Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR í RÓSA- GARÐINUM ILLA MED ÍBURDINN FARID. Ofgerum íburði í umgerð jól- anna. Fyrirsögn í Tímanum ÉG ER VISS UM AÐ HÚN VAR HÉRNA í GÆR Týndist „kreppan" í jólainn- kaupunum? Tíminn EIGI ER ÖL NEMA í TÍMA SÉ DRUKKIÐ íslendingar ætla að taka bjór- inn með trompi þegar hann kem- ur fyrsta mars: Taka frá sæti á ölstofunum. Tíminn Þegar vio fækkum jólasveinunum Alltaf þegar líða tekur að áramótum þá leggst ég, Skaði, undir feld, og leita að einhverri skynsamlegri lausn á vandamálum þjóðfélagsins og veit ég vel að ekki mun af veita. Meðan ég nú var að þessu í gær kom einn frændi minn hagfróður í heimsókn, nánartiltekið hann Jónsi litli hennar Gunnu, og hann var strax kominn á ferð og flug með sínar lausnir. Það er aldrei verið að bíða eftir því sem ég segi. Ég veit ráð, frændi, sagði hann. Til að spara í þjóðfélaginu Og hvað ætti það svosem að vera, sagði ég vantrúaður. Við fækkum jólasveinunum um helming, sagði hann. Til hvers svosem? spurði ég Til að spara. Það leyfir engin þjóð sér jafn marga jólasveina og íslendingar. Ekki hafa amríkanar nema einn jólasvein. Rússar hafa líka einn og láta svo unga stúlku vera að flækjast með honum á sleðanum og veit ég satt að segja ekki hvað svoleiðis kvennafar á að fyrirstilla. Og hvernig ætlarðu að fækka þeim um helming? spurði ég. Við höfum það eins og þegar Flugleiðir varð til úr Flugfélaginu og Loftleiðum, sagði Jónsi. Nú, og hvernig þá í fjandanum... Það er mjög einfalt Skaði, ef þú nenntir einhverntíma að hlusta á mig. Þú tekur til dæmis Gáttaþef og Pottasleiki og brýð til Pottaþef, sem er bæði rökrétt og myndrænt. Þú tekur jólasveina sem kenndir eru við ýmsa parta hússins eins og Gluggagægi og Hurðaskelli og gerir úr þeim sprellifandi Gluggaskelli. (Því ekki Pottaskelli? hugsaði ég, trúr minni eigin sköpunargáfu.) Svona má halda áfram. Við gerum til dæmis einn mathák úr tveim - Bjúgnakrækir og Skyrjarmur verða að einum Skyrkræki. Maður getur ekki krækt í skyr, hnussaði í mér Vist getur maður það, Skaði og vertu ekki að trufla mig. Askasleikir og Þvörusleikir verða náttúrlega að einum jólasveini og Stúfur og Kertasníkir verða að Kertastúf! Finnst bér það ekki fyndið? Læt ég það vera, sagði ég. En þá er Stekkjarstaur eftir. Hvað ætlarðu að gera við hann? Við fellum hann niður alveg, sagði Jónsi. Ja en Jónsi, til hvers að hafa svona sparnað? Þetta er blátt áfram tilræði við þjóðlegan menningararf og allt það. Hvað heldurðu að forsetinn segi? Ég pípi á forsetann, sagði Jónsi hagfróði. Þú skilur ekki hina djúp- sálfræðilegu og táknvirku merkingu í þessum niðurskurði. Við víkjum frá hefðinni - satt er það, en þó virðum við hana til hálfs. Um leið komum við því að hjá þessu ungviði sem fylgist mest með jóla- sveinunm, að færri eru betri. Til dæmis geta færri kókflöskur alveg eins verið betri kókflöskur. Að maður nú ekki tali um kjaftshöggin. Þessu næst smýgur fordæmið inn í sál mæðranna sem kannski fara að hugsa sem svo: úr því búið er að skeyta svona saman jólasveinana get ég þá ekki skeytt saman sokkabuxur og blússu eða eitthvað og sætt mig við að það sé ekki til nautahakk og svínahakk heldur eitt allsherjarhakk? Svo koma karlarnir og þeir útfæra sparnaðardæmið pólitískt og fara og taka sig til og búa til einn A-flokk úr AA- flokkunum og innlima Borgarahérvillingana í Sjálfstæðisflokkinn aftur og Kvenna- listinn sameinast karlaflokki einhverjum. Hugsaðu þér: svoleiðis sparnaður mundi þýða að hægt væri að leggja niður þriðjung stöðu- gilda á fréttastofum. Ég tala nú ekki um þegar þessi sparnaðar- og samskeytingarbylting hefði náð alla leið upp í topp á Sjálfstæðis- flokknum okkar. Hvað meinarðu? spurði ég og var ekki alveg laus við að vera orðinn dálítið spenntur, Ég meina það að við skeytum saman foringjunum, búum til einn mann úr Þorsteini og Davíð, hugsaðu þér að hafa í einum manni bernska mildi og ráðleysi Þorsteins og yndislega frekjuna og gikks- háttinn í Davíð, nei þá mættu fuglene sko fare at vare sig. ÞETTA GRUNAÐI MIG ALLTAF Hermann Ragnar Stefánsson, sem kunnur er fyrir áhuga sinn á siðum og venjum, segir að ára- mót séu hátíðleg stund, sem eigi að halda upp á með því að gera sér dagamun. DV. OG ÉG BLÉS EKKI UR NOS Við Jaruszelski fórum tiltölu- lega fljótt yfir sögu þegar við ræddum efnahagsáætlun Pól- lands. Jón Baldvin í Alþýðublaðinu. FRAM ÞJÁÐIR MENN Á ÞÚSUND MOGGUM Hvað sem þessu öllu líður á Víkverji auðvelt með að skipa sér í raðir þeirra sem telja margt at- hugavert við það sem ber hæst í þjóðfélagi okkar þessa mánuð- ina. Morgunblaðið RJÚFIÐ El HIN HELGU VÉ Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að hann (Jesús Kristur) hafi aldrei verið til og ættu of- stækismenn trúar sinnar í þessum efnum að láta af árásum sínum á ýmis önnur verðmæti almennings svo sem kvikmyndahús og danss- taði. Morgunblaðið ENN LIFIR FÓRNFÝSIN Albert fer til Parísar þrátt fvrir allt Tíminn ÞANÞOLIÐ í FJÖLMIÐLNUM. Áramótaskaupið f ár er saet harla mislukkað frá upphafi til enda. Pressan SÁÁ í sjónvarpinu? Heimildir Pressunnar herma að landsmenn þurfi ekki að vera ofurölvi til að afbera áramóta- skaup sjónvarpsins þetta árið. Pressan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.