Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 17
Þjóðin hrökk fyrst upp við vondan draum í fyrra haust þegar landsfaðirinn var lagður undir hníf út af einhverri slæmsku í iðr- um. Þetta var rétt eftir að forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadótt- ir, sótti hann heim, þó það komi ef til vill málinu lítið við. Reynt var að gera lítið úr aðgerðinni í fjölmiðlum, talað um smá kvilla, sem lækninum hefði tekist að nema á brott með óskeikulli verklægni hins gamalreynda skurðmeistara. Þá þegar heyrð- ust þó óheillakrákur spá fyrir endalokunum. Orðrómur komst á kreik um ólæknandi krabba. En viti menn og konur, sonur sólar- innar reis á ny, óx ásmegin uppí hásætið og tók aftur á sínar lotnu herðar alls konar skyldustörf sem til bráðabirgða höfðu verið falin syni hans, erfðaprinsinum, sem sjálfur er kominn fram yfir miðj- an aldur (56 ára). Einnig sást honunr bregða fyrir í súmó- höllinni og á rölti í hallargarðin- um. Þannig liðu mánuðirnir og urðu að misserum og þjóðin sannfærðist aftur um að Tannó væri í fullu fjöri. Leið svo fram að Ólympíuleikunum í september, þegar svo til hverju mannsbarni ( landinu tókst að gleyma sorg og sút hvundagsleikans og lífið varð sport. Þann 19. þessa óheilla mánaðar var keisarinn svo lagður inn í skyndi á gjörgæsludeild spít- ala hirðarinnar. Fréttin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inní íþróttagleði Ólympíuleikanna með stórkost- legum áhrifum. Rétt fyrir hádegi þennan mánudag fór fram blak- leikur kvenna milli Rússa og Jap- ana og öll þjóðin var sem límd við skjáinn. Tekst Davíð (okkur, lág- vöxnum Japönum) að vinna Golíat (þá, risavaxna Rússa)? Spennan lá í loftinu og magnaðist endalaust út allan hnífjafnan leikinn og fékk svo loksins útrás í algleymi síðust mínútnanna, þeg- ar Japönum tókst að ná eins stigs forystu á síðustu sekúndu leiksins. Þjóðin var naumast búin að jafna sig eftir fullnægingu sigur- vímunnar, þeirrar frumstæðu en jafnframt undursamlegu marg- földunaráskynjun 1. p. fornafns- ins í ft., þegar aldan reið yfir. Rétt eftir blakleikinn var bein út- sending frá Seoul rofin með frétt- um um að Flirohito hefði verið lagður inn á spítalann með miklar innvortis blæðingar, háan hita og fallandi blóðþrýsting. Um þanda Ólympíska sportæðina náði boð- skapurinn inní vitund þjóðarinn- ar á augabragði. Hirðmeistarinn, Kenji Maeda, hafði kallað til blaðamannafundar inná Upp- hafna Staðnum, Gosho, risastóru hallarflæinu, tóminu í hjarta Tokyo-borgar. Dramað byrjaði eins og vera ber þar, í tómu miðj- unni, sem Roland Barth kallaði á sínum tíma lykilinn að japönsk- um táknheimi (L’Empire des Signes), uppsprettu allrar merk- ingar menningarinnar, en þó sjálf merkingarlaus. Hirðmeistarinn sem birtist á skerminum og fram til þessa hafði aldrei fengið að tala til þjóðarinnar var með vandlega frosna andlitsdrætti og varirnar sáust varla hreyfast þegar hann talaði. Orðin gengu útaf honum löturhægt og hikandi, eins og leitandi eftir nýju tjáningarformi. Kannski engin furða því hér var að hefjast í fyrsta sinn í Japans- sögunni sviðsetning fjölmiðla á dauðastríði sjálfs keisarans. Dauðastríðið Það tók þjóðina drykklanga stund að kveikja á perunni. Fólk almennt virðist ekki hafa gert sér fulla grein fyrir því fyrst eftir fregnina hvort það ætti frekar að bölsótast yfir frekjunni að vekja það svona fyrirvaralaust uppúr sportvímunni, eða láta eins og sér kæmi málið kannski svolítið við. En allan þennan dag og næstu daga á eftir voru svo íþróttaút- sendingar rofnar á klukku- stundar fresti með nýjustu frétt- um af líðan kekarans: Sami hirð- meistarinn, álíka jarðarfarar- legiir og frosinn í framan og við fyrstu sýn en málbeinið þó ívið lausara eftir ítrekáða notkun. Ógnvænlegar fréttirnar af líðan Hirohito buldu þannig taktfast á þjóðinni frá morgni til kvölds og hrifu hana að lokum með sér frá Ólympíuleikunum sem byrjuðu að verka vandræðalega óvið- eignandi á marga. Áhyggjur af líðan keisarans uxu svo hratt og döfnuðu í samhljóma kór fjöl- miðlanna sem kepptust um að sinna þessu efni öðru fremur, að á furðu skömmum tíma tóku stór- brotnar afleiðingar að segja til sín úti í þjóðlífinu. Allar helstu sjónvarpsstöðvar landsins sýndu framámenn ryðj- ast fram fyrir myndavélarnar til að verða hver fyrstur til þess að sjást óska keisaranum skjóts bata. Eftir að kunngert var að al- menningi stæði líka til boða að tjá hug sinn með því að skrá nafn sitt í gestabækur í móttöku við einn innganginn að hallarsvæðinu í Tokyo þyrptist þangað múgur og margmenni og langar biðraðir mynduðust löngu fyrir opnun á morgnana. Fljótlega voru líka opnaðir básar á ráðhúsum stærri bæja og borga útum allt land þar sem fólki var boðið að vitna um umhyggju sína fyrir líðan keisar- ans á líkan máta. Á skömmum tíma taldist það fólk í milijónum, sem lagði svona lykkju á leið sína og stóð langtímum í biðröðum meðan rigningarveður barði landið. Myndsveltar sjónvarps- stöðvarnar, allar af vilja gerðar til þess að gera sér og þjóðinni mat úr atburðinum, fengu auðvitað ekki, utan stöku blaðamanna- fundar, aðgang að tóminu innan hallardyranna og sáu sig því nauðbeygðar til þess að nærast svo til eingöngu á vibrögðum almúgans í biðröðinni fyrir utan. Þar var fólk á öllum aldri, en ungt fólk jafnvel í meirihluta. Það var sýnt standa ábúðarfullt, eins og það hengi hérumbil í ragnhlífun- um sínum. Dag eftir dag, sama senaríóið. Myndavélarnar liðu eftir röðunum, staldrandi geð- þóttalega við hér og hvar til að taka fólk tali: „Hví ertu nú hing- að komin(n), og hvað er þér nú efst í huga? Svörin voru yfirleitt einföld og auðskilin. Flestir sögðust álíta að eðlilegt væri að votta keisaranum samhyggð á þennan látlausa máta eins og nú stæði á fyrir honum. Einstaka manneskja tók þó af skarið eins og oft gerist í Japan á stundum mikilla áfalla og brá fyrir sig hnit- niiðuðu hysteríu-kasti í tára og orða flóði fyrir framan þakklátar myndavélarnar til þess að leggja áherslu á tilfinningalega dýpt at- burðarins. Skemmtanalíf lamast Ef til er þjóð sem skilur kall sinna fjölmiðía þá eru það Japan- ir. Er urn það bil vika var liðin frá því keisarinn veiktist hafði sú hugmynd rutt sér til rúms, að allt „almennilegt" fólk færi „eðli- lega" og skráði sig í hirðbækurn- ar. Strax fyrstu dagana eftir að Hirohito veiktist spurðist enn- fremur að frægir stjórnmálamenn í landinu nieð fyrrverandi og nú- verandi ráðherra í broddi fylk- inga hefðu aflýst fundum og opin- berum heimsóknum til erlendra ríkja „vegna alvarlegara veikinda keisarans". í þeim málum sem öðrum varð ekki ein báran stök. Fyrstu vikurnar var svo til öllu aflýst í þjóðlífinu sem hægt var með nokkru móti að flokka undir mannfagnaði, skólaböll, hljóm- leikar, sigurhátíðir íþróttafélaga, héraðshátíðir, stórafmæli og gift- ingarveislur svo eitthvað sé nefnt. Þeir sára fáu japönsku íþróttamenn sem þessu sinni unnu til verðlauna á Ólympíu- leikunum fóru beina leið í sant- úðarskráningu að hallarhliðinu í Tokyo í staðinn fyrir kampavíns- veislu eins og venja stendur til. Sama gerði Chiyonofuji stór- meistari eftir enn einn sigurinn á súmó-móti rétt eftir að Hirohito var lagður inn á spítalann. Stór- fyrirtækið Nissan gekk jafnvel svo langt að láta klippa burt úr sjónvarpsauglýsingu rödd sem blygðunariaust reynir að lokka áhorfendur hálfa leiðina uppí nýjasta tryllitækið sitt með því að ávarpa þá „ertu í stuði?" Ljóst er að verðmætin seni nú þegar hafa tapast skemmtanaiðnaðinum og mýmörgum hliðargeirum lians nema margfaldri þyngd keisarans í gulli, og enn er ekki allur dagur úti. í ljós kom, að jafnvel verð- bréfamarkaðurinn tók að stjórn- ast af sjúkrasögu keisarans. Verð Þessi fræga blaðaljósmynd af generál MacArthur og keisaranum af Japan, sem niðurlægður var með því að vera kallaður í Ameríska sendiráðið 27. september 1945, skelfdi Japani. Stærðarmunur mann- anna á myndinni var táknrænn fyrir auðmýkingu hernumdrar þjóðar. bréf féllu skarpt, þegar sýnt var hversu áþreifanlega fréttin um veikindi keisarans snart ýmsa þætti þjóðlífs. Það hefur svo haldist frekar lágt síðan, þar sem fjármagnseigendur hafa haldið að sér aurunum og álitið vissara að bíða og sjá hvað setur. Enginn í fjármálaheiminum frekar en annars staðar íþjóðfélaginu kann að spá fyrir, hvaða áhrif yfirvof- andi andlát keisarans kann að hafa á efnahagslíf landsins. Þrátt fyrir vandlega stöðluð viðbrögð þjóðarinnar meðan aljir voru svo önnum kafnir við að sýna einhug, kom líka fljótt á daginn að hags- munir hundruða þúsunda voru jafnframt í veði. Veikindin notuð Sjúkrasaga keisarans dróst sumsagt á langinn og hefur nú staðið í u. þ. b. hálfan annan mánuð. Læknarnir gáfu snemma út þá yfirlýsingu að ógjörningur væri að vinna bug á meininu með nýrri skurðaðgerð, bæði vegna þverrandi viðnámsþróttar sjúkl- ingsins og svo einnig vegna þess hve stórt svæðið væri á þörmun- um sem úr blæddi. Ekkert hægt að gera nema að bíða og vona að blæðingar stoppi, sem fram til þessa hefur með öllu brugðist. Öllu heldur hefur ástandið versnað hægt og bítandi, viku eftir viku. A hverjum degi gefur hirðin út fréttatilkynningu, sem flestar greina frá því, hvernig vart hafi orði við innvortisblæðingar, líkamshiti hafi rokið upp, b)óð- þrýstingur fallið, hjartsláttur aukist og læknar hafi óðar gripið til blóðgjafar til þess að styrkja líffærastarfemina: 200-1200 sent- ilítrar hverju sinni. Þegar þessar línur eru skrifaðar nemur blóð- gjöf síðan veikindin hófust sam- tals rúmum 15 lítrum, og horfur afar slæmar. Læknar segjast hafa af því rniklar áhyggjur bæði hversu lengi nýrun standist svona álag við að vinna úr þetta miklu magni af aðskota blóði og hinu, hve erfitt sé orðið að finna lengur óbólgnar æðar sem tekið geta á móti öllum þessum blóðvökva. Fyrstu viðbrögð þjóðarinnar, sviðsett af fjölmiðlum eins og lýst var hár að ofan, voru áberandi tilfinningalegs eðlis, til varð ein- hvers konar massíf hliðrun upp- trekktrar þjóðerniskenndar af íþróttasviði Ólympíuleikanna í Seoul yfir á heimavöllinn við hirðina í Tokyo. Eftir því sem frá leið og veikindi keisarans drógust á langinn lægði svo aftur hæstu öldurnar í truflaðri þjóðarsálinni og alls kyns raddir tóku að heyrast. í dagblöðum vinstri- kantsins var því nú haldið fram að ríkisstjórnin hefði vísvitandi not- að veikindi keisarans, pískað upp ýkt viðbrögð nieðal almennings til þess m. a. að draga athyglina frá afar óvinsælu skattafrumvarpi sem hún er nú að bögglast við að koma í gegnum þingið. Sýnt var fram á, hvernig ríkisfjölmiðlarnir hefðu gengið allra lengst og verið öðrum til fyrirmyndar í ósmekk- legum og ofgerðum fréttaburði af afar viðkvæmu máli. Bent var á að einstök smáatriði varðandi al- varleg veikindi fólks eða dauða- stríð væri einkamál þess, fjöl- skyldu og vina. Félagslegt hlut- verk, sem einstaklingarnir axla og ákvarðast af menningu og sögu þjóðanna væri hins vegar atriði sem þyrfti að vera hægt að ræða fordómalaust á opinberum vettvangi, og í því samhengi verið að ýmsu að gá hvað Tennó varð- ar. Síðan hafa það ekki bara verið vinstri öflin í samfélaginu, heldur menntamenn almennt úr öllum flokkum sem risið hafa upp og varað við hættunni á vísvitandi pólitískri misnotkun þjóð- ernissinnaðra öfgahópa eða ann- arra á þeirri óþrjótandi upp- sprettu merkingar og því seiðmagnaða aðdráttarafli sem keisaraímyndin hefur sýnt sig að hafa enn í dag á hugi fólksins í landinu. Kyoto, 3. september, 1988 Föstudagur 18. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SfÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.