Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 16
Keisarinn liggur
fyrir dauðanum!
Lengi lifi Keisarinn!
Hirohito hefur nú setið á vald-
astól lengur en nokkur annar
keisari Japanssögunnar. Hann
var krýndur árið 1926 og á sér því
að baki 62 ára valdaferil. Keisar-
inn, fæddur árið 1901, varð 87 ára
gamall þann 29. apríl sl. og telst
því háaldraður, jafnvel fyrir Jap-
ana, en meðal aldur þeirra er
hæstur í heimi, 76,61 ár sam-
kvæmt reiknislist Sameinuðu-
þjóðanna. Kominn þetta um
aldur fram hefur heilsu keisarans
hrakað mjög undanfarin árin.
Þjóðin hefur mátt fylgjast með
því á sjónvarpsskjánum hvernig
smávaxinn keisarinn virtist alltaf
holdskarpari og pervisnari í hvert
skipti sem hann birtist fyrir
augum alþjóðar veifandi svip-
brigðalaust af hallarsvölunum til
mannfjöldans á afmælisdeginum
sfnum, scm jafnframt er þjóðhá-
tíðardagur, eða þegar hann mætti
sem endra nær í árlega heimsókn
sína til þess að horfa á Súmó-
glímu í íþróttahöllinni í Tokyo,
eða þegar hann tifaði óstyrkum
fótum um hallargarðinn á vorin
og lagði táknrænt hönd á plóginn
á sáningartímanum.
Skapadómur elektrónanna
virtist ótvírætt skráður á skerm-
inn, en þó var eins og fólk hér
tryði því tæplega að Tennó, eins
og keisarinn kallast á hvursdags:
máli, væri virkilega dauðlegur. í
augum rnargra Japana er keisar-
inn öðru fremur lifandi vitnis-
burður þeirra hörntunga sem
leiddu af seinni heimsstyrjöldinni
og þá jafnframt einhvers konar
tengiliður milli hefðbundinna
menningarverðmæta, sem brugð-
ust, og nýrrar aldar hins rísandi
yens, sem þeir halda að nú sé
iangt komið með að leggja undir
sig heiminn. Þegar styrjöldinni
lauk með hernámi Ameríkana
ákváðu sigurvegararnir að hlífa
Hiróhito svo fremi sem hann
segði opinberlega af sér guðdóm-
inum, sem allt frá núllpunkti ver-
aldarsögunnar og fram til þess
hafði gengið að erfðum innan
fjölskyldunnar, allar götur frá
forföðurnum Ninigi, sonarsyni
Amaterasú, sjálfrar sólargyðj-
unnar. Auk þess skömmtuðu
Ameríkanar Japönum nýja og
„almennilega" stjórnarskrá fulla
af „sómasamlegum" vestrænum
skilningi á lýðræðislegri samfé-
lagsgerð. Þar er skýrt kveðið á
um aðskilnað ríkis og hvers konar
trúarbragða, keisarinn skuli vera
jarðneskt einingartákn þjóðar-
innar, valdalaus aðalleikari í pró-
tókól sýningum ríkisins. Y firgnæf -
andi meirihlutí japönsku þjóðar-
innar kom svo .sigurvegurum sín-
um gjörsamlega á óvart strax eftir
stríð með því sem virtist vera
heilshugar, fölskvalausum sam-
starfsvilja við að kúvenda stjórn-
arkerfi landsins og hugsunarhætti
fólksins. Amerískir generálar
stóðu furðulostnir (og kannski
hálf vonsviknir) og horfðu á
hvernig þetta fólk sem svo lengi
hafði verið rómað fyrir grimmd
við sjálft sig jafnt sem aðra virtist
jarða pollrólegt á einu bretti allt
það sem áður var því svo háhei-
lagt og planta nostursamlega
vestrænum skrautplöntum yfir
gröfina. En hvað varð þá um
keisaraættina, þá gömlu sprengju
þjóðerniskenndarinnar? Þær
spámannsraddir gerast nú æ há-
værari utan landsins sem innan,
sem vara við hringekjugangi sög-
unnar: „Allt breytist í þessu landi
en er þó samt við sig.“
Shogúnatið
Röksemdir hringekjukenn-
ingarinnar eru eftirfarandi:
Tokugawa-Shogúnarnir náðu
völdumíJapaníbyrjun 17. aldar,
Halldór Stefánsson
skrifar frá Japan
Halldór Stefánsson er mann-
fræðingur og hefur búið um
árabil í Kyoto í Japan ásamt
konu sinni Taeko Mori mynd-
listarmanni. Halldór var um
tíma blaðamaður á Þjóðvilj-
anum og hefur lofað fleiri Jap-
ansbréfum þegar vel liggi á
honum. Hann er sonur Stefáns
Jónssonar rithöfundar og Sól-
veigar heitinnar Halldórsdótt-
ur. Millifyrirsagnir eru Þjóð-
viljans.
