Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 11
Fjölbrautaskóli Breiðholts hélt furðufata- ball á Hótel Borg í vikunni. Nemendur létu hugarflugið ráða ferðinni við val á klæðum og var útkoman hin glæsilegasta. Jim Smart var á staðnum og gómaði nokkur augnablik með ljósmyndavélinni. Þorskvestrar Sænska Aftonbladetgerirstólpagrín aö hinni nýju grein norrænna kvikmynda, sem Hrafn Gunnlaugsson á heiðurinn aö • Þessi grein hefur hér á landi veriö kölluð „Noröri“ en Svíarnir kalla hana „Þorskvestra11 „Pér er óhætt að fara í felur Rambo! Nú kemur hinn refsi- glaði maður Norðursins, fúl- skeggjaður og með reiðilegt augnaráð. Hann drepur með ör- vum, sverði og öxi. Hann stingur úr auga fyrir auga. Brýtur tönn fyrir tönn. Hann mælir á íslensku og samísku og klæðist dýrafeld- um. Hann er hin nýja hetja kvik- myndatjaldsins." Á þessum orðum hefst umfjöll- un í sunnudagsblaði Aftonblad- ets um hina nýju grein kvikmynd- anna, sem hér á landi hefur feng- ið heitið „norðra“ en þeir í Sví- þjóð kalla „þorskvestra" og höfða þá til „spaghettivestranna" svokölluðu, enda er hetju þorsk- vestranna, Helga Skúlasyni, lýst svo að hann sé með morð í augna- ráðinu og fisklykt í skegginu. Tilefni þessarar umfjöllunar Aftonbladets er að um þessar mundir eru tveir þorskvestrar sýndir í Svíþjóð. Ánnarsvegar Leiðsögumaðurinn, „sem fjallar um þögla ruddalega Sama með heiðna framkomu,“ og hinsvegar í skugga hrafnsins, „sem fjallar um þögla ruddalega íslendinga Hár 'torskar Rambo „ . ™ rasar nordmannen pá Imdukarna, med mordiblidœn • tth fisklukt / stógget.Sigge Ennart har Wockat det I k nya váldet. / Fol° tftUNG THUR) lT«u«MANN.AND£(l f/Han «ir ■f tand V.,,Mn P'a KSS? 1 Hanarviri Ramlx, ( 0ch kU dTi ’V-iblo^ih. EaiMwa^ ör með heiðna framkomu," einsog Aftonbladet lýsir myndunum. „Hetjurnar eru orðfáir menn í hrjóstrugu landslagi. Þegar þeir mæla fram meitlaða setningu er hún á íslensku eða samísku. Það gefur myndunum menningarlegt yfirbragð. Jafnvel þótt setningin sem mælt er hljóði svo: -Dreptu Úrklippa úr sunnudagsblaði Aftonbladets 13. nóvember sl. mig! Ljúktu því af þinn ragi vesa- lingur!“ Síðan veltir blaðið því fyrir sér hvort myndir þessar hefðu verið leyfðar óklipptar í sænskum bíó- húsum ef Sylvester Stallone eða Charles Bronson hefðu leikið í þeim, hvað þá að Leiðsögumað- urinn hefði einungis verið bann- aður börnum yngri en 11 ára. Ekki finnst greinarhöfundi mikið til um efnisþráð þessara kvikmynda. „Maður verður vitni að því að fjölskyldumeðlimur er myrtur. Hans skal hefnt. Hið góða berst gegn hinu illa. Útkoman er fjöldi ofbeldisverka í fögrum fjörðum og fallegri fjallasýn. Orðaskipti eru mjög takmörkuð." Um samtöl í þorskvestrunum segir annars að þau séu mjög knöpp í í skugga hrafnsins en að Leiðsögumaðurinn gæti þess- vegna verið þögul mynd. Síðan er klikkt út með því að kvenhetjur þessara kvikmynda séu ofurfagrar. Með greininni fylgir útdráttur úr báðum kvikmyndunum þar sem ofbeldisverkin eru tíunduð í nákvæmri tímalengd. FLÖSKUSKEYTI Hungruð í hjónaband Sumir víla ekkert fyrir sér til þess að krækja sér í maka. Kona ein í Kaliforníu, sem var orðin vonlítil um að ná sér í lífsförunaut, tók það til bragðs að blása upp risablöðru, sem á var letrað stórum stöfurn: „Ég vil giftast". Blaðran svífur fyrir ofan fjölfarna hraðbraut og komast vegfarendur ekki hjá því að sjá hana. Auk neyðarópsins er á blöðrunni mynd af ljóshærðri konu, sem klædd er í þröngan flauelskjól. Kona sú hallar sér tælandi aftur á bak í sófa. f>á er símanúmer konunnar skráð á blöðruna. Sé hringt í símanúmer- ið svarar kvenrödd í símsvaran- um. Röddin syngur fyrir þann sem hringir lagið „The man I love“. Gefirðu upp nafn og heimilisfang færðu sent í pósti bréf frá konunni sem heitir Ánita 0‘Hearn. í bréfinu er spurninga- listi til þess sem hefur áhuga á að giftast 0‘Hearn eftir að hafa lesið lýsingu á henni, sem einnig fylgir með bréfinu. Hún er fertug að aldri, 141 kíló að þyngd og 183 sm á hæð. „Hafirðu enn áhuga og telur þig geta elskað konu sem er einsog dottin út úr málverki eftir Rubens, þá lestu áfram,“ stendur í bréfinu áður en kemur að spurn- ingalistanum. Anita segist hafa fengið 20 svarbréf. ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.