Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 23
Einmana leikur
Leikhúsið í Djúpinu
Óvinurinn eftir Hörð Torfason
Leikari: Þröstur Guðbjartsson
Leikstjöri, ieikmynd og tónlist: Hörð-
ur Torfason
Búningur: Gerla
Lýsing: Lárus Björnsson
Kjallari Hornsins í Hafnar-
stræti, Djúpið, hefur um langt
skeið skotið skjólshúsi yfir smá-
gerða tilraunastarfsemi á lista-
sviðinu. Kjallarinn er ekki
beinlínis vel fallinn til leiksýn-
inga, en dugar þegar einleikur er
á ferðinni með fáum eða engum
leikmunum og litlum tiltektum.
Núna er Leikhúsið í Djúpinu,
sem er í rauninni Hörður Torfa-
son, að sýna í Djúpinu lítinn ein-
leik eftir Hörð sem er fluttur af
Þresti Guðbjartssyni.
Pað skal fyrst til tekið að leik-
flutningurinn er mikil þrekraun
og stenst Þröstur hana með prýði.
Hann er einn að í nær fimm
stundarfjórðunga, látlaust, á full-
um dampi og heldur fullri ein-
beitingu og athygli. Leikur hans
hleypur ekki á mörgum nótum á
skala mannlegra tilfinninga, en
skýringar á því er að finna í texta
höfundar. Raddbeiting og lík-
amsbeiting eru með ágætum og
mikill kraftur í túlkun Þrastar.
Efni einleiksins er tilvera
mannssálarinnar: „Fyrirbrigðið“
liggur í upphafi leiksins á gólfinu.
Það er nótt og skarkali í kringum
okkur. Mannkertið hrekkur upp
með andfælum, tuldrar um
draumfarir, en tekur sig svo sam-
an í andlitinu og fer að leika við
áhorfendur. Þessi óskilgreinda
persóna er forsögulaus, á sér
enga framtíð heldur, en sveiflast
um í núinu milli óráðinni kennda,
efasemda, ofstopa og vonleysis.
Allt tal þessa fyrirbæris er ger-
sneytt hversdagslegum vísunum,
en fullt af almennri tilfinninga-
semi og verður því hluttekning
PÁLL BALDVIN
BALDVINSSON
okkar hálf óskýr. Manni er sama
um örlög þessa fyrirbrigðis. Og á
köflum fer hugurinn að leita burt
frá efni textans, þótt atgervi
leikarans haldi manni föstum.
En höfundurinn hefur þegar
lýst á síðum þessa blaðs tilgangi
sínum og áhorfandinn er satt að
segja ekki miklu nær: að sigrast á
skugganum í sjálfum sér. Og
innan þeirra óljósu endimarka
sem leiknum eru settar gengur
textinn upp og leikaranum má
einum þakka það. Höfundurinn
hefur skapað óráðna og daufa til-
finningu með textanum, en ekk-
ert meir. Fyrr en í bláenda
leiksins þegar fyrirbrigðið er loks
frjálst og skiptir um ham, breytir
um kyn og klæðist í ljósaskiftum
kvenbúningi. Hafi það verið ætl-
un höfundar að sýna okkur
hremmingar og sálarangist klæð-
skiptings ellegar útgöngu úr skáp
hommans, hefði hann að ósekju
mátt koma hugsun sinni í ljósara
form.
Aö vera gagnrýninn
Ef tilfinninguna vantar verður gagnrýni afneitun; ef áhugann
vantar verður hún sófismi
Þegar fólk er spurt hvað það sé
að vera gagnrýninn heyrist jafnan
svarið að það felist í hæfileika til
að geta horft á mál frá fleiri en
einni hlið. Sú skilgreining er
ábyggilega góð til daglegs brúks
og flestir geta tekið undir hana.
En það getur verið tilefni til að
skoða þessa skilgreiningu nánar
og spyrja hvað felist í að horfa á
mál frá fleiri en einni hlið og
hverjar þessar hliðar séu.
Að vera gagnrýninn er fyrst og
fremst að efast: trúa aldrei því
sem liggur í augum uppi. Hlutirn-
ir eru nefnilega ekki sjálfgefnir,
ella væri engin ástæða til að hugsa
eða fjalla um þá. Við hljótum sí-
fellt að leita að annarri skýringu,
öðrum sannleika, æðri þeim er
sést á yfirborðinu.
Gagnrýni væri ástæðulaus, ef
ekki væru skiptar skoðanir um
þennan sannleik. Röksemda-
færsla, deilur og gagnkvæm
gagnrýni gefa til kynna að hlut-
irnir séu ekki eins og þeir virðast
vera eða eins og þeir ættu að
vera, en með aðstoð
gagnrýninnar reynum við að
skapa samræmi milli þess hvernig
við skiljum og skynjum fyrirbær-
in.
Marxisminn hefur um áratuga
skeið verið í fylkingarbrjósti
gagnrýni á auðvaldsþjóðfélagið,
og þó að hann gegni ekki sömu
lykilstöðu í rannsóknum og sam-
félagsumræðu og á 7. og 8. árat-
ugnum, þá hefur gagnrýni marx-
ismans á stéttaþjóðfélagið leitt til
niðurstaðna sem seint verður
hnekkt.
