Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 19
J það á tilfinningunni að sumir af forystumönnum flokksins hör- muðu það ekki tiltakanlega þótt ég hyrfi úr þingflokknum og þar með átt sinn þátt í því. Þetta er einkum skýringin á því að ég og mínir fylgismenn efndum til sér- framboðs við síðustu Alþingis- kosningar. Við fórum fram á það að fá að bjóða fram BB-lista, eins og for- dæmi voru fyrir. Því var hafnað og þar með var okkur vísað á dyr. Framsóknarmenn, og raunar einnig aðrir, vanmátu mjög þann hljómgrunn, sem sjónarmið okk- ar höfðu. Ég hefði ekki lagt í að fara fyrir þessari fylkingu ef ég hefði ekki talið mig hafa yfir 90% vissu fyrir því að ná kosningu. Til þess þurftum við um 1400 at- kvæði en fengum tæp 1900. Áskoranir úr öllum áttum - Það hefur flogið fyrir að þú og þínir skoðanabræður hyggist efna til framboðs í öllum kjör- dæmum við næstu Alþingiskosn- ingar. Er það hugmyndin? - Það ríkir mikil óvissa í ís- lenskum stjórnmálum, óánægja og átök eru í öllum flokkum. Það er enginn vafi á því að mikill grundvöllur er fyrir framboði í öllum kjördæmum með svipuð- um hætti og gerðist í mínu kjör- dæmi við síðustu Alþingiskosn- ingar. Tii mín eru alltaf að berast áskoranir um að bregðast ekki þessu fólki með því að draga mig út úr baráttunni. Mér kemur það ekkert á óvart frá fólki úti á landsbyggðinni. Hitt undraðist ég nokkuð, einkum til að byrja með, að þessi hvatning kemur ekkert síður frá fólki sem búsett er hér á Reykjavíkursvæðinu. Þetta fólk bendir á að flokkarnir séu nú að ganga frá gjaldþrota þjóðfélagi, og það er ekki hvað síst vegna þess öryggisleysis sem slíkt ástand skapar, sem fólk kall- ar á nýtt afl. Það treystir gömlu flokkunum ekki lengur. Eins og málin standa nú eru yfirgnæfandi líkur á því að við bjóðum fram í öllurn kjördæmum við næstu kosningar, og það er engu síður áhugi á því í Reykja- vík en annarsstaðar á landinu. Hver veit nema slíkur hópur hefði oddaaðstöðu á þingi eftir kosningar? Því geta kjósendur ráðið ef þeir vilja. Ríkisstjórnin, Stefán og huldufólkið - Hvernig er háttað afstöðu þinni til ríkisstjórnarinnar? - Afstaða mín til ríkisstjórnar- innar veltur mjög á því að hún slaki hvergi á í baráttunni við frjálshyggjuófreskjuna. Við telj- um okkur hafa fengið inn í stjórn- arsáttmálann ýmislegt, sem mið- ar að því að jafna aðstöðu manna og bæta lífskjör þeirra, sem eink- um þurfa á því að halda og á með- an ríkisstjórnin er trú þessum áformum styð ég hana, en annars auðvitað ekki. Atvinnulífið, grundvöllur lífsafkomu okkar er á heljarþröm. Ef ekki tekst að skapa því heilbrigðan rekstrar- grundvöll með því að lækka kostnaðarliði þá kemur til gengis- fellingar. - Heyrðu annars Stefán, hvar er „huldufólkið“ þitt? Það telur sig enginn koma auga á það. ■ - Nei, það hefur nú aldrei verið öllum gefið að sjá huldufólk. Það væri ekki huldufólk ef það gengi daglega ljósum logum fyrir allra augum. En hver veit nema það hafi haft hönd í bagga með nefnd- arkosningunum á Alþingi á dög- unum? Stærðfræðilegar líkur fyrir þeim úrslitum sem þar urðu voru 1 á móti 512. Finnst mönnum þau úrslit ekki næsta yfirnáttúrleg? Að öðru leyti verð- ur hvað að bíða síns tíma. - Finnurðu ekkert fyrir því að vera neitt einangraður í þinginu? - Nei, ég finn ekkert fyrir því innan þingsins, en auðvitað er sá áróður liður í baráttunni gegn mér. Hinsvegar dreg ég í efa að nokkur þingmaður standi í meira sambandi við fólk, vítt og breitt um landið, en ég. Sjóðurinn góði - Nú hafa sumir fjölmiðlar haft mjög á milli tanna það sem þeir kalla „Stefánssjóð“ eða jafnvel „Skussasjóð“. Hvað flnnst þér um þær orðræður? - Mér þykj aþærnúsegja meira um þetta fólk en mig. Allir vita nema þá kannski þetta fjölmiðla- fólk, að þessi sjóður er til þess stofnaður að rétta við atvinnu- lífið í landinu, sem þetta fólk lifir sjálft á. Ég er ekki í stjórn þessa sjóðs og hef ekkert yfir honum að segja. Þetta vita einnig allir landsmenn, nema fjölmiðlafólk- ið. Líklega þyrfti það að „fara heim og læra betur“, eins og einu sinni var sagt. Mér skilst líka að mér hafi ver- ið lagt það til lasts að vera for- maður bankaráðs Búnaðarbank- ans og stjórnar Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Það gleymist hinsvegar, vonandi óviljandi, að sjálfur hefi ég ekki falið mér þessi störf. Það hafa aðrir gert. Þetta spjall okkar fer nú að slaga hátt upp í símaskrána að lengd og þessvegna aðeins eitt að lokum: Þú ert sakaður um að vera mikill „fyrirgreiðslumaður“ eins og það er orðað. - Jú, ætli maður kannist ekki við það. Og ég skammast mín bara ekkert fyrir það að hafa reynt að rétta hjálparhönd at- vinnurekstri og almenningi sem þess hefur þurft með, bæði í mínu kjördæmi og annarsstaðar. Ég hef beinlínis talið það skyldu mína. Ogégspyr: Sýnir ástandið í hinum dreifðu byggðum yfirleitt að þar hafi í einhverju verið of- gert? Magnús H. Gíslason Föstudagur 18. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.