Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 20
Jólaföndur
Út er komin á vegum Kiljufor-
lagsins Jólaföndurbókin.
Þessi bók hefur að geyma 100
uppskriftir og snið að skemmti-
legu jólaföndri með jafnmörgum
fallegum litmyndum.
Þær sem unnu að bókinni eru
Karolína M. Jónsdóttir, Guðbjörg
Pétursdóttir, Gerður Helgadóttir
og Olga Lísa Garðarsdóttir.
Meðal þess föndurs, sem finna
má í Jólaföndurbókinni, eru jóla-
sveinar, jólakort, jólapóstpokar,
jóladúkar, jóladagatöl, jólatré,
jólasveinahúfur, tauhringir og
grjónasveinar svo eitthvað sé
nefnt af þeim 100 uppskriftum
sem finna má í Jólaföndurbók-
inni.
Höfundar bókarinnar hafa lagt
áherslu á að gera þjóðlegt og fal-
legt jólaföndur sem er auðvelt í
vinnslu svo öll fjölskyldan geti
tekið þátt í að föndra eitthvað til
jólanna.
Vampíru-bækur
Bókaútgáfan Nálin hefur sent
frá sér barna- og unglingabókina
„Litla vampíran flytur", eftir v-
þýska höfundinn Angelu
Sommer-Bodenburg í íslenskri
þýðingu Jórunnar Sigurðardótt-
ur. Bókin er önnur bókin af átta í
samnefndum bókaflokki, en hver
bók er sjálfstæð saga. Fyrsta
bókin, Litla vampíran, kom út á
síðasta ári og féll í góðan jarðveg
hjá börnum og unglingum.
Litla vampíran flytur fjallar,
eins og fyrsta bókin, um vægast
sagt sérkennilega vináttu þeirra
Antons Túlliníuss og Runólfs
Hrollberg, en sá siðarnefndi er
lítil vampíra! Fleiri koma þó við
sögu, til dæmis foreldrar Antons
sem trúa alls ekki á vampírur og
Anna hin tannlausa, systir Run-
ólfs. Hún var svo óheppin að
verða vampíra sem barn og því
eina vampíran sem verður að
nærast á mjólk! Runólfur Hroll-
berg á líkt og Anton í hálfgerðu
brasi við fullorðna ættingja sína,
því allur samgangur við mann-
anna börn er stranglega bannað-
ur. Og í nýju bókinni lendir Run-
ólfur í grafarbanni fyrir þá sök
eina að besti vinur hans er af
mannaættum! Hvert getur hann
leitað í vanda sínum annað en til
vinar síns... en ekki orð meira um
það!
Ofbeldislýsingar og hvers-
konar ofbeldisdýrkun eru eitur í
beinum höfundar bókanna, enda
leggur hún þvert á móti áherslu á
mikilvægi þess að vinna gegn
óttanum. Angela Sommer-
Bodenburg sjálf:
„Hryllings- og ofbeldisdýrkun
sem oft dynur á börnum, ekki síst
af myndböndum og úr sjónvarpi,
veldur því að börn fyllast ótta sem
þau eru ekki einfær að vinna úr.
Mínum bókum er ætlað að hjálpa
börnum við að losna við þennan
ótta. Ég reyni að sýna þeim fram
á að aðrir, t.d. litla vampíran, geti
líka fyllst ótta og kvíða."
BARNAKOMPAN
Umsjón:
KRISTÍN VALSDÓTTIR
ANDRÉS GUÐMUNDSSON
Mussa mús
1.
Einu sinni var mús sem hét Mússa. Hún átti fjögur
músabörn. Dag nokkurn fann músamamma ost en
þá fór eitt músabarnanna aö forvitnast um hvert
mamma hennar heföi fariö. Þegar músarkríliö sá
ostinn ætlaði það að fara aö bragöa á honum en þá
bannaði músamamma því þaö. Músamamma fór að
skamma músarkrílið fyrir aö æöa í ostinn eins og
villimaður. Þegar þær voru með allt þetta blaður
læddist annað músabarn að en þá kom Kisa.
2.
Músabarnið sá það og hrópaði: - Mamma,
mamma... Kisa er komin, ó, ó,ó. - Flýtiðykkur kallaði
mamma og þau komust undan Kisu. - Drífið ykkur í
háttinn sagði mamma við börnin.
A efri myndina vantar sex atriði.
Berðu saman myndirnar og finndu
það sem þurrkað hefur verið út.
Næsta dag vöknuðu þau og settust við morgun-
verðarborðið. Músabörnin sögðu pabba sínum frá
því þegar þau lentu í Kisu.
- Æ, æ, það var leiðinlegt, sagði pabbi.
- Já, við vorum að ná í ost, mamma fann hann
hérna fyrir utan sögðu músabörnin.
Kristín Soffía Jónsdóttir 7 ára
Draugasaga
Eina nóttina vaknaði ég til að
pissa. En þá sá ég hræðilegan
draug í baðinu og hljóp upp í rúm til
mömmu og pabba. Mamma fór
með mér inn á bað og kveikti Ijósið.
Þá sá ég að hræðilegi draugurinn
var bara stórt blóm sem var í bað-
karinu.
Benedikt Bjarni Bogason 7 ára
Það var nú það
Um daginn var sagt frá gömlum íslenskum
mánaðaheitum. Þá var minnst á Gormánuð
sem var mánuður sláturtíðar. Nú er að taka
við annað gamalt mánaðarheiti en það er
Ýlir sem stendur frá 21. nóvember til 21.
desember. Talið er að nafnið sé skylt orðinu
jól og þó að hátíðin sjálf nái ekki að vera á
þessu tímabili er þessi gamli íslenski mánuð-
ur örugglega tími jólaundirbúnings. Ýlir er
þess vegna mánuðurinn fyrir jól. Gleðilegan
Ýli.
20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ j Föstudagur 18. nóvember 1988