Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 7
KynningarþjónusÍan/SÍA
Um fimmtungur þingfulltrúa var ekki eyrnamerktur pólitískum flokkum fyrir fjórum árum á Hótel Sögu. Sá hópur verður ekki undir helmingi
þingfulltrúa í Kópavoginum ímæstu viku.
ÆSTIR ÞORA
kost á sér, en Ásmundur Stefáns-
son mun því mjög fráhverfur.
Hann tók hins vegar vel undir til-
mæli fjölmargra kvenna í hreyf-
ingunni sem skorað hafa á Vil-
borgu Þorsteinsdóttur í Vest-
mannaeyjum að gefa kost á sér.
Vilborg hefur tekið þessum á-
skorunum vel og þykir nokkuð
víst að hún nái kjöri, fari hún í
framboð. Hitt er heldur ekki úti-
lokað að Þóra fari líka í framboð,
en landsbyggðarmenn segjast
ekki búnir að gefast upp við að fá
hana til að fara fram.
Eitt er þó víst segja menn, það
verður kosið um varaforsetaemb-
ættin. Vilborg og Karl Steinar
verða ekki ein í framboði. Margir
sem hafa komið nálægt „plott-
inu“ síðustu daga, segja að þótt
íhaldið sækist ekki stíft eftir for-
setastól, sé ekki útilokað að ein-
hver Sjálfstæðismaður fari í fram-
boð. Nefna margir nafn Hrafn-
kels A. Jónssonar frá Eskifirði í
því sambandi.
Og það eru fleiri nefndir til sög-
unnar. Einn þeirra er Grétar Þor-
steinsson formaður Trésmiðafé-
lags Reykjavíkur. Iðnaðar-
mannafélögin hafa lagt hart að
Grétari og ýttu á hann að fara
fram ef Ásmundur gæfi ekki kost
á sér. Margir vilja að hann gefi
kost á sér í varaforsetann fyrst
Ásmundur ætlar að halda áfram
og hefur Grétar ennþá ekki úti-
lokað þann möguleika. Þá er
einnig mikill áhugi fyrir því, eink-
um úti á landsbyggðinni og í
„gráa hópnurn" að Björn Grétar
Sveinsson frá Hornafirði, fari
fram ef Karl Steinar gefur kost á
sér.
Sjálfskipað
í miðstjórn?
Átökin á þinginu sem hefst á
mánudag og stendur fram á þar-
næsta föstudag, snúast ekki síður
um fulltrúa í miðstjórn en for-
setaembættin. Það eru ekki bara
flokkarnir sem vilja tryggja sína
stöðu í miðstjórninni, heldur
ekki síður stóru félögin sem líta á
það sem „sjálfsagðan“ hlut að
þau eigi menn í forystusveitinni.
Þannig er þegar búið að ráð-
stafa óformlega nokkrum af þeim
sætum sem losna í miðstjórninni.
í sæti Benedikts mun væntanlega
setjast Grétar Þorsteinsson, í sæti
Guðjóns sest væntanlega arftaki
hans í Sambandi Málmiðnaðar-
manna, Örn Friðriksson. Þá mun
Magnús L. Sveinsson trúlega setj-
ast í sæti Björns Þórhallssonar,
Sigurður Óskarsson í sæti
sveitunga síns Hilmars Jónssonar
og Hrafnkell A. Jónsson í sæti
Guðrúnar Thorarensen. Þá er
ekki talið ólíklegt að Karl Steinar
vilji fá sæti Jóns Helgasonar, nái
hann ekki kjöri í forsetastól.
Gangi þetta púsluspil upp í
miðstjórninni, og þeir sem vilja
sitja áfram verði endurkjörnir,
verða aðeins tvö sæti laus, þeirra
Aðalheiðar og Guðmundar J.,
sem bæði tilheyra nú „gráa hópn-
um“. Flestum viðmælenda blaðs-
ins þykir ólíklegt að þetta púslu-
spil gangi upp frekar en aðrir
fyrirframgerðir samningar.
Nafnaskipti
ekki sama
og stjórnarskipti
- Uppgjörið í Digranesinu í
næstu viku snýst um það hvort
verkalýðshreyfingin ætlar að
koma sér upp sterkri forystusveit
sem hefur traust og trúnað launa-
fólks. Það nægir ekki að skipta
eingöngu um einhver nöfn, það
verður að skipta um stjórnar-
munstur og starfshætti, segir einn
gamalreyndur forystumaður sem
segist vera orðinn langþreyttur á
máttleysi hreyfingarinnar og trú-
leysi launþega á sína eigin bar-
áttuhreyfingu.
- Þegar menn tala um að stilla
upp nýrri stjórn vinstri manna og
félagshyggjufólks, bætir hann
við, þá er ekki verið að tala um
einhvert jábræðralag við ríkis-
stjórnina, eins og mörgum finnst
vera einkenni á þjóðstjórnarfor-
ystunni síðustu árin, heldur
öfluga og virka forystu sem er
bæði tilbúin og reiðubúin að tak-
ast á við atvinnurekendur og
ríkisvald í því mikla ölduróti
efnhags- og kjaramála sem nú er
framundan. Ef ekki verður tekið
á þessu núna, þá er ASÍ búið að
vera sem forystuafl í verkalýðs-
hreyfingunni.
Hvort það verða nafnaskipti
eða stjórnarskipti í forystu ASÍ,
ræðst á miðvikudaginn kemur í
íþróttahúsi Digranesskóla í
Kópavogi.
-•g.
Bæklingar með umsóknareyðublöðum liggja frammi
í öllum VERSLUNUM SAMVINNUMANNA, öllum af-
greiðslum SAMVINNUBANKA ÍSLANDS, SAM-
VINNUTRYGGINGA og SAMVINNUFERÐA-
LANDSÝNAR. Auk þess má snúa sér
til afgreiðslu SAMKORTS hf.
~~ —....................
Armúla 3-108 Reykjavík - Sími 91 -680988