Gagnrýni er deila. Ef sú skil-
greining stenst, að gagnrýni sé
hæfileiki til að horfa á mál frá
fleiri en einum sjónarhóli, þá er
sjálfgefið að spurningin um
gagnrýnina hljóti að hafa fleiri en
eina hlið. Menn verða aldrei sam-
mála um hvað gagnrýni sé, eins
og sést greinilega á
stjórnmálasviðinu: á Alþingi, þar
sem fulltrúar stjórnarflokkanna
segjast vera að gagnrýna ands-
töðuna á meðan hún fyrir sitt
leyti tekur þetta engan veginn
sem gagnrýni. í hagsmunapólitík
er ekki pláss fyrir gagnrýni þegar
aðilar hafa fyrirfram ákveðið að
vilja ekki sjá annað en sína hlið
málsins. Og varla er algengt að
skipta um flokk margoft í þing-
umræðum, þó að andstæðingar
kunni að bera einhverjum slíkt á
brýn.
Nú er ekki meiningin að fjalla
hér um gagnrýni eins og hún
kemur fyrir í stjórnmálaumræð-
unni, heldur um hvað það sé að
vera gagnrýninn í námi og rann-
sóknum. Stjórnmálamenn eru
einfaldlega góð dæmi, vegna þess
að þeir eru (oftast) lélegir leikar-
ar og ýkja hlutverk sín um of þeg-
ar þeir eru að auglýsa stefnuskrá
sína.
Og þarna kemur næsta ein-
kenni gagnrýninnar í ljós: nauð-
syn þess að vera bundinn
viðfangsefninu, sem verið er að
gagnrýna, tilfinningaböndum, en
geta jafnframt horft framhjá
þessum tengslum í því skyni að
þróa viðfangsefnið. Ekki er hægt
að ganga út frá því að allir stúd-
entar í háskólanámi hafi áhuga á
því sem þeir eru að læra eða beri
tilfinningar til viðfangsefnisins,
en samt sem áður er gagnrýni órj-
úfanlega bundin áhuga og tilfinn-
ingum, og ef það skortir verða
þeir einfaldlega fúlir og kæru-
lausir. Ef tilfinninguna vantar
verður gagnrýnin að afneitun, en
það er eitthvað allt annað. Ef
áhugann vantar verður gagnrýnin
sófismi eða hræsni, sem er líka
allt annað.
Ef gagnrýni er borin saman við
það að lifa í hjónabandi, þar sem
báðir aðilar bera (vonandi) sam-
búðina fyrir brjósti og geta séð
viðfangsefnið frá báðum hliðum,
þá kemur maður auga á þriðja
einkenni gagnrýninnar; viðleitni
hennar til að láta viðfangsefnið
þróast. Hugsaðu einfaldlega um
rifrildin við makann - og þú hefur
megin einkenni gagnrýninnar í
hnotskurn.
Þegar við erum að gagnrýna
ýmis vísindi og kenningar von-
umst við til að hægt verði að þróa
þau fram að nýjum niðurstöðum
og möguleikum. En einmitt hér
ber okkur að vera á varðbergi og
gagnrýnin. Spurningin er nefni-
lega sú, hvort leit okkar að nýjum
niðurstöðum byggist á almennri
forvitni og framsækni mannsins,
eða að hversu miklu leyti drif-
fjöðrin sé vandamál (svelti,
mengun, stríð, tómleiki og þess
háttar) sem við erum þvinguð til
að reyna að leysa. Það væri merki
um mikilmennskubrjálæði að
halda (eingöngu) hið fyrsta.
Maðurinn lifir samkvæmt
sterku vellíðunarlögmáli sem
segir honum að hreyfa sig ekki
nema nauðsyn beri til. Þannig
þekkja til dæmis flestir stúdentar
við Háskóla íslands hvað það get-
ur verið erfitt að koma sér í gang
ÞÓRUNN
SIGURÐARDÓTTIR
Börn eru bestu
uppalendurnir
„Mamma, segðu mér í algjörri
hreinlægni. Ertu byrjuð að
reykja?"
(Aður en lengra er haldið skal
orðið hreinlægni útskýrt, en það
setti dóttir mín saman úr orðun-
um hreinskilni og einlægni og
mér finnst það býsna gott orð.)
Það var sem sagt dóttir mín
sem spurði mig komna á
fimmtugdaldur að þessu með
sama vandlætingartóninum og ég
notaði á son minn sautján ára
þegar ég spurði hann að þessu
sama. Sem betur fer svöruðu
bæði neitandi, enda þótt ég hafi
stolist í sígarettur (oftast undir
áhrifum áfengis) undanfarin 25 ár
og æfinlega fengið meiri móral en
af flestu öðru sem ég hef tekið
mér fyrir hendur í slíku ástandi.
En sem sagt við reykjum ekki
hér.