friðuðu landið, endurskipulögðu
allt stjórnarkerfið og ríktu í nafni
keisarans, sem þeir héldu í frekar
kurteislegu stofufangelsi í tvær og
hálfa öld. Keisaraættin hvarf í
vissum skilningi af stjórnarsvið-
inu, var fórnað táknrænt á altari
friðarins eftir að landið hafði ver-
ið lagt í rúst í hræðilegum styrj-
öldum. Þegar upprisan úr rústun-
um var Iöngu afstaðin og samfé-
lagið hafði fengið að þróat lát-
laust í skjóli vopnaðs friðar
samúrai-lögregluveldis mynduð-
ust líka alls konar innri mótsetn-
ingar sem tóku að þrýsta að þeim
skorðum sem samfélagsgerð
lénsveldisins setti þróunaröflun-
um. Samtímis, eða um miðja nítj-
ándu öldina, tóku erlend ríki líka
að beita japönsk stjórnvöld
þrýstingi til þess að opna upp
markaði sína, sem haldið hafði
verið lokuðum með örfáum
undantekningum allt þetta sögu-
skeið. Markaðshyggja 19. aldar-
innar, langamma frjálsrar versl-
unar líðandi stundar, var réttbúin
að brjóta á bak óþolandi hömlur
á ópíumhöndlun á meginlandi
Kína, þegar ákveðið var að taka
Japani líka föstum tökum. Amer-
íkanar sendu því flotaforingjann
Perry yfir Kyrrahafið rétt uppúr
miðri öldinni og stýrði hann
ógnvænlegum farkostum tveim
sem birtust undan ströndum Jap-
ans í júlí árið 1853 og kölluðust
„svörtu skipin“ í samtímaheim-
ildum japönskum. Þeim var ætl-
að að opna markaði með góðu
eða illu.
Ólæknandi innri mótsagnir
ásamt hjálparleysi Shogúnatsins
gagnvart erlendum ágangi hratt
af stað öldu óeirða og uppreisna í
Iandinu sem breyttist í þann brot-
sjó sem sópaði Shógúnatinu frá
völdum árið 1868. Aðdragandinn
að falli Shogúnatsins var auðvit-
að langur og flókinn og verður
ekki gerð skil í svo fáum orðum,
en það sem máli skiptir hér er
hitt, að öll þau ólíku öfl sem sam-
einuðust í baráttunni gegn lén-
sveldi Tokugawa-ættarinnar fyl-
ktu sér undir merki endurreisnar
keisarans, hins eina löglega æð-
stavalds þjóðarinnar samkvæmt
þeirra boðskap. Frá seinni hluta
18. og fram yfir miðja 19. öldina
varð til hugmyndafræði sem boð-
aði afturhvarf til hreinna og
ómengaðra menningarverðmæta
japönsku þjóðarinnar sem sögð
voru kristallast í óslitinni röð
keisaranna allt frá upphafi vega.
Öll helstu þjóðfélagsmeinin sem
alþýða manna bjó við á þessum
tímum voru sögð sprottin af
óstjórn valdaræningja Shogún-
atsins og afturhvarf til hins hreina
og óspillta japanska anda varð
því að byltingarboðskap sem
ferðaðist undir lokin sem eldur í
sinu útum allt landið. Keisarinn
var á endanum „frelsaður“ úr
stofufangelsi sínu í Kyoto, dustað
af honum rykið og færður af sigri-
hrósandi frelsisherjum til Tokyo
þar sem hann var settur í hásæti
sem Meiji-keisarinn. Sá var afi
Hirohito.
