Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 20
Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON BARNAKOMPAN Systurnar og Einu sinni voru tvær systur frumvaxta hjá foreldr- um sínum sem höföu aðra systurina útundan. Einu sinni um áramót bar svo viö aö allt fólk á bænum ætlaði til messu á gamlárskvöld. Stúlkan sem alltaf var höfö útundan vildi líka fara meö en af því aö alltaf varö einhver að vera heima og gæta bæjarins varö það úr aö hún var látin sitja heima þó þaö væri henni mjög á móti skapi. Þegar allt fólkiö var fariö tók stúlkan sig til og hreinsaði bæinn hátt og lágt og setti Ijós hvarvetna. Þegar hún haföi lokið því verki bauð hún heim huldufólki með þeim hætti sem tíðkaðist. Hún gekk í kringum bæinn og sagði: Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vilja vera, fari þeir sem fara vilja mér og mínum aö meinalausu. Síöan gekk hún inn á loft og fór að lesa í guðsoröabók og leit aldrei upp úr bókinni fyrr en birta tók af degi. En jafnskjótt og hún var sest kom inn í húsið fjöldi álfafólks og var þaö allt búiö gulli og skrautklæðum. Raðaði fólkiö um allt gólfiö gersemum og bauö bóndadóttur. Fór álfafólkið fólkið aö dansa og bauð henni aö taka þátt í dansin- um en hún sinnti því ekki. Huldufólkiö hélt áfram dansi sínum allt til morguns. En er dagur rann leit bóndadóttir út um gluggann og sagði: Guöi sé lof, nú er kominn dagur. Og er huldufólkið heyröi guð néfndan þaut þaö burt og skildi eftir allar gersemarn- ar. Þegar heimilisfólkið kom heim og systir bónda- dóttur sá gersemar þær sem hún haföi eignast öfu- ndaöi hún hana og mælti að systir sín skyldi ekki veröa heima næstu áramót heldur hún sjálf. Nú kem- ur annað gamlárskvöld og situr eftirlætisdóttirin heima. Hún hlakkar mjög til komu huldufólksins og býður því heim meö sama hætti og systir hennar haföi gert áriö áöur. Síðan kom huldufólkið og raðaði hlutum sínum á gólfið eins og fyrr og fór að dansa. Þaö bauð stúlkunni með í dansinn og þáöi hún boðið. En svo fór aö hún lærbrotnaði í dansinum og varö vitstola. En huldufólkiö fór burt með alla gripina. Þjóðsögur Jóns Árnasonar .ífvörðurinn hefur týnt sverðinu sínu en sem betur fer er bundið við það lína. Getur þú aðstoð- að hann við að finna hvaða spotta á að toga í. Það er nú það Nú eru að koma áramót og allir sem vettlingi geta valdið halda upp á tímamótin. Mjög margir hafa stritao undanfarna daga og vikur við að safna í brennu sem á að bera í eld á gamlárskvöld. Að brennunum koma oft álfar og dansa álfa- dans. Sá siður að brenna gamla árið út er frá seinni hluta átjándu aldar því þá byrjuðu skólastrákar í Reykjavík á að kveikja bál um áramótin. Sá siður að lýsa upp á gamlárskvöldi er þó miklu eldri því sú var trú manna að Ijós yrði að vera í öllum hornum það kvöldið. Álfadansinn kemur frá þeirri þjóðtrú að álfar og huldufólk flyttu sig milli staða á nýársnótt. Margar sögur eru til af viðskiptum manna og álfa þessa nótt. Sumir gáfu huldufólki mat á disk meðan aðrir reyndu að fá upplýsingar um komandi tíma og nýtt ár með því að liggja á krossgötum. Um þetta er hægt að lesa í þjóðsögum og við látum fylgja með í dag eina sögu úr þjóðsögum Jóns Árnasonar. Þessa mynd er hægt að stækka með því að teikna einn reit í einu. 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.