Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 4
A BEININU Ragnar Kjartansson, fyrrum stjórnarformaður Hafskips: Á ekki von á dómi. Reikningsskil voru ekki vísvitandi rangfærð. Undir stjórn Hallvarðar á rannsókn málsins áttu sér stað ýmis lagabrot. Seðlabankinn ætlaði sér að endurskipuleggja bankakerfið með því að taka Útvegsbankann í nefið og nota Hafskip sem skiptimynt. Eimskip borgaði ekki krónu fyrir eignir Hafskips Tel mig heiðarlegan mann Hvaða þáttur átti að þínu mati helst þátt í gjaldþroti Hafskips: Slæm og ómarkviss stjórnun, ytri aðstæður eða kannski ónóg fyrir- greiðsla Útvegsbankans? „Það má rekja þetta fyrst og fremst tii slæmra efnahags- aðstæðna, þar byrjar þetta. Haf- skip var félag sem byggði nær alla tíð nánast einvörðungu á er- lendum lánum og bjó þá við sömu kjör og eru að orsaka gjaldþrota- hrinuna í íslensku þjóðfélagi í dag. í öðru lagi má rekja upphaf vandræðanna til Rainbow Navigation-deilunnar. Þá mis- sum við flutninga sem vissulega höfðu gefið okkur vel og þurftum að bregðast við, að við héldum til skamms tíma til að brúa tiltekið bil. Þá hefjum við siglingar með milliflutningi yfir hafið frá Bandaríkjunum og loks beinar Atlantshafssiglingar í októþer 1984.“ Voru þær. glapræði? „Ég tel ekki að um glapræði hafi verið að ræða, en engu að síður fórum við of hratt í uppbygginguna. Ég nefni það sem dæmi að ef okkur hefði verið gefið líf fram á árið 1986, þá hefði reksturinn vegna ytri aðstæðna gjörsamlega snúist við og Haf- skip hefði sennilega farið inn í hagnaðarrekstur á árinu 1986 og 1987.“ Nú átt þú ásamt nokkrum fé- lögum þínum meðal stjórnenda Hafskips yfír höfði þér máls- höfðun fyrir margar sakir og stórar. Rangfærslur skjala, fjár- svik, brot á lögum um hlutafélög o.fl. Albert Guðmundsson fyrrum stjórnarformaður Haf- skips hefur látið hafa eftir sér að hann viti ekki betur en að þið séuð heiðarlegir menn. Telur þú þig standa undir slíkum vitnis- burði? „Ég tel mig standa undir þeim vitnisburði og veit ekki annað en að þeir sem þekkja mig séu sömu skoðunar." Voru reikningsskilin rang- færð? „Þau voru ekki vísvitandi rang- færð og það á eftir að koma á daginn. Meginþátturinn í fram- setningu Jónatans gengur út á að láta reyna á nokkur prinsipatriði. Það á að láta reyna á eignfærslu upphafskostnaðar Atlantshafs- siglinganna, en eignfærslur slíks kostnaðar - og er jafnvel gengið lengra með eignfærslu stofnkostnaðar, - eru mjög tíðar meðal íslenskra fyrirtækja. í öðru lagi dregur hann í efa sérstakar eignfærslur á brettaeign, sem ég skil ekki, sem og eignfærslur á uppsöfnuðum verðmætum í gám- um sem ég skil ekki heldur. Síðan vek ég athygli á misræmi í ákær- unum. Hjá Hallvarði erum við ákærðir fyrir ofmat á skipum að upphæð 140 miljónir, en nú er þessi tala um 40 miljónir í ákæru Jónatans." Ef þessi ákæra er röng hvaða skýringar átt þú á framferði Hallvarðs Einvarðsson, sem ríkissaksóknara í málinu og svo Jónatans Þórmundssonar? „Ég á þá skýringu að þarna sé viðleitni til að láta reyna á tiltekin prinsipatriði í reikningsskilum. Og ég er sannfærður um, að ef t.d. Utvegsbankinn, sem lenti nú i rekstrarstöðvun áður en nýi bankinn tók við, fengi sömu með- ferð og Hafskip fékk, þá gætum við lent í svipaðri runu atriða og við sjáum hjá Hafskip. Það er jú staðreynd að efnahagsreikningur Útvegsbankans eins og hann lá síðast fyrir sýndi jákvæða eigin- fjárstöðu. Síðan stöðvaðist bank- inn og þá kom allt annað í ljós. Þá vantaði einhverjar 1500 eða 2000 miljónir upp á að þau reiknings- skil stæðust. Ekki ætla ég þeim mönnum vísvitandi blekkingar. Svipuð dæmi mætti nefna um marga aðra aðila, t.d. gamla Ála- foss hf., sem endurskoðendur þrotabús Hafskips hf. N. Manc- her önnuðust, en þar sýnist geta verið „skekkja" upp á eícki minna en 300 miljónir króna.