Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 15
Föstudagur 18. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15 Matthías Þórðarson virðist hafa verið hræddur um að þessi haugur og rúnasteinn kynnu að valda deilum því þegar hann kynnir þennan stein, þá talar hann um skreytið á honum og segir að það sé kristni kross skreyti á honum sem standi á heiðnum rótum, á víkingaalda rótum. Hann fyrirbyggir því deilur um steininn. Hér skammt frá hvílir Sveinbjörn Egilsson skáld og á hans legsteini eru mjög fallegar rúnir. Seinna kom svo hugmynd- in um að nota íslenska stuðla- bergið. Þeir steinar eru flestir í þeim hluta garðsins sem tekinn var í notkun 1905. Þá kom upp þessi snögga þjóðrækni og ég held að Björn Jónsson ráðherra, sé sá fyrsti með stóran stuðla- bergsdrang yfir sér. Stuðlabergið varð að sækja austur í Hrepphóla eða í Baulu og fyrir bílaöld var það ákaflega erfiður flutningur. Það er feiknalega margt skrítið að sjá hérna. Þarna sjáum við í stein sem sólin skín á. Á þeim steini er merki íþróttafélagsins Vals, þannig að hér eru ekki bara kristileg táknmerki. Það er af- sakanlegt þarna, því þessi maður sem þarna er grafinn var eigin- lega drepinn á fótboltavelli." Kennslubók í stílsögu og táknfræði Björn er spurður að því hvern- ig áhugi hans á kirkjugarðinum kviknaði. „Áhugi minn á garðinum er orðinn gamall því að þegar ég byrjaði að kenna listasögu hér við Myndlistarskóla íslands upp úr 1950 þá var mjög lítið um söfn og sýning^r hér. Þá fórum við alltaf einusinni í viku til þess að skoða eithvað, kirkjur og annað. Þegar ég var að kenna stílsögu og mig vantaði dæmi um nýklassík, ný- gotík eða rómantík í ornament- um og symbolum, þá var auðvit- að alveg upplagt að fara með nemendurna hingað. Hér eyddi ég mörgum kennslustundum í þessum garði. Þá var ennþá skaplegt í skólum þannig að það var rúmt um stundatöflu og menn höfðu tíma til þess að fara út úr húsi. Það eru því margir árgangar af lista- mönnum sem hafa kynnst skreytisögu og stílsögu með hjálp þessa garðs og þekkja hann vel að vori til. Það er geysimikið hér af merkilegum táknum, en í bókinni fjalla ég mikið um táknfræðina og svo er fléttað inn í þetta skringi- legheitum um fólkið sem undir hvílir, ef það á einhverja skemmtilega sögu.“ Sigurður Breiðfjörð Áfram er haldið og nú í áttina að hliðinu við Suðurgötuna, en þar er sá steinn sem flestir þekkja, steinn Sigurðar Breiðfjörð, rímnaskálds. Á leiðinni er stansað við legstein sem er skreyttur með stórri úrnu. „Þetta er gott dæmi um það hvernig symbólíkin getur unnið. Þegar Pompei og Herkulaneium voru grafnar úr ösku kom mikið upp af úrnum með ösku. Þess- vegna varð úrnan einskonar dán- artákn og úrnan er mjög algeng hér, þó svo að fólkið sé ekki brennt. Þegar Jón Sigurðsson var grafinn hérna, þá var svo mikið fjölmenni að menn óttuðust að ekki væri hægt að koma öllum fyrir. Þá var stígurinn breikkaður og tekin upp þó nokkuð mörg leiði og flutt til þess að menn kæmust fyrir. Leiði Sigurðar Breiðfjörð hefur verið út í þenn- an stíg. Þarna er Siggi séní, Sigurður Guðmundsson málari og leiði nafna hans var þar rétt hjá. Leg- steinn Sigurðar Breiðfjörð var svo fluttur og steinhöggið á leg- Björn segir frá hlálegum eftirmálum steinkögguisins sem eitt sinn var á leiði Sigurðar Breiðfjörðs en var fluttur vegna útfarar Jóns forseta. stein hans er fyrsta íslenska steinhöggið í garðinum. Það er eftir Sverrir Runólfsson, steinhöggvara. Það var Leikfélag andans, Kvöldfélagið, sem lét gera þennan stein. í Kvöldfé- laginu voru rnargir ungir mennta- menn í Reykjavík og m.a. Sig- urður málari, en hann teiknaði hörpuna á steininum. Þetta er skrítinn steinn að því leyti að fram að þessum tíma voru allir legsteinar á íslandi láréttir, liggjandi. En þeir ákváðu að hafa hann svona og Matthías Joc- humsson kallaði hann steinkögg- ul. Þetta er í rauninni ekki bautasteinn, heldur steinköggull. Skömmu síðar heggur svo Sverrir Runólfsson fyrsta uppi- standandi steininn. Hann er hérna rétt hjá, yfir Gísla Hjálm- arssyni, lækni. Þess steinn yfir Sigurði Breiðfjörð átti sér svo ákaflega hláleg eftirmál. Nokkru eftir að steinninn var reistur spunnust út af honum mikil málaferli, en öll málskjöl frá þeim eru til á Þjóðskjalasafninu. Sverrir Run- ólfsson stefndi Sigurði málara til greiðslu á þessum steini. Þá var Leikfélag andans dautt og aumingja Siggi séní blankur og þetta urðu mikil og hláleg mála- ferli. Þetta var snemma ársins 1874. Þetta er eini steinninn í garðin- um sem menn hafa veitt verulega athygli vegna þess að hann kemur fyrir í Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi hjá Halldóri Laxness." Líkhúsið Það hefði verið hægt að eyða heilli viku með Birni í Hólavalla- garði en tíminn frá fæðingu til dauða er takmarkaður og ýmsu þarf að koma í verk á því skeiði, m.a. að koma þessari upplifun í garðinum yfir á ritað mál svo les- endur Nýja Helgarblaðsins 'geti fengið reykinn af réttunum sem Björn framreiddi á röltinu. Á leiðinni út úr garðinum er stað- næmst við enn eitt leiðið. „Hérna er eitt symbólið sem er sjaldgæft. Menn voru að hverfa frá þessu symbóli á 19. öld. Þetta er stundaglasið sem var ákaflega algengt á miðöldum og öfuga blysið fyrir ofan stundaglasið er líka ákaflega sjaldgæft. Þetta er suðrænn siður, þegar menn eru jarðaðir þá er kertunum steypt.“ Guðrúnar Oddsdóttur. Á undirstöðunni er mynd af logandi lampa, en í táknfræð- Krossinn á gröf Vökumanns garðsins, inni sameinar lampinn Vöku og Nótt. Þegar við göngum fram hjá klukknaportinu uppfræðir Björn okkur um það að þarna hafi lík- húsið staðið áður fyrr. „Það var ekkert ómerkilegt hús. Það stóð í 111 ár og þjónaði mörgum tilgangi. Þetta var líkhús og kapella og svo var það „atrum anatomikum" því allar krufning- ar læknastofu íslands fóru fram hérna. Svo var það flutt í Fossvog og þessi klukknaturn reistur vet- urinn 1950-1951. Þannig að lík- húsið hérna gegndi mörgu hlut- verki, fyrir utan að það kemur fyrir í Ofvita Þórbergs, í sam- hengi sem við ekki ræðum um hér.“ _Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.