Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 5
Hriktir í undirstöðum Oheftfrjálshyggja og sinnuleysi tveggja síðustu ríkisstjórna ásamtfjárfestingarœði ísjávarútveginum orsök taprekstursins. Afleiðingin er lokanir og gjaldþrot fiskvinnslufyrirtœkja. Atvinnuleysi blasir við ífyrsta sinn Í20 ár. 60þúsund tonna aflasamdráttur á nœsta ári. Aðgerða er þörf Mikil umskipti hafa orðið í sjávarútveginum til hins verra á undanförnum misserum eftir góðæri sem var í atvinnu- veginum til skamms tíma. Eins og hendi væri veifað skipti alltíeinu til hins verra og góðærið varð að martröð sem ekki er enn séð fyrir endann á. Það er því ekki að undra þó að fólk velti því fyrir sér hvað hafi valdið þessum miklu umskiptum. Hvernig stendur á því að hin mikla hagsæld sem var í sjávarút- veginum 1986 og fram á síðasta ársfjórðung 1987 gat breyst í andhverfu sína? Með tilheyrandi fjöldalokunum fiskvinnslustöðva í ár og uppsögnum starfsfólks vítt og breitt um land allt sem fátt bendir til að eigi eftir að breytast á næstu mánuðum með til- heyrandi byggðaröskun, verði ekki gripið í taumana. Von að spurt sé. Með frjálshyggjuna við stýrið Fyrir tveimur árum var hagn- aður hjá fiskvinnslu og útgerð og allt virtist vera í blóma. Afurða- verð á erlendum mörkuðum var hátt og afli mikill. Þensla ein- kenndi allt hagkerfi landsins og þjóðin var á blússandi fjárfesting- afylliríi. Frystar afurðir seldust á himinháu verði, allur tilkostnað- ur útgerðar var minni en oft áður og almenn uppgrip til lands og sjávar. Fyrri ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar gaf frjáls- hyggjunni lausan taum á fjár- magnsmarkaðnum og gengis- skráningunni var haldið fastri með svokallaðri fastgengisstefnu sem haldið var áfram þegar ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar tók við um mitt síðasta ár. Fiskverð var gefið frjálst í fyrsta skipti og fisk- markaðir tóku til starfa. Fiskverð hækkaði til sjómanna og útgerðar sem undu hag sínum vel. Fisk- vinnslan varð að keppa við þjón- ustugreinar um vinnuaflið og frá höfuðborgarsvæðinu bárust frétt- ir um svimandi há laun sem í boði voru í þjónustuatvinnuvegum sem fiskvinnslunni var ókleift að keppa við. Tekjur hennar voru bundnar í fastgengisstefnunni á meðan verðbólga fór vaxandi. Allur innlendur kostnaður fór úr böndum og fjármagnskostnaður einnig. Á sama tíma skipuðust veður í lofti á erlendum mörkuð- um og afurðaverð fór lækkandi. Sinnuleysi stjornvalda Lækkandi afurðaverð á er- lendum mörkuðum samfara sí- hækkandi innnlendum kostnaði og verðbólgu á sama tíma og fisk- vinnslan var bundin í báða skó með tekjur bundnar í fastgengisstefnunni, gerðu það að verkum að fljótt fór að halla undan fæti. Forráðamenn fisk- vinnslunnar fóru þá að láta í sér heyra og vöruðu stjórnvöld við óbreyttri stefnu; ella myndi illa fara. Á þetta var ekki hlustað, heldur haldið áfram eins og ekk- ert hefði í skorist. í ársbyrjun var svo komið að mörg fiskvinnslufyrirtæki treystu sér ekki til að hefja starfsemi eftir síðustu áramót nema stjórnvöld gripu í taumana. Allt þetta ár hafa fiskvinnslumenn beðið eftir aðgerðum stjórnvalda, en án ár- angurs. Þegar í óefni var komið sá ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sér ekki annað fært en að fella gengi krónunnar og fórna þar1 með fastgengisstefnunni en það var eins og að kasta vatn á gæs því árangurinn varð álíka. Ástæða þess að gengisfellingarnar dugðu skammt var að mikið af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja voru gengistryggðar og hækkuðu því í takt við gengislækkunina, sam- fara