Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 30
MYNDLIST Alþýöubankinn, Akureyri, Ijós- myndir Harðar Geirssonar til 6.1. FÍM-salurinn, Garðastræti 6, samsýning.oftskiptum, 12-18 virka, 14-18helgar. Gallerí Borg, jólaupphengi; verk gömlu meistaranna. Grafíkgall. Austurstr. myndir, gler- og leir- munir, Kringlan, 3. hæð, myndir og leirmunirtil 5.1. Opnunartími versl. Bókasafn Kópavogs, Biblíu- sýning til áramóta, föd. 9-21, Id. 11-14. Gallerí Gangskör, Amtmanns- stíg 1, árleg jólasýning gangskör- unga. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4 A, jólasýning, allt til sölu, 12-18 virka, 10-22 Id. Guðmundur Ólafsson og Árni Pétur Guðjónsson í hlutverkum sínum í Kossi kóngulóarkonunnar. Mynd Jim Smart. Gallerí List, nýjar myndir og ker- amik, 10-18 virka, 10.30-14 laugard. Gal er í Sál, T ryggvagötu 18, sýning T ryggva Gunnars Hans- ens, 17-21 daglega. Listasafn Einars Jónssonar, lokaðdes. ogjan. Höggmynda- garðurinn opinn daglega 11-17. Listasafn íslands, lokað til 15.1. Skrifstofa og kortasala 8-16 virka. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar á Laugarnesi, 50 verk Sig- urjóns, 14-18 um helgar. T ekið á móti hópum e. samkomul. Mokka v/ Skólavörðustíg, Ríkey Ingimundardóttirsýnir um óákv. tíma. Norræna húsið, kjallari, Spor- rækt, Örn Þorsteinsson og Thor Vilhjálmsson sýna myndir/ Ijóð, 14-19 daglega til 31.12. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, þjóðsagna- og ævintýramyndirÁsgríms til fe- brúarloka, sunnu-, þriðju-, fimmtu- oglaugard. 13.10-16. SPRON, Álfabakka 14, Breiðholti, damaskmyndvefnað- ur Sigríðar Jóhannsdóttur og Leifs Breiðfjörðtil 27.1. mánu-til fimmtud. 9.15-16, föstud. 9.15- 18. FJÖLMIÐLAR ÞRÖSTUR HARALDSSON Leikinn texti og lesinn Einu sinni bjó ég í Danmörku sem er í sjálfu sér engin frétt. Þar bjó ég við þann munað að geta stungið sjónvarpsloftnetinu í samband í stofuveggnum og var þá umsvifalaust kominn með að- gang að fimm sjónvarpsstöðvum: þeirri dönsku, tveim sænskum og tveim vestur-þýskum. Þrjár þær fyrrnefndu voru svo- sem ósköp svipaðar íslenska sjónvarpinu: Dallas og Kastljós á víxl með stöku amerískri bíó- mynd í bland. En þýsku stöðv- arnar voru frábrugðnar að einu leyti: þar voru bíómyndirnar tal- settar, „dubbaðar“ eins og það heitir á fagmálinu. í kúreka- myndunum talaði John Wayne reiprennandi þýsku og indján- arnir brugðu fyrir sig tungu Göt- he og Schillers á banastundinni. Þar sem ég var alltaf Iatur að læra þýsku fældi þetta mig frá því að njóta sjónvarpsefnis í þýsku stöðvunum, jafnvel þótt það væri samið á tungu sem ég skildi. Mér þótti þetta heldur leiðinlegt. Nú eru þessar sömu þýsku sjónvarpsstöðvar búnar að gera þriller úr Nonna og Manna og er verið að sýna hann í íslensku sam- starfsfyrirtæki þeirra, Sjónvarp- inu. Ekki er það ætlun mín að leggja mat á þá „míníseríu" í heild sinni (svo heita allir fram- haldsþættir sem ekki eru eilífir eins og Dallas). Ég ætla þó að fara nokkrum orðum um það framtak íslenska sjónvarpsins að talsetja myndina. Nonni og Manni eru gerðir á ensku, væntanlega af markaðsá- stæðum. Af einhverjum ástæðum fannst yfirmönnum sjónvarpsins ekki forsvaranlegt að sýna okkur efni af svo rammíslenskum ættum með ensku tali og venjulegum texta neðanmáls heldur væri rétt að fá leikara til að tala inn ís- lenskan texta yfir ensku raddirn- ar. Að því er ég best veit er þetta aðeins í annað sinn sem íslenskt tal er sett inn á leikna kvikmynd. Fyrir nokkrum árum lét Hitt leikhúsið talsetja sænsku mynd- ina Ronju ræningjadóttur sem gerð var eftir sögu Astrid Lind- gren. Ég sá ekki þá útgáfu en hún hlaut góða dóma og mér hefur verið sagt að þar hafi talsetningin heppnast afar vel. Svo er ekki um Nonna og Manna, um það eru eflaust flestir sammála. Það er ekki nóg með að