Byggt frá grunni
Miljónir Japana týndu lífi,
framleiðslu- og samgöngukerfið
rústum lagt og stórir hlutar helstu
iðnaðarborganna voru brunnir til
grunna eftir seinna stríð. í kjölfar
eyðingarinnar, sem sem öfgafull-
ir þjóðernissinnar höfðu kallað
yfir land og þjóð, kom hernáms-
liðið ameríska. Þeir færðu vopn-
aðan friðinn og stjórnarskrána
með drögum að nýrri þjóðfélags-
gerð. Af óbilandi elju og ein-
kennilega lausir við móralska
timburmenn (á sögulegu örskoti
breyttust Ameríkanir úr „höfuð
erkióvini“ í „verndara, velunnara
og sérstaka bandalags þjóð“)
tóku Japanir til við að byggja allt
frá grunni, stein fyrir stein, sam-
kvæmt nýjum leikreglum sem all-
ir kepptust við um að læra og
temja sér. Á þeirri tæplega hálfu
öld sem síðan er liðin hefur jap-
önskum kaptalistum tekist að
virkja þjóðina í hömlulausum
samkeppnisanda til þess ekki
bara að rísa upp, heldur rísa upp
fyrir alla keppinauta sína í meðal
þjóðarframleiðslu. Talað er um
„efnahags undrið" og „Japan í
efsta sæti“.
En ekki er allt sem sýnist, nú
sem endra nær. Undir glæstu yfir-
borðinu blasa við ógnvekjandi
mótsetningar. Meðan verðmæta-
sköpun samfélagsins á sér engan
viðlíkan í heiminum, hrakar lífs-
kjörum alþýðunnar í landinu.
Stjórnlaust, stjórnlítið eða ó-
stjórnlega er fjármagninu sem
myndast beint úr landi eða veitt
inní land- og lóðabrask heimafyr-
ir, sem leitt hefur til þess að hús-
næðismál landsmanna eru í því-
líkum ólestri að engin leið virðist
til bjarga. Fyrir tuttugu til þrjátíu
árum gátu venjulegir Iaunþegar
ennþá gert sér vonir um að
eignast húsnæði, jafnvel lítið hús
ef fyrirtækið og forstjórinn lof-
aði. f dag, þrátt fyrir íturvaxinn
hagvöxtinn, er varla til sá Japani
sem í krafti launa sinna einna
saman getur vonast til að eignast
þak yfir höfuð sér og sínum innan
borgarmarka stórborganna. Þeir
sem þiggja að erfðum frá foreldr-
um þurfa svo að vera stórefnaðir
til að ráða við erfðaskattinn sem
auðvitað rís líka fjallhátt með
hækkandi lóðaverði. Lóðaverðið
eins og það er leiðir líka til þess að
byggt er örsmátt og þröngt á vest-
ræna vísu.
Óvild í Ameríku
Slæmir húsakostir takmarka
síðan neyslumöguleika fjöl-
skyldnanna sem setja þannig
innanlandsmarkaði tækja og tóla
áberandi þröngar skorður. Jap-
anskt efnahagslíf sem að lang-
mestu leyti er rekið af tekjum út-
flutningsafurða hefur nú að und-
anförnu verið að uppgötva tak-
mörk sín frammi fyrir hinni nýju
„sanngirnis pólitík“ Reagan-
stjórnarinnar sem boðar: „Þeir
sem frjálst fá að höndla með alls
konar góss í vorum garði skulu þá
líka fá að opna sinn eigin fyrir
okkar dóti“. Spámenn þessa ein-
falda boðskapar hafa síðan risið
upp eins og gorkúlur útum öll
Bandaríkin, þingmenn hafa tekið
sig saman á túnblettinum fyrir
framan þinghúsið í Washington
og mélað japanskt útvarp með
sleggjum, sömu tæki voru notuð
af verkamönnum í Detroit til þess
að breyta laginu á Toyota bíl svo
tvö fræg dæmi séu nú nefnd. Enn-
þá áhrifaríkari er þó sá pólitíski
áróður sem rekinn er eftir hefð-
bundnari leiðum og miðast við að
gera Japan að sökudólg, ábyrg-
um fyrir amerísku atvinnuleysi og
hrakandi samkeppnishæfni ým-
issa iðngreina, sem áður gengu
svo vel. Slíkt tal, sem hlýtur
hljómgrunn víða og hefur leitt til
töluvert almennrar og augljósrar
óvildar í garð Japana í Ameríku,
gæti reynst ábyrgðarlaus leikur.
