Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR 1 Látið Sjálf- stæðis- I ROSA- GARÐINUM fálkann í friði! Mér, Skaða, finnst það verst af öllu vondu að ekkert fær að vera í friði lengur. Öllu þarf að breyta. Og það flas allt er ekki til fagnaðar nema síður væri. Nú síðast ætlar Sjálfstæðisflokkurinn minn að breyta sínu gamla, góða, sígilda, fallega og virðulega flokksmerki. í staðinn fyrir raun- sannan fálka úr íslenskri náttúru sem sveiflar sínum öflugu vængjum til verndar sínu liði og skelfingar Framsóknarmönnum allra flokka, þá ætla þeir nú að búa til einhvern afstraktfugl sem auðsjáanlega getur ekki einu sinni skitið með reisn. Ég spyr nú bara si sona: er mönnunum sjájfrátt? Ég lagði þessa spurningu fyrir Guðjón frænda minn en þaö var eins og fyrri daginn með þetta unga fólk - hann var mér ekki sammála. Auðvitað er þeim sjálfrátt, sagði hann. Af hverju heldurðu alltaf að allir séu asnar nema þú? Af því að ég er því vanastur, sagði ég Flokkarnir breytast og merkin með, sagði Guðjón. Kommarnir gáf- ust upp við að nota hamar og sigð og reyna að fljóta á bókstöfum sem eru af tilviljun fremstir í stafrófinu og sanna með því móti að hinir fyrstu verða síðastir. Kratarnir lögðu niður örvarnar sínar þrjár sem tákna Frelsi og Jafnrétti og Bræðralag, sem þeir voru orðnir hundleiðir á, og tóku upp rós eða eitthvert blómabúðarskraut í staðinn. Framsókn hafði ekkert merki minnir mig ( eða var það sauðkindin?) og nú hefur hún tekið upp einhver græn grös í minningu um landbúnaðinn sem var. Við eigum ekki að elta þetta pakk, sagði ég. Nei, það gerum við heldur ekki. Við skiptum ekki um tákn eins og þeir hinir gera í sínu kjósendaapaspili. Við barasta breytum aðeins um stíl. Um stíl ? hváði ég. Já, sagðiGuðjón. Stíll verður að vera. Iss, sagði ég, agi verður að vera.sagði góði dátinn Sveik þegar hann var barinn í hernum. Ég vil alminnilegan fugl en ekki einhverja stíl- færslu út í bláinn- Sérðu ekki að breytingin tekur hið fjandsamlega viðmót út úr merki Sjálfstæðisflokksins okkar? spurði Guðjón. Þetta er ekki ránfugl lengur heldur sjálf ímynd flugsins frjálslynda sem líður yfir lifenda bústað og dáinna gröf. Ja svei því. Og hvað gerði það til þótt merkið væri ránfugl? Viltu ekki að þessi kratakommalýður sé hræddur við okkur? Jú frændi, sagði Guðjón. En þeir mega ekki verða of hræddir. Þeir verða að geta þorað í ríkisstjórn án þess að fá þann komplex að þeir séu blessuð rjúpan hvíta en við Óhræsið sjálft sem hana eltir. Og svo er verið að setja fánalitina í dritfjaðrir þessa stílfugls, sagði ég hneykslaður. Til hvurs andskotans, mér er spurn? Það er svo þjóðlegt pg stílhreint að hafa fánalitina, sagði Guðjón. Þjóðlegt? sagði ég. Ég veit ekki betur en við höfum stolið þessum þjóðarlitum frá Norðmönnum sem stálu þeim frá Frökkum sem stálu þeim frá Bretum eða Hollendingum. Það er líka svo traustvekjandi að hafa fánalitina eins og í rakettu- skotlínu undir fuglinn, sagði Guðjón. Traust? spurði ég. Komdu þar. Ef nokkuð er trausti rúið þá er það þessi flokksmerkisómynd þtn. Tókstu ekki eftir því að í þessu nýja merki er búið að kippa undan fálkanum okkar stuðlaberginu sem hann stóð á? Stuðlaberginu sem er náttúrlega táknrænt fyrir hinar traustu fræðilegu undirstöður flokksins sem nú hefur glatað trausti Alberts og útgerðarmanna eins og Einar bjargvættur segir og margra annarra. Og hvað kemur í staðinn fyrir þennan klett í nýja merkinu? Ekki nokkur skapur hlutur, góðurinn. Þar undir er auðn og tóm. Flokksfuglinn er jarðsambandi sviptur og eigrar bara svona í straumum loftsins og enginn veit hvurt... HINN MIKLI EILÍFI ANDIÓKEI Indíáni læknar Flugleiðafólk Pressan HVAÐ GETUR HANN STEBBIGERT AÐ ÞVÍ ÞÓTTHANN SÉSÆTUR? Ég veit satt að segja ekki hvernig það atvikaðist ( að ég varð aðstoðarmaður Jóns B.ald- vins), en ég ímynda mér að íón Baldvin hafi skrifað nöfn allra hæfustu manna sem til greina komu niður á blað og svo hefur mamma hans sagt honum að velj a Stebba frænda Viðtal við Stéfán Friðfinnsson HIÐ ÍSLENSKA DRAMA ER DAUTT Ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar dó úr léiðindum Sama viðtal ÞEIRÆTLA LÍKLEGA AÐ DREPA EINHVERN ísfólkið, bók númer fjörtíu og þrjú er komin út. Hún heitir f blíðu og stríðu. Nú fer að draga til tíðinda í þessum vinsæla bóka- flokki. Fréttatilkynning ALLT HREINT NEMAÞÆR Félagsmálaráðið í bænum (Keflavík) hefur orðið vart við að það skapaðist stundum vandamál af veru varnarliðsmanna hj á vissu kvenfólki. Það má segja að það sé eini bletturinn á annars góðum samskiptum. Bæjarstjórinn í spjalli við Moggann í HINUM BESTA HEIMI ALLRAHEIMA Ég legg áherslu á þrjú atriði við gestaboð? 1. Að bjóðameð nokkrum fyrirvara því eftirvæntingin er skemmtileg. 2. Þegar boðið er gestum með góðum fynrvara eykur það líkur á góðum undirbúningi, og allt heppnast vel sem vel er undirbú- ið. Og þegar allt hefur heppnast vel, er gaman að rifja upp hvað allt var skemmtilegt og við lifum lengi í minningunni. Stóru stundirnar SVONA ERU ÞESSIR KOMMAR Halli ríkissjóðs vex í hverri ræðu Ólafs (Ragnars Gríms- sonar). Fyrirsögn í Tímanum GEGN ÓBÆRILEGUM LETTLEIKA I SM JÖRLÍKI Davíð Scheving Thorrsteins- son víkur úr stjórn Smjörlíkis hf. og aðrir taka við: „Þetta eru þungavigtarmenn og allt einka- vinirmínir“. Fyrirsagnir í Tímanum 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.