því að þær komu alltof seint og náðu því ekki tilætluðum ár- angri. Róm brennur Þá gætti einnig af vaxandi þunga hins mikla fjármagns- kostnaðar fyrirtækjanna sem óx hröðum skrefum í vaxtafrelsinu. Það leiddi það af sér að sjávar- útvegsfyrirtækin voru að greiða allt að 60 - 70% í vexti sem þau gátu engan veginn staðið undir. Afleiðingin varð sú að þau gátu ekki greitt aðrar skuldir, ss. við þjónustufyrirtæki ýmiskonar. í dag vofa yfir rafmagnslokanir hjá mörgum þeirra vegna skulda uppá hundruð miljóna króna, auk þess sem vanskil sjávarút- vegsfyrirtækja við iðnfyrirtæki eru komin í hátt á annan miljarð króna. Þar við bættist að þegar reksturinn varð sífellt þyngri reyndu sum fyrirtækin að bjarga sér með því að skjóta söluskatti undan og setja hann í reksturinn, eins og Kaupfélag Dýrfirðinga. Eigið fé fiskvinnslufyrirtækja er að mestu uppurið og fregnir berast frá áður stöndugum sjá- varútvegsfyrirtækjum um að þess sé skammt að bíða að þau verði galdþrota, með hrikalegum af- leiðingum fyrir viðkomandi byggðarlög sem hafa ekki að neinu öðru að hverfa. í dag er svo komið að fisk- vinnslumenn sjá fátt eitt til bjarg- ar úr þeim þrengingum sem frjálshyggjan og sinnuleysi stjórnvalda hafa valdið atvinnu- greininni. Samkvæmt útreikning- um Samtaka fiskvinnslustöðva er frystingin í dag rekin með 1.112 miljóna króna halla og söltunin með 84 milj. Þó er þetta ekki ein- göngu stjórnvöldum að kenna því mörg fyrirtækjanna hafa staðið fyrir afar óskynsamlegum fjár- festingum og reist sér hurðarás um öxl. Þá hefur rækjuvinnslan tapað um 500 miljónum króna samtals í ár og í fyrra. 1 athyglisverðu uppgjöri Þjóð- hagsstofnunar á afkomu vinnsl- unnar 1987, þar sem sýndur er mismunur á afkomu bestu og ver- stu fyrirtækjanna, kemur fram ótrúlegur mismunur. Hann var staðfestur í erindi Sigurðar Stef- ánssonar, löggilts endurskoð- anda, á neyðarfundi Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna sem haldinn var í vikunni. Samkvæmt uppgjöri Þjóðhags- stofnunar skiluðu 17 frystihús nánast engu fé úr rekstri til að standa undir fjármagnskostnaði, á sama tíma og 16 hús skiluðu 14% af tekjum upp í fjármagns- kostnað. Með sama hætti skilaði 21 saltfiskverkunarstöð engu upp í fjármagnskostnað, en 21 skilaði að meðaltali 21% af tekjum. Sameining fyrirtækja Á það hefur verið bent að nauðsynlegt sé að grisja fisk- vinnslufyrirtæki landsins, fækka þeim og gera rekstur þeirra sem eftir verða hagkvæmari en hann er í dag. Þetta er þó hægara sagt en gert. Mörg fyrirtækjanna eru burðarásar sinna byggðarlaga og vandséð hvernig hægt er með einu pennastriki eða svo að loka þeim. Þó er það einsýnt að eitthvað verður að gera og það verkefni bíður ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Hann hefur boðað að í næstu viku verði hald- inn langur og strangur ríkis- stjórnarfundur þar sem tekið verði á vanda sjávarútvegsins sem þoli enga bið eins og ástand- ið er í dag. Sjálfir benda fiskvinnslumenn á að mikilvægast sé að verðbólg- an hjaðni og vextir lækki og að hvorttveggja komist á sama stig og í markaðs- og samkeppnis- löndum okkar. Ef það gangi eftir sé gengisfelling ónauðsynleg. Til að bæta frystingunni upp verðfailið á erlendum mörkuðum var eitt fyrsta verk ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar að taka 750 miljóna króna erlent lán í nafni Verðjöfnunarsjóðs fisk- iðnaðarins til að verðbæta fram- leiðslu frystihúsanna frá 1. júní sl. með 5% verðuppbót. Megnið af því fé sem þegar hefur verið borgað út hefur þó ekki skilað sér til fyrirtækjanna heldur farið í að stemma