Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 27
KYNLÍF
JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓHIR
Hvenær má ég
„gera það“?
í síðustu viku fjallaði ég um þá
staðreynd að foreldrar eða för-
ráðamenn barna og unglinga
væru kynfræðingar heimilanna.
Fjöldinn allur af erlendum rann-
sóknum hafa sýnt að krakkar
vilja fá fræðslu frá foreldrunum
en þegar að er gáð er því miður
frekar sjaldgæft að það gerist í
raun og veru. Þó að það séu til
ánægjulegar undantekningar í
þessum efnum er það til dæmis
sjaldgæft að foreldrar ræði við
sína unglinga um getnaðarvarnir.
Vinir og fjölmiðlar eru öðrum
fremur uppspretta kynfræðslu.
Fræðslu um samlíf og getnaðar-
varnir er um margt ábótavant
þrátt fyrir þá staðreynd að stelpur
og konur sem fá fræðslu í þeim
efnum verða síður ófrískar svona
uppúr þurru.
Ef einhverjar umræður verða á
heimilinu um samlíf er viðkvæðið
frekar „ekki gera það, þú gætir
orðið ófrísk/þú gætir barnað
stelpu" eða „bíddu þar til þú byrj-
ar í sambúð/giftir þig“. Að segja
við unglinginn sinn „ekki gera
það“ er ekki líklegt til að virka
hvetjandi á umræður og hjálpar
unglingum ekkert í sjálfu sér ef
hann eða hún hefur verið að velta
þessum málum fyrir sér. Það að
segja „bíddu þar til þú giftir þig“
er líka ekki lausn í sjálfu sér þegar
liggur á svörum í dag. Það yrði
strax betra að segja að „það er
betra að bíða þar til þú giftir þig
en ef þú ætlar að gera það fyrr
þarftu að athuga þinn gang með
getnaðarvarnir“.
Kynlíf unglinga
Ég hef orðið vör við að foreldr-
ar hafi stundum af því áhyggjur
hvenær „heppilegast“ sé að ung-
lingar byrji samlífi. Bara ígær var
ég spurð að því hvað mér fyndist
um að ungligar væru að hafa sam-
farir. Viðmælandi minn var á
þeirri skoðun að þótt sumir ung-
lingar væru líkamlega tilbúnir til
að lifa samlífi þá væru þeir ekkert
endilega tilbúnir tilfinningalega.
Gott og vel en hvað þýðir það að
vera tilfinningalega tilbúin(n)?
Hvaða viðmiðun höfum við í því
sambandi? Og hverjir ákveða
þær viðmiðanir? Erum við tilbúin
til að viðurkenna unglinga sem
kynverur með kynferðislegar
hvatir og þarfir? Bara sú stað-
reynd að kynþroski gerist nokkr-
um árum fyrr en fyrir hundrað
árum síðan eykur þörfina á að
ræða um viðhorf og gildismat sitt
til kynlífs unglinga.
Einnig finnst mér oft að mikill
tvískinnungur ríki gagnvart kyn-
lífi unglinga. Að vissu leyti viður-
kennum við þá sent kynverur- að
þeir hafi þörf fyrir náin kynni og
innileika en svo á hinn bóginn
erum við hrædd um að ef við gef-
um þeim „grænt ljós“ þá fari þeir
„kynferðislegum hamförum“!
Þú ért tilbúin(n)
Væri ekki nær að skoða aðeins
betur þau atriði sem benda til
þess að maður sé tilbúin til sam-
lífs og ræða þá punkta með
krökkunum sínum frekar en að
loka augunum, láta sem ekkert sé
og vera með kvíðahnút í magan-
um? Þú ert tilbúin(n) ef hvorugur
aðilinn er að þröngva hinn til að
hafa samfarir. Þú er tilbúin(n) ef
þér líður vel og ef þú þj áist ekki af
sektarkennd í þessu sambandi
sem þú ert í. Þú ert tilbúin(n) ef
þú ert viss urn að þú verðir ekki
niðurlægð(ur). Þú ert tilbúin(n)
ef þú ert ekki að reyna að: sanna
að þú sért þroskaður einstakling-
ur kynferðislega, vinna athygli
eða ástúð hins, gera uppreisn
gegn foreldrunum (þjóðfélaginu
o.s.frv.) eða sanna ást þína á hin-
um aðilanum. Þú ert tilbúin(n) ef
þið hafið rætt um hvaða getnað-
arvörn þið ætlið að nota, hver á
að borga kostnað og bera ábyrgð-
ina. Þú er tilbúin(n) ef þið hafið
rætt urn hvað þið mynduð gera ef
hún yrði ófrísk því engin getnað-
arvörn veitir 100% vörn gegn
þungun. Þú ert tilbúin(n) ef þú
getur rætt um hvað ef kynsjúk-
dómasmitun á sér stað s.s.
Chlamydia eða eyðnismit og
hvernig hægt sé að koma í veg
fyrir það. Það má deila um þessi
atriði en ef foreldrar og unglingar
ræddu um þau þá væri a.m.k. gef-
ið grænt ljós á untræður um kynlíf
á heimilinu og foreldrunt gæfist
tækifæri á að veita réttar upplýs-
ingar.
Mœtir Sovét í dag
íslenska landsliðið er nú komið
í annað sæti ásamt Búlgaríu eftir
góðan sigur gegn gestgjöfum
Grikklands í fjórðu umferð.
Þessar þjóðir hafa HV2 vinning
en Sovétríkin eru efst með 14
vinninga. Af þessu má ráða að
mótherj ar okkar í fimmtu umferð
verða Sovétmenn. Þetta verða að
teljast góð tíðindi fyrir sveitina
því markmiðið var að fá sterkustu
sveitirnar áður en lokaslagurinn
hæfist.
í gær var frídagur hjá keppend-
um og notuðu íslendingarnir
tækifærið til þess að skreppa í
skoðunartúr auk þess sem þeir
birgðu sig upp af vítamínum og
treflum að sögn Helga Ólafs-
sonar. Hann bætti því einnig við í
samtali við blaðamann, að
andinn í sveitinni væri góður og
menn væru hvergi smeykir við
sveit Sovétmanna. Þráinn Guð-
mundsson forseti Skáksambands
íslands er blaðafulltrúi sveitar-
innar auk þess sem hann situr
þing Alþjóðaskáksambandsins á
sama stað. Kom fram hjá honum
að stillt yrði upp okkar sterkustu
sveit en ekki væri ljóst hvernig
sveit Sovétmanna yrði skipuð
fyrr en á hádegi í dag. Hann taldi
þó líklegt að hún innihaldi Kasp-
arov, Karpov, Beljavsky og
Ehlvest. Um gengi þeirra Kasp-
arovs og Karpovs sem af er mót-
inu sagði Þráinn að Kasparov
virtist vera í mjög góðu formi,
hefði til að mynda unnið Gheorg-
hiu glæsilega í fjórðu umferð með
drottningarfórn. Karpov virtist
hinsvegar eiga í nokkru basli,
hefði gefið veikari mönnum jafn-
tefli og átt í erfiðleikum með að
vinna aðra.
Er blaðamaður komst aftur í
tæri við Helga Ólafsson og spurði
hann um gengi sveita almennt
sagði Helgi að Englendingar
virkuðu nokkuð þungir, hefðu
IIV2 vinning auk jafnteflislegrar
biðstöðu. Mikils hefði verið
vænst af sveitinni sem og sveit
Bandaríkjanna, en henni hefur
borist liðstyrkur að austan er
Boris Gulko hefði flutt búferlum.
Þeir hefðu ekki náð að sýna sitt
rétta andlit og væru með leiðindi
af öðru tagi. Þeir hefðu til dæmis
kvartað undan verðlaginu á
matnum á hótelinu og ákveðið að
borða annars staðar. Helgi taldi
þá hafa þarna sýnt af sér dóm-
greindarleysi enda hafi þeir stein-
legið fyrir Dönum sama dag.
Okkur barst í gærkvöldi vinn-
ingsskák Jóhanns Hjartarsonar
úr fjórðu umferð þar sem hann
átti í höggi við góðkunningja
okkar íslendinga, Grikkjann
Kotronias. Hann varð í öðru sæti
á opna Reykjavíkurmótinu 1988
sem Jón L. Árnason vann eins og
glöggir menn muna eflaust.
Skákin hefst á Spænskum leik þar
Nær Jóhann hefndum í dag en hann varð að láta í minni pokann fyrir Kasparov á heimsbikarmótinu sem
Stöð 2 gekkst fyrir í október. Mynd: ÞÓM.
sem Jóhann hefur svart. Hann
býður upp á Marshall árásina en
það mun vera óvenjulegt af hálfu
Jóhanns. Kotronias hafnar þessu
og velur sjaldgæfari leið, varla
nema von því Marshallinn er ann-
álaður fyrir gífurlegar flækjur og
oft vinnur sá sem meira kann. I
framhaldinu fórnar hvítur peði
og fær við það rúmbetri stöðu en
staða Jóhanns er traust og honum
tekst að skipta upp á hverjum
manninum á fætur öðrum. Það er
athyglisvert að skoða stöðuna í
kringum 20. leik en þar sést að þó
menn hvxts virðist vel staðsettir
þá er engin ógnun í þeim. Jóhann
þvingar drottningaruppskipti og
vinnur annað peð, síðan það
þriðja og er Kotronias á einn leik
eftir til að ná tímamörkum, fellur
hann. Öruggur sigur Jóhanns.
Hvítt: Kotronias 19. Ra5-He8
Svart: Jóhann Hjartarson 20. Df3-Hxel
Spænski leikurinn 21. Hxel-Df8 22. Rdc6-Bxc3
1. e4-e5 23. Dxc3-He8
2. Rf3-Rc6 24. Hxe8-Dxe8
3. Bb5-a6 25. Db4-h6
4. Ba4-Rf6 26. Kh2-Kh7
5. 0-0-Be7 27. Í3-De3
6. Hel-b5 28. Rb7-Rd3
7. Bb3-0-0 29. Dc4-Df4
8. a4-b4 30. Dxf4-Rxf4
9. d4-d6 31. Rb4-Bxa4
10. h3-exd4 32. Ra5-Bb5
11. Rxd4-Ra5 33. Kg3-g5
12. c3-bxc3 34. Kf2-Kg6
13. Bd5-cxb2 35. g3-Rd3
14. Bxb2-Rxd5 36. Rxd3-Bxd3
15. exd5-Bd7 37. Ke3-Bfl
16. Bc3-Rb7 38. g4-Bxh3
17. Rd2-Rc5 39. Rc6-Bfl
18. Rc4-Bf6 og hér féll h\
Island í
öðru sæti
Föstudagur 18. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27