Dóttir mín var ákaflega fegin
og eiginlega veit ég ekki hvað hún
hefði gert við mig ef ég hefði svar-
að iátandi.
Astæðan fyrir því að ég segi frá
þessu er sú, að ég álít að herferð-
in gegn reykingum, sem háð var í
Á morgun, laugardaginn
19.11., efnir Norræni sumarhá-
skólinn (NSU) til fundar um
gagnrýna hugsun. Framsögu-
maður verður prófessor Páll
Skúlason, en hann hefur veriö
manna duglegastur að kynna
möguleikana á að kenna
gagnrýna hugsun. Jafnframt
verður Norræni sumarháskólinn
kynntur, en auk þess að vera
þverfaglegur og norrænn er ein-
kunnarorð hans einmitt að vera
gagnrýninn. í tilefni fundarins
skrifar Keld Gall Jorgensen,
sendikennari og formaður Nor-
ræna sumarháskólans á Norður-
löndum, eftirfarandi um
fyrr en nokkrum dögum fyrir
próf, þegar alvara lífsins nálgast:
einingarnar og námslánin. Nú,
það er einnig spurning hvort
menn sjá einhverja ástæðu til að
kynna sér starfíð í Norræna
sumarháskólanum, sem gefur
hvorki einingar né námslán, en
krefst' bæði vinnu, áhuga og
gagnrýni. Tækifæri til þess gefst á
fundi sem hefst á morgun kl.
14.00 í Lögbergi, stofu 101.
Fundurinn er öllum opinn.
skólum landsins fyrir atbeina
Krabbameinsfélagsins sé einhver
best heppnaða uppeldisaðgerð
þjóðarinnar allt frá því að henni
var kennt að éta fisk.
Eiginlega held ég að börn geti
kennt hvert öðru og fullorðnum
miklu meira þegar þau taka sig
saman undir góðri stjórn, en við
getum nokkru sinni kennt þeim.
Þau eru svo skemmtilega ofstæk-
isfull og óbilgjörn ef þau eru
sannfærð um réttmæti þess sem
þau eru að gera. Og ég efa að
nokkrir nema börn hefðu getað
„afreykt" þjóðina með þeim ár-
angri sem öllum er nú kunnugt
um.
Þess vegna held ég að það eigi
að nota börn til að kenna okkur
ýmislegt fleira.
Og hér kemur hugmynd sem ég
vona að öll viðkomandi yfirvöld
og ráðuneyti er málið varðar taki
til sín, - og öll hin yfirvöldin líka.
Yfirvöld eiga nefnilega að létta
undir með fólki - ekki öfugt.
(Hvað sem hver segir).
Einhver mesta áþján á íslensku
þjóðinni, fyrir utan almenna
siðblindu, Hafskipsmál, verð-
bólgu og dönsk skjaldarmerki, er
sykurát á heimsmælikvarða.
Það er ekki nóg með að þetta sé
þjóðinni hörmulega dýrt, haldi
uppi vel verkfæru fólki árið út og
árið inn, sem sífellt er að bora
dýrum dómum og fylla upp í
löngu ónýtar tennur landsmanna.
Sykur er útlitsspiilandi, dýr og
óheilsusamlegur fyrir líkama og
sál og kemur í veg fyrir aðgang
kraftmikillar og heilnæmrar
fæðu.
Þetta endalausa sykur- og sæl-
gætisát í tíma og ótíma hefur svip-
uð áhrif á líkamann og þjakandi
ruslmenning og hávaði á sálina, -
þetta afbakar öll hin fallegu form
sem sál okkar og líkami eiga
heimtingu á á meðan hvort-
tveggja er ofar moldu og innan
seilingar.
Það er foreldrum að sjálfsögðu
mikið kappsmál að koma
heilnæmri fæðu í börn sín og
mörgum tekst það ágætlega. En í
sífeldu tímakapphlaupi og al-
mennri vinnuþrælkun reynist
þetta mörgum foreldrum ofviða.
Kannanir benda til þess að flest
íslensk skólabörn lifi að verulegu
leyti á rusli og sælgæti að degin-
um, enda langt í að sett séu upp
skólamötuneyti í öllum skólum
landsins.
Hér þarf að skipuleggja
heiftarlega áróðursherferð barna
gegn sjoppum, sælgætisáti og
gosþambi. (Ég vona að land-
læknir lesi þetta!) Slíkt yrði til
mikils sparnaðar bæði fyrir þjóð-
arbúið í heild og heimilin, fyrir
utan þau heilsusamlegu og menn-
ingarlegu áhrif sem slíkt hefði
fyrir æsku landsins.
Þegar bömin em svo búin að
venja sig og okkur hin fullorðnu
af þessum ósið, eins ogþau eru að
verða búin að venja okkur af því
að reykja, getum við svo látið þau
venja okkur af ýmsum öðrum
ósiðum, sem hér eru landlægir.
Þar má t.d. nefna skattsvik og al-
menna fjármálaóreiðu.
Eða eru einhverjir sem þið
treystið betur til þess?
Föstudagur 18. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23