Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 12
IÞROTTIR Deilur skyggðu á handboltann Eftir mikinn hasarleik dómara og sjónvarpsstöðva er nú farið að róast í 1. deildar-keppninni Upphaf íslandsmótsins í hand- bolta hefur sjaldan vakið eins mikla athygli og nú, en leikmenn- irnir eiga sjálfir minnstan þátt í því. Það voru einkum tvær deilur sem mikið bar á og skyggðu jafnvel á leikina, en það voru dómaramálin annars vegar og deilur um sjónvarpsrétt að leikjunum, einokun eða ekki ein- okun hins vegar. Það er ánægju- legt að dregið hefur úr mesta hasarleiknum og geta leikmenn jafnt sem handboltaunnendur nú farið að einbeita sér að leiknum sjálfum. Dómarar verða að halda hlutleysi sínu Dómararnir sáu loks að sér í Viggó-deilunni og munu væntan- lega dæma leiki FH sem annarra liða f vetur. Enda kom mönnum það spánskt fyrir sjónir að þorri þeirra dómara sem dæma í 1. deild skyldu neita að dæma leiki FH eingöngu vegna þess sem Viggó segir utan vallar. Mönnum hefur hingað til verið frjálst að gagnrýna dómara og hefur Viggó Sigurðsson einmitt verið manna ötulastur í því, en grundvöllur góðrar dómgæslu, hlutleysið, hlýtur að vera í hættu þegar dóm- arar grípa til slíkra ráða að neita að dæma leiki ákveðins félags. Vitanlega hafa dómarar ýmis- legt til síns máls og eru skiljan- lega orðnir þreyttir á ummælum Viggós. Dómarastarfíð er, og verður alltaf, vanþakklátt starf Héðinn Gilsson svífur hér hátt í loft upp í fyrri úrslitaleik FH og Vals á síðasta keppnistímabili. Sambærilegur úrslitaleikur er nú í sjónmáli í milli Vals og KR. og þetta vita dómarar mæta vel. Þeir verða einfaldlega að vera því viðbúnir að leikmenn og þjálfar- ar tjái sig um dómgæsluna og sumir eru greinilega sífellt óá- nægðari með dómara en aðrir. Það sem einkum fer fyrir brjóstið á mönnum vegna fram- komu Viggós er hve hann smitar út frá sér með kjaftbrúki sínu. Forkólfar handboltahreyfingar- innar segja að Ijótur munnsöfn- uður við dómara sé nú orðinn eitt stærsta vandamál yngri flokk- anna. Þar eru bæði leikmenn og þjálfarar, allt niður í 6. flokk, með alls kyns stæla við óreynda dómara sem þora ekki að grípa til rauðu kortanna vegna reynslu- leysis. Þá þykjast handboltaspek- úlantar hafa séð mikinn mun á framkomu leikmanna FH eftir að Viggó tók við liðinu, því þjálfari sem rífst stanslaust við dómara á Vetrarskoðun fyrir L AD A Skipt um kerti Skipt um platinur Skipt um loftsíu Skipt um viftureim ef þarf Stillt kveikja Stilltur blöndungur Stillt tímakeðja Stillt ljós Stillt kúpling Hreinsuð geymasambönd Rakavarið kveikjukerfi Smurt í hurðalæsingar Isvari í bensin ísvari á rúðusprautu Mælt frostþol á kælikerfl Mæld hleðsla Sett silikon á þéttikanta Ath. bremsuslöngur Ath. bremsuvökvi Ath. undirvagn Hreinsuð geymasambönd Hert á handbremsu Prufuakstur eflaust erfitt með að hafa hemil á leikmönnum sínum. Prófsteinn Stöðvar 2 Stöð 2 vann sem kunnugt er sigur í keppni um sjónvarpsút- sendingarrétt á leikjum í deildinni. Sitt sýnist hverjum um þennan einokunarsamning, en flestir eru honum vafalaust and ■ snúnir. Það hefur endanlega sann- ast á atburðum liðinna daga að handboltinn er talinn almennings- eign ogþvíáaðsýnahannísjón- varpi almennings, Ríkissjónvarp-1 inu. Eðlilegast hefði verið að semja við báðar stöðvarnar og láta þær borga vel fyrir brúsann. Samningurinn stendur hins vegar og verður spennandi fyrir okkur áhorfendurna að fylgjast með því hvernig Stöð 2 klárar þetta dæmi. Það er nefnilega