af afurðalánareikninga fyrirtækjauna í viðskiptabönkun- um. Þá var settur á fót Atvinnutrygg- ingasjóður til að koma fyrir- tækjum til hjálpar með skuld- breytingum og hafa tugir fyrir- tækja þegar sótt um aðstoð sjóðs- ins til skuldbreytinga. Sjóðstofn- unin hefur þó mælst misvel fyrir meðal fiskvinnslumanna sem segja að ný lán bjargi litlu þar sem fyrirtækin séu svo skuldsett vegna langvarandi tapreksturs að skuldbreytingarlánin séu aðeins frestun á vandanum. Enda hefur formaður sjóðstjórnar sagt að sjóðurinn breyti ekki rekstrar- grundvelli fyrirtækjanna. Hann verði sá sami eftir sem áður. Minni afli 1989 í vikunni gaf sjávarútvegsráðu- neytið út reglugerð um botnfisk- afla á næsta ári og samkvæmt henni verður um 60 þúsund tonna aflasamdráttur 1989. Þar munar mest um 10% samdrátt í þorsk- veiðum eða sem nemur 30-35 þúsund tonnum. Þessi samdrátt- ur hefur í för með sér um 2 milj- arða tekjulækkun fyrir útgerðina og reiknað er með að útflutnings- verðmætið minnki um allt að 4 miljörðum króna. Þessi ráðstöfnun er gerð vegna minnkandi stofnstærða botnfisks enda hefur verið veitt meira en tillögur Hafrannsóknastofnunar hafa gert ráð fyrir. í ræðu Krist- jáns Ragnarssonar, formanns Landssambands íslenskra útvegs- manna, í upphafi aðalfundar þeirra í gær sagði hann ma. að áætlað væri að við veiddum um 93 miljónir þorska á þessu ári sem eru 4ra og 5 ára með meðal- þyngdina um 2,2 kíló. Á sama hátt er áætlað að við munum að- eins veiða um 13 miljónir fiska sem eru 7 og 8 ára og 5,5 kíló að þyngd að meðaltali. Kristján sagði að ef aðeins 1/4 hluti þess afla sem við veiðum í ár af 4ra og 5 ára fiski fengi að lifa 2 árum lengur yrði aukinn afrakstur af stofninum 77 þúsund tonn á ári. Útflutningsverðmæti þess um- framafla má áætla að yrði um 6,5 - miljarðar króna. Þessi aflasamdráttur þýðir fyrir vinnsluna að úr mun minni afla verður að spila á næsta ári og ekki bætir það stöðuna frá því sem nú er. Ekki nema aflinn verði nýttur enn betur en nú er gert og unninn í verðmeiri pakkningar. Undanfarin misseri hefur frystiskipum fjölgað allverulega hérlendis, enda er útgerð þeirra mun hagkvæmari en hefðbund- inna ísfisktogara og landfrysting- ar eða um 10% arðmeiri. Áætlað er að sjávarvörufram- leiðslan verði um 45 miljarðar á þessu ári en var 40.2 miljarðar á síðasta ári. Hér er um að ræða 2% lækkun á föstu verðlagi en á undanförnum árum hefur verið um samfellda hækkun að ræða. Otrygg framtíð Af framansögðu má ljóst vera að framtíðin í sjávarútveginum er afar ótrygg og langt því frá að bjartsýni ríki í atvinnugreininni. Sjómenn bera kvíðboga fyrir ■henni vegna aflasamdráttarins sem ákveðinn hefur verið og segja að hann muni fyrst og fremst bitna á bátasjómönnum. Þá rnunu tekjur útgerðarinnar minnka verulega. Báðir þessir hagsmunahópar eru sammála um að aðgerða sé þörf en spurningin er hvort þær séu nægilegar og komi ekki of seint. Um land allt er atvinnuöryggi fiskvinnslufólks ótryggt og enn- fremur framtíð margra sjávar- plássa. Tugum fiskvinnslufyrir- tækja hefur verið lokað eða orðið gjaldþrota og atvinnuleysi virðist vera á næsta leyti í fyrsta sinn í 20 ár. Allt virðist benda til þess að nú sé að hrökkva eða stökkva, bæði fyrir stjórnvöld og hags- munaaðila í sjávarútvegi. Að- gerða er þörf. " _grh Ef ekkert verður að gert til bjargar fiskvinnslunni á næstu vikum má fastlega gera ráð fyrir að þessir hnífar liggi óhreyfðir um ókominn tíma og að gamli maðurinn verði að totta pípu sína annars staðar. Mynd: eik Föstudagur 18. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.