“ Hversu virk var stjórn Haf- skips og hversu vel að þínu mati fylgdist hún með framgangi mála síðustu fjögur ár Hafskips? „Af hlutafélagastjórn að vera tel ég að stjórn Hafskips hafi ver- ið mjög virk. Þar voru iðulega settar undirnefndir í einstök mál. Albert Guðmundsson var hættur þegar þessi mál komu upp og ég fæ ekki séð með neinum hætti hver hans ábyrgð hefði átt að vera. Hann gerði sannanleg mistök með því að sitja bæði í stjórn Hafskips og bankaráði. Hann var undir þrýstingi stjórnmálaafla þegar hann gerði þetta og því var handsalað milli okkar og þáverandi bankastjórn- ar Útvegsbankans að Albert kæmi hvergi nálægt þeim málum sem tengdust félaginu og að hon- um yrði ekki beitt og það gekk eftir.“ Ef ákæruatriði í sambandi við fölsun ársskýrslu Hafskips fyrir árið 1984 og rangar reikningsskil- areglur eru röng, hvaða skýring- ar kannt þú á þeim mun sem var á raunverulegri eignarstöðu Haf- skips 1984 og því sem segir í árs- skýrslu, en þar munar 153 milj- ónum? „Þarna er verið að deila um til- tekið reikningsskilamál. Þetta á ekkert skylt við vísvitandi blekk- ingar og ég var alla tíð í góðri trú um að efnahagsreikningur félags- ins gæfi trúverðuga mynd.“ En nú ert þú ákærður fyrir per- sónulegan fjárdrátt af reikning- um Hafskips, m.a. að hafa greitt þér ávísanir til að standa straum af kostnaði vegna eigin einka- neyslu, vegna húsgagnakaupa auk annars sem síðan var fært á kostnað Hafskips. Misnotaðir þú þessa reikninga á þennan hátt eða hvaða skýringar kannt þú á þess- um ákæruatriðum? „í ákæru Hallvarðar var ég ákærðurfyrir 148 fjárdráttarliði, í ákæru Jónatans er ég ákærður fyrir 15 fjárdráttarliði. Níu af þessum fimmtán eru vaxta- greiðslur af hlutabréfaskulda- bréfum frá fyrri tíma sem við töldum okkur hafa heimild til á grundvelli starfskjarasamnings að færa þannig og ég tel það reyndar enn þá. Þrír liðir af þeim sex sem eftir eru, eru bein hand- vömm í færslu. Aðrir eru þess eð- lis að ég hafði gert endurskoð- anda þrotabús Hafskips grein fyrir því að í reikningunum kynni að vera persónulegur kostnaður minn og hafði óskað eftir því að skuldajafna þá á móti miklu hærri samningsbundinni innistæðu sem ég átti hjá félaginu upp á fimm til sex miljónir." Nú hefur lögfræðingur þir>n Jón Magnússon farið fram á í fjöl- miðlum að ríkissaksóknari Hallvarður Einvarðsson segi af sér, væntanlega vegna þess mis- munar sem er á ákærum hans og Jónatans? „Það býr ýmislegt fleira að baki þessari athugasemd Jóns Magnússonar og ef við virðum að einhverju þau lög sem gilda um meint brot í opinberu starfi þá er sjálfsagt ástæða til að það fari fram sérstök rannsókn á embætti- sathöfnum Hallvarðs Einvarðs- sonar og stýringu hans sem van- hæfs manns strax á frumstigi sem rannsóknarlögreglustjóri og síð- an ákærumeðferð hans sem ríkis- saksóknara stuttu seinna. Undir stjórn Hallvarðar við rannsókn málsins