Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 24
HELGARPISTILL
ÁRNI BERGMANN
Beint inn í
sólarlagsins eld
Um síðustu ljóðabók Ólafs Jóhanns Sigurðssonar
Ólafur Jóhann Sigurösson
skildi eftir kveöju til okkar áöur
en færi - Ijóðakver sem nú er
komið út hjá Máli og menn-
ingu og heitir „Að lokum“.
Þar eru leikin stef sem viö
könnumst vel viö úr fyrri Ijóða-
bókum skáldsins. Án þess aö
viö kvörtum yfir endurtekn-
ingu (nema sjaldan) því vand-
aður söngur má oft hljóma og í
þessu kveri stafar af honum
sérstæðri birtu haustsins,
angurværö kveðjustundar.
Stálið og eitrið
Við vissum vel að margt í sam-
tímanum var Ólafi Jóhanni lítt að
skapi. Ekki nema von að hann
biðji himnasmið í kvæði sem
„Ákall“ heitir, að þegar hann
sendi sig næst á nýjan stað
verði naumara skammtað þar
af grimmd og heimsku
Og grimmdin og heimskan eru
hér enn á dagskrá, heimurinn er í
fyrsta kvæði bókarinnar orðinn
„annarlegt skrumbákn" úr áli og
plasti og stáli og „tölvustýrð hel-
sprengja verndari vor“. Og
önnur mannanna verk verða flest
til óþurftar: árnar eru sogaðar í
gildrur orkuveranna og iðnaðar-
ins og þegar þær sjást aftur eru
þær „sorablakkar, spilltar og
firrtar svívirlar, þrælkaðar
af þjónum Málmsins
meðal eiturkvarna
í eitruðum dölum
Og maður hefur vitanlega alla
samúð með þeim sjónarmiðum
sem hér eru í kvæði felld, en ég
segi eins og er: Mér þótti einatt
sem óbeit Ölafs Jóhanns á tækn -
innar galdri væri helst til úrræða-
lítil í hugsun og formi - eins og
þegar það kvæði sem nú var vitn-
að til endar á þessum línum hér:
mikil er kvöl söngfugls
þar sem Málmurinn
rœður ríkjum.
Styrkari hugsun ber uppi þá
ádrepu sem finna má í ljóðinu
„Ár barnsins" sem lýsir þeim öf-
ugsnúningi, að það reynist í heimi
okkar skammt til tungls og
stjarna en langt til þeirra barna
„sem bíða líknar í þrautum".
Áður en lengra er haldið: sér-
stöðu hefur í þessari bók kvæði
sem heitir „Hvað átti maðurinn
að segja?“ En þar segir frá skáldi
og spámanni sem ætlaði að leiða
söfnuð sinn
úr fjallaríki þrœlstuðlaðrar
ánauðar
yfir sjálfa eyðimörkina
í átt til nýrrar Ijóðsœldar
en sú leið reyndist lengri en skyldi
og vér stöndum þyrstir og ráð-
þrota í svefnrofum efasemda og
þá kemur annar „utansafnaðar
sveinstauli“ og slær sitt vatn af
kletti og „söfnuður minn“ fagnar
ákaft. Saman við þessi Biblíu-
minni er margt haganlega fléttað
um skáldaríginn, um þrautir for-
ystusauða, um metnaðarins
óvæntu krókaleiðir.
Maöurinn
er reynir
Ádrepan í ljóðum Ólafs Jó-
hanns gengur nær alltaf út frá
þeim mælikvarða sem náttúran
er. Það gerist þá ekki aðeins með
því að ort er um skemmdarverk
manna gegn náttúrunni. Náttúr-
an verður í ljóðum Ólafs Jóhanns
sá siðferðilegi mælikvarði sem
ekki verðurí efa dreginn. Skáldið
kann ekki meira lof um mann
sem hann ávarpar í ljóði en gjöra
hann að reynitré „með ræturnar
djúpt í jörðu“. Annan mann lofar
hann með því að líkja honum við
„óbuganleikans blóm“ og það
„lifandi vatn“ sem lesa má af
lögmál þolgæðis og drengskapar.
í þessari litlu bók er náttúrulof-
gjörðin einstaklega sterkur þátt-
ur og smýgur um allt með sínum
krafti, einnig þegar ljósta skal
lesandann í senn með nálægð og
fjarlægð: brautir vatns á leið til
Hreðavatns eru um leið farvegir
lífsins alls og geimsins. Eins og
nærri má geta komast engin
mannanna verk til jafns við
starfsháttu náttúrunnar - ekki
einu sinni það kraftaverk að Mós-
es sló vatn af kletti til að svala
þorsta fólksins:
gaf út skopblaðið Gosa og verk-
fallsblöð og hann kom til liðs við
okkur hér á Þjóðviljanum eitt
sinn þegar allt var þar á hvolfi
eins og fyrri daginn og reyndist
hinn úrræðabesti og ágætlega
næmur á þau pólitísku nýmæli
sem þá fóru um loftin.
Það sat púki í Magnúsi sem gat
leikið hann og aðra grátt, en sá
púki komst sem betur fór aldrei
upp á milli okkar. Við töluðum
oft saman og lengi, líka um þá
hluti sem erfitt kann að vera að
játa fyrir sjálfum sér í einrúmi.
í stað valds
stafs eða sprota
í stað þess að Ijósta klettinn
leiftursnöggt og harðlega
kemur birta
kemur ylur
kemur þú glófingruð
við klökuga brynjuna
Og sjá: Vatn sprettur fram
vorblá lind fer að niða
Nátturuóður Ólafs Jóhanns
fær sérstakan hljóm og dýpt af
grunsemdum um leiðarlok: hin
fagra og góða náttúra ber svip
haustsins, lækurinn er á leið til
þagnar, dimman hnígur að.
Kveðjustundin rennur svo upp í
æðrulausri fegurð og lýtalausri
kveðandi í lokakvæðinu um hest-
inn bleika sem vitjar allra:
Loks þegar hlíðfær hrím á kinn
hneggjar þú á migfákur minn.
Stígfg á bak og brott ég held
beint inn í sólarlagsins eld.
En áður hafði verið ort um
þann lykil sem gengur að tilveru
skáldsins og þar finnum við hik-
laust og góðkynja blygðunarleysi
ærlegs manns sem vill standa við
niðurstöður lífs síns:
Affegurð lífs. og ástúð til alls
sem lifir
er undirstaða fengin að
lykilsins gerð
og skírð á andvökunóttum við
efa og þjáning
við endimarkaleysi dýpstu
þagnar
og einnar stjörnu skin
í skýjarofi...
Ólafur Jóhann kaus sér ekki
mörg yrkisefni, en hann vék
aldrei undan þeim sem mestu
varða.
Skömmu áður en hann dó kom
hann í heimsókn - hann hafði þá
vent sínu kvæði í kross og farið í
sálfræðinám í Bandaríkjunum.
Við rifjuðum það upp, að einu
sinni ætluðum við að skrifa hvor
um annan minningagrein og lesa
yfir hvor hjá öðrum og ritskoða,
því eitthvað var alltaf eftir af
stráknum Tuma í okkur - þeim
sem mætti í sína eigin minningar-
athöfn.
í dag og á næstunni er Magnús-
ar minnst með ýmsum hætti eins
og fram kemur í fréttum í Ás-
mundarsal opnar Kuregei sýn-
ingu, þar er í kvöld flutt tónverk
Atla Heimis, helgað Magnúsi, á
morgunn er á sama stað lesið úr
leikritinu um Steinar Ólafsson
sem vildi komast áfram í veröld-
inni og á sunnudaginn verður
flutt leikritið „Ég er afi minn“
með öllum þeim sömu leikurum
sem fluttu það undir leikstjórn
Brynju Benediktsdóttur hjá
Grímu. Og á sunnudaginn sýnir
sjónvarpið tvær stuttar myndir
Magnúsar - 240 fiskar fyrir kú og
Ern eftir aldri og það á fleira eftir
að gerast, svo er mörgum góðum
vinum og skólabræðrum Magn-
úsar fyrir að þakka.
Arni Bergmann
Magnús Jónsson
Magnús Jónsson hefði orðið
fimmtugur í dag og ég var að
hugsa um það hve langt er síðan
séra Rögnvaldur jarðsöng hann
og það var spilað verk eftir Atla
Heimi og það var napurt í bænum
og mér fannst ég hefði ekki fyrr
verið svo dapur. Pó eru ekki
nema níu ár síðan þetta var. En
Magnús var þá aðeins liðlega fer-
tugur og mér fannst óréttlæti
dauðans óvenju frekt þennan
dag.
Eg þekkti Magnús ekki meðan
hann var að vaxa úr grasi við þrá-
lát veikindi í húsum foreldra
sinna, Ragnheiðar Möller og
Jóns Magnússonar fréttastjóra.
En ég var svo heppinn að vera
honum samtíma í Moskvu, þang-
að var hann kominn til að læra
kvikmyndaleikstjórn. Þá var
margt að gerast í senn og þá var
Magnús að kynnast Kuregei frá
Jakútíu sem var við leiklistarnám
og varð hans kona og fór með
honum heim til íslands og ól hon-
um fjögur börn. Þá byrjuðu okk-
ar löngu samtöl um pólitík sem
tóku í fyrstu mjög svip af þeirri
bjartsýni sem greip þá rauðliða
sem sáu ekki eftir Stalín og
fögnuðu endurskoðunartilburð-
um Khrúsjofs. Stundum sátum
við og börðum saman einhvern
leirburð. Rími þrungnar
bullvísur eða galopin ljóð um sjö
ára áætlanir Sovétmanna: Rússar
svamla mjólkursjó, rennur sól á
bak við ostafjöll. En mest hafði
Magnús bæði þá og síðar gaman
af að sproksetja hugmyndir
manna um neyslusæluna miklu,
sem hann taldi náttúrlega
auvirðulega í samanburði við það
að sósíalismanum okkar ástkæra
tækist kannski að láta menning-
una „aukast út á við“ - og mundi
þá flest gott á eftir koma.
Magnús fór stundum langt nið-
ur: illt er það allt og bölvað, skítt
veri með það og svei því. En hug-
myndafjörið sem aldrei sofnaði í
kolli hans reisti hann jafnan við
og sendi hann á ný til ferða og dró
aðra með sér í hrifningu. Hann
reisti náttúrlega skýjaborgir:
hver er svo leiðinlegur að hafa
ekki gert það? Verst hvað það gat
verið slítandi að brúa bil milli
draums og veruleika - ekki síst
þegar hugurinn stendur til jafn
fjárfrekrar listar og kvikmynda.
Ég man að eitt sinn ræddum við
lengi bráðskemmtilega hugmynd
sem Magnús vildi filma hjá
meistara sínum, Roman Karm-
en. Hún var um tímann. En til að
koma henni í framkvæmd hefði
þessi stúdent á öðru ári þurft
mikla sveit manna á flakki um
alla Moskvu og sýsluna um kring í
heilan mánuð. Skólinn gat ekki
samþykkt þessi útgjöld, alltaf var
verið að skera utan af hugmynd-
inni þar til hún endaði á því að
Magnús kvikmyndaði kennslu-
stund í ballett.
Þetta bil milli skemmtilegra
hugmynda og þess veruleika sem
snúinn var saman annarsvegar úr
svokölluðum ytri aðstæðum
(hvar eru peningarnir?) og svo
þeim skorti á úthaldi sem var
fylgifiskur Magnúsar, hélt lengi
áfram að vera mikill spennuvald-
ur í lífi hans. En hann kom samt
víða við sögu og eftirminnilega.
Hann gerði kvikmyndir sem
ljóma af skemmtilegu hugviti
m.a. þjóðhátíðarmyndina „Ern
eftir aidri“ sem sjónvarpið ekki
þorði að sýna fyrir fjórtán árum.
Hann fékkst tölvert við leikstjórn
- og setti m.a. upp prýðilega sýn-
ingu á Túskildingisóperu Brechts
á Akureyri. Hann samdi leikrit
sem sýndu að hann kunni ágæt
tök á aðferðum bæði hins pólit-
íska leikhúss og leikhúss fárán-
leikans, sem grasséruðu samtímis
í hverjum manni um skeið. Hann
24 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. nóvember 1988