Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 6
FLESTIR VIUA
Mikil óvissa um
hvernig nœstafor-
ystusveit Alþýðu-
sambandsins verðr
skipuð. Stjórn-
málaflokkarnir
komnir áfullaferð
ísamningaleik.
Yfir helmingur
þingfulltrúa
óbundinnflokkum
ogsamningum.
Mun hafa úrslitaá-
hrifá þinginu
Ásmundur Stefánsson
forseti Alþýðusambandsins
hefur tryggt sér áframhald-
andi setu á forsetastóli næstu
fjögur ár, en það eru litlar líkur
til þess að hann fái sjálfur að
velja sína samstarfsmenn í
forystusveitinni. - Þaðermikill
vilji fyrir allsherjaruppstokkun,
en þó að flestir vilji þá þora
fæstir. Þó Ásmundur sé búinn
að tryggja sér forsetastólinn,
með því að segja hvorki af né
á og halda öllu í spennitreyju
fram á síðasta dag, þá verður
kosið um öll önnur embætti í
forystunni. Þar munu engir
fyrirframsamningar ganga
upp því þingfulltrúar gera
þessi mál sjálfir upp í næstu
viku, segir einn forystumaður í
verkalýðshreyfingunni.
Og hann bætir við: - Stað-
reyndin er sú að hvað svo sem
menn ætluðu að reyna að semja
um, þá hefur forystuliðið enga
möguleika á slíkum samningum
lengur. Áður fyrr var stærsti hluti
þingfulltrúa, nánast hver einasti,
eyrnamerktur einhverjum pólit-
ískum flokki. Á síðasta þingi
1984 var komið nokkurt los á lið-
ið, og núna er öruggt að ekki
minna en helmingur þingfulltrúa
er óbundinn af öllu kosninga-
samkomulagi fyrir þetta þing.
Þetta fólk mun ráða niðurstöðu
þingsins í einu og öllu.
Fundaö stífft
um helgina
Þrátt fyrir að allir þeir þing-
fulltrúar sem rætt hefur verið við
síðustu daga séu fyllilega sam-
mála um að „grái hópurinn"
svokallaði, þeir sem koma
óbundnir til þings, hafi aldrei ver-
ið stærri og muni hafa afgerandi
áhrif á allar kosningar og sam-
þykktir, þá hefur ekki borið
minna á plottfundum og samn-
ingum forystumanna, einkum á
höfuðborgarsvæðinu fyrir þetta
36. þing ASÍ, nema síður sé.
Stjórnmálaflokkarnir gömlu
vilja tryggja áhrif sín í forystu-
sveitinni. Sjálfstæðismenn í
verkalýðshreyfingu funduðu
margir um síðustu helgi á flokks-
ráðsfundi flokksins og hittast aft-
ur nú um helgina. Landsfundur
Alþýðuflokksins og flokksþing
Framsóknar hefjast nú dag og þar
munu ASÍ-þingfulltrúarnir funda
Ásmundur Stefánsson: Fastur á
toppnum.
Karl Steinar: Vekur litla hrifningu.
Vilborg Þorsteinsdóttir: Þykir nær
örugg í forsetastól.
Jón Karlsson: Bjargar hann Al-
þýðuflokknum?
Þóra Hjaltadóttir: Framboð ekki
útilokað.
Björn Grétar Sveinsson: Lands-
byggðin vill nýja menn.
sérstaklega og leggja á ráðin. Það
er auðvitað engin tilviljun að
þessir fundir allir eru haldnir fyrir
ASÍ-þingið, en hitt vekur ekki
síður athygli að fjórði stórfundur-
inn, aðalfundur miðstjórnar Al-
þýðubandalagsins, verður ekki
fyrr en um aðra helgi, að afloknu
ASÍ-þinginu. Skýringin er meðal
annars sú að mjög skiptar skoð-
anir eru meðal flokksmanna í for-
ystusveit verkalýðshreyfingar-
innar um hvernig standa eigi að
kosningu næstu ASÍ-forystu.
