Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 20
BARNAKOMPAN Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON BARNAFRÉTTIR Hvaðan er rjómaísinn? Flestir eru sólgnir í ís. Viö fáum okkur ís viö ýmis tæki- færi og gjarnan þegar hitnar í veöri á sumrin. Sumir láta þó vetrarkulda ekkert á sig fá og borða ísinn sinn hvenær sem færi gefst. Það er þó ekki langt síðan farið var að selja ís allt árið. Talið er að fyrir 60 árum hafi fyrst verið farið að selja ís á veturna. ísinn er þó orðinn gamalt fyrirbrigði því land- könnuðurinn Marco Polo bragðaði ís hjá austurlanda- búum snemma á miðöldum. ísinn er því örugglega orðinn mörg hundruð ára. Marco Polo flutti með sér uppskrift af rjómaís til heimalands síns ít- alíu og þaðan barst siðurinn til Frakklands. Frakkar gleyptu við ísnum í orðsins fyllstu merkingu og ísréttir urðu mjög vinsælir þar og annars staðar í Evrópu. 1851 var fyrsta ís- verksmiðjan til í Ameríku og farið var að selja ís í núverandi formi eftir að kælitæknin kom til sögunnar. Gerum okkar besta Nú standa ólympíuleikarnir yfir og allir keppast við að lýsa keppninni í Seoul. Þeir sem keppa á þessum leikum eru flestir fullorðnir og engin börn sjást keppa fyrir sínar þjóðir. í gamla daga kepptu stundum börn og unglingar á ólympíu- leikum og sagt er frá því að á leikum sem haldnir voru árið 368 fyrir Krist hafi 12 ára pilt- ur, Damiskos að nafni orði hlutskarpastur. Ef til vill ættu íslendingar að senda krakka- lið á næstu ólympíuleika. Þjóösagan Hestastuldurinn Séra Eiríkur í Vogsósum varaði bæði smala og aðra stráka í Selvogi við því að taka hesta sína í leyfisleysi og kvað þeim mundu gefast það illa enda vöruðust allir smalar að snerta reiðhesta hans. Tveir drengirbrugðu þó út af þessu. Jafnskjóttog þeirvoru komnir á bak tóku hestarnir undir sig sprett og stefn- du rakleiðis heim að Vogsósum. Réðu drengirnir ekkert við hestana. Þeir ætluðu þá að fleygja sér af baki fyrst þeir gátu ekki stillt hestana, en það dugði þeim lítið því buxurnar voru fastar við hestbökin. „Þetta dugir ekki,“ segir annar þeirra. „Við verðum að losa okkur af hestunum. Annars komumst við í hendurnar á séra Eiríki og af því verðum við ekki öfundsverðir.“ Síðan tekur hann upp hjá sér hníf og sker klofbótina úr buxunum og komst við það af baki. Hinn hafði annað hvort ekki lag til þess að beita þessu bragði eða hann þorði ekki að skemma bræk- Það er nú það í sumar var sagt frá því í Barnablaðsíðunni hvaðan sumarmánuðirnir draga nafn sitt. Nú er komið að því að segja frá haustmánuðun- um. Síðustu fjórir mánuðir ársins hafa allir endinguna ber í heiti sínu. Þetta á þó ekkert sameiginlegt með berjasprettu haustsins heldur eru nöfnin á þessum mánuðum komin úr gömlu rómversku dagatali sem var notað fyrir næstum því tvö þúsund árum. Þá byrjaði árið í mars og september var því sjöundi mánuðurinn. Nafn hans var þá dregið af orð- in Septem sem þýðir sjö. Október var sá áttundi, dregið af októ sem þýðir átta. No- vem þýðir níu og desem þýðir tíu. Þannig táknuðu þessi heiti sjöunda, áttunda, níunda og tíunda mánuð ársins. Hvaða hundur finnur beinið? ur sínar. Hestarnir hlupu heim að Vogsósum, annar með bótina fasta á sér og hinn með strákinn æpandi. Prestur var úti þegar hestarnir komu í hlaðið. Strauk hann þá bótina af baki hins lausa hests en sagði við drenginn sem reið hinum: „Það er ekki gott að stela hestunum hans Eiríks í Vogsósum en farðu af baki og taktu aldrei oftar hestana mína leyfislaust. Lagsmaður þinn var úrr- æðabetri en þú og ætti hann skilið að honum væri sýndur stafur því hann er laglegt mannsefni." Nokkru síðar kom hann til prests. Sýndi prestur honum þá bótina og spurði hvort hann þekkti hana. Piltur lét sér ekkert bregða og sagði presti eins og farið hafði. Var hann lengi hjá presti síðan og honum mjög fylgisamur enda er sagt að prestur hafi kennt honum margt í fornum fræðum. Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar F'inndLuó CO- 20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.