beinir augum okkar að tímanum: hvernig hann veðrar orðin á vörum okkar jafnt og steinana í fjöruborðinu, hvernig orð okkar og hugsanir eru mótuð af veðrun tímans á sama hátt og brimsorfnir klettar. Aðferð hennar er bein og bókstafleg: hún setur saman orðmyndir úr ólíkum tungumálum sem gefa til kynna veðrun tungumálsins og setur þær inn í ljósmynd af fjöru með veðruðu grjóti: grjótið er veðr- aðar orðmyndir náttúrunnar, orðin eru grjót sem veðrast hefur í munni kynslóðanna, brimið í munni okkar mótar orðin á vörum fjörunnar. Til þess að undirstrika veðrun tungumálsins hefur hún hamrað orð og orðmyndir í eitt bók- stafsfar á ritvél og fengið út úr því form sem eru eins konar líking við þá eilífu endurtekningu og stöðugu veðrun, sem fólgin er í mótun orðanna. Myndir þessar teiknar hún upp, setur inn á ljós- myndir af sorfnu fjörugrjóti eða sverfur þær beint ofan í fjörugrjót sem er fagurlega mótað af öldum hafsins. Orð okkar og hugsanir eiga sér mótunarsögu eins og landið og eru háð sama lögmáli: hinu óvægilega lögmáli tímans sem engu eirir og jafnar allt um síðir. Gunnar Karlsson er á allt öðru róli í myndum sem hann sýnir í FÍM-salnum við Ránargötu: í stað þess að horfast í augu við tímann hverfur hann aftur í tím- ann og tekur upp þráðinn í mynd- listarsögunni þar sem hin klass- íska heimsmynd tók að riðlast og þar sem myndlistin varð viðskila við náttúruna en virkjaði þess í stað ímyndunaraflið til þess að túlka þann afstæða og þverstæð- ukennda veruleika sem ekki varð lengur skýrður með ótvíræðum kenningum um guðdómlegt sam- ræmi efnis og anda, sálar og Iík- ama, samfélags og náttúru. Upp- haf nútímans í myndlistinni hefur verið rakið til manérista 16. aldar sem brutu upp hina kláru og til- tölulega einföldu heimsmynd og veruleikasýn endurreisnarmálara á borð við Raffaello og Leonardo með því að láta hlutlæga rann- sókn náttúrulögmálsins víkja fyrir sjálfhverfri og einstaklings- bundinni túlkun á þeirri tilvistar- legu þversögn sem maðurinn uppgötvaði þegar rökhyggjuna þraut og trúin tók við af vísindun- um. Það voru málarar á borð við Tintoretto og E1 Greco, Tizian og Parmigianino, sem grófu undan ÓLAFUR GÍSLASON heimsmynd húmanistanna með sína bjartsýnu trú á manninn og lögmál fegurðarinnar. Þeir leystu upp hið klassíska myndmál og viku frá hinu fyrirfram gefna lög- máli rýmisins, með því að láta myndina lúta lögmáli ímyndunar- aflsins og umbreyta þannig efn- inu og náttúrunni í andlegan veruleika handan hins áþreifan- lega og sýnilega ytri veruleika. Gunnar Karlsson sýnir nokkur tannleysi olíumálverk og teikningar sem rekja má beint til þessa tíma í myndlistarsögunni. Myndir eins og „Gandreið“ eða „Frans Jakob og freistingin" eru dæmigerðar fyrir aðferð manéristanna, en tímaskekkjan sem í þeim er fólg- in gerir það að verkum að maður veit í rauninni ekki hvernig við skal bregðast: sem endurtekning gamallar hefðar hafa þessar myndir ekki sömu veruleika- tengsl og finna má í verkum gömlu manéristanna: þær vantar sálarháskann og þá beinu upp- lifun, sem þar er að finna. Hins vegar virðast þessar myndir segja okkur eitt: fyrir höfundinum er myndin sjálfstæður veruleiki handan alls ytri veruleika. Þessar lendaprúðu konur og þessir fjörugu hestar úti í ótilgreindu landslagi eru eins og tímalaus hugarburður og ímyndun. Tíma- laus, ef ekki væri í þeim fólgin tilvísun í söguna og um leið viss afneitun á því sem gerst hefur í evrópskri myndlist síðustu 400 árin eða frá því í kringum 1590. Gunnar er þarna í svipaðri stöðu og ítalski málarinn De Chirico, sem eftir að hafa opnað nýja vídd í evrópskri myndlist með „meta- fýsiska" málverkinu, snéri við blaðinu árið 1919 og boðaði afturhvarf til klassískrar listar. De Chirico lýsti því þá yfir að úrkynjun listarinnar hafi hafist með Caravaggio (1573-1610) og að flest það sem gert hefði verið eftir hans daga í evrópskri mynd- list væri lítils vert og „borgara- legt“. De Chirico boðaði þannig endurreisn málverksins sem handverks og afturhvarf til þess tíma sem ríkti fyrir daga borgar- astéttarinnar. Það er ekki að ástæðulausu að margir ungir málarar af skóla „póstmódernistanna" hafa tekið de Chirico upp á sína arma sem spámann. Ekki bara vegna þess að de Chirico var frábær lista- maður, heldur líka vegna þess að hin afturhaldssama afstaða hans getur boðið upp á ódýra undan- komuleið út úr þeirri kreppu sem samfélagsþróunin hefur leitt li- stina í: að láta einfaldlega eins og ekkert hafi gerst. Það er grunur minn að slík freisting Iiggi í því andrúmslofti sem „póstmódern- isminn“ svokallaði hefur skapað. Það væri einnig í samræmi við þá frjálshyggjuvinda sem blásið hafa í þjóðfélaginu og boðið upp á ó- dýrar lausnir á öðrum sviðum. -ólg. 22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.