varahreyfingar samræmist alls ekki hinu talaða orði, við því er lítið að segja. Hitt er verra að textinn er á löngum köflum eins og lesinn upp en ekki leikinn. Það vantar alla tilfinningu í talið, til- finningu sem leikarinn leggur sýnilega í leikinn en hefur týnst í stúdíóinu núna fyrir jólin. Yfir- leitt er þetta skárra þegar íslensk- ir leikarar eiga í hlut og tala ofan í eigin ensku. En þegar fengnir eru leikarar til að lesa ofan í texta sem útlenskir leikarar hafa flutt fer leikurinn oftast forgörðum. Mér er sagt að flestar stórþjóð- ir hafi þennan hátt á við sýningu á erlendu sjónvarpsefni og kvik- myndum. Það litla sem ég hef séð af svona útleiknu efni hefur mér oftast fundist sem verið væri að Hvað á að gera um helgina Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur - Það er náttúrlega gamlárs- kvöld og nýársdagur framundan, en ég er eiginlega ekki komin svo langt að ákveða þetta í smáatrið- um, sagði Steinunn Sigurðardótt- ir þegar hún var spurð hvað hún ætlaði að gera um helgina. Hún sagði ákveðna fasta punkta fylgja áramótatilverunni en hún ætlaði að reyna að hafa það sem allra rólegast. „Ætli ég reyni ekki að bregða mér í göngutúra um ná- grennið þrátt fyrir þessa daga eða kannski vegna þeirra," sagði Steinunn. Hún ætti líka töluvert eftir að lesa af bókum og þrátt fyrir markmiðið um að hafa það rólegt, efaðist hún um að það tækist. Steinunn sagðist líka munu bregða sér í húsmóðurhlu- tverkið á gamlársdag og setja á sig svuntuna. Sá gjörningur gæti tekið dálítinn tíma og gæti orðið mikið mál. Þegar hún færi af stað í hluti eins og eldamennsku væri það yfirleitt gert með hámarks til- færingum. Annars væru þessir dagar tími fjölskyldu og vina. „Maður borðar góðan mat, bregður sér af bæ og hittir fullt af fólki og stundum hefur maður endað á nýársballi hjá 68 kyn- slóðinni eða týndu kynslóðinni, eða hvað hún nú heitir,“ sagði Steinunn. Tunglið, Sissú (Sigþrúður Páls- dóttir) sýnir myndlist frá þessu ári fram yfir hátíðar. LEIKLIST Þjóðleikhúsið, Fjalla-Eyvindur og kona hans, föd., þrd. 20.00. TÓNLIST Verke. Þorkel Sigurbjörnsson í Kristskirkju. Hljómeyki, Úlrik Ólason (orgel) og Monika Lend- roth (harpa). Nýársdag 16.30. Nýi músíkhópurinn í Óperunni þriðjud. 20.30. Verk e. Atla Ing- ólfsson, HilmarÞórðarson, Snorra Sigfús Birgisson, Kjartan Ólafsson, Abrahamsen, Borra- dori Koss kóngulóarkonunnar í Al- þýðuleikhúsinu, kjallara Hlað- varpansföd. 20.30. Sýningum ferfækkandi. HITT OG ÞETTA Félag eldri borgara, lokað til 8/1 í Sigtúni, til 7/1 íTónabæ. Hana nú, laugardagsganga á gamlársdag. Lagtafstaðfrá Digranesvegi 12 kl. 10. Tilfinningin í leiknum fer fyrir ofan garð og neðan þegar íslenska talið er sett yfir það enska. misþyrma því. Ég nefni sem dæmi þýsku kvikmyndina Hin glataða æra Katarínu Blum sem ég sá norður á Akureyri fyrir margt löngu. Af einhverjum ástæðum hafði slæðst hingað til lands eintak með ensku tali og mér var fyrirmunað að koma því heim og saman að þýskir ribbald- ar og valdsmenn í lögreglunni ávörpuðu undirmenn sína á vandaðri og stillilegri ensku. Svipbrigðin og líkamsbeitingin benti til þess að tónfallið væri snöggtum minna kurteislegt. Þetta áberandi misræmi milli orðs og æðis varð til þess að ég var með alla athyglina við það hvern- ig fólkið talaði en ekki hvað það var að gera eða segja. Þannig líður mér líka undir þáttunum af Nonna og Manna. Eins og það sé ekki nóg hvernig söguþráður þessara sakleysislegu sveitalífssagna hefur verið popp- aður upp þá þarf líka að skap- rauna manni með því að láta mann kveljast undir þessum illa upplesna texta. Það er greinilega ekki sama hvernig staðið er að talsetning'u kvikmynda. Hvers vegna var þá ekki hægt að láta neðanmálstext- ana nægja? 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.