áttu sér stað ýmis laga- brot. Það var ekki farið að lögum um rannsóknarfyrirmæli sem kveðið er á um í lögum um með- ferð opinberra mála í ýmsum veigamiklum atriðum. Hallvarður gaf rúmlega fimmtíu rekjanlegar yfirlýsingar í blöðum á þessum tíma, sem ég tel að séu í þversögn við þagnarskylduá- kvæði laga um opinbera starfs- menn, og fleira mætti tilgreina." Átt þú þá von á að þú munir höfða mál á hendur Hallvarði út af þessu og ber þér ekki nánast skylda til þess, sökum þess hve alvarlegar ásakanir þetta eru? „Það verður að koma á daginn. Tekur kerfið mark á kæru frá ákærðum manni?“ Nú hefur þú eytt miklum tíma, síðan þetta mál kom fyrst upp, í að rannsaka ýmsa þætti þess. Er einhver sláandi niðurstaða sem þú hefur komist að? „Það eru mjög margar niður- stöður sem ég mun á síðara stigi gera grein fyrir. Stærsta niður- staðan er sú að í málinu hefur safnast saman gífurleg opinber umfjöllun sem er röng í veiga- miklum atriðum. Það var slegið í kringum okkur meiriháttar glæpahjúp og ég tel að Helgarp- ósturinn, eða miklu nánar Hall- dór Halldórsson, hafi með þess- ari nálgun og krossferð átt veiga- mikinn þátt í að Hafskip komst ekki inn í árið 1986. í rúmlega 80 síðna umfjöllun HP um málið hef ég rakið rúmlega 200 ósannindi og rangfærslur. Síðan tel ég að hin pólitíska aðför að Albert Guðmundsyni hafi átt verulegan þátt í að allar dyr læstust á loka- stigi málsins, ásamt því að Seðla- bankinn hefur augljóslega ætlað sér, frá því snemma á árinu 1985, að tryggja endurskipulagningu á bankakerfinu með því að taka Útvegsbankann í nefið og Haf- skip varð einhvers konar skipti- mynt í þeim darraðardansi. Þátt í því hversu Útvegsbank- inn fer í raun illa út úr gjaldþroti Hafskips má rekja að hluta til bankans sjálfs. Og eftir atvikum til þeirra sem fóru með eftirlit gagnvart bankanum og tóku þátt í samningaviðræðum við Eim- skip, t.d sbr. fulitrúa bankast- jórnar Seðlabanka. Það kemur á daginn að ég hef látið óháða endurskoðendur fara yfir það, að þannig var staðið að sölu eigna Hafskips til Eimskips að Eimskip greiðir í raun aldrei krónu fyrir eignirnar, heldur hagnast um hátt á annað hundrað miljónir króna. Það helgast m.a. af sölunni á eignum og skattalegum og fyrn- ingalegum áhrifum. Ég tel að sjálfstæði Útvegsbankans undir það síðasta hafi aðeins verið fræðilegt. Bankinn var kominn undir ákveðna forsjá Seðlabank- ans og eftir atvikum annarra yfir- valda sem tóku beinan eða óbeinan þátt í samningaviðræð- unum við Eimskip.“ Sagt er að þá reglu beri að hafa í heiðri að maður sé saklaus, þangað til sekt hans er sönnuð. Finnst þér sem það hafí verið gert hvað þig varðar? „Hún hefur að sjálfsögðu ekki verið í heiðri höfð og sjálfsagt erf- itt í jafnviðamiklu máli, því ein- hversstaðar liggur jú endaþarm- urinn í íslensku þjóðfélagi, hvort sem er hjá fjölmiðlum eða Gróu á Leiti. Og hin mikla opinbera um- fjöllun hefur alls ekki gefið sann- gjarna mynd af málinu öllu.“ Að endingu, átt þú von á dómi? „Ég hef engin tök á að átta mig á því. Ef dómendum tekst að fjar- lægja sjálfa sig frá hinni gífurlegu opinberu umfjöllun og rangfærsl- um sem hafa átt sér stað og líta eingöngu á það sem fyrir þá verð- ur lagt, þá á ég ekki von á dómi, eða í það minnsta mjög vægum,“ sagði Ragnar Kjartansson. phh 4 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.