ekki nóg að sýna leikina, heldur verður að finna sem bestan tíma fyrir þetta úrvals sjónvarpsefni. Að sjálfsögðu skulum við vona að um sem flestar beinar útsend- ingar verði að ræða, eða a.m.k. verði sýnt frá leikjunum samdæg- urs. í liðinni viku spillti einokun- araðstaða Stöðvarinnar ekki mikið fyrir Sjónvarpinu. Þeir hafa heimild til að sýna þrjár mín- útur frá hverjum leik og nýttu sér það að fullu í seinni fréttatíma sínum. Þannig fengu áhorfendur Sjónvarpsins að sjá úrslit leikja ráðast á síðustu sekúndunum sama kvöldið en leikirnir voru síðan sýndir á Stöð 2 nokkru síð- ar. Þreyttir landsliðsmenn Ef vikið er frá þessum hitamál- um og rýnt í deildarkeppnina þá hefur ýmislegt athyglisvert kom- ið í ljós strax í fyrstu umferðun- um. Valsmenn virðast vera með yfirburðalið og verður þeim varla skotaskuld úr því að verja titil- inn. KR hefur einnig unnið alla sína leiki og heyr líklega einvígi við Val líkt og FH gerði í fyrra. A sama hátt og þá munu toppliðin að vonum eigast við í síðustu um- ferð, á Hlíðarenda. Leikir Vals og KR í 9. og 18. umferð verða vonandi jafn spennandi og skemmtilegir og leikir fyrrnefnd- ra liða í sömu umferðum í fyrra. Ef reynt er að finna einhverja leikmenn sem staðið hafa uppúr í loknum leikjum er ljóst að lands- liðsmenn okkar eru fæstir í þeim hópi. Alfreð Gíslason og Páll Ól- afsson eiga erfitt með að standa undir þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar, enda hafa piltarnir ekkert leikið með sínum félögum fyrr en nú í vetur. Landsliðsmenn Víkings hafa virkað sérstaklega þreyttir, sem og liðið í heild, og stefnir í slakasta árangur Hæða- garðsfélagsins í manna minnum. Einu leikmenn landsliðsins sem hafa staðist prófið svo um getur eru leikmenn Vals, enda léku þeir ekki mikið með í Seoul. Auk þess hafa Valsmenn getað leyft sér þann munað að skipta bestu leikmönnum sínum útaf til hvíld- ar vegna yfirburða í öllum leikjum sínum. Það virðist því sem mikil þreyta sé í þeim leik- mönnum sem léku lykilhlutverk á ólympíuleikunum og skulum við rétt vona að léttleikinn verði kominn í félagana á ný áður en undirbúningur fyrir B-keppnina hefst. Það var nefnilega aldrei gert ráð fyrir því að illa gæti farið í Seoul og að leikmenn þyrftu að vera í góðri þjálfun eftir leikana. Undirbúningur fyrir B-keppniná getur vegna þessa reynst leik- mönnum jafnvel enn erfiðari en hinar miklu æfingar fyrir ólym- píuleikana og þar að auki getur HSÍ átt í miklum erfiðleikum með að útvega landsliðinu pen- inga, eins og atburðir liðinna daga hafa glögglega borið vitni. Þorfinnur Ómarsson Verð aðeins kr. 5.800 með varahlutum. Varahl.: Kerti, platínur, loftsía, ísvari og rakavari. Samara, verð aðeins kr. 5.000,- með varahlutum. Ath.: Erum einnig með smurþjónustu fyrir LADA. Bifreidaverkstædið Audbrekku 4, Kóp. Sími 46940. Óskilahross Eftirtaldir hestar sem eru í vörslu hestamannafé- lagsins Fáks og ekki er vitað um eigendur að, verða seldir á opinberu uppboði fyrir áföllnum kostnaði kl. 16.00 þann 10. desember næstkomandi, verði réttir eigendur ekki búnir að vitja þeirra fyrir þann tíma og greiða áfallin gjöld. Dökkjarpur hestur 10-11 vetra, markaður. Brúnn hestur 9 vetra, markaður. Ljósjarpur hestur 7 vetra, ómarkaður. Brúnstjörnótt hryssa 12 vetra, ómörkuð. Frekari upplýsingar um hrossin verða veittar á skrifstofu Fáks í síma 672166 milli kl. 15.00- 18.00, alla virka daga. Hestamannaféiagið Fákur 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.