Ameríska ljóðskáldið og
mannfræðingurinn Ruth Bene-
dict benti jú löndum sínum á það
þegar á seinna stríðs árunum
(The Chrysanthemum and the
Sword), að Japanar eigi þjóða
erfiðast með að bregðast við
grímulausri tjáningu óvildar.
Andúð er kyngt möglunarlaust til
þess að forðast að gára það sem
skal vera spegilslétt yfirborð. í
stað þess að krefjast auga fyrir
auga og tönn fyrir tönn, leggur
japönsk siðfræði og verðmæta-
mat áherslu á dyggð þolandans,
sem lengi vel brosir bara vand-
ræðalega framan í ruddaskap
heimsins.
Samkvæmt kenningu frú Bene-
dictar heitinnar safnast skömm-
ustulegur vandræðaskapurinn
fyrir í furðustóran sarp oní jap-
önsku sálarlífi, sem á þó til að
fyllast og leitar þá gjarnan mála-
miðlunarlausrar útrásar. Þessi al-
hæfing og aðrar svipaðar hafa síð-
an verið svo oft endurteknr, að
ekki bara útlendingar heldur Jap-
anir sjálfir eru farnir að trúa
þeim, og stundum jafnvel að
Hirohito keisari berst upp á líf og dauða.
hegða sér samkvæmt boðskap
þeirra. Amerísk stjórnvöld hafa
lagt hart að japönskum kollekum
sínum að opna japanskan mark-
að fyrir amerískum vörum.
Endalausir fundir og tilraunir
Ameríkana til þess að beita Jap-
ani þvingunum hafa borið sára-
lítinn árangur. í raun telja Japan-
ir að amerísk réttlætiskennd og
boðorða-bísness séu hlutdrægar
ofureinfaldanir: markaðirnir séu
ekki aðeins vita ólíkt uppbyggðir
eftir menningarsvæðum, heldur
séu þarfir þeirra einnig gjörólík-
ar, þeir (Japanir) hafi sérhæft sig
við að sinna kröfum erlendra
markaða, en slíkt hið sama geti í
fæstum tilfellum verið sagt um
ameríska framleiðslu.
Ameríkanar svara því hins veg-
ar til, að við útflutning til Japan
sé varan ekki vandamálið heldur
þrælbundið dreifikerfið, sem
standist alls ekki kröfur frjálsrar
samkeppni og svo skortur á
óbeislaðri kaupgleði meðal al-
mennings þar í landi. Evrópu-
þjóðirnar sem flestar standa líka í
miklum viðskiptahalla við Japani
hafa einnig gengið á lagið og
tekið að þjarma að japönskum
verslunarhagsmunum og hrópa á
meiri jöfnuð í milliríkjavið-
skiptum. Ofangreindir postular
hringekju söguskoðunarinnar
vara við að sýna megi fram á
tengsl milli ýmissa blæbrigðá í
viðbrögðum japanskra stjórn-
valda og almennings við skyndi-
legum veikindum og yfirvofandi
dauða keisarans og endurtekn-
ingu ákveðinna sögulegra kring-
umstæðna með liðlega aldar-
löngu millibili: Hvernig Japanir
bregðist við þegar þeini finnst
þeir verða fórnarlömb í samfélagi
þjóðanna og tapi auk þess trúnni
á það, að nokkur leið sé út úr
ógöngum heima fyrir. Þá er
keisarinn galdraður aftur uppúr
rykugum hattinum og þjóðin fell-
ur í stafi, steypir sér einum huga
oní nýjan farveg, hlæjandi eða
grátandi eftir því hvort keisarinn
birtist sprelllifandi eða hálf-
dauður.
16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. nóvember 1988