Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 8
Benazír nærri marki Pakistanski alþýðuflokkurinn, stjórnmálafylking Benazírs Bhutto, fékk 91 mann kjörinn á þing í kosningunum í fyrradag. Prýðilegt en ekki nóg því á löggjafarsamkundunni eru 216 sæti. Bhutto er því 18 þingsætum frá forsætisráðherraembætti einsog sakir standa. Én ekki er öll nótt úti enn, hún hyggst afla þess fylgis sem á vantar úr hópi smáflokka. Því hét hún í gær á bráðabirgðaforsetann Ghulam Ishaq Khan að skipa sig forsætisráðherra. „Við æskjum þess og væntum að forseti haldi leikreglur lýðræðisins í heiðri og feli Alþýðuflokknum að mynda stjórn,“ sagði Benazír Bhutto. Fréttamenn inntu hana eftir því hvort raunhæft væri að ætla að stjórna Pakistan með tilstyrk fjöida smáflokka. „Vissulega, hví ekki það? Við höfum nú þegar hafið viðræður við forystumenn annarra flokka og horfur á árangri eru góðar.“ og nú er ályktunin dauð“ Shimon Perez, sem enn gegnir embætti utanríkisráðherra fsra- els, lét svo ummælt í gær að oddvitar Palestínumanna hefðu afbakað ályktun 242 og eyðilagt hana er þeir samþykktu hana á þingi sínu í Túnis. Hann stóð á því fastar en fótun- um að þeir hefðu lagt nýja merk- ingu í ályktunina, sem fjallar um tilverurétt ísraels, með því að setja hana í samband við stofnun eigin ríkis. „Þetta grefur ályktun 242,“ sagði utanríkisráðherrann, „já, þetta drepur hana. Þeir fall- ast ekki á ályktun 242 heldur hafna þeir henni. Þeir nota titi- linn en breyta efnisinnihaldi með öllu. Með þessu hafa þeir gjörs- amlega útilokað alla möguleika á samningaviðræðum. “ Nú vilja Frakkar tryggð og trúnað Kaþólskir veraldarhyggjumenn Frankaríkis hafa löngum leyst mót- sögn lýsingarorðs og nafnorðs með því að verða sér úti um elskhuga og frillur. Nú er það ekki lengur móðins þar syðra ef marka má niðurstöð- ur viðhorfskönnunar. Þær voru birtar í vikuritinu „Nouvel Observateur“ í gær. í ljós kom að 69 af hundraði Frakka telja algera tryggð vera hornstein sérhvers gæfuríks ektastands. Unga kynslóðin franska er bersýnilega siðprúð og hreinlynd. Enda lítur hún syndir feðranna (og mæðranna) alvarlegum augum. Ungt fólk er með öllu andvígt hliðarsporum giftra í afmorsefnum og 72 af hundraði þess skammast sín fyrir framhjáhald (ef eitthvert hefur ein- hverntíma verið) foreldra sinna. Allt þetta telja viðhorfsfélagsvísindamenn til marks um einkar geð- felld stakkaskipti því fyrir fimm árum töldu aðeins 65 af hundraði Frakka algera tryggð vera hornstein sérhvers gæfuríks ektastands. Og. Ef maka skrikar fótur vili hinn aðilinn fá vitneskju um það. Núorðið. Fyrir fimm árum þóttust þeir engan áhuga hafa á þessháttar fróðleik. Shimon Perez. „Þetta grefur á lyktun 242.“ BBB lagt í bann Ríkisstjórn hvítra í Pretóríu hefur lagt bann við starfsemi fasista- hópsins Hvítu frelsisfylkingarinnar (BBB). Þetta gerði hún í gær, tveim dögum eftir að fyrrum lögregluþjónn gekk berserksgang, skaut sex blökkumenn til bana og særði 12 aðra skotsárum. Hann er félagi í téðum klíkuskap nýfasista og tveim öðrum bandingjasamtökum að auki. Það er alkunna að Botha og félagar hafa verið iðnir við að leggja niður ýmisskonar félagsskap blökkumanna á undanförnum mánuðum, stjórnmálasamtök, mannréttindahreyfingar og stéttarfélög. Þetta er hinsvegar í fyrsta skipti að minnihlutastjórnin notfærir sér neyðar- ástandslögin til þess að blaka hendi við hvítum hægrimönnum. En tilefnið var náttúrlega all nokkuð, jafnvel á suðurafrískan mælikvarða. FOSTUDAGSFRÉTTIR Eistir hafa lýst yfir fullveldi Hvað gerist næst? Eistir, ein af minnstu þjóðum Evrópu, halda áfram að slá heiminn furðu. Hvergi í Sovét- rikjunum hefur giasnosti og per- estrojku Gorbatsjovs verið svo al- mennt fagnað sem af þeim og í því sambandi hefur síður en svo verið látið sitja við orðin tóm. Eistir hafa þegar náð talsverðri sjálf- • stjórn í efnahagsmálum og skoð- anafrelsi er þar í landi núorðið varla minna en þar sem best gerist á Vesturlöndum. Því er að minnsta kosti haldið fram af Eistum, sem búa í útlegð á Vest- urlöndum, og þeir fylgjast vel með gangi mála í ættlandinu og verða síst allra manna sakaðir um yfirdrifna sovétvináttu. f fyrradag tóku Eistir eitt skref- ið enn á braut glasnosts og per- estrojku - það stærsta til þessa. Æðstaráð - það er að segja þing landsins - vísaði einróma á bug tillögum sovésku forustunnar um breytingar á stjórnarskrá Sovét- ríkjanna og samþykkti að æðsta löggjafarvald um eistnesk mál- efni skyldi fengið í hendur þingi Eistlands sjálfu, þannig að sov- ésk lög og reglugerðir skyldu ekki taka gildi í Eistlandi nema með samþykki löggjafarþings lands- mannasjálfra. Það ervarla ofsagt að þetta jafngildi yfirlýsingu um fullveldi. Þvílíkt og annað eins hefur aldrei gerst áður í sögu So- vétríkjanna. „Fullvalda sósíalískt ríki“ Nú vill svo til að Eistir geta haldið því fram að fullveldisyfir- lýsing þeirra sé í fullu samræmi við stjórnarskrá Sovétríkjanna. Þar stendur skrifað í artíkula 76 að hvert og eitt sovétlýðveldi sé „fullvalda sósíalískt ríki.“ En þessi lagastafur hefur hingað til verið marklítill í raun. Meðal grannþjóða hafa Eistir síst af öllu orð á sér sem nokkrir ævintýramenn. Sagt er að þeirra háttur sé að fara að öllu með gát, líta hlutina raunsæisaugum, rækta sinn eigin kálgarð. Þetta er svipað og sagt er um granna þeirra og náfrændur Finna. Að grípa til djarflegra ráðstafana, sem kannski yrðu til þess að stofna í voða þeirri sjálfstjórn og því frelsi, sem þegar hefur feng- ist, er ekki í samræmi við þessa ímynd. Ótti viö breytingatillögur Aðalskýringin á áðurnefndum samþykktum eistneska þingsins er að öllum líkindum sú, að Eistir óttast að á bakvið breytingar þær, sem valdhafar í Moskvu hyggjast láta gera á stjórnarskrá Sovét- ríkjanna, séu fyrirætlanir um að taka frá þeim það, sem áunnist hefur í stjórnartíð Gorbatsjovs. Ein tillagan um breytingar þær á sovésku stjórnarskránni, sem hann vill að nái fram að ganga, er á þá leið að sovétlýðveldum skuli óheimilt að segja sig úr því bandalagsríki, sem Sovétríkin eru að forminu til. Hingað til hafa sovétlýðveldin haft þennan rétt samkvæmt stjórnarskránni, þótt sú grein hennar hafi verið mark- laus í raun. Hún gæti hinsvegar orðið þýðingarmeiri undir mannúðlegri og tillitssamari stjórn en fyrirrennara Gorbat- sjovs. Ekki síður líst Eistum - og Lettum og Litháum raunar líka - illa á aðra breytingartillögu, sem ef samþykkt yrði gæfi miðstjórn- inni í Moskvu stjórnarskrárbund- inn rétt til að koma á „sérstökum stjórnarformuirí' í einstökum so- vétlýðveldum, ef þurfa þætti. Því er haldið fram, t.d. af út- lægum Eistum, að fyrirhuguðum stjórnarskrárbreytingum sé sér- staklega stefnt gegn Eistum og þjóðum baltnesku landanna yfir- leitt. Með hliðsjón af sérstöðu baltnesku þjóðanna meðal þjóða Sovétríkjanna og þeirri stað- reynd, að Eistir, Lettar og Lithá- ar hafa tekið Gorbatsjov (við- víkjandi glasnoti og perestrojku) á orðinu (ef ekki rúmlega það) langt umfram aðra íbúa ríkis hans, er ekki ólíklegt að þessi kenning hafi við rök að styðjast. í öllum baltnesku lýðveldunum þremur hafa verið stofnaðar mjög svo virkar grasrótarhreyf- ingar, sem virðast njóta stuðn- ings alls þorra innfæddra. Þær eru orðnar nánast óaðgreinanlegar frá kommúnistaflokkum land- anna; í þeim öllum hefur íhalds- sömum forustumönnum verið vikið frá og í staðinn kjörnir menn, sem eru liðsoddar í barátt- unni fyrir stjálfstjórn og lýðræði. Þetta þurfti ekki að koma á óvart. Þjóðir baltnesku landanna ætlast. Fullyrt er af baltneskum ráðamönnum að ekki færri en 900.000 manns hafi skrifað undir mótmæli gegn breytingunum í Eistlandi og hálf önnur miljón í Litháen. íbúar Eistlands eru alls um hálf önnur miljón og íbúar Litháens 3.6 miljónir. Sendiför Tsjebríkovs Sovéska forustan reyndi fyrir nokkrum dögum að ná taumhaldi á baltnesku þjóðunum með því að senda háttsetta menn frá Moskvu til að messa yfir þeim. Til Eistlands var spndur Viktor Tsjebríkov, sem á sæti í stjórnmálanefnd sovéska kommúnistaflokksins og var áður æðsti maður KGB. Vera kann að vegna þeirrar fortíðar hafi félagar hans talið hann líklegan til að geta þaggað niður í Eistum, en hugsanlegt er að það mannval hafi meðal þeirrar þjóðar haft Frá Tallin, höfuðborg Eistlands - hvergi hafa breytingarnar orðið meiri í stjórnartíð Gorbatsjovs. ljóst vera af síðustu fréttum að þær tiltektir hafa til þessa haft þveröfug áhrif við það, sem til var eru hvað menningu og hugarfar snertir vesturlandaþjóðir og skera sig með því úr öðrum þeim sovétþjóðum, sem eru svo hátt settar að hafa eigin lýðveldi. Eistir standa hvað þessu viðvíkur líklega nær Norðurlandabúum en nokkru öðru fólki. Enda hafa þeir hvað umrædd nýmæli snertir verið í forustu, einnig á meðal baltnesku þjóðanna. Vel má vera að ráðamenn í Moskvu óttist, að hreyfingin nýja gangi svo langt, að Eistir krefjist fulls sjálfstæðis og að Lettar, Litháar og ef til vill fleiri þjóðir sovétríkjanna færu síðan að dæmi þeirra. Efnahagslegt mikilvægi Atvinnulíf baltnesku lýðveld- anna er betur rekið en nokkurra annarra sovétlýðvelda og efna- hagslega séð eru þau því Sovét- ríkjunum mjög mikilvæg. í sjálf- stjórnarbaráttu baltnesku þjóð- anna, einkum Eista, er ofarlega á blaði krafa um víðtæka sjálf- stjórn í efnahagsmálum, því til tryggingar að auðlindir og at- vinnulíf landanna sé nýtt fyrst og fremst með hagsmuni íbúa þeirra fyrir augum. Sovéskir valdhafar óttast ef til vill, að slík efnahags- leg sjálfstjórn kynni í framkvæmd að verða efnahag Sovétríkjanna sem heildar verulegur hnekkir. Sé það rétt að sovéskir ráða- menn hafi ætlað að stífla framrás glasnosts og perestrojku í baltnesku löndunum með téðum stjórnarskrárbreytingum, þá má þveröfug áhrif við það sem Kremlarbændur ætluðust til og verið skynjað sem ögrun. Eistir eiga sínar endurminningar um KGB, einkum frá þeirri tíð er sú stofnun var þekkt undir öðrum skammstöfunum. Eftir að Stalín innlimaði Eistland í Sovétríkin 1940 annaðist leyniþjónusta hans herleiðingu yfir 60.000 Eista, sem flestir munu hafa verið sendir í þrælkunarvinnu til Síberíu og heimskautasvæða. Þó nokkur stilling Þegar þetta er ritað virðast sov- éskir ráðamenn taka fullveldis- yfirlýsingu Eista með þó nokk- urri stillingu. Gorbatsjov flaug í gær af stað til Indlands eins og ekkert hefði í skorist. Forsætis- nefnd æðstaráðs Sovétríkjanna lýsti því að vísu yfir í gær, að sumar samþykktir eistneska þingsins í fyrradag, þar á meðal sú um æðsta dómsvald í Eistlandi þingi þess til handa, væru í ósam- ræmi við stjórnarskrá Sovétríkj- anna. En um leið var tekið fram, að forsætisnefndin hyggðist taka málið fyrir á fundi fljótlega og yrði fuíltrúum Eista boðið að sitja þann fund. Þrátt fyrir þessa ytri rósemd er hætt við að Kremlarbúar séu nú alluggandi út af gangi mála í baltnesku löndunum. Stóra spurningin er, hver viðbrögð þeirra verða, ef Eistir standa fast við samþykktir þings síns gegn fyrirhuguðum stjórnarskrár- breytingum Gorbatsjovs og um fullveldi, hvað þá ef Lettar og Litháar fara að dæmi þeirra á næstunni, eins og talsverðar líkur benda til að þeir geri. Dagur Þorleifsson. 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.