Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 10
LEIÐARI FYRR Boðskapur úr tveimur áttum Undanfama daga hafa íslenskir fjölmiðlar skoöaö efna- hagsmál frá tveimur gjörólíkum sjónarhornum. Annars vegar hafa borist fréttir af umræðum á svokölluðum neyöarfundum sem forsvarsmenn frystihúsa hafa staöiö fyrir. En þar var lögö þung áhersla á aö himinhár fjár- magnskostnaöur hér á landi hafi leitt til þess aö fjölmörg fyrirtæki séu komin í strand. Viö svipaðan tón kvaö á aðalfundi Landsambands íslenskra útvegsmanna sem hófst í gær. Hins vegar hafa þjóöinni verið fluttar fregnir af nýrri skýrslu um íslensk efnahagsmál, skýrslu sem samin hefur veriö suður í París af embættismönnum hjá OECD, Efnahagssamvinnu og þróunarstofnuninni. Þar er harm- að að ný ríkisstjórn skuli hafa haft uppi tilburði til aö lækka raunvexti og látin í Ijós sú ósk að markaðsöflin fái hindrun- arlaust að stýra því hve vextir eru háir. Þaö þurfi einmitt aö tryggja aö raunvextir lækki ekki um of. í Nýju helgarblaði Þjóöviljans er í dag fjallað ítarlega um vanda frystiiðnaðarins í landinu. Þar er m.a. bent á aö eigið fé hjá fjölmörgum fiskvinnslufyrirtækjum, sem um árabil hafa veriö álitin býsna stöndug og hafa sum hver verið grundvöllur atvinnulífs í sjávarþorpum, sé nú upp urið og aö þau séu rekin meö tapi. Ekki liggi annað fyrir en að loka þessum fyrirtækjum en það hefur að sjálfsögðu geigvænlegar afleiðingar í för með sér fyrir íbúa í viðkom- andi byggðarlögum. Þeir voru heldur brúnaþungir, frysti- húsamennirnir, þegar þeir vöruðu við hættunni á því að innan tíðar geti ríkt sama ástand í fjölmörgum sjávar- þorpum og nú er á Kópaskeri. Þar eru útgerð, vinnsla, kaupfélag og sveitarfélag komin í þrot og íbúarnir horfa fram á langvarandi atvinnuleysi. Hér er um svo mikið alvörumál að ræða að allir nema þeir, sem eru helsjúkir af trúnni á hina ósýnilegu hönd markaðsaflanna, hljóta að taka undir með stjórnarfor- manni Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Jóni Ing- varssyni: „Rekstrarvandi sá er frystihúsin standa nú andspænis er orðinn svo alvarlegur að hann snertir ekki einungis eigendur frystihúsanna og starfsfólk þeirra og nánasta umhverfi þeirra, heldur allt þjóðfélagið. Geysihár fjármagnskostnaður bitnar á fiskvinnslunni með tvenns konar hætti. Annars vegar er um að ræða þrúgandi byrðar sem leggjast á reksturinn vegna vaxta af nauðsynlegum rekstrarlánum, en hins vegar þær dráps- klyfjar sem eru að sliga mörg fyrirtæki vegna vaxta af gífurlega miklum fjárfestingarlánum sem tekin hafa verið á undanförnum árum. Þótt færa megi rök að því að þessar fjárfestingar hafi í sumum tilfellum verið nauðsynlegar til að koma húsunum í nútímalegt horf, er víst að oft hefur ráðið ferðinni ótímabær bjartsýni hjá stjórnendum margra fiskvinnslufyrirtækja. Upplýsingar frá Þjóðhagsstofnun um afkomu frysti- húsa á síðasta ári sýna að ótækt er að beita einungis almennum efnahagsaðgerðum á borð við gengisfellingu til að bæta ástandið. Hjá þeim 17 frystihúsum, þar sem afkoman var verst, skilaði reksturinn nær engu upp í afskriftir og fjármagnskostnað. En séu 16 best reknu húsin skoðuð, kemur Ijós að þau skiluðu 14% af tekjum upp í afskriftir og fjármagnskostnað. Þessar uppýsingar benda til að taka verði tillit til byggðarsjónarmiða í þeim efnahagsaðgerðum sem beitt verður til að rétta við hag fiskvinnslunnar. Meðan íslendingar eru að glíma við þennan erfiða vanda, berast þeim skilaboð OECD sunnan frá París þess efnis að fyrir alla muni verði að gæta þess að raunvextir lækki ekki um of. Viðbrögð ráðherra eru á þá leið að ætla má að þeir ætli að hlýða erkibiskups boðskap en séu ráðnir í að hafa hann að engu. Sú mynd sem hér gefur að líta, er af gatnamótum Laugavegar og Skólavörðustígs eins og þau voru um 1890. Fremsta húsið á mynd- inni, hornhúsið Laugavegur 2, má þá heita nýbyggt. Pað var reist af Guðmundi Jakobssyni trésmið fyrir Halldór Pórðarson bókbindara. Á tröppum hússins má sjá þau Halldór og Maríu konu hans. Guðmundur Jakobs- son byggði allmörg hús í bænum sitt hvoru megin aldamótanna. Um þetta leyti er byggðin nokkuð farin að teygjast inn með Laugaveginum, eins og myndin sýnir. Ekki voru þó húsin háreist, öll einnar hæðar timburhús, sum þó að hluta til með hlöðnum steinveggjum. Halldór lét sig þó ekki muna um það að reisa þarna tveggja hæða hús með risi og mun hafa þótt myndarlega að verki verið á þeirri tíð. Skólavörðustíg- urinn liggur upp með húsi Hall- dórs til hægri. Mynd þessi er úr ljósmynda- safni Sigfúsar Eymundssonar, sem Almenna bókafélagið hefur gefið út. • • • OGNÚ Rúmum 100 árum síðar erum við aftur stödd á horni Laugaveg- ar og Skólavörðustígs. Fátt er nú í fyrra horfi. Götunöfnin, Lauga- vegur og Skólavörðustígur eru þó hin sömu og áður. Og varla leikur vafi á því að húsið hans Halldórs bókbindara er enn á sínum stað, en að vísu nokkuð breytt. Inngangurinn sem áður var á horni hússins, er nú kominn á stafn þess þar sem áður var gluggi og gluggagerðin er önnur en áður. Einhver tröllabygging er komin þarna í baksýn og fyrir enda Skólavörðustígsins gnæfir Hallgrímskirkjan. Og hvar eru nú gömlu, vinalegu timburhúsin, sem stóðu við Laugaveginn fyrir 100 árum? Þau hafa tekið miklum breytingum og önnur þurft að víkja fyrir miklum kastalabygg- ingum. Húsið hans Halldórs heldur þó velli og hefur ekki tekið meiri breytingum en svo að ennþá er það auðþekkt. - mhg. Viljið þið ekki lesendur góðir, vera nú svo vænir að senda blaðinu gamlar myndir, sem þið kunnið að eiga í fórum ykkar? Allar40-50 ára gamlarmyndirog ekki síðurþaðan afeldri, eru vel þegnar. Myndunum þurfa að fylgja nauðsynlegar upplýsingar svo sem um aldur, afhvaða húsi eða húsum myndin er, myndatökumann ef hann er kunnur o.s.frv. Myndina skal senda til umsjónarmanns Nýs Helgarblaðs, Þjóðviljanum, Síðumúla 6, 108 Reykjavík. Við munum að sjálfsögðu senda myndirnar til baka ásamt ókeypis eftirtöku. Leitið þið nú í pokahorninu. Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Ottar Proppe. Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson. Fréttastjóri: LúðvíkGeirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Runar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Olafur Gíslason, Páll Hannesson, Sævar Guðbjörnsson, ÞorfinnurOmars- son (íþr.)- Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmy ndarar: Jim Smart, Porfinnur ómarsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurO. Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif8tofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrlfstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Husmóðlr: Anna Benediktsdóttir Utbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Ðárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglý8ingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.