Flokkurinn ætlar ekki að blanda
sér formlega í málið, en vitað er
að Ásmundur Stefánsson og
stuðningsmenn hans í flokki og
verkalýðshreyfingu ætla að hitt-
ast nú um helgina.
Fjölmargir ætla
aö hætta
Hver svo sem endanleg niður-
staða Alþýðusambandsþingsins
verður er þegar ljóst að veruleg
uppstokkun mun eiga sér stað í
forystusveitinni. Hvorugur vara-
forsetanna, Björn Þórhalísson,
Sjálfstæðismaður, og Guðríður
Elíasdóttir, krati, gefur kost á sér
áfram. Af 18 manna miðstjórn
sem kjörin er á þinginu ætla 8
ekki að gefa kost á sér áfram. Þeir
sem hætta eru: Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir, Benedikt Da-
víðsson, Björn Þórhallsson, Guð-
rún Thorarensen, Guðjón Jóns-
son, Guðmundur J. Guðmunds-
son, Hilmar Jónsson og Jón
Helgason.
Aðrir sem sæti eiga í miðstjórn
ASÍ eru þau: Óskar Vigfússon,
Kristín Hjálmarsdóttir, Hansína
Stefánsdóttir, Ragna Bergmann,
Jón A. Eggertsson, Guðmundur
Þ. Jónsson, Þóra Hjaltadóttir,
Guðmundur Hallvarðsson,
Magnús Geirsson og Þórður Ól-
afsson.
Eftir síðasta þing ASÍ var for-
ystusveitin, miðstjórn og þrír
forsetar, flokkuð þannig að 7
voru Alþýðubandalagsmenn:
Ásmundur, Benedikt, Guðjón,
Guðmundur J., Guðmundur Þ.,
Hansína og Kristín; 4 Alþýðu-
flokksmenn: Guðríður, Jón H.,
Karvel og Ragna; 4 Sjálfstæðis-
menn: Björn, Guðmundur H.,
Guðrún og Hilmar; 3 Framsókn-
armenn: Jón A., Þóraog Þórður;
og 3 óflokksbundnir, fulltrúar
fyrir „gráa hópinn“, þau Aðal-
heiður, Óskar og Magnús.
„Þjóöstjórn
Ásmundar"
Þessi fráfarandi stjórn, „þjóð-
stjórn Ásmundar", eins og hún
hefur verið kölluð, með flokks-
bundna A-flokka menn og Sjálf-
stæðismann á forsetastólum hef-
ur ekki þótt sterk baráttusveit.
Þetta stjórnarmynstur hefur ver-
ið „samkomulag um málamiðlan-
ir og máttleysi hreyfingarinnar“,
eins og margir félagar í hreyfing-
unni komast að orði. Tími sé til
kominn að stokka upp í forystu-
sveitinni, koma Sjálfstæðis-
mönnum út úr áhrifastöðum í for-
ystunni og byggja upp nýja og
öfluga forystusveit vinstri sinnaðs
félagshyggjufólks í Alþýðusam-
bandinu. Það sé eina leiðin til að
gefa hreyfingunni þann styrk og
þá stöðu sem henni ber í þjóðfé-
laginu.
Það eru ekki síst Alþýðu-
flokksmenn, sem leggja áherslu á
slíkt samstarf við verkalýðsfor-
ingja í Alþýðubandalaginu og
þeim Framsóknarmönnum sem
standa framarlega í verkalýðs-
hreyfingunni er einnig umhugað
að koma á nýrri forystusveit í Al-
þýðusambandinu, þar sem ríkis-
stjórnarflokkarnir standi saman
gegn íhaldinu.
Eyðileggur
Karl Steinar
A-samstarfiö?
- Það væru söguleg mistök að
láta þetta tækifæri sem við höfum
núna framhjá okkur fara. Við
verðum að stokka upp spilin,
segir áhrifamaður í Alþýðu-
flokknum. Sem fulltrúa sinn á
varaforsetastól vilja kratar til-
nefna Karl Steinar Guðnason al-
þingismann og formann
Verklýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur. En þar stendur hníf-
urinn í kúnni. Karl hefur lítinn
hljómgrunn meðal annarra for-
ystumanna í hreyfingunni. Al-
þýðubandalagsmenn segjast ekki
geta tryggt stuðning við Karl
Steinar né stutt hann sjálfir flestir
hverjir. Sömu sögu er að segja af
„gráa svæðinu".
- Við erum tilbúnir í bandalag
með Alþýðuflokksmönnum, en
þeir verða þá að finna einhvern
annan kandidat en Karl Steinar.
Ég er fullviss um að ef hann verð-
ur í framboði til varaforseta, þá
verður hann kolfelldur, segir
verkalýðsforingi úr Alþýðu-
bandalaginu. Hann bendir hins
vegar á að kratar eigi mikið af
hæfu fólki, og ýmsir nefni til
dæmis Jón Karlsson á Sauðár-
króki á nafn í þessu sambandi í
stað Karls Steinars.
Andstaðan 'gegn Karli er
greinilega mjög víðtæk og þá ekki
síst vegna framgöngu hans í af-
námi samningsréttar og launa-
bóta, við myndun núverandi
ríkisstjórnar. Eins spyrja menn
um trúverðugleik forystu ASÍ
með stjórnarþingmann á forseta-
stóli.
Samningar viö íhald
Margir kratar segja að Ás-
mundur og forystusveit Alþýðu-
bandalagsins í verkalýðshreyf-
Grétar Þorsteinsson: Nefndur
sem arftaki Ásmundar.
Hrafnkell A. Jónsson: Trompið
hjá íhaldinu.
I
ingunni sé að hafna samstarfi A-
flokkanna með því að vilja ekki
tryggja kosningu Karls Steinars.
Þess í stað standi þeir í samninga-
makki við íhaldið og Ásmundur á
að hafa verið á fundum með Þor-
steini Pálssyni formanni Sjálf-
stæðisflokksins fyrr í þessum
mánuði að þeirra sögn. Sjálfstæð-
ismenn hafi lýst því yfir að for-
setastóll Björns Þórhallssonar sé
þeim ekki fastur í hendi, en þeir
styðji ekki Ásmund áfram nema
þeim verði tryggður góður stuðn-
ingur í miðstjórn og fái að auki
öruggt sæti í stjórn Menningar-
og fræðslusambands alþýðu, þar
sem þeir hafa ekki átt neinn full-
trúa. Á þetta hafi verið fallist og
Ásmundur geri nú kröfu um á-
kveðiri örugg sæti fyrir íhaldið í
miðstjórn ef hann eigi að halda
áfram sem forseti. Gamla þjóð-
stjórnarmunstrið eigi því að
verða við lýði áfram.
- Þetta er hinn mesti misskiln-
ingur. Kratarnir verða að gera sér
grein fyrir því að málið snýst ekki
um Alþýðuflokkinn, heldur Karl
Steinar. Við getum ekki tryggt
einhverjum manni kosningu sem
hefur ekkert fylgi, hvorki í okkar
röðum né hjá öðrum. Þeir verða
einfaldlega að finna sér annan
fulltrúa. Ég skil heldur ekki
þennan áhuga hjá Karli. Hann
var felldur sem varamaður í mið-
stjórn á síðasta ASÍ-þingi og ef
hann fellur líka núna, þá er hann
búinn að vera, segir verkalýðs-
foringi úr Alþýðubandalaginu.
Fleiri vilja á toppinn
En það eru fleiri sem vilj a kom-
ast í forsetastól en Karl Steinar.
Nafn Þóru Hjaltadóttur frá
Akureyri hefur verið nefnt, en
hún hefur ekki ljáð máls á því
enn. Vitað er að margir forystu-
menn úr röðum A-flokkanna
hafa lagt hart að Þóru að gefa
6 SIÐA - ÞJÓÐVIUINN - NÝTT HELGARBLAÐ