Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGSFRÉTTIR Ungfrú Heimur Linda vann Linda Pétursdóttir, vopnfirska stúlkan sem fyrr á þessu ári var valin fegursta stúika á íslandi, var í gærkvöldi krýnd ungfrú Heimur í Lundúnum. Lindu hafði verið spáð góðu gengi í keppninni og hafði verið í öðru sæti hjá veðbönkum í Bret- landi, en stúlka frá Venesúela verið í mestu uppáhaldi hjá Bret- um. Linda var fyrst kjörin ungfrú Evrópa. Þegar kom að því að til- greina hvaða stúlkur skipuðu þrjú efstu sætin magnaðist spenn- an í Royal Albert Hall. í þriðja sæti var ungfrú Bret- land. Ungfrú Kórea var í öðru sæti. í fyrsta sæti var svq Linda Pétursdóttir, ungfrú ísland. Með Lindu í London eru for- eldrar hennar og bróðir. Hólmfríður Karlsdóttir var á sínum tíma kjörin ungfrú heimur og nú fetar Linda í fótspor henn- ar, þannig að íslensk fegurð virð- ist eiga upp á pallborðið. Linda Pétursdóttir þegar hún var krýnd ungfrú ísland á Hótel Islandi sl. vor. Mynd E.ÓI OECD-skýrsla Ekki bent á færa leið OECD vill að hér ríki markaðsvextir. Harmar afskipti stjórnvalda af vaxtamálum. Steingrímur Hermannsson: Ríkisstjórnin knúin tilað veljaaðraleið. Þjóðargjaldþrot blasir við. Svavar Gestsson: Ríkisstjórnin var ekki mynduð til aðframfylgja frjálshyggjustefnu Ríkisstjórnin er knúin til að taka upp aðra stefnu en hér hefur verið fylgt við stjórn efna- hagsmála síðustu árin. Sú stefna hefur ekki skilað árangri og nú er svo komið að meginþorri útflutn- ingsatvinnuveganna er gjald- þrota, sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra þeg- ar bornar voru undir hann niður- stöður nýrrar skýrslu um efna- hagsástandið á íslandi frá Efna- hagssamvinnu og þróunar- stofnunni (OECD). í skýrslunni er talið að á árinu 1987 hafi skort hér á „aðhald í eftirspurnarstjóm sem leiddi til þess að þensluástand skapaðist." Varað er við því að leggja of mikla áherslu á að koma í veg fyrir atvinnuleysi, það geti leitt til svo mikillar linkindar gagnvart verðbólguhvetjandi þrýstingi frá vinnumarkaðinum. OECD vill að aðgangur við- skiptabankanna að lánum hjá Seðlabankanum verði enn tak- markaður. Talið er rangt að sumar greinar (þ.e. húsnæðis- lánakerfið) „hafi greiðan aðgang að lánsfé á hagstæðum kjörum" og lagt er til að ríkisábyrgð á starfsemi fjárfestingalánasjóða verði takmörkuð. Nýleg afskipti stjórnvalda af vaxtaákvörðunum eru talin skref aftur á bak. „Nauðsynlegt er að koma aftur á markaðsvöxtum eins fljótt og kostur er til að tryggja að raun- vextir lækki ekki um of. Þegar þessi skilaboð voru bor- in undir Svavar Gestsson menntamálaráðherra sagði hann að sér sýndist að OECD legði til að haldið væri áfram á braut frjálshyggjunnar. „Sú ríkisstjórn, sem nú situr, var ekki mynduð til þess að framfylgja þeirri stefnu sem hefur orðið þjóðinni ákaf- lega dýr. Við lok setu Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjórn um hálfs ár- atugs skeið stöndum við frammi fyrir þjóðargjaldþroti samkvæmt því sem haft er eftir forsætisráð- herra. „Þessi skýrsla er meira og minna í samræmi við það sem þeir hafa hin síðari ár sagt um íslensk efnahagsmál og í henni er svipaður andi og í því sem þeir segja um efnahagsmál annarra þjóða,“ sagði Birgir Árnason hagfræðingur í viðskiptaráðu- neytinu. „En það stingur í augun að skýrslan er strax orðin dálítið gömul. Þeir fylgjast ekki jafn- grannt með málum og við sjálfir og hafa því ekki jafnmiklar áhyggjur af versnandi ástandi. Þótt samningu skýrslunnar sé ný- lega lokið hafa meginlínurnar verið lagðar löngu fyrr. Þeir boða almennar umbætur á efnahag- skerfinu í stað þess að ræða um hvernig á að bregðast við erfið- leikum. Hugsanagangur OECD- manna fylgir meginstraumum og þótt þau sjónarmið eigi rétt á sér, þarf að taka tillit til þeirrar sér- stöðu sem ytri skilyrði búa okkur. Þrátt fyrir þetta er ljóst að það er fyllsta ástæða til að hlusta á það sem þessir menn segja þótt ljóst sé að þeir eru óvanir að fást við verðlagsbreytingar af þeirri stærðargráðu sem við þekkjum, eða það hvernig á að ná niður 20-30% verðbólgu á tveimur til þremur mánuðum. Steigrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði að það lægi fyrir að höfundar OECD- skýrslunnar hefðu haft samráð við embættismenn í stjórnkerfinu. „En þeir töluðu ekki við mig,“ sagði hann, „og ekki aðra ráðherra svo að ég viti til. Þeim hefði ugglaust verið hollara að hlusta á forsvarsmenn frystihúsanna en að byggja um of á upplýsingum frá embættis- mönnum í Seðlabankanum. Boð- skapur þeirra er fjarri raunveru- leikanum því að hann er ekki grár heldur svartur." Steingrímur sagði að búast mætti við frekari aðgerðum til að lækka raunvexti. Þar væri um ýmsar leiðir að velja. Það væri t.d. ekki sjálfgefið að Seðlabank- inn héldi uppi háum vöxtum (8,5%) á svokölluðu kaupþingi eða greiddi ekki vexti af bundnu fé bankastofnana. Þá hlyti minnkandi þensla að leiða til minni ásóknar í lánsfé. ÓP Föstudagur 18. nóvember 1988 NYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9 Jón segir nei við Palestínu Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir ótímabært að viðurkenna ríki Palestínu sem Palestínska þjóðarráðið lýsti yfir stofn- un á í þessari viku. Utanríkisráðherra segir það í andstöðu við viður- kenndar reglur og venjur í þjóðarrétti að viðurkenna hið nýstofnaða ríki. Vænlegasta leiðin til að koma á varanlegum friði í Mið- Austurlöndum sé að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu undir merki Sam- einuðu þjóðanna. Hann minnir einnig á hugmyndir George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna til lausnar vandanum, sem Jón segir að séu athygliverðar. Kvótar á dagvist Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, hefur lagt fram fyrirspurn í borgarstjórn þar sem hún spyr hvenær svokallaður 10% kvóti fyrir börn giftra og sambúðarforeldra inn á dagvistarheimili hafi verið numinn úr gildi. Kristín spyr vegna yfirlýsingar Önnu Á. Ólafsdóttur formanns stjórnar Dagvistar barna, í útvarpsþætti þar sem Anna fullyrti að þessi kvótaregla hefði verið lögð af. Anna sagði þetta koma fram í bókun frá því í nóvember 1984. Kristín vill fá að vita hvernig þessi bókun hljóðar, hverjir samþykktu hana og hvernig hún var afgreidd í borgarstjórn. Þá vill Kristín fá að vita hvernig umsóknir barna giftra og sambúðarforeldra eru meðhöndlaðar. Úhressir hjá Landhelgisgæslu Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru óhressir með þau áform að gera varðskipið Óðin ekki út á næsta ári. Skorar starfsmannafélag Gæslunnar á stjórnvöld að gera skipið út ásamt hinum tveimur skipum Gæslunar og að Gæslan taki Vitastofnun íslands yfir. Fráleitt sé að taka Óðin úr umferð og verði það gert hafi Gæslan misst helming skipa sinna á aðeins 5 árum. Það skjóti skökku við að þegar íslendingar geri kröfu til stærri efnahagslögsögu og aukins öryggis sjófarenda og ann- arra landsmanna sé Landhelgisgæslan skorin niður. Starfsmennirnir segjast treysta því að dómsmálaráðherra og stjórnvöld sjái til þess að þjónusta Gæslunnar verði ekki skorin niður. Halli á einkageiranum f skýrslu sem Fjárlaga- og hagsýslustofnun hefur sent frá sér kemur fram að halli á ríkisbúskapnum hefur ekki verið eins viðvarandi og ætla mætti. Á sex ára tímabili sem var kannað kom í ljós að að einungis var halli á ríkisbúskapnum á tveimur árum þessa tímabils, samkvæmt þrengstu skilgreiningu. Hins vegar var halli á einkageiranum öll þessi ár og var hallinn umtalsverður sum árin án tillits til skilgreininga. í skýrslunni segir að skuldir hins opinbera séu ntinni hér en í flestum öðrum ríkjum Vestur-Evrópu. Gamli Stýrimannaskólinn Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd til að gera tillögur um framtíðarnýtingu gamla Stýrimannaskólans sem síðast hýsti starfsemi Vesturbæjarskólans og áður Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. í tilkynn- ingu frá ráðuneytinu segir að húsið sé gamalt og virðulegt timburhús. íbúasamtök Vesturbæjar og Foreldra og kennarafélag Vesturbæjar- skóla hafa lýsti áhuga sínum á að í húsinu verði aðstaða fyrir menningar- og félagsstarf í hverfinu. Sömu aðilar leggja áherslu á að skólalóðin verði áfram leikvöllur barnanna í hverfinu. Heimur í brennidepli Rauði krossinn er 125 ára um þessar mundir og hafa alþjóðasamtök hans ákveðið að efna til alþjóðlegrar ljósmyndasamkeppni af því tilefni. Yfirskrift keppninnar verður „Rauði krossinn-heimur í brenni- depli.“ Myndirnar í keppninni eiga að sýna sem best þá þjónustu sem Rauði krossinn veitir og áherslu hans á mannúð og umhyggju fyrir lífi fólks. Jafnt atvinnuljósmyndarar sem áhugamannaljósmyndarar geta sent 5 myndir inn til keppninnar. Þær mega þó ekki vera eldri en þriggja ára. Fyrstu verðlaun eru ferðalag til myndatöku á svæði þar sem Rauði krossinn vinnur. Myndirnar verða að berast fyrir 31. des- ember til Rauða krossins að Rauðarárstíg 18. Gúmmítékkatal harmað Samband íslenskra viðskiptabanka harmar þau ummæli Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra að bankar hvetji til útgáfu inni- stæðulausra ávísana. Steingrímur gaf þetta til kynna á fundi Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna á miðvikudag. í ályktun frá SÍV segir að útgáfa ávísana án innistæðna eða án heimildar sé verknaður sem varði við lög og sé refsiverður. Löggan heiðrar Davíð Það vakti athygli þegar Davíð Oddsson borgarstjóri kom til vígslu nýrrar skolpdælustöðvar við Skúlagötu á dögunum, að lögregluþjónar stóðu heiðursvörð og fánar blöktu eins og leggja ætti blómsveig að stalli Jóns Sigurðssonar. Lögreglan sá einnig um að gestir í sérstaka veislu borgarstjórans kæmust hindrunarlaust að Höfða. Dælustöðin á að dæla skolpi frá miðbænum og hluta austurbæjar út á Laugarnes þaðan sem því er svo dælt á haf út. Nú er búið að reisa þrjár dælustöðv- ar við norðurströnd borgarinnar. Næsta verkefni er að endurnýja skolplagnir á suðurströndinni. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.