Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 22
Aðsegja
það
án þess
að segja
það
Gyrðir Elíasson:
Bréfbátarigningin.
Mál og menning 1988.
Fátt er vanþakklátara en gefa
upplýsingar um efni nýrrar bókar
- ekki síst þessarar hér. Hún
geymir fjórar sögur tengdar. Pað
gerist fátt í venjulegu atburða-
mati. Og þó: í þriðju sögunni fær
drengur sá vængi að gjöf, sem í
fyrstu sögunni lék sér við telpu
sem drukknaði skömmu síðar í
tjörn og sjálfur er hann, vaxinn úr
ÁRNI BERGMANN
grasi, að ganga í dauða í vatni í
síðustu sögunni. Og fleiri þræðir
Iiggja um sögurnar allar og tekur
sinn tíma að finna þá.
Gyrðir Elíasson skrifar blátt
áfram vel. Það er mikil hlýja í
sérstæðum stíl hans, þar sem oft
er farið yfir sögusviðið í stökkum
eins og ljóðskálda er háttur, og
samt er enginn asi á höfundinum,
öðru nær. Hann leitar ekki áhrifa
sem við freistumst til að kalla
dramatísk. heldur segir jafnan
færra en fleira. Tökum dæmi af
fyrstu sögunni um telpuna
Heiðu, sem er í óútskýrðri vist
hjá einsetumanninum Axel.
Atvikin eru ekki flokkuð eftir
venjulegu mikilvægi. Við getum
ánetjast áhuga á smáatriðum sem
sýnast nauða ómerkileg og fyllst
undarlegri spennu eftir því hvort
eitthvað rætist úr þeim. Og sætt
okkur við það að þau séu kannski
ekki aftur tekin upp í söguvefinn.
Um leið er ekki lítið úr því gert að
þegar Axel dregur hundinn, vin
telpunnar, út í hænsnakofa til að
skjóta hann, þá hafa gerst mikil
tíðindi og ill og munu draga dilk á
eftir sér. Pað er sagt án þess að
segja það. Á þeirri list hefur
Gyrðir Elíasson góð tök.
Þetta eru sögur eftir ljóðskáld,
það fer ekki á milli mála. „Pað
var eins og svart blóm opnaðist
fyrir grárri sól þegar hann sagði
þetta“ segir á einum stað, en
næsta setning er þessi: „Ég ýtti
frá mér tebollanum og fann mag-
ann herpast.“ Með öðrum orð-
um: Tilfærslur á milli stílsviða og
jafnvel tilvistarsviða eru ein-
kennilega auðveld, sjálfsögð,
laus við tilgerð, sýnilega á-
reynslu. Og öllu saman fylgir viss
tegund hógværrar gamansemi.
Skoðum Vængmanninn sem hef-
ur látið drauminn rætast:
„I rökkri spenni ég á mig væng-
ina, opna glugga á hanabjálkan-
Gyrðir Elíasson.
um. Glerhiminn tekur við mér. Á
fluginu er ég stundum með
eitthvað að lesa, oftar en ekki
Stjörnufræði Björns Jenssonar
Latínuskólakennara, gamalt
kver í fjólubláum lúðum spjöld-
um. Vængirnir eru svo hugvit-
samlega hannaðir að handlegg-
irnir eru að mestu frjálsir, og ég
er með lítið vasaljós, rýni í kver-
ið, glöggva mig hikandi á stjörnu-
merkjum, bæri vængina ofur-
hægt.
Það er engin hollusta í að fljúga
strax eftir kvöldmat, svo ég læt
fara vel um mig heima, horfi svo-
lítið á sjónvarp, helli upp á hverja
kaffikönnuna af annarri, og þeg-
ar tími er kominn til að ganga upp
stigann er ég orðinn glaðvakandi,
hvert skilningarvit vel á verði.“
Pað mætti lengja telja upp það
sem ekki er í þessum sögum, en
það er sem er. Þangað komið á
einhvern undirfurðulegan og
vandvirkan máta, sem lesandinn
finnur ekki hvöt hjá sér til að and-
mæla. Gyrði Elíassyni liggur ekki
hátt rómur, hann talar svo lágt að
varla heyrist, en sá sem hlustar
hefur vel varið sínum tíma.
Árni Bergmann
Guði til dýrðar!
Pólýfónkórinn hélt upp á þrjá-
tíu ára afmælið í Háskólabíói,
þann 10. nóvember. Nú var
breytt út af venju með efnisval.
Tónleikarnir voru eins konar
þverskurður tónlistarsögunnar í
400 ár. Þeir hófust á upphafi og
endi Maríulofsöngva hins göfuga
meistara Claudio Monteverdi.
Það verður hátíð þegar þetta
mikla verk heyrist hér í heild. Á
helgidegi. Annað kemur ekki til
mála. Og í fagurri kirkju sem
hæfði tónlistinni, helst barokkir-
kju. En þá vandast málið því slík
musteri fyrirfinnast ekki hér á
landi. Flutningur þessa brots úr
Maríulofsöngvum tókst ágæt-
lega. Mikið hefði svo verið yndis-
legt að heyra gáfaðasta lærisvein
Monteverdís. Eri það var
Heinrich Schútz. Hvenær í ósk-
öpunum fara þeir að flytja hann
hér? Jólasöguna, passírurnar,
Upprisusöguna, Musikalische
exequien (getur ekki eitthvert
stórmenni farið að deyja svo hægt
verði að syngja yfir því?), Da-
víðssálma, Symphoniae Sacrae?
Hvenær, hvenær? Ég er orðinn
paranoid af að boða látlaust fagn-
aðarerindi þessa meistara án þess
að nokkur taki mark á mér.
Bráðum verð ég brjálaður og
heyri raddir sem segja: „Það er
tónlistarlífi voru til hreinnar
skammar að vér skulum ekki
flytja eitthvert stóru snilld-
arverka hins óviðjafnanlega
Heinreks Bogamanns."
SIGURÐUR ÞÓR
GUÐJÓNSSON
Magnificat eftir Bach var næst
sungið og leikið. Kórinn var
fremur lokaður og þröngur en
söng fallega innan þeirra tak-
marka. Söngvararnir voru æði
misjafnir. Elísabet Eiríksdóttir
og nafna hennar Erlingsdóttir
óöruggar og stífar. Það vantaði
eðlilegt streymi og bláttáfram-
leika í söng þeirra. Þetta var eins
og barn hálfpartinn að stama.
Gunnar Guðbjörnsson hefur fall-
ega rödd og beitir henni vel en
skortir raddstyrk. Kristinn Sig-
mundsson og Sigríður Ella Magn-
úsdóttir báru af og sungu mjög
glæsilega. Ekki aðeins tæknilega
heldur líka hvað varðar skilning á
tónlistinni og því andlega inni-
haldi sem hún býr yfir. Ég get svo
ekki orða bundist yfir mjög góð-
um óbó og flautuleik í þessu
merkilega verki Sebastian Bachs.
Eftir hlé söng kórinn hið stór-
fenglega Te cleum eftir Verdi. Og
gerði það alveg skínandi vel. Ég
myndi segja aÓ flutningurinn
hefði verið „glæsilégt afrek“, ef
ekki væri svo kauðalegt að segja
svoleiðis. Þetta var hápunktur
tónleikanna. Carmina Burana
eftir Carl 'Orff sem lauk tón-
leikunum tófcst reyndar einnig
mjög vel. En'.þetta er bara svo
ferlega frumstæð tónlist þó hún
sé stuðandi og skémmtileg. Nas-
istarnir voru veikíf fyrir henni.
Auk þessara stærri verka var
fluttur listavel fanga’kórinn úr
Nabucco eftir Verdi. Ogrþessi un-
aðslega melódía er alltaf jafn ný
og sterk. Þá var sunginn kvartett
úr Stabat Mater Rossinis rétt
sæmilega. Og loks sungu Sigríður
Ella og Gunnar Guðbjörnssón
aríur úr Carmen. Það var góð rút-
ína. Mér leiðist Carmen. Hún er
kannski ekki vond músik, en
„Ég er alveg gáttaður á Ingólfi."
þreytandi til lengdar. Það er hol-
ur hljómur í henni. Og hljóm-
sveitarútsetningin er þröngsýn
einhvern veginn.
Þessir afmælistónleikar Pólý-
fónkórsins voru merkilegur at-
burður. Fyrst og fremst vegna
þeirrar sögu að kórinn skuli hafa
starfað í þrjátíu ár hér í andleysis-
landinu. Sú staðreynd er svo
leyndardómsfull og ótrúleg að ég
hefekki ímyndunarafl til að skiija
þann mann sem hefur slíkt úthald
og eldmóð. Þessi Ingólfur er lík-
lega einhver furðulegasti fslend-
ingur sem sögur fara af og hafa þó
margir landar vorir verið næsta
undarlegir. Ég er alveg gáttaður á
honum. Orðlaus. Þess vegna slæ
ég nú sem skjótast botninn í þessi
skrif. En ef ég mætti að lokum
velja óskalög fyrir næsta til-
hlökkunarkonsert, vildi ég vekja
athygli á gömlu góðu pólýfóní-
unni: Des Prés, Palestrina, Lass-
us, Victoria, Byrd og þeim
gaurum. Það væri himnasæia að
heyra þeirra hreinu og háleitu
tónlist á okkar yfirborðsöld
skarkala og skelfinga. Guði til
dýrðar! Guði til eilífðrar dýrðar!
Sigurður Þór Guðjónsson